Fara í efni

Bæjarstjórn

4. fundur 01. ágúst 2018 kl. 17:30 - 20:35 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson forseti
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Helgason aðalmaður
  • Ólafur Þór Ólafsson fyrsti varaforseti
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Fríða Stefánsdóttir aðalmaður
  • Magnús Sigfús Magnússon annar varaforseti
  • Daði Bergþórsson aðalmaður
  • Svavar Grétarsson varamaður
  • Róbert Ragnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðjón þ. Kristjánsson.
Dagskrá

1.Ráðning bæjarstjóra

1806760

Frá 3. fundi bæjarráðs 25. júlí 2018, 1. mál.
Ráðningarsamningur við Magnús Stefánsson bæjarstjóra er lagður fram.

Til máls tók: EJP.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn staðfestir samninginn samhljóða.

2.Heiti sameinaðs sveitarfélags

1807102

Minnisblað um val á nafni sameinaðs sveitarfélags lagt fram, með hugmyndum um næstu skref.
Bæjarstjórn túlkar dræma þátttöku í atkvæðagreiðslu um nýtt nafn á sameinað sveitarfélag sem andstöðu bæjarbúa við þá valkosti sem voru í boði. Bæjarstjórn mun því ekki byggja ákvörðun um nýtt nafn á niðurstöður atkvæðagreiðslunnar.
Bæjarstjórn skal ákveða heiti sveitarfélagsins að fenginni umsögn örnefnanefndar í samræmi við ákvæði 5. gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Til máls tóku: EJP, RR, FS, HS, HH, DB, MSM, ÓÞÓ, LE, SG.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn vísar málinu til frekari umræðu í bæjarráði.

3.Stjórnskipulag sameinaðs sveitarfélags: Tillaga að uppbyggingu og starfslýsingar

1807088

Tillaga að uppbyggingu stjórnkerfis sameinaðs sveitarfélags lögð fram.
Bæjarstjórn samþykkir að starfsemi sameinaðs sveitarfélags skiptist í tvö fagsvið og eitt stoðsvið. Fagsviðin nefnist fjölskyldusvið og umhverfissvið. Stoðsviðið nefnist stjórnsýslusvið.
Stjórnendur sviða verða sviðsstjórar og verða þeim settar starfslýsingar sem feli í sér lýsingu á hlutverki stjórnenda hjá sameinuðu sveitarfélagi.
Starfsemi Sandgerðishafnar heyrir beint undir bæjarstjóra með tengingu við stjórnsýslusvið. Ráðið verður í starf hafnarstjóra sem verður stjórnandi hafnarinnar, en næsti yfirmaður hafnarstjóra verður bæjarstjóri. Starf hafnarstjóra felur ekki í sér sambærilega ábyrgð og umsvif og starf sviðsstjóra.

Til máls tóku: EJP, RR, FS, DB, HH.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra í samráði við bæjarráð að útfæra starfslýsingar sviðsstjóra.
Jafnframt felur bæjarstjórn bæjarstjóra í samráði við Hafnaráð að auglýsa starf Hafnarstjóra Sandgerðishafnar.

4.Gjaldskrár: sameinað sveitarfélag Sandgerðis og Garðs

1806803

Gjaldskrár sameinaðs sveitarfélags eru lagðar fram til fyrri umræðu.

Til máls tóku: EJP, ÓÞÓ, FS.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn vísar gjaldskránum til síðari umræðu, og til umfjöllunar í nefndum milli umræðna.

5.Nefndir og ráð:kjörnir fulltrúar: þóknun kjörinna fulltrúa og nefndarlaun

1806809

Bæjarráð vísar tillögu um þóknun kjörinna fulltrúa og nefndarlaun til staðfestingar í bæjarstjórn.

Málið var rætt.

Daði Bergþórsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi B-listans í bæjarstjórn Sameignaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs furðar sig á ákvörðun bæjarstjórnar um hækkun á launum bæjarfulltrúa. Núna á rétt rúmu ári hafa föst laun bæjarfulltrúa sem sátu í bæjarstjórn Sandgerðisbæjar hækkað frá rúmum 114 þúsundum krónum í rúmar 187 þúsund krónum sem er um 64% hækkun. Á sama tímabili hafa almenn laun í landinu hækkað um 6%. Svona mikil hækkun á föstum launum kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn er eitthvað sem á ekki að þekkjast og langt frá þeim raunveruleika sem ég held að flestir íbúar í okkar góða samfélagi sætti sig við. Jafnframt hafa laun fyrir setu í bæjarstjórn og bæjarráði hækkað um sömu prósentu tölu.

Ólafur Þór Ólafsson óskaði eftir fundarhléi. Varð forseti við þeirri beiðni og gerði hlé á fundinum.
Forseti setti fund að loknu fundarhléi.

Ólafur Þór Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Bókun bæjarfulltrúa D-lista og J-lista varðandi 5. mál á 4. fundi bæjarstjórnar 01.08.2018.

Í sveitarstjórnarlögum er sveitarstjórnarfólk sett í þá óþægilegu stöðu að þurfa að taka ákvörðun um eigin kjör. Undan þeirri ábyrgð verður ekki komist. Kjörnum fulltrúum ber þóknun fyrir vinnu sína og hún skal vera sanngjörn.
Sú tillaga hér kemur fyrir tekur tillit til allra þeirra sjónarmiða sem uppi voru hjá bæjarráði þegar málið var rætt þar. Gæta verður þess að bæjarfulltrúar fái greitt í samræmi við þá ábyrgð sem þeir bera og í samræmi við þá virkni sem þeim er ætlað að sýna í störfum sínum. Efnahagsleg staða má ekki ráða því hvort að einstaklingar geti sinnt störfum sínum sem kjörnir fulltrúar og það verður að enduspeglst í þóknunum til þeirra.
Hvað varðar þær upphæðir sem um ræðir þá eru þær í samræmi við það sem gengur og gerist í sveitarfélögum af svipaðri stærð. Það er miður að bæjarfulltrúi B-listans stilli upphæðum þannig að prósentuhækkun virðist mun hærri en raunir er. Hið rétta er að þóknanir hækka um 21% frá því sem var hjá Sandgerðisbæ, enda nýtt sveitarfélag bæði stærra og verkefnin umfangsmeiri.

Til máls tóku: ÓÞÓ, DB, EJP, HS, HH, MSM, FS, SG
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn staðfestir tillögu bæjarráðs með átta atkvæðum D-, J- og H- lista. Fulltrúi B- lista greiðir atkvæði gegn tillögunni.

6.Aðalskipulag sameinaðs sveitarfélags: Endurskoðun

1807035

Tillaga Framkvæmda-og skipulagsráðs um að bæjarstjórn samþykki að hefja heildarendurskoðun Aðalskipulags Sameinaðs sveitarfélags er lögð fram.

Til máls tóku: EJP.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir að hefja endurskoðun Aðalskipulags sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs og felur Framkvæmda-og skipulagsráði að vinna verkefnislýsingu fyrir endurskoðunina þar sem fram komi verk-, tíma-og kostnaðaráætlun.

7.Bæjarráð - 2

1807002F

Fundargerð 2. fundar bæjarráðs Sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 11. júlí 2018.

Til máls tóku: HS, EJP.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram.

8.Bæjarráð - 3

1807010F

Fundargerð 3. fundar bæjarráðs Sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis. Fundurinn fór miðvikuudaginn 25. júlí 2018.

Til máls tóku: DB, EJP, RR.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram.

9.Framkvæmda- og skipulagsráð - 1

1807005F

Fundargerð 1. fundar framkvæmda- og skipulagsráðs Sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis. Fundurinn fór fimmtudaginn 12. júlí 2018.

Til máls tók: DB.
Afgreiðsla:
Allir liðir í fundargerðinni eru samþykktir samhljóða.

10.Ferða-, safna- og menningarráð - 1

1807012F

Fundargerð 1. fundar ferða- safna- og menningarráðs Sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 25. júlí 2018.

Til máls tók: DB.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram.

11.Fjölskyldu- og velferðarráð: fundargerðir 2018

1806200

Fundargerð 1. fundar fjölskyldu- og velferðarráðs Sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis og Sveitarfélagsins Voga. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 24. júlí 2018.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram.

12.Samband íslenskra sveitarfélaga: fundargerðir 2018

1806029

Fundargerð 861. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundurinn fór fram föstudaginn 29. júní 2018.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:35.

Getum við bætt efni síðunnar?