Fara í efni

Bæjarstjórn

21. fundur 05. febrúar 2020 kl. 17:30 - 19:10 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson forseti
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Helgason aðalmaður
  • Ólafur Þór Ólafsson fyrsti varaforseti
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Fríða Stefánsdóttir aðalmaður
  • Magnús Sigfús Magnússon annar varaforseti
  • Pálmi Steinar Guðmundsson aðalmaður
  • Daði Bergþórsson aðalmaður
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2020 - viðaukar

2001039

Á 40. fundi bæjarráðs var viðauki um framlög til íþróttafélaga samþykktur og vísað til bæjarstjórnar til samþykktar.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

2.Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun 2018-2022

1903067

Á 40. fundi bæjarráðs var minnisblað frá bæjarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslusviðs tekið fyrir og samþykkt að tilnefna sviðsstjóra stjórnsýlusviðs sem jafnréttisfulltrúa Suðurnesjabæjar.
Til máls tók: ÓÞÓ

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

3.Gjaldskrá: Sandgerðishöfn

1806805

Á 40. fundi bæjarráðs var gjaldskrá Sandgerðishafnar 2020 samþykkt og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

4.Heilsueflandi samfélag í Suðurnesjabæ

2001072

Á 41. fundi bæjarráðs var tillaga um skipun stýrihóps Heilsueflandi samfélags í Suðurnesjabæ tekin fyrir og samþykkt.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

5.Suðurnesjabær - greining rekstrar og starfsemi

2001070

Á 41. fundi bæjarráðs var minnisblað bæjarstjóra um greiningu og rekstur á starfsemi sveitarfélagsins tekið fyrir og samþykkt.
Til máls tóku: ÓÞÓ og HH

Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða og bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

6.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2019-2020

1910088

Á 41. fundi bæjarráðs var samþykkt að óska eftir við atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneyti að þar sem ekki er löndunarhöfn í byggðarlaginu Garði, verði fullgilt að fiskiskip sem þar eru skráð og fá úthlutað byggðakvóta, landi afla sem telst til byggðakvóta í öðru byggðarlagi, en til vinnslu í byggðarlaginu Garði.
Til máls tóku: PSG, EJP, MSM, HS, DB, FS og ÓÞÓ.

Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

7.Suðurnes-samstarf um heimsmarkmið SÞ

1902040

Á 41. fundi bæjarráðs var minnsblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs um samstarf um heimsmarkmið á Suðurnesjum tekið fyrir og samþykkt að fela sviðsstjóra að fylgja minnisblaðinu eftir.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða og sviðsstjóra falið að vinna eftir minnisblaðinu.

8.Svæðisskipulag Suðurnesja 2008-2024 breytingar

1901001

Á 41. fundi bæjarráðs var tillaga um breytingu á svæðisskipulagi Suðurnesja tekin fyrir. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við breytingar á svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða. Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við breytingar á svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024.

9.Suðurnesjabær - afskriftir

2001084

Á 41. fundi bæjarráðs var tillaga um ráðstöfun af niðurfærslureikningi vegna gamalla krafna tekin fyrir og samþykkt.
Til máls tók: MSM.

Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

10.Aðalskipulag Suðurnesjabæjar

1807035

Dómnefndarálit nefndar um mótun nýs aðalskipulags fyrir sameinað sveitarfélag auk fundargerða dómnefndar.
Til máls tóku: EJP, FS, MSM og HH.

Afgreiðsla:
Tillaga sviðsstjóra Skipulags- og umhverfissviðs um að gengið verði til samninga við Verkís ehf um gerð nýs aðalskipulags fyrir Suðurnesjabæ samþykkt samhljóða.

11.Bæjarráð - 40

2001007F

Fundur dags. 15.01.2020.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

12.Bæjarráð - 41

2001016F

Fundur dags. 29.01.2020.
Til máls tóku: EJP og HH.

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram.

Bæjarstjórn tekur undir bókun frá 41. fundi bæjarráðs og lýsir ánægju með niðurstöður þjónustukönnunar Gallup sem framkvæmd var í lok árs 2019 og í byrjun árs 2020 á meðal 20 stærstu sveitarfélaga landsins. Suðurnesjabær raðar sér með fremstu sveitarfélögunum og er í meðaltali eða yfir meðaltali í flestum þáttum sem mældir eru. Þá raðast Suðurnesjabær númer tvö í könnuninni þar sem ánægja með þjónustu grunnskóla er mæld og einnig þegar spurt er hvernig starfsfólk sveitarfélagsins leysir úr erindi eða erindum fólks.
Suðurnesjabær raðast númer þrjú með 4.3 stig af 5, þar sem spurt er um hversu ánægt eða óánægt fólk er með sveitarfélagið sem stað til að búa á. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að vinna áfram með niðurstöður með það að leiðarljósi að bæta þjónustu Suðurnesjabæjar.

13.Hafnarráð - 8

2001002F

Fundur dags. 09.01.2020.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

14.Fræðsluráð - 14

2001009F

Fundur dags. 21.01.2020.
Til máls tók: EJP

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram.

Samþykkt samhljóða að vísa máli sjö frá fundi fræðsluráðs til bæjarráðs til umfjöllunar.

15.Framkvæmda- og skipulagsráð - 15

1912002F

Fundur dags. 23.01.2020.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

16.Fjölskyldu- og velferðarráð fundargerðir 2020

2001056

17. fundur dags. 14.01.2020.
Afgreiðsla:

Fundargerð lögð fram.

17.Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga - 4

2001008F

Fundur dags. 30.01.2020.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

18.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2020

2001054

752. fundur stjórnar dags. 15.01.2020.
Afgreiðsla:

Fundargerð lögð fram til kynningar.

19.Heilbrigðisnefnd Suðurnesja fundargerðir 2020

2001110

281. fundur dags. 30.01.2020.
Til máls tóku: HH, EJP og ÓÞÓ.

Afgreiðsla:

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:10.

Getum við bætt efni síðunnar?