Fara í efni

Bæjarstjórn

22. fundur 04. mars 2020 kl. 17:30 - 19:30 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson forseti
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Helgason aðalmaður
  • Ólafur Þór Ólafsson fyrsti varaforseti
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Fríða Stefánsdóttir aðalmaður
  • Magnús Sigfús Magnússon annar varaforseti
  • Pálmi Steinar Guðmundsson aðalmaður
  • Daði Bergþórsson aðalmaður
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir Staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Samstarfssamningar félagasamtök

1901039

Á 43. fundi bæjarráðs voru samningar við Knattspyrnudeild Knattspyrnufélagsins Reynis, Knattspyrnufélagið Víði, Íþróttafélagið Nes og Taekwondodeild Keflavíkur samþykktir og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Til máls tóku: ÓÞÓ, EJP og DB.

Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

2.Fjárhagsáætlun 2020 - viðaukar

2001039

Á 43. fundi bæjarráðs var Viðauki 2 vegna Auðarstofu samþykktur.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

3.Styrkir til félagasamtaka vegna fasteignagjalda

1902033

Á 42. fundi bæjarráðs voru erindi vegna fasteignagjalda frá Kiwanisklúbbnum Hofi, frá Útskálasókn og frá Lionsklúbbi Sandgerðis tekin fyrir og samþykkt. Erindi frá Golfklúbbi Sandgerðis er afgreitt í samræmi við samning.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

4.Menntastefna

2001051

Á 42. fundi bæjarráðs var samþykkir að vinna að gerð menntastefnu fyrir Suðurnesjabæ og sviðsstjóra falið að vinna tillögu að fyrirkomulagi þeirrar vinnu.
Til máls tók: ÓÞÓ

Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða og sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að vinna málið áfram

5.Almannavarnir VHF talstöðvakerfi

2002014

Á 43. fundi bæjarráðs var samþykkt að styrkja björgunarsveitirnar í Suðurnesjabæ um samtals 500.000 kr. vegna kaupa á VHF talstöðvum.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

6.Sandgerðishöfn starfshópur um rekstur - fundargerðir

1912013

Á 42. fundi bæjarráðs var samþykkt að ganga til samninga vegna úttektar á rekstri Sandgerðishafnar
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

7.Suðurnesjabær - greining rekstrar og starfsemi

2001070

Á 42. fundi bæjarráðs var minnisblað vegna úttketar á rekstri Suðurnesjabæjar tekið fyrir og samþykkt að ganga til samninga skv. minnisblaðinu.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

8.Fundarboð aðalfundar 2020

2002076

Fundarboð vegna aðalfundur HS Veitna sem fram fer 11. mars 2020.
Afgreiðsla:

Erindið lagt fram. Samþykkt samhljóða að Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar, muni sækja fundinn fyrir hönd Suðurnesjabæjar. Bæjarstjóra er falið að útbúa umboð þess efnis.

9.Almannavarnarnefnd Suðurnesja

1905009

Erindi frá Almannavarnarnefnd Suðurnesja utan Grindavíkur þar sem óskað er eftir fulltrúum frá Suðurnesjabæ í vinnuhóp.
Til máls tóku: EJP, ÓÞÓ, HH, PSG, HS og MSM.

Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að Suðurnesjabær tilnefni Jón Ben Einarsson, sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og Guðrúnu Björg Sigurðardóttur, sviðsstjóra Fjölskyldusviðs í vinnuhópinn fyrir hönd Suðurnesjabæjar.

Suðurnesjabær leggur áherslu á mikilvægi þess að Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja eigi fulltrúa í nefndinni.

10.Bæjarráð - 42

2001026F

Fundur dags. 12.02.2020.
Til máls tóku: PSG, ÓÞÓ og EJP.

Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

11.Bæjarráð - 43

2002008F

Fundur dags. 26.02.2020.
Til máls tóku: FS, BJS, EJP, HH, LE, DB, MSM, HS, PSG og ÓÞÓ

Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.

12.Fræðsluráð - 15

2001025F

Fundur dags. 11.02.2020.
Til máls tóku: BJS, ÓÞÓ og EJP.

Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.
Máli fimm í fundargerð Fræðsluráðs vísað til Fjölskyldu -og velferðaráðs til úrvinnslu.

13.Fjölskyldu- og velferðarráð fundargerðir 2020

2001056

18. fundur dags. 20.02.2020.
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.

14.Samband íslenskra sveitarfélaga fundargerðir 2020

2002007

878. fundur stjórnar dags. 31.01.2020.
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.

15.Öldungaráð Suðurnesja fundargerðir 2020

2002008

Fundur stjórnar dags. 20.01.2020.
Til máls tóku: EJP, MSM, ÓÞÓ, LE, HS og HH.

Fundargerðin lögð fram.

Bókun bæjarstjórnar við mál fjögur í fundargerð Öldungaráðs Suðurnesja.

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar lýsir yfir ánægju með þá uppbyggingu hjúkrunarrýma sem er framundan við Nesvelli í Reykjanesbæ. Það er mikilvægt skref til að bregðast við þeirri uppsöfnuðu þörf sem er fyrir hjúkrunarrými á Suðurnesjum. Nú þarf að hefja undirbúning að uppbyggingu næstu rýma á svæðinu enda ljóst að þörfin eftir slíkri þjónustu mun fara vaxandi á næstu árum. Bæjarstjórn telur eðlilegt að næsta hjúkrunarheimili verði reist í Suðurnesjabæ sem er næst fjölmennasta sveitarfélagið á Suðurnesjum og er reiðubúin til að eiga viðræður við heilbrigðisráðherra til að stíga fyrstu skref í þá átt sem fyrst. Bæjarstjóra er falið að gera ráðherra grein fyrir þessari afstöðu Suðurnesjabæjar og óska eftir viðræðum til að ræða hana betur.

16.Heklan fundargerðir 2020

2002012

76. fundur dags. 07.02.2020.
Til máls tóku: HH, PSG, EJP, BJS og MSM.

Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Reykjanes jarðvangur fundargerðir 2020

2002030

54. fundur stjórnar dags. 17.02.2020.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Brunavarnir Suðurnesja fundargerðir 2019

1902009

45. fundur stjórnar dags. 12.12.2019.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Brunavarnir Suðurnesja fundargerðir 2020

2002040

46. fundur stjórnar dags. 17.02.2020.
Til máls tóku: EJP, HH, HS og ÓÞÓ.

Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.Almannavarnarnefnd Suðurnesja - fundargerðir

1905009

Fundur dags. 12.02.2020.
Til máls tók: EJP

Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar tekur undir bókun stjórnar Almannavarna Suðurnesja utan Grindavíkur frá 12. febrúar sl. og krefst þess að yfirvöld tryggi að rekstrargrundvöllur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja verði styrktur verulega með það að leiðarljósi að íbúar á Suðurnesjum njóti bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á og að starfsmenn og starfsemi HSS búi við góða starfsaðstöðu. Þá skorar bæjarstjórn Suðurnesjabæjar á yfirvöld að lokið verði sem fyrst við tvöföldun Reykjanesbrautar í heild sinni. Í ljósi aðstæðna sem skapast hafa á árinu má teljast mildi að ekki hafa orðið stórslys á svæðinu og mikilvægt er að tryggja umhverfið áður en að slíku kemur.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?