Fara í efni

Bæjarstjórn

68. fundur 03. apríl 2024 kl. 17:30 - 19:05 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson forseti
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Anton Kristinn Guðmundsson fyrsti varaforseti
  • Úrsúla María Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Jónína Magnúsdóttir annar varaforseti
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson aðalmaður
  • Elín Frímannsdóttir aðalmaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Árni Gísli Árnason sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Ársreikningur Suðurnesjabæjar 2023

2403091

Fyrri umræða.
Tók til máls: MS

Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að vísa ársreikningi 2023 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

2.Starfsnámsskólar

2401019

Á 138. fundi bæjarráðs dags. 13.03.2024 var fjallað um erindi vegna verkmenntaaðstöðu, viðbyggingu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Bæjarráð samþykkti erindið samhljóða með þeim formerkjum að ríkissjóður tryggi kostnaðarhlutdeild Grindavíkurbæjar. Jafnframt setur bæjarráð þann fyrirvara að í samningi um verkefnið skuldbindi ríkissjóður sig til að bera sinn hluta heildarkostnaðar við verkefnið á móti sveitarfélögunum.
Tóku til máls: MS, EJP, SBJ, JM, AKG og MSM

Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

3.Styrkir til félagasamtaka vegna fasteignagjalda 2024

2402008

Á 138. fundi bæjarráðs dags. 13.03.2024 var samþykkt samhljóða að veita Lionsklúbbi Sandgerðis styrk að fjárhæð kr. 40.460 til greiðslu fasteignaskatts vegna fasteignarinnar 490776-0289. Fjárheimild er í fjárhagsáætlun 2024.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

4.Reglur um styrki til félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

2403033

Á 138. fundi bæjarráðs dags. 13.03.2024 voru drög að endurskoðuðum reglum um styrki til félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að staðfesta reglur um styrki til félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts.

5.Forkaupsréttur fiskiskipa

1903011

Á 138. fundi bæjarráðs dags. 13.03.2024 var samþykkt samhljóða að Suðurnesjabær falli frá forkaupsrétti að skipinu Greta GK013.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

6.Viðverustefna Suðurnesjabæjar

2403096

Á 139. fundi bæjarráðs dags. 26.03.2024 voru viðverustefna og verklagsregla fjarvinnu samþykktar samhljóða.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

7.Leikskóli við Byggðaveg - rekstur

2306034

Á 139. fundi bæjarráðs dags. 26.03.2024 var viðauki #4 við samning við Skóla ehf um rekstur leikskóla samþykktur samhljóða.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

8.Íþróttamannvirki

1901070

Á 139. fundi bæjarráðs dags. 26.03.2024 samþykkti bæjarráð samhljóða að samráðsteymi um uppbyggingu-og viðhaldsáætlun íþróttamannvirkja, sem samþykkt var að skipa á 67. fundi bæjarstjórnar, verði falið að vinna tillögu um staðsetningu gervigrasvallar og skili tillögu til bæjarráðs fyrir 20. maí 2024. Bæjarráð leggur áherslu á að knattspyrnufélögin taki fullan þátt og ábyrgð við vinnu að tillögu um staðsetningu vallarins. Jafnframt vinni samráðsteymið að framtíðarsýn um uppbyggingu íþróttamannvirkja og í samstarfi við íþróttafélögin að framtíðarsýn um starfsemi þeirra.
Tóku til máls: SBJ, LE, MS, AKG, JM og EJP.

Bókun S-lista lögð fram:

S-listinn harmar það að ákvörðun um staðsetningu á gervigrasvelli í sveitarfélaginu sé slegið á frest, eina ferðina enn.
Meirihluti D-lista og B-lista verður að axla þá ábyrgð sem fylgir því að taka ákvörðun í þessu stóra hagsmunamáli fyrir íbúa Suðurnesjabæjar.
Bæjarfulltrúar eru lýðræðislega kjörnir af bæjarbúum til að taka upplýstar ákvarðanir um mál sem þessi. Sveitarfélagið hefur í tvígang keypt út ráðgjöf frá verkfræðistofu til að greina staðsetningarkosti, kanna jarðveg grasvalla knattspyrnufélaganna og meta kostnað við hugsanlegar framkvæmdir. Gögnin liggja fyrir og nú er tímabært að taka tafarlausa ákvörðun í málinu.


Afgreiðsla:

Bæjarfulltrúar S-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins. Málið samþykkt að öðru leyti 7-0.

9.Bæjarráð - 138

2403005F

Fundur dags. 13.03.2024.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

10.Bæjarráð - 139

2403015F

Fundur dags. 26.03.2024.
Tók til máls: LE

Afgreiðsla:

Lagt fram.

11.Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga - 16

2403003F

Fundur dags. 04.03.2024.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

12.Fræðsluráð - 46

2403010F

Fundur dags. 15.03.2024.
Tóku til máls: ÚMG, LE, EJP

Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að vísa málum 12.1 og 12.2 bæjarráðs til umfjöllunar og viðkomandi tillögur verði kostnaðarmetnar.

13.Hafnarráð - 23

2403018F

Fundur dags. 20.03.2024.
Tók til máls: AKG, EF, MS og SBJ


Afgreiðsla:
Lagt fram.

14.Framkvæmda- og skipulagsráð - 52

2402015F

Fundur dags. 20.03.2024.
Tóku til máls: EF, LE, MS, EJP og JM

Afgreiðsla:

Lagt fram.

15.Ferða-, safna- og menningarráð - 27

2403019F

Fundur dags. 20.03.2024.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

16.Íþrótta- og tómstundaráð - 20

2403017F

Fundur dags. 26.03.2024.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

17.Samband íslenskra sveitarfélaga-fundargerðir 2024

2401045

a) 945. fundur stjórnar dags. 28.02.2024.

b) 946. fundur stjórnar dags. 15.03.2024.

Afgreiðsla:
Lagt fram.

18.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2024

2401028

799. fundur stjórnar dags. 06.03.2024.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

19.Reykjanes jarðvangur fundargerðir

2101103

a) 72. fundur stjórnar dags. 22.05.2023.

b) 73. fundur stjórnar dags.

c) 74. fundur stjórnar dags. 09.06.2023.

d) 75. Fundur stjórnar dags. 16.08.2023.

e) 76. fundur stjórnar dags. 29.09.2023.

f) 77. fundur stjórnar dags. 16.02.2024.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

20.Kalka sorpeyðingarstöð - fundargerðir 2024

2401024

556. fundur stjórnar dags. 19.03.2024.
Tók til máls: LE

Afgreiðsla:

Lagt fram.

21.Svæðisskipulag Suðurnesja - fundargerðir 2024

2402100

44. fundur dags. 21.03.2024.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:05.

Getum við bætt efni síðunnar?