Fara í efni

Bæjarstjórn

23. fundur 01. apríl 2020 kl. 17:30 - 20:30 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson forseti
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Helgason aðalmaður
  • Ólafur Þór Ólafsson fyrsti varaforseti
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Fríða Stefánsdóttir aðalmaður
  • Pálmi Steinar Guðmundsson aðalmaður
  • Svavar Grétarsson varamaður
  • Daði Bergþórsson aðalmaður
  • Katrín Pétursdóttir varamaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Sveitarstjórnarlög fjarfundir

2003076

Með vísan til VI. bráðabirgðaákvæðis sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og ákvörðunar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra dags. 18. mars 2020, er lagt til að bæjarstjórn samþykki að heimilt verði að nota fjarfundabúnað á fundum bæjarstjórnar og fundum nefnda og ráða Suðurnesjabæjar.

Auk þess er lagt til að leiðbeiningar um framkvæmd fjarfunda, sem fyrir fundinum liggja, verði samþykktar.
Til máls tóku: EJP, MS, DB og PSG

Afgreiðsla:
Tillagan samþykkt samhljóða.

2.Ósk um lausn frá störfum sem bæjarfulltrúi

2003090

Erindi frá Ólafi Þ. Ólafssyni bæjarfulltrúa, þar sem hann óskar eftir lausn frá störfum sem bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar frá og með fundi bæjarstjórnar 1. apríl 2020.
Til máls tóku: EJP, ÓÞÓ, FS, LE, DB, PSG, HS, HH, SG og MS.

Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að veita Ólafi Þór Ólafssyni lausn frá störfum. Eftirfarandi er samhljóða bókun bæjarstjórnar:

Ólafur Þór Ólafsson víkur nú sæti í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar að eigin ósk, þar sem hann snýr til starfa sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps. Ólafur Þór tók fyrst sæti í bæjarstjórn Sandgerðisbæjar eftir sveitarstjórnarkosningar árið 2002. Hann var forseti bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar 2010-2018 og tók sæti í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar, sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs vorið 2018. Ólafur Þór hefur verið formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar frá þeim tíma. Þá hefur Ólafur Þór sinnt ýmsum trúnaðarstörfum sem bæjarfulltrúi fyrir sveitarfélagið og í samstarfi sveitarfélaganna á Suðurnesjum.

Bæjarstjórn, bæjarstjóri og starfsfólk Suðurnesjabæjar færir Ólafi Þór bestu þakkir fyrir ánægjulegt samstarf og framlag hans til samfélagsins með störfum í bæjarstjórnum sl. 18 ár. Jafnframt er honum færðar óskir um velfarnað á nýjum starfsvettvangi.

Ólafur Þór Ólafsson vék af fundi. Katrín Pétursdóttir tók sæti hans í bæjarstjórn.

3.Fastanefndir - kosning

2003091

J-listi lagði fram tillögur um breytingar á skipan nefnda og ráða.
Til máls tók: EJP

Afgreiðsla:

Fyrsti varaforseti bæjarstjórnar: Laufey Erlendsdóttir.
Varamaður í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum: Laufey Erlendsdóttir.
Aðalmaður í Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja: Laufey Erlendsdóttir.
Aðalmaður í bæjarráði og formaður: Fríða Stefánsdóttir.
Fulltrúi á Landsþingi sveitarfélaga: Fríða Stefánsdóttir.

Einnig er lagt til að Elín Frímannsdóttir verði aðalmaður í Fræðsluráði fyrir J-lista og Sigrún Halldórsdóttir verði varamaður í Fræðsluráði.

Samþykkt með sex atkvæðum. Fulltrúar H-lista og B- lista sitja hjá.

4.Ársreikningur Suðurnesjabæjar 2019

2003077

Fyrri umræða.
Til máls tóku: EJP og MS

Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að vísa ársreikningi til síðari umræðu í bæjarstjórn.

5.Atvinnumál og opinber starfsemi á Suðurnesjum.

2003094

Til máls tóku: EJP, HH, PSG, MS, HS og FS.

Afgreiðsla:

Eftirfarandi er samhljóða bókun bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar lýsir þungum áhyggjum af stöðu og þróun atvinnumála í sveitarfélaginu og á Suðurnesjum. Fjölda fólks hefur verið sagt upp atvinnu og nú stefnir í meira atvinnuleysi á Suðurnesjum en áður hefur þekkst og þrátt fyrir ýmis áföll mörg undanfarin ár. Það ástand sem nú hefur skapast í atvinnumálum og í samfélaginu af völdum Covid-19 faraldurs er fordæmalaust og verulegt áhyggjuefni. Bæjarstjórn mun leggja sitt af mörkum, eftir því sem mögulegt er til að mæta þeirri stöðu sem upp er komin. Það er hins vegar ljóst að það ástand sem upp er komið í atvinnumálum mun þrengja að rekstri sveitarfélagsins, þar sem m.a. blasir við að draga muni úr tekjum frá því sem áætlað var.

Bæjarstjórn skorar á ríkisvaldið að beita öllum mögulegum aðgerðum til þess að vinna með sveitarfélögum á Suðurnesjum við að beina fjármunum til Suðurnesja, hvort sem er til reksturs ríkisrekinna stofnana, svo sem Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, til viðhalds eigna ríkisins eða til nýframkvæmda. Oft hefur verið þörf, en nú er brýn nauðsyn.

6.Sandgerðishöfn starfshópur um rekstur

1912013

Á 46. fundi bæjarráðs var til umfjöllunar skýrsla Deloitte um starfsemi og rekstur Sandgerðishafnar. Bæjarráð samþykkti að vísa málinu til bæjarstjórnar.
Til máls tóku: EJP, MS, FS, HH, DB, LE, HS, PSG og SG.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að láta vinna úr þeim tillögum sem fram koma í skýrslunni.

7.Fjármál og rekstur í ljósi Covid 19

2003075

Á 46. fundi bæjarráðs voru samþykktar aðgerðir vegna gjalda og þjónustu sveitarfélagsins á tímum Covid-19.
Til máls tóku: DB, EJP og MS.

Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

8.Styrkir til félagasamtaka vegna fasteignagjalda

1902033

Á 44. fundi bæjarráðs var samþykkt að veita Björgunarsveitinni Sigurvon styrk til niðurgreiðslu fasteignagjalda af Austurgarði 4.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

9.Stefnumótun í málefnum aldraðra 2020

1911031

Á 44. fundi bæjarráðs var samþykkt að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs í samráði við bæjarstjóra að hefja undirbúning að umsókn um rekstur almenns og sértæks dagdvalarrýmis.
Til máls tóku: LE og HS.

Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

10.Fjárhagsáætlun 2020 - viðaukar

2001039

Á 44. fundi bæjarráðs voru viðaukar þrjú og fjögur samþykktir.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

11.Suðurnesjabær - aðgerðastjórn og viðbragðsáætlun

2003048

Á 44. fundi bæjarráðs var samþykkt að móta aðgerðarstjórn eins og lagt er til í drögum að erindisbréfi og drög að viðbragðsáætlun samþykkt.
Til máls tók: EJP

Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

12.Framkvæmdir í Suðurnesjabæ 2020

2003071

Á 45. fundi bæjarráðs var framkvæmdaáætlun 2020 til umfjöllunar. Bæjarráð samþykkti að veita heimild til að hefja framkvæmdir við stækkun búningsaðstöðu við íþróttamiðstöðina í Garði samkvæmt tillögu í minnisblaði sviðsstjóra. Bæjarráð telur rétt að farið sé í báðar þær fráveituframkvæmdir sem fram koma í minnisblaði sviðsstjórans þannig að útboð fari fram nú á vordögum. Bæjarstjóra falið að gera tillögu að útfærslu verkefnanna.
Til máls tóku: PSG, FS, MS, EJP, HS og DB.

Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

13.Stýrihópur um stækkun Gerðaskóla - fundargerðir

1912011

Á 44. fundi bæjarráðs voru samþykkt næstu skref í stækkun Gerðaskóla eins og kemur fram í þriðju fundargerð stýrihóps og að þau verði:
- Að teikningar og útboðsgögn fyrir viðbyggingu verði kláruð og stækkun boðin út fyrir sumar svo hægt verði að nýta sumarið 2020 til framkvæmda.
- Gert verði ráð fyrir að uppsteypa fyrir alla stækkunina og utanhússfrágangur verði kláruð og í framhaldi verði amk þrjár almennar kennslustofur teknar í notkun.
- Sett verði upp tímalína sem sýni hvenær restin af viðbyggingunni verði tekin í notkun.
Skipulags- og umhverfissvið falið að vinna málið áfram.
Til máls tóku: FS, DB, EJP, PSG og HS.

Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

14.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2020

2001054

Á 45. fundi bæjarráðs var tekið undir bókun stjórnar SSS frá 754. fundi, þar sem lýst er áhyggjum á stöðu og þróun á atvinnumarkaði.
Til máls tók: EJP.

Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

15.Bæjarráð - 44

2002016F

Fundur dags. 11.03.2020.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

16.Bæjarráð - 45

2003012F

Fundur dags. 25.03.2020.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

17.Bæjarráð - 46

2003016F

Aukafundur dags. 27.3.2020.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

18.Framkvæmda- og skipulagsráð - 16

2003001F

Fundur dags. 05.03.2020.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

19.Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga - 5

2003011F

Fundur dags. 12.03.2020.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

20.Þekkingarsetur Suðurnesja fundargerðir 2020

2003074

33. fundur stjórnar dags. 12.03.2020.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

21.Samband íslenskra sveitarfélaga fundargerðir 2020

2002007

a) 879. fundur stjórnar dags. 28.02.2020.
b) 880. fundur stjórnar dags. 27.03.2020.
Afgreiðsla:

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

22.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2020

2001054

a) 753. fundur stjórnar dags. 19.02.2020.
b) 754. fundur stjórnar dags. 17.03.2020.
Afgreiðsla:

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:30.

Getum við bætt efni síðunnar?