Bæjarstjórn
Dagskrá
1.Suðurnesjabær - fjárhagsáætlun 2020
1907045
Síðari umræða.
2.Heilsueflandi Samfélag
1806427
Á 35. fundi bæjarráðs var tillaga frá Íþrótta- og tómstundaráði um að Suðurnesjabær taki þátt í verkefninu Heilsueflandi samfélag samþykkt og fjölskyldusviði falið að vinna málið áfram.
Til máls tóku: FS og LE.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
3.Íþrótta- og afrekssjóður Suðunesjabæjar
1907069
Á 35. fundi bæjarráðs var tillaga frá íþrótta-og tómstundaráði um íþrótta-og afrekssjóð Suðurnesjabæjar til umfjöllunar og samþykkt og vísa drögum til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
4.Leikskólamál
1901013
Á 35. fundi bæjarráðs var til umfjöllunar Leikskólinn Sólborg ? minnisblað vegna endurskoðunar á einingaverði fyrir sérkennslu. Bæjarráð telur rétt að vinna eftir tillögum í minnisblaði á árinu 2020 en leggur jafnframt áherslu á að þjónustusamningar vegna leikskóla verði rýndir.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
5.Fjárhagsáætlun 2019 - viðaukar
1901025
Á 37. fundi bæjarráðs voru viðaukar 14, 15, 16, og 17 samþykktir og vísað til bæjarstjórnar til samþykktar.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að staðfesta viðaukana.
Samþykkt samhljóða að staðfesta viðaukana.
6.Þróun lands í nágrenni Keflavíkurflugvallar
1806379
Á 37. fundi bæjarráðs voru til umfjöllunar drög að samkomulagi um skipulag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu lands í nágrenni Keflavíkurflugvallar. Drögin voru lögð fram og vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Til máls tóku: EJP, MS, PSG, ÓÞÓ og HS.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða drög að samkomulagi um skipulag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu lands í nágrenni Keflavíkurflugvallar. Bæjarstjóra falið að undirrita samkomulagið fyrir hönd Suðurnesjabæjar.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða drög að samkomulagi um skipulag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu lands í nágrenni Keflavíkurflugvallar. Bæjarstjóra falið að undirrita samkomulagið fyrir hönd Suðurnesjabæjar.
7.Sandgerðishöfn bifreiðarmál
1911086
Á 37. fundi bæjarráðs var minnisblað frá hafnarstjóra Sandgerðishafnar lagt fram og samþykkt að veita heimild, allt að kr. þremur milljónum, til kaupa á bifreið fyrir
Sandgerðishöfn.
Sandgerðishöfn.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
8.Forkaupsréttur fiskiskipa
1903011
Á 37. fundi bæjarráðs lá fyrir kauptilboð í fiskiskipið Von GK-113. Samkvæmt 12. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða á sveitarfélagið forkaupsrétt við sölu skipsins. Skipið verður selt án aflaheimilda. Bæjarráð samþykkti að Suðurnesjabær hafni forkaupsrétti sínum skv. 12. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að Suðurnesjabær hafni forkaupsrétti í fiskiskipið Von GK-113.
Samþykkt samhljóða að Suðurnesjabær hafni forkaupsrétti í fiskiskipið Von GK-113.
9.Dagforeldrar 2019
1901076
Á 12. fundi fræðsluráðs, dags. 19. nóvember, voru drög að reglum um dagforeldra samþykktar og vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Afgreiðsla:
Reglur um niðurgreiðslur vegna daggæslu barna í heimahúsum í Suðurnesjabæ samþykktar samhljóða.
Reglur um niðurgreiðslur vegna daggæslu barna í heimahúsum í Suðurnesjabæ samþykktar samhljóða.
10.Átak til að fjölga leikskólakennurum í Suðurnesjabæ
1911026
Á 12. fundi fræðsluráðs, dags. 19. nóvember, var mál lagt fram til kynningar um átak til að fjölga leikskólakennurum í Suðurnesjabæ og málinu vísað áfram til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Til máls tók: EJP
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að vísa málinu til frekari umfjöllunar í bæjarráði.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að vísa málinu til frekari umfjöllunar í bæjarráði.
11.Bílastæðasjóður - Samningur við ISAVIA og samþykktir sjóðsins
1808022
a) Á fyrsta fundi stjórnar Bílastæðasjóðs voru breyttar samþykktir um bílastæðasjóð samþykktar samhljóða og vísað til bæjarráðs til endanlegrar samþykktar.
b) Á öðrum fundi stjórnar Bílastæðasjóðs var til umfjöllunar samningur milli Suðurnesjabæjar og Isavia um innheimtu stöðubrota og aukastöðugjalds. Stjórn samþykkti samninginn og vísar honum til bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar og Isavia til endanlegrar samþykktar.
c) Á öðrum fundi stjórnar Bílastæðasjóðs var fjallað um gjaldskrá. Stjórn bílastæðasjóðs samþykkir gjaldskrána og vísar henni til bæjarstjórnar til samþykktar, síðan til samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra til staðfestingar.
d) Á öðrum fundi stjórnar Bílastæðasjóðs var fjallað um auglýsingu um umferð á skipulagssvæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Stjórn Bílastæðasjóðs samþykkti auglýsingu um umferð og vísar til bæjarstjórnar til samþykktar og síðan til lögreglustjóra til endanlegrar afgreiðslu.
b) Á öðrum fundi stjórnar Bílastæðasjóðs var til umfjöllunar samningur milli Suðurnesjabæjar og Isavia um innheimtu stöðubrota og aukastöðugjalds. Stjórn samþykkti samninginn og vísar honum til bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar og Isavia til endanlegrar samþykktar.
c) Á öðrum fundi stjórnar Bílastæðasjóðs var fjallað um gjaldskrá. Stjórn bílastæðasjóðs samþykkir gjaldskrána og vísar henni til bæjarstjórnar til samþykktar, síðan til samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra til staðfestingar.
d) Á öðrum fundi stjórnar Bílastæðasjóðs var fjallað um auglýsingu um umferð á skipulagssvæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Stjórn Bílastæðasjóðs samþykkti auglýsingu um umferð og vísar til bæjarstjórnar til samþykktar og síðan til lögreglustjóra til endanlegrar afgreiðslu.
Til máls tók: EJP
Afgreiðsla:
Samþykkt um Bílastæðasjóð Suðurnesjabæjar samþykkt samhljóða.
Samningur milli Suðurnesjabæjar og Isavia um innheimtu stöðubrota og aukastöðugjalds samþykktur samhljóða.
Gjaldskrá Bílastæðasjóðs Suðurnesjabæjar samþykkt samhljóða og vísað til staðfestingar samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra.
Auglýsing um umferð á skipulagssvæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar samþykkt samhljóða og vísað til lögreglustjóra til endanlegrar afgreiðslu.
Afgreiðsla:
Samþykkt um Bílastæðasjóð Suðurnesjabæjar samþykkt samhljóða.
Samningur milli Suðurnesjabæjar og Isavia um innheimtu stöðubrota og aukastöðugjalds samþykktur samhljóða.
Gjaldskrá Bílastæðasjóðs Suðurnesjabæjar samþykkt samhljóða og vísað til staðfestingar samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra.
Auglýsing um umferð á skipulagssvæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar samþykkt samhljóða og vísað til lögreglustjóra til endanlegrar afgreiðslu.
12.Göngustígur milli Garðs og Sandgerðis
1809097
Á 36. fundi bæjarráðs var lagt fram til kynningar yfirlit yfir tilboð sem bárust eftir útboð framkvæmda við göngustíg. Eftir að farið hefur verið yfir tilboðin sem bárust er lagt til að gengið verði til samninga um verkið við Ellert Skúlason ehf.
Hlé gert á fundi.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að ganga til samninga við Ellert Skúlason ehf um framkvæmdina.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að ganga til samninga við Ellert Skúlason ehf um framkvæmdina.
13.Bæjarráð - 35
1911001F
Fundur dags. 13. nóvember 2019.
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.
Fundargerðin lögð fram.
14.Bæjarráð - 36
1911011F
Fundur dags. 20. nóvember 2019.
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.
Fundargerðin lögð fram.
15.Bæjarráð - 37
1911016F
Fundur dags. 27. nóvember 2019.
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.
Fundargerðin lögð fram.
16.Fræðsluráð - 12
1911006F
Fundur dags. 19. nóvember 2019.
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.
Fundargerðin lögð fram.
17.Fjölskyldu- og velferðarráð fundargerðir 2019
1901110
15. fundur dags. 19.11.2019
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.
Fundargerðin lögð fram.
18.Bílastæðasjóður - fundargerðir
1911045
Fundargerð fyrsta fundar dags. 14. nóvember 2019
Fundargerð annars fundar dags. 28. nóvember 2019
Fundargerð annars fundar dags. 28. nóvember 2019
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.
Fundargerðin lögð fram.
19.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2019
1902057
750. fundur stjórnar dags. 20.11.2019.
Til máls tóku: DB, EJP, HS og HH.
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.
20.Heklan fundargerðir 2019
1902058
74. fundur dags. 11.11.2019.
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.
Fundargerðin lögð fram.
21.Almannavarnarnefnd Suðurnesja - fundargerðir
1905009
Fundargerð stjórnar dags. 12.11.2019.
Til máls tóku: PSG og MS.
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.
22.Brunavarnir Suðurnesja fundargerðir 2019
1902009
44. fundur stjórnar dags. 12.11.2019.
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.
Fundargerðin lögð fram.
Fundi slitið - kl. 19:30.
Afgreiðsla:
Bæjarstjóri fór yfir helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar Suðurnesjabæjar fyrir árið 2020. Elísabet Þórarinsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Heildartekjur samstæðu A og B hluta eru áætlaðar kr. 4.393.550 þús., heildargjöld fyrir afskriftir og fjármagnsliði eru áætluð kr. 3.835.399 þús. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og afskriftir er kr. 558.151 þús., eða 12.7 % af heildartekjum. Afskriftir eru áætlaðar kr. 232.950þús. og fjármagnsgjöld umfram fjármagnstekjur kr. 153.225 þús. Rekstrarniðurstaða A og B hluta er áætluð kr. 171.976 þús., eða 4,0% af heildartekjum.
Heildartekjur A hluta sveitarsjóðs eru áætlaðar kr. 4.164.744 þús. og heildargjöld fyrir afskriftir og fjármagnsliði kr. 3.728.867 þús. Rekstrarniðurstaða A hluta fyrir fjármagnsliði og afskriftir er áætluð kr. 435.877 þús., eða 10,5 % af heildartekjum. Afskriftir A hluta eru kr. 191.008 þús. og fjármagnsgjöld umfram fjármagnstekjur kr. 84.151 þús. Rekstrarniðurstaða A hluta er áætluð kr. 160.718 þús.
Heildareignir samstæðu A og B hluta eru áætlaðar kr. 8.218.032 þús. í árslok 2020. Heildarskuldir og skuldbindingar kr. 4.090.366 þús., þar af lífeyrisskuldbindingar kr. 993.292 þús. Langtímaskuldir í árslok 2020 eru áætlaðar kr. 2.512.757 þús., þar af við lánastofnanir kr. 2.410.470 þús. Skuldahlutfall í árslok 2020 er áætlað 93,1% og skuldaviðmið samkvæmt sveitarstjórnarlögum 61,2%.
Veltufé frá rekstri í samstæðu A og B hluta er áætlað kr. 511.376 þús., afborganir langtímaskulda kr. 185.338 þús. og fjárfestingar 2020 kr. 530.000 þús.
Áætlað er að handbært fé í árslok 2020 verði kr. 475.914 þús.
Þjónustugjaldskrá fyrir árið 2020 hefur verið uppreiknuð um 2,5% frá gjaldskrá 2019. Bæjarstjórn hefur samþykkt að álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt, eða 14,52%. Álagningarhlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði er lækkað úr 0,33% árið 2019 í 0,295% árið 2020. Þannig er mætt hækkun sem orðið hefur á fasteignamati íbúðarhúsnæðis í Suðurnesjabæ. Álagningarhlutfall vegna opinberra bygginga verði 1,32% og vegna atvinnuhúsnæðis 1,65%.
Hlé gert á fundi.
Bókun bæjarstjórnar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar:
Fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar fyrir árið 2020 og rammaáætlun fyrir árin 2021-2023 er nú til annarrar umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn. Fjárhagur og rekstur sveitarfélagsins stendur á traustum grunni og hefur mikla möguleika til framtíðar til að eflast enn frekar með aukinni þjónustu við íbúana og samfélagið í heild.
Bæjarstjórn þakkar bæjarstjóra og starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vel unnið verk við vinnslu fjárhagsáætlunar.
Fjárhagsáætlun ársins 2020 og fyrir árin 2021-2023, ásamt þjónustugjaldskrá er samþykkt samhljóða.
Á 37. fundi bæjarráðs var eftirfarandi samþykkt við umfjöllun um fjárhagsáætlun 2020:
Bæjarráð telur að skoða verði fjárhagsstöðu Sandgerðishafnar, sérstaklega í ljósi þess sem fram kemur í tillögum að fjárhagsáætlun ársins 2020. Bæjarstjóra er falið að gera tillögu að skipan starfshóps sem fer yfir stöðu og rekstur hafnarinnar og skilar tillögum til bæjarráðs í mars árið 2020. Tillaga bæjarstjóra að skipan hópsins verði lögð fyrir næsta fund bæjarstjórnar.
Tillaga frá bæjarstjóra um að eftirtaldir skipi starfshóp um stöðu og rekstur Sandgerðishafnar:
Ólafur Þór Ólafsson formaður bæjarráðs, Haraldur Helgason formaður hafnarráðs, Magnús S. Magnússon, Daði Bergþórsson og Magnús Stefánsson bæjarstjóri, sem leiði vinnu starfshópsins.
Tillaga um starfshóp er samþykkt samhljóða.