Fara í efni

Bæjarstjórn

67. fundur 06. mars 2024 kl. 17:30 - 18:32 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson forseti
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Anton Kristinn Guðmundsson fyrsti varaforseti
  • Úrsúla María Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Jónína Magnúsdóttir annar varaforseti
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson aðalmaður
  • Elín Frímannsdóttir aðalmaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Árni Gísli Árnason sviðsstjóri stjórnsýslu-og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Húsnæði og leiguhúsnæði í Suðurnesjabæ

2011102

Á 136. fundi bæjarráðs dags. 14.02.2024 var samþykkt samhljóða að veita heimild til sölu á eigninni Tjarnargata . Samþykkt samhljóða að veita heimild til að eignin Víkurbraut 11 verði fjarlægð og fargað.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

2.Barnavernd vistheimili

2309012

Á 136. fundi bæjarráðs dags. 14.02.2024 var samþykkt samhljóða að leitað verði samstarfs við sveitarfélög á Suðurnesjum um sameiginlegt vistheimili barnaverndarþjónustu á Suðurnesjum.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

3.Mennta- og frístundastefna Suðurnesjabæjar

2104028

Á 136. fundi bæjarráðs dags. 14.02.2024 var samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að skipa starfshóp sem vinni að innleiðingu, aðgerðaáætlun og eftirfylgni mennta-og frístundastefnu, skv. umræðu á fundinum.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

4.Húsnæðisáætlun

2109054

Á 137. fundi bæjarráðs dags. 28.02.2024 var samþykkt samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að staðfesta húsnæðisáætlun.
Tóku til máls: EJP og LE

Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að staðfesta húsnæðisáætlun Suðurnesjabæjar 2024 - 2033.

5.Tillaga til afskrifta hjá bæjarsjóði Suðurnesjabæjar

2402075

Á 137. fundi bæjarráðs dags. 28.02.2024 var tillaga um afskriftir innheimtukrafa vegna ársuppgjörs 2023 að fjárhæð kr. 2.396.224 samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

6.Styrkir til félagasamtaka vegna fasteignagjalda 2024

2402008

Á 137. fundi bæjarráðs dags. 28.02.2024 var samþykkt samhljóða að veita Golfklúbbi Suðurnesja styrk til greiðslu fasteignaskatts að fjárhæð kr. 365.925 og samþykkt samhljóða að veita Kiwanisklúbbnum Hof styrk til greiðslu fasteignaskatts að fjárhæð kr. 345.675.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

7.Skerjahverfi - Uppbygging innviða og útboð framkvæmda

2012054

Á 137. fundi bæjarráðs dags. 28.02.2024 var samþykkt samhljóða að veita bæjarstjóra umboð til að ganga til samninga við verktaka á grundvelli minnisblaðs frá sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs sem lá fyrir fundinum.
Tók til máls: AKG

Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

8.Framtíðarsýn íþrótta í Suðurnesjabæ

2303097

Á 19. fundi íþrótta-og tómstundaráðs dags. 21.02.2024 var samþykkt að leggja til að starfsmaður umhverfissviðs, forstöðumaður íþróttamannvirkja og íþrótta-og tómstundafulltrúi sitji í samráðsteymi og hefja vinnu að tillögum að uppbyggingar-og viðhaldsáætlun.
Tóku til máls: JM og EJP

Afgreiðsla:

Tillaga íþrótta-og tómstundaráðs samþykkt samhljóða. Bæjarstjórn óskar eftir því að drög af þessari vinnu liggir fyrir haustið 2024 fyrir fjárhagsáætlunarvinnu.

9.Kosning þingfulltrúa hjá samtökum sveitarfélaga og í stjórnir, sbr. C-lið, 44. Gr. samþykktar um stjórn Suðurnesjabæjar

2205104

Tillaga um að Jónína Magnúsdóttir verði aðalfulltrúi á Landsþingi sveitarfélaga í stað Sigursveins Bjarna Jónssonar og Laufey Erlendsdóttir verði til vara í stað Elínar Frímanssdóttur.
Afgreiðsla:

Tillagan samþykkt samhljóða.

10.Bæjarráð - 136

2402005F

Fundur dags. 14.02.2024.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

11.Bæjarráð - 137

2402011F

Fundur dags. 28.02.2024.
Tóku til máls: SBJ, MSM, EJP, JM og AKG

Varðandi mál 11.2 leggur S-listinn fram eftirfarandi tillögu: S-listinn leggur til við bæjarstjórn að staðsetning gervigrasvallar verði á aðalvellinum í Sandgerði.
Allir nauðsynlegir innviðir eru til staðar á aðalvellinum í Sandgerði eins og til dæmis 340 manna stúka, salernisaðstaða fyrir áhorfendur, vélageymsla og plássgott félagsheimili.

Auk þess leggur S-listinn til að starfshópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja verði skipaður hið fyrsta, geri þarfagreiningu og skili af sér tillögum um uppbyggingu til næstu ára.
Starfshópurinn hafi það að leiðarljósi að jafnræðis skuli gætt milli byggðakjarna sveitarfélagsins þegar kemur að frekari uppbyggingu íþróttamannvirkja.“

Afgreiðsla tillögu S-lista: Samþykkt samhljóða að vísa tillögu S-lista til umfjöllunar í bæjarráði enda er málið enn í vinnslu þar eins og sjá má í bókun bæjarráðs.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

12.Framkvæmda- og skipulagsráð - 51

2401025F

Fundur dags. 06.02.2024.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

13.Fræðsluráð - 45

2402007F

Fundur dags. 16.02.2024.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

14.Íþrótta- og tómstundaráð - 19

2402013F

Fundur dags. 21.02.2024.
Tóku til máls: LE og EJP.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

15.Fjölskyldu- og velferðarráð - 49

2402014F

Fundur dags. 22.02.2024.
Tók til máls: EJP

Afgreiðsla:

Varðandi mál 15.2 samþykkir bæjarstjórn samhljóða að reglur um sérstakan húsnæðisstuðning verði uppfærðar samkvæmt leiðbeinandi reglum félags-og vinnumarkaðsráðherra dags. 1. janúar 2024.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram.

16.Samband íslenskra sveitarfélaga-fundargerðir 2024

2401045

a) 942. fundur stjórnar dags. 26.01.2024.

b) 943. fundur stjórnar dags. 09.02.2024.

c) 944. fundur stjórnar dags. 23.02.2024.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

17.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2024

2401028

798. fundur stjórnar dags. 14.02.2024.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

18.Heilbrigðisnefnd Suðurnesja - fundargerðir

2301091

309. fundur dags. 07.02.2024.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

19.Kalka sorpeyðingarstöð - fundargerðir 2024

2401024

555. fundur stjórnar dags. 13.02.2024.
Tóku til máls: EJP og MSM,

Afgreiðsla:

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar tekur undir með stjórn Kölku að staðsetning og uppbygging á sorporkustöð á svæðinu Helguvík/Bergvík er til þess fallin að auka til muna öryggi í rekstri hitaveitu á svæðinu, ef Njarðvíkuræð rofnar eða ef virkjunin í Svartsengi verður óstarfhæf.

Bókun samþykkt samhljóða en að öðru leiti er fundargerð lögð fram.

20.Svæðisskipulag Suðurnesja - fundargerðir 2024

2402100

42. fundur dags. 11.01.2024.

43. fundur dags. 22.02.2024.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

21.Brunavarnir Suðurnesja - fundargerðir 2024

2403002

a) 79. fundur stjórnar dags. 25.01.2024.

b) 80. fundur stjórnar dags. 29.02.2024.
Tóku til máls: LE, EJP og MSM

Afgreiðsla:

Bæjarstjórn tekur undir með stjórn BS hve mikilvægt er að fullbúin og góð aðstaða fyrir Aðgerðastjórn almannavarna sé til staðar í slökkvistöðinni og ítrekar þakkir til allra aðila sem hafa komið að störfum hjá aðgerðastjórn að undanförnu.

Að öðru leiti eru fundargerðirnar lagðar fram.

Fundi slitið - kl. 18:32.

Getum við bætt efni síðunnar?