Fara í efni

Bæjarstjórn

24. fundur 06. maí 2020 kl. 17:30 - 19:50 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson forseti
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Helgason aðalmaður
  • Laufey Erlendsdóttir fyrsti varaforseti
  • Fríða Stefánsdóttir aðalmaður
  • Katrín Pétursdóttir aðalmaður
  • Magnús Sigfús Magnússon annar varaforseti
  • Pálmi Steinar Guðmundsson aðalmaður
  • Daði Bergþórsson aðalmaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Ársreikningur Suðurnesjabæjar 2019

2003077

Síðari umræða.
Til máls tóku: EJP, HS, DB og PSG.

Afgreiðsla:

Jónas Gestur Jónasson og Kristján Þór Ragnarsson frá Deloitte og Elísabet Þórarinsdóttir, fjármálastjóri sátu fundinn undir þessum dagskrárlið, fóru yfir ársreikning og endurskoðendaskýrslu.

Rekstrartekjur í samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta námu 4.014,7 milljónum króna. Rekstrartekjur A hluta námu 3.812,3 milljónum króna.

Rekstrarniðurstaða A-hluta er afgangur að fjárhæð 46,4 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða í samanteknum reikningsskilum A og B hluta, er rekstrarafgangur 37,2 milljónir króna.

Heildareignir í samanteknum reikningsskilum A og B hluta eru 8.154 milljónir króna. Heildarskuldir og skuldbindingar eru 4.086 milljónir króna. Lífeyrisskuldbinding hækkar frá árinu 2018 og er 963 milljónir króna. Langtímaskuldir við fjármálastofnanir eru 2.504 milljónir króna og eru næsta árs afborganir langtímalána 175,5 milljón króna. Eigið fé í samanteknum reikningsskilum er 4.067,7 milljónir króna og er eiginfjárhlutfall 59 %.
Skuldaviðmið A- og B-hluta skv. 14. gr. reglugerðar 502/2012 er 66 % og 40,1% hjá A hluta. Samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga má þetta hlutfall ekki vera hærra en 150%.
Rekstur í samanteknum reikningsskilum A og B hluta skilaði 422,3 milljónum króna í veltufé frá rekstri sem er 10,5% af heildartekjum.
Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum í samanteknum reikningsskilum A og B hluta nam 373,6 milljónum króna á árinu 2019.
Á árinu voru engin ný lán tekin en afborganir langtímalána voru 170,7 milljón króna.
Handbært fé lækkaði um 247 milljónir króna og var handbært fé í árslok 2019 alls 499,6 milljónir króna.
Bókun bæjarstjórnar um ársreikning 2019.

Ársreikningur 2019 nær yfir fyrsta heila starfsár Suðurnesjabæjar. Niðurstöður í rekstri málaflokka var í góðu samræmi við fjárheimildir og heildar niðurstöður nálægt fjárhagsáætlun ársins. Bæjarstjórn lýsir ánægju með þá niðurstöðu og þakkar öllum stjórnendum sveitarfélagsins fyrir þeirra framlag við góðan rekstur.Sterk efnahagsleg staða sveitarfélagsins birtist m.a. í því að skuldaviðmið samkvæmt nýjum viðmiðunarreglum í árslok 2019 er 66 %, og hefur lækkað frá fyrra ári. Bæjarstjórn lýsir ánægju með þessa niðurstöðu, en samkvæmt fjármálareglum sveitarstjórnarlaga má skuldaviðmið ekki vera yfir 150%.

Á árinu 2019 var haldið áfram því verkefni að móta nýtt sveitarfélag og því verkefni er ekki lokið. Starfsfólk sveitarfélagsins hefur lagt af mörkum mikla vinnu við þetta verkefni og fyrir það þakkar bæjarstjórn. Jafnframt hafa fjölmargir aðrir aðilar komið að þeirri vinnu og það er mat bæjarstjórnar að vel hafi tekist til við að leysa úr fjölmörgum og ólíkum verkefnum í tengslum við mótun á nýju sveitarfélagi.

Framundan eru krefjandi tímar með miklum áskorunum í starfsemi og rekstri Suðurnesjabæjar. Það er markmið bæjarstjórnar að Suðurnesjabær veiti íbúum sínum sem mesta og besta þjónustu, þannig að búsetuskilyrði í Suðurnesjabæ verði áfram eins og best er á kosið. Ársreikningur ársins 2019 felur í sér sterka efnahagslega stöðu Suðurnesjabæjar og á því mun bæjarstjórn byggja til framtíðar.

Ársreikningur 2019 samþykktur samhljóða og áritaður af bæjarstjórn.

2.Fjárhagsáætlun 2020 - viðaukar

2001039

Á 47. fundi bæjarráðs var samþykktur viðauki nr 5, Sandgerðishöfn. Á 48. fundi bæjarráðs voru samþykktir viðaukar 6, styrkur til björgunarsveita, viðauki 7, sumarstörf, viðauki 8, annar grunnskólakostnaður, viðauki 9, Jöfnunarsjóður og viðauki 10, bæjarstjórn.
Til máls tóku: EJP og HS.

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

3.Keilir - húsnæðismál

2001028

Á 47. fundi bæjarráðs var fjallað um kaup á hlut í fasteignafélagi Keilis. Samþykkt samhljóða að Suðurnesjabær kaupi hlut í fasteignafélagi Keilis eins og lagt er upp með í gögnum málsins. Settir eru fyrirvarar um samþykki Kadeco og sveitarfélaganna á Suðurnesjum svo og sjálfbærni skólans til framtíðar. Forsenda fyrir kaupunum er að langtímasamningur við mennta-og menningarmálaráðuneyti liggi fyrir. Þegar samningur um kaupin liggur fyrir skal hann lagður fyrir bæjarráðs.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

4.Samstarfssamningar félagasamtök

1901039

Á 47. fundi bæjarráðs voru samþykkt drög að samstarfssamningi við GSG.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

5.COVID-19 - upplýsingar

2003010

Á 48. fundi bæjarráðs var samþykkt tillaga aðgerðastjórnar um að fyrirhugaðri bæjarhátíð í sumar verði frestað til ársins 2021 og þess í stað verði leitast við að halda minni viðburði á árinu í samræmi við tilmæli um sóttvarnir hverju sinni.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

6.Samkomulag vegna reksturs og umsjónar sýningarinnar Heimskautin heilla

2004038

Á 48. fundi bæjarráðs voru drög að samkomulagi við Háskóla Íslands samþykkt. Bæjarstjóra falið að undirrita samkomulagið fyrir hönd Suðurnesjabæjar.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

7.Íbúðasvæði sunnan Sandgerðisvegar:Tillaga að deiliskipulagi 2018

1806454

Á 17. fundi framkvæmda-og skipulagsráðs var samþykkt eftirfarandi tillaga um nöfn á götur í nýju íbúðahverfi sunnan Sandgerðisvegar: Stofnbrautin: Skerjabraut. Götur út frá henni: Bárusker, Brimsker, Eyjasker, Sjávarsker og Straumsker.
Til máls tók: FS.

Afgreiðsla:

Afgreiðsla framkvæmda- og skipulagsráðs samþykkt samhljóða.

8.Sandgerðishöfn - viðhaldsmál

2004035

Á 9. fundi hafnarráðs var fjallað um viðhaldsmál. Hafnarráð telur rétt að aukið fjármagn þurfi til viðhalds í Sandgerðishöfn, í ljósi veðurtjóna sem orðið hafa í vetur.
Til máls tók: EJP

Afgreiðsla:

Samþykkt að fela bæjarstjóra að láta vinna viðauka við fjárhagsáætlun, með sundurliðun á kostnaði, sem verði lagður fyrir bæjarráð.

9.Dýpkun Sandgerðishöfn - aðgerðaáætlun stjórnvalda

2004021

Á 9. fundi hafnarráðs var fjallað um málið. Hafnarráð leggur til að ráðist verði í þessa framkvæmd.
Til máls tók: EJP

Afgreiðsla:

Samþykkt að ráðist verði í framkvæmdina, sem er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda vegna Covid faraldursins. Um er að ræða dýpkun í Sandgerðishöfn við löndunarkrana. Bæjarstjóra falið að láta leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun vegna málsins.

10.Bæjarráð - 47

2003022F

Fundur dags. 15.04. 2020.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram til staðfestingar.

11.Bæjarráð - 48

2004008F

Fundur dags. 29.02. 2020.
Til máls tóku: EJP, MS, DB, PSG, FS, MSM, HH, HS og LE.

Afgreiðsla:

Varðandi mál 11.6 í fundargerð bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að áfram verði leitað leiða til að bæta rekstur Sandgerðishafnar. Samþykkt samhljóða að unnið verði eftir sviðsmynd II í tillögum Deloitte um bættan rekstur hafnarinnar, sem felur m.a. í sér að breytingar verði á skipuriti hafnarinnar og að bæjarstjóri sinni hlutverki hafnarstjóra. Bæjarstjóra falið að ganga frá starfslokasamningi við núverandi hafnarstjóra.

Jafnframt verði leitað samstarfs við aðrar hafnir um að skoða kosti þess að auka samstarf rekstur hafna eins og fjallað var um í starfshópi um rekstur Sandgerðishafnar. Samþykkt að veita bæjarstjóra og formanni hafnarráðs heimild til að fara í þá vinnu.

Fundargerðin lögð fram til staðfestingar.

12.Framkvæmda- og skipulagsráð - 17

2004010F

Fundur dags. 21.04. 2020.
Til máls tóku: PSG, EJP, HH og FS.

Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

13.Hafnarráð - 9

2004011F

Fundur dags. 22.04. 2020.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

14.Fræðsluráð - 16

2003007F

Fundur dags. 24.04. 2020.
Til máls tók: EJP

Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

15.Samband íslenskra sveitarfélaga fundargerðir 2020

2002007

a) 881. fundur stjórnar dags. 24.04. 2020.
b) 882. fundur stjórnar dags. 30.04. 2020.
Til máls tóku: EJP, HH, DB, MS og MSM.

Afgreiðsla:

Fundargerðirnar lagðar fram.

16.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2020

2001054

755. fundur stjórnar dags. 15.04. 2020.
Til máls tók: EJP.

Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

17.Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja - fundargerðir 2020

2003096

22. fundur dags. 24.03. 2020.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

18.Almannavarnarnefnd Suðurnesja - fundargerðir

1905009

a) Fundur dags. 12.02. 2020.
b) fundur dags. 26.03. 2020.
Afgreiðsla:

Fundargerðirnar lagðar fram.

Fundi slitið - kl. 19:50.

Getum við bætt efni síðunnar?