Fara í efni

Bæjarstjórn

18. fundur 06. nóvember 2019 kl. 17:30 - 19:05 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson forseti
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Helgason aðalmaður
  • Ólafur Þór Ólafsson fyrsti varaforseti
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Fríða Stefánsdóttir aðalmaður
  • Magnús Sigfús Magnússon annar varaforseti
  • Pálmi Steinar Guðmundsson aðalmaður
  • Daði Bergþórsson aðalmaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Suðurnesjabær - fjárhagsáætlun 2020

1907045

Fyrri umræða.
Til máls tóku: MS, EJP, DB, ÓÞÓ, HH, HS og MSM.

Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að álagningarhlutfall útsvars árið 2020 verði óbreytt, eða 14.52%. Samþykkt samhljóða að vísa fjárhagsáætlun til vinnslu hjá bæjarráði og til síðari umræðu í bæjarstjórn.

2.Fjölskyldusvið: fræðsluþjónusta

1807110

Á 33. fundi bæjarráðs var minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs, um þróun og skipulag fræðsludeildar, lagt fyrir. Bæjarráð samþykkti að veita heimild til að undirbúa ráðningu sálfræðings og talmeinafræðings.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

3.Hlíðargata 9b-Tjaldvæðið í Sandgerði-Samningur um rekstur

1910010

Á 33. fundi bæjarráðs var samþykkt að ganga til endurnýjunar á samningi við IStay til 10 ára um rekstur tjaldsvæðis í Sandgerði samkvæmt fyrirliggjandi drögum og vísa málinu til kynningar hjá ferða-, safna og menningarráði.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

4.Kalka sorpeyðingarstöð og Sorpa staða á sameiningarhugmyndum

1806442

Á 33. fundi bæjarráðs lá fyrir minnisblað frá samráðshópi um framtíð Kölku, dags. 4. október 2019. Tillögur samráðshóps um framtíð Kölku samþykktar samhljóða.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

5.Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun 2018-2022

1903067

Á 34. fundi bæjarráðs voru til umfjöllunar drög að jafnréttisáætlun Suðurnesjabæjar.
Drög að jafnréttisáætlun samþykkt og verða send Jafnréttisstofu til umsagnar.
Til máls tóku: EJP, MS, ÓÞÓ og FS.

Afgreiðsla:

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða jafnréttisáætlun Suðurnesjabæjar.

6.Jafnlaunavottun innleiðing

1908032

Á 34. fundi bæjarráðs voru til umfjöllunar drög að jafnlaunastefnu Suðurnesjabæjar.
Drög að jafnlaunastefnu samþykkt og vísað til bæjarstjórnar til samþykktar.
Til máls tók: FS og EJP.

Afgreiðsla:

Jafnlaunastefna Suðurnesjabæjar samþykkt samhljóða.

7.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2019-2020

1910088

á 34. fundi bæjarráðs lá fyrir auglýsing frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti um umsóknir um byggðakvóta.
Bæjarráð samþykkti að sækja um byggðakvóta fyrir byggðarlögin Garð og Sandgerði.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

8.Verndarsvæði í byggð - Útgarður

1812063

Á 34. fundi bæjarráðs lá fyrir tillaga um verndarsvæði í byggð sem var til umfjöllunar á 14. fundi framkvæmda- og skipulagsráðs þann 17. 10.2019. Ráðið samþykkti að leggja til að tillagan verði auglýst.
Bæjarráð samþykkti að heimila að tillaga um verndarsvæði í byggð fari í auglýsinga- og kynningarferli hið fyrsta. Þannig er þeim aðilum sem telja sig eiga hagsmun að gæta gefinn kostur á að kynna sér efni skýrslu tillögunnar, ásamt húsakönnun og fornleifaskráningu og koma með ábendingar og athugasemdir.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

9.Kjörnar nefndir: erindisbréf

1808028

Á 9. fundi ferða-, safna- og menningarráðs voru til umfjöllunar drög að erindisbréfi ráðsins. Samþykkt var að vísa drögum að erindisbréfinu til bæjarstjórnar til samþykktar.
Til máls tók: EJP.

Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að vísa erindisbréfinu til umfjöllunar í bæjarráði.

10.Kjörnar nefndir: erindisbréf

1808028

Á 6. fundi íþrótta- og tómstundaráðs voru til umfjöllunar drög að erindisbréfi ráðsins. Ráðið saþykkti drög að breytingum á erindisbréfi íþrótta- og tómstundaráðs.
Til máls tók: EJP.

Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að vísa erindisbréfinu til umfjöllunar í bæjarráði.

11.Fastanefndir: kosning

1806759

Breyting á fulltrúa H-lista í Fjölskyldu - og velferðarráði.
Afgreiðsla:

Tillaga frá H-lista um breytingu á varamanni í fjölskyldu-og velferðarráði:
Laufey Margrét Magnúsdóttir taki sæti sem varamaður í stað Svavars Grétarssonar.

Tillaga um breytingar á skipan fjölskyldu-og velferðarráðs samþykkt með átta atkvæðum. Fulltrúi B-lista situr hjá.

12.Íþróttamaður ársins

1811002

Á 6. fundi íþrótta- og tómstundaráðs voru reglur um val á íþróttamanni ársins hjá Suðurnesjabæ lagðar fram til endurskoðunar og samþykktar. Samþykkt var að vísa þeim til staðfestingar hjá bæjarstjórn.
Til máls tóku: PSG, FS og EJP.

Afgreiðsla:

Reglur um val á íþróttamanni ársins hjá Suðurnesjabæ samþykktar samhljóða með breytingum á 8. grein.

13.Bæjarráð - 33

1910003F

Fundur dags. 16.10.2019.
Til máls tóku: DB, LE, ÓÞÓ, EJP, FS, PSG og MS.

Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

14.Bæjarráð - 34

1910017F

Fundur dags. 30.10.2019.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

15.Ferða-, safna- og menningarráð - 9

1910008F

Fundur dags. 15.10.2019.
Til máls tóku: MS og MSM.

Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

16.Fræðsluráð - 11

1910007F

Fundur dags. 15.10.2019.
Til máls tóku: PSG, EJP, ÓÞÓ og FS.

Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

17.Framkvæmda- og skipulagsráð - 14

1910011F

Fundur dags. 17.10.2019.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

18.Fjölskyldu- og velferðarráð fundargerðir 2019

1901110

a) 13. fundur dags. 17.10.2019.
b) 14. fundur dags. 30.10.2019.
Afgreiðsla:

Fundargerðirnar lagðar fram.

19.Íþrótta- og tómstundaráð - 6

1910010F

Fundur dags. 22.10.2019.
Til máls tóku: EJP og FS.

Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að vísa fjórða máli í fundargerðinni til umfjöllunar í bæjarráði.
Fundargerðin lögð fram.

20.Samband íslenskra sveitarfélaga fundargerðir 2019

1901109

875. fundur stjórnar dags. 25.10.2019.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

21.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2019

1902057

749. fundur stjórnar dags. 09.09.2019.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

22.Heilbrigðisnefnd Suðurnesja fundargerðir 2019

1902013

a) 277. fundur dags. 16.05.2019.
b) 278. fundur dags. 29.08.2019.
c) 279. fundur dags. 03.10.2019.
Til máls tóku: EJP, PSG, HH og FS.

Afgreiðsla:

Fundargerðirnar lagðar fram.

23.Reykjanes jarðvangur fundargerðir 2019

1902041

53. fundur stjórnar dags. 14.10.2019.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

24.Öldungaráð Suðurnesja-fundargerðir 2019

1901053

Fundur stjórnar dags. 08.10.2019.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 19:05.

Getum við bætt efni síðunnar?