Fara í efni

Bæjarstjórn

66. fundur 07. febrúar 2024 kl. 17:30 - 18:55 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson forseti
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Anton Kristinn Guðmundsson fyrsti varaforseti
  • Úrsúla María Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Jónína Magnúsdóttir annar varaforseti
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson aðalmaður
  • Hlynur Þór Valsson varamaður
Fundargerð ritaði: Árni Gísli Árnason sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
.
Þann 1. febrúar sl. var borinn til grafar frá Sandgerðiskirkju Reynir Sveinsson rafvirki. Reynir var mikill Sandgerðingur enda bjó hann allt sitt líf í Sandgerði. Reynir lét mikið að sér kveða alla tíð í þágu samfélagsins í Sandgerði og kom víða við. Hann átti sæti í sveitarstjórn í 20 ár og starfaði í hafnarráði Sandgerðishafnar í 16 ár. Hann starfaði í sóknarnefnd Hvalsneskirkju í 35 ár, þar af sem formaður sóknarnefndar í 30 ár. Þá var hann meðlimur í slökkviliðinu í Sandgerði yfir 40 ár. Reynir rak fyrirtæki sitt Rafverk hf í um 30 ár en starfaði eftir það í Fræðasetrinu í Sandgerði sem síðar varð Þekkingarsetur Suðurnesja þar til hann lauk sínum starfsferli um 70 ára aldur. Auk allra þessara starfa í þágu samfélagsins var Reynir annálaður leiðsögumaður, enda þekkti hann hvern krók og kima ásamt alls kyns sögur sem tengjast svæðinu. Reynir var mikill ljósmyndari og hann skilur eftir sig gríðarlegt magn ljósmynda sem fanga sögu Sandgerðis og nágrennis og er hluti af menningararfi sveitarfélagsins. Auk alls þessa var hann fréttaritari Morgunblaðsins um langt skeið, þar sem hann kom á framfæri fréttum af mannlífi í Sandgerði og nágrenni.

Með Reyni Sveinssyni er genginn einn af dáðustu sonum Sandgerðis, sem lagði mikið af mörkum til samfélagsins alla tíð og fyrir það er þakkað.

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar vottar aðstandendum og fjölskyldu Reynis innilega samúð vegna fráfalls hans, minning um Reynir Sveinsson mun lifa um ókomin ár.

1.Fjárhagsáætlun 2023 - viðaukar

2304031

Á 134. fundi bæjarráðs dags. 17.01.2024 var viðauki 7, vegna tölvukaupa samþykktur samhljóða og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að staðfesta viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun 2023.

2.Fræðslu og frístundastefna Suðurnesjabæjar

2104028

Á 44. fundi fræðsluráðs dags. 19.01.2024 var samþykkt samhljóða mennta-og tómstundastefna Suðurnesjabæjar og lagt til að bæjarstjórn samþykki hana. Lagt er til að settur verði saman starfshópur sem kæmi að innleiðingu, aðgerðaáætlun og eftirfylgni stefnunnar.
Til máls tóku: ÚMG, HÞV, JM, EJP og AKG.

Afgreiðsla:
Mennta- og frístundastefna Suðurnesjabæjar samþykkt samhljóða. Jafnframt samþykkt samhljóða að skipa starfshóp sem vinni að innleiðingu, aðgerðaáætlun og eftirfylgni stefnunnar. Bæjarstjóra falið að undirbúa tillögu um starfshóp sem verði lögð fyrir bæjarráð. Bæjarstjórn lýsir sérstakri ánægju með að Mennta- og frístundastefna hafi verið samþykkt og væntir þess að hún skili árangri.

3.Sveitarfélagið Vogar - sameiningarmál

2309116

Á 134. fundi bæjarráðs dags. 17.01.2024 var samþykkt samhljóða að Suðurnesjabær taki þátt í samstarfi um öflun upplýsinga og bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir. Á 135. fundi bæjarráðs dags. 31.01.2024 var samþykkt að skipa Einar Jón Pálsson, Jónínu Magnúsdóttur og Magnús Stefánsson fulltrúa Suðurnesjabæjar í verkefnishóp.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

4.Endurnýjun undanþágu frá skilyrðum um lágmarksíbúafjölda vegna barnaverndarþjónustu

2311095

Á 48. fundi fjölskyldu-og velferðarráðs dags. 25.01.2024 var samþykkt að leggja til að farið verði í formlegar umleitanir við Reykjanesbæ um stærra umdæmi barnaverndarþjónustu á árinu 2024.


Afgreiðsla:

Afgreiðsla fjölskyldu-og velferðarráðs samþykkt samhljóða.

5.Stýrihópur um sértækt búsetuúrræði fyrir fatlað fólk

2401023

Á 134. fundir bæjarráðs dags. 17.01.2024 var samþykkt samhljóða að skipaður verði stýrihópur sem rýnir þörf fyrir þjónustu og sértæka búsetu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og leggi fram tillögu um uppbyggingu á þjónustu í sveitarfélögunum. Bæjarstjóra falilð að skipa í stýrihópinn skv. umræðu á bæjarráðsfundinum.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

6.Stuðningsþjónusta

1909037

Á 48. fundi fjölskyldu-og velferðarráðs dags. 25.01.2024 var samþykkt að vísa minnisblaði ásamt drögum að reglum um notendasamning til bæjarstjórnar til samþykktar og staðfestingar.
Afgreiðsla:
Reglur um notendasamninga samþykktar samhljóða og staðfestar.

7.Bæjarráð - 134

2401005F

Fundur dags. 17.01.2023.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

8.Bæjarráð - 135

2401021F

Fundur dags. 31.01.2024.
Tóku til máls: SBJ, AKG, LE, EJP, JM og ÁGÁ

Afgreiðsla:
Lagt fram

9.Fræðsluráð - 44

2401011F

Fundur dags. 19.01.2024.
Tók til máls: ÚMG

Afgreiðsla:
Lagt fram

10.Fjölskyldu- og velferðarráð - 48

2401016F

Fundur dags. 25.01.2024.
Tóku til máls: HÞV, AKG og EJP.

Afgreiðsla:
Lagt fram.
Samþykkt samhljóða að mál 10.4 er vísað til bæjarráðs til nánari umræðu.

11.Ferða-, safna- og menningarráð - 26

2401015F

Fundur dags. 23.01.2024.
Tóku til máls: OKÁ, LE, EJP, SBJ og ÁGÁ

Afgreiðsla:
Lagt fram.

12.Íþrótta- og tómstundaráð - 18

2312006F

Fundur dags. 14.12.2023.
Tók til máls: EJP

Afgreiðsla:
Lagt fram.
Bæjarstjórn óskar þeim sem voru tilnefndir til íþróttamanns ársins 2023 til hamingju með tilnefningarnar. Sérstakar hamingjuóskir fær Ástvaldur Ragnar Bjarnason sem var valinn íþróttamaður Suðurnesjabæjar fyrir árið 2023. Þá óskar bæjarstjórn Hrönn Edvinsdóttur til hamingju með að íþrótta-og tómstundaráð færði henni sérstaka viðurkenningu með þökkum fyrir óeigingjarnt framlag til íþrótta-og æskulýðsstarfs.

13.Samband íslenskra sveitarfélaga-fundargerðir 2024

2401045

941. fundur stjórnar dags. 12.01.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

14.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2024

2401028

797. fundur stjórnar dags. 10.01.2024.
Tók til máls: AKG

Afgreiðsla:
Lagt fram.

15.Heilbrigðisnefnd Suðurnesja - fundargerðir 2023 og 2024

2301091

308. fundur dags. 10.01.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

16.Kalka sorpeyðingarstöð - fundargerðir 2023

2301048

553. fundur stjórnar dags. 07.12.2023.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

17.Kalka sorpeyðingarstöð - fundargerðir 2024

2401024

554. fundur stjórnar dags. 09.01.2024.
Tóku til máls: JM, EJP, AKG og LE

Afgreiðsla:
Lagt fram.

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar tekur undir bókun stjórnar Kölku um að að flokkunartölur verði birtar á heimasíðu Kölku auk þess sem að íbúum verði kynnt með myndrænum og skýrum hætti hvað verður um þann úrgang sem íbúar flokka.

Fundi slitið - kl. 18:55.

Getum við bætt efni síðunnar?