Fara í efni

Bæjarstjórn

3. fundur 18. júlí 2018 kl. 17:00 - 17:05 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson forseti
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Þór Ólafsson fyrsti varaforseti
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Fríða Stefánsdóttir aðalmaður
  • Magnús Sigfús Magnússon annar varaforseti
  • Pálmi Steinar Guðmundsson aðalmaður
  • Daði Bergþórsson aðalmaður
  • Elín Björg Gissurardóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Róbert Ragnarsson starfandi bæjarstjóri
Dagskrá
Boðað var til aukafundar í bæjarstjórn með sólarhringsfyrirvara í samræmi við ákvæði 2. mgr. 9. gr. Samþykktar um stjórn og fundarsköp Sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs.

1.Ráðning bæjarstjóra

1806760

Ráðning bæjarstjóra.
Forseti leggur fram tillögu um að Magnús Stefánsson verði ráðinn bæjarstjóri í Sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs kjörtímabilið 2018-2022.
Magnús er viðskiptafræðingur MBA að mennt og fyrrverandi alþingismaður, ráðherra og bæjarstjóri. Magnús var valinn úr hópi 14 umsækjenda um starf bæjarstjóra og naut bæjarstjórn aðstoðar Hagvangs við ráðningarferlið.

Forseti leggur fram í trúnaði drög að ráðningarsamningi við bæjarstjóra. Forseti leggur til að forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs verði falið að ganga til samninga við Magnús Stefánsson samkvæmt fyrirliggjandi drögum að samningi og leggja endanlegan og undirritaðan samning fram í bæjarráði.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 17:05.

Getum við bætt efni síðunnar?