Fara í efni

Ferða-, safna- og menningarráð

7. fundur 15. apríl 2019 kl. 18:00 - 20:00 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Rakel Ósk Eckard formaður
  • Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir varamaður
  • Vitor Hugo Rodrigues Eugenio aðalmaður
  • Svavar Grétarsson aðalmaður
  • Álfhildur Sigurjónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir sat fundinn í fjarveru Bryndísar Einarsdóttur.

1.Ferða- safna- og menningarráð: starfsáætlun 2018-2022

1807079

Undirbúningur fyrir íbúafund.
Afgreiðsla:

Áætlað er að íbúafundur um skipulag hátíða í Suðurnesjabæ verði haldinn í Vörðunni 21. maí kl. 20.00. Formanni falið að undirbúa fundinn.

2.Sandgerðisdagar 2019

1903076

Afgreiðsla:

Umræða um fyrirkomulag Sandgerðisdaga. Ráðið myndi vilja sjá fyrirkomulag Sandgerðisdaga verða með sama hætti og Sólseturshátíðar þar sem félagasamtök tengd Suðurnesjabæ sjá um framkvæmdina.

3.Sólseturshátíð 2019

1902082

Kynning á dagskrá Sólseturshátíðar 2019.
Afgreiðsla:

Ráðið þakkar fulltrúum Víðis, Evu Rut og Einari Karli, fyrir góða kynningu á dagskrá Sólseturshátíðarinnar.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni síðunnar?