Fara í efni

Ferða-, safna- og menningarráð

10. fundur 20. október 2020 kl. 18:00 - 20:30 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Rakel Ósk Eckard formaður
  • Gísli R. Heiðarsson aðalmaður
  • Fanný Þórsdóttir aðalmaður
  • Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Svavar Grétarsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Fulltrúi B-lista boðaði forföll og ekki hægt að boða varamann.

1.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - Skagagarðurinn

1810120

Skagagarðurinn fékk styrk úr viðbótarúthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í apríl sl. Til kynningar.
Afgreiðsla:

Lagt fram til kynningar.

2.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða

2009054

Á 58. fundi bæjarráðs var samþykkt að sækja um framlög úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða skv. minnisblaði.
Afgreiðsla:

Lagt fram til kynningar. Ferða-, safna- og menningarráð lýsir ánægju sinni með að sótt sé um í sjóðinn.

3.Ferðamenn á Reykjanesi 2007-2019

2006106

Á 53. fundi bæjarráðs, dags. 8. júlí 2020, var skýrla um ferðamenn á Reykjanesi lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla:

Lagt fram til kynningar.

4.Samstarfssamningur við Hollvini Unu í Sjólyst

2006061

16. júní 2020 undirritaði bæjarstjóri samstarfssamning við Hollvini Unu í Sjólyst.
Afgreiðsla:

Lagt fram til kynningar.

5.Viðburðir og menningarmál í Suðurnesjabæ 2020-2021

2009045

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Afgreiðsla:

Minnisblað lagt fram. Ferða-, safna- og menningarráð leggur til að Hrekkjavaka verði árlegur viðburður í Suðurnesjabæ. Þá er lagt til að Fullveldisdagurinn verði haldinn hátíðlegur og að tendrun jólaljósa fari fram við sama tækifæri. Þá verði unnið að því að útfæra einn viðburð 31. desember í samstarfi við björgunarsveitir í Suðurnesjabæ.

6.Stefna í ferða-, safna og menningarmálum

1910062

Afgreiðsla:

Ferða-, safna- og menningarráð leggur til við bæjarstjórn að unnin verði menningarstefna fyrir sveitarfélagið og skipaður verði verkefnishópur til að halda utan um þá vinnu.

7.Fjárhagsáætlun 2020- menningarmál

1910061

Starfsáæltun lögð fram til upplýsinga.
Afgreiðsla:

Lagt fram til kynningar.

8.Hólmsteinn

2007012

Á 55. fundi bæjarráðs, dags. 12. ágúst 2020 var lagt fyrir minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs lagt fram og samþykkt samhljóða að verja 2 mkr. til viðhalds á bátnum Hólmsteini sem er hluti af byggðasafni. Verkefnið verði fjármagnað af liðnum menningarmál. Jafnframt verði unnin áætlun um frekara viðhald á bátnum.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

9.Uppbyggingasjóður Suðurnesja

2010005

Opnað hefur fyrir umsóknir fyrir styrki í Uppbyggingasjóð Suðurnesja.
Afgreiðsla:

Ráðið telur mikilvægt að sótt verði um verkefni tengd menningar-, safna - og ferðamálum fyrir Suðurnesjabæ.

10.Menningarsjóður Suðurnesjabæjar

2009041

Á 58. fundi bæjarráðs, dags. 23. september 2020, var samkomulag um stofnun Menningarsjóðs Suðurnesjabæjar lagt fyrir og samþykkt að fela bæjarstjóra að láta vinna samþykkt um sjóðinn, sbr. efni samkomulagsins.
Afgreiðsla:

Til kynningar.

Ráðið lýsir ánægju sinni með samkomulagið og leggur áherslu á að drög að reglum liggi sem fyrst fyrir og verði kynntar ráðinu.

11.Byggðasafn Garðskaga

1809075

Samningar vegna Byggðasafnsins á Garðskaga til kynningar.
Afgreiðsla:

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:30.

Getum við bætt efni síðunnar?