Bæjarstjórn
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2024-2027
2303087
Síðari umræða.
2.Suðurnesjabær - Samþykkt um gatnagerðargjöld
2211128
Á 133. fundi bæjarráðs var tillaga um breytingar á samþykkt um gatnagerðargjöld samþykkt samhljóða og vísað til bæjarstjórnar til samþykktar.
Tóku til máls: JM og EJP
Afgreiðsla:
Bæjarráð samþykkir samhljóða breytingu á samþykkt um gatnagerðargjöld og til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.
Afgreiðsla:
Bæjarráð samþykkir samhljóða breytingu á samþykkt um gatnagerðargjöld og til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.
3.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga-endurskoðun 2023
2303098
Á 133. fundi bæjarráðs var eftirfarandi bókað:
Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og hefur Suðurnesjabær fengið frumvarpið til umsagnar. Drög að frumvarpi var til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda í mars sl. Í umsögn Suðurnesjabæjar um drögin voru gerðar athugasemdir um allmörg atriði en ekki verður séð að tillit hafi verið tekið til þeirra í endanlegu frumvarpi. Samkvæmt útreikningum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir árið 2023 sem samanburðarár, lækka framlög til Suðurnesjabæjar um 204,9 mkr. ef frumvarpið verður að lögum, eða sem nemur 28,6% m.v. núverandi framlög. Útkomuspá Suðurnesjabæjar fyrir árið 2023 gerir ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu bæjarsjóðs upp á 21,6 mkr. m.v. núverandi fyrirkomulag. Ef lögin væru komin að fullu til framkvæmdar mætti gera ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu rekstrar bæjarsjóðs upp á 226,5 mkr.
Suðurnesjabær mótmælir því harðlega að samþykkt verði lög á Alþingi sem ganga jafn harkalega gegn hagsmunum sveitarfélagsins og fela í sér þann mismun sem að framan er rakið og sem mun á augljósan hátt hafa neikvæð áhrif á þjónustu við íbúa sveitarfélagsins.
Áætluð lækkun framlaga frá Jöfnunarsjóði um meira en 200 milljónir á ári mun leiða til verulegs og viðvarandi rekstrarhalla Suðurnesjabæjar. Sveitarfélagið mun því að óbreyttu þurfa að skerða lögbundna þjónustu við íbúa, þvert á þau fyrirheit sem gefin voru við sameiningu Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs árið 2018.
Í jafn umfangsmiklu máli og hér er á ferð geta sveitarfélög og samtök þeirra á engan hátt unað því að gerðar séu grundvallar breytingar á frumvarpinu, án samráðs, rétt fyrir framlagningu þess á þingi. Breyting á 13. gr. frumvarpsins mun helst gagnast sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu sem ekki leggja á hámarksútsvar. Breytingin gengur þvert gegn markmiðum frumvarpsins og mun valda tilfærslu verulegra fjármuna frá sveitarfélögum sem hafa takmarkaða möguleika til tekjuöflunar til sveitarfélaga sem gætu auðveldlega aukið tekjur sínar með öðrum leiðum.
Suðurnesjabær skorar því á öll sveitarfélög að mótmæla slíkum vinnubrögðum harðlega og væntir þess að Samband íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtök sveitarfélaga geri það einnig.
Samkvæmt frumvarpinu verður nýtt fyrirkomulag jöfnunar innleitt á þremur árum og kemur til fullrar framkvæmdar á fjórða ári eftir gildistöku laganna. Fyrir sveitarfélög sem verða fyrir miklum skerðingum er þessi aðlögunartími of stuttur. Verði frumvarpið að lögum telur Suðurnesjabær nauðsynlegt að lengja innleiðingartímabilið í að lágmarki átta ár.
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að senda ítarlega umsögn um frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til Alþingis.
Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og hefur Suðurnesjabær fengið frumvarpið til umsagnar. Drög að frumvarpi var til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda í mars sl. Í umsögn Suðurnesjabæjar um drögin voru gerðar athugasemdir um allmörg atriði en ekki verður séð að tillit hafi verið tekið til þeirra í endanlegu frumvarpi. Samkvæmt útreikningum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir árið 2023 sem samanburðarár, lækka framlög til Suðurnesjabæjar um 204,9 mkr. ef frumvarpið verður að lögum, eða sem nemur 28,6% m.v. núverandi framlög. Útkomuspá Suðurnesjabæjar fyrir árið 2023 gerir ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu bæjarsjóðs upp á 21,6 mkr. m.v. núverandi fyrirkomulag. Ef lögin væru komin að fullu til framkvæmdar mætti gera ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu rekstrar bæjarsjóðs upp á 226,5 mkr.
Suðurnesjabær mótmælir því harðlega að samþykkt verði lög á Alþingi sem ganga jafn harkalega gegn hagsmunum sveitarfélagsins og fela í sér þann mismun sem að framan er rakið og sem mun á augljósan hátt hafa neikvæð áhrif á þjónustu við íbúa sveitarfélagsins.
Áætluð lækkun framlaga frá Jöfnunarsjóði um meira en 200 milljónir á ári mun leiða til verulegs og viðvarandi rekstrarhalla Suðurnesjabæjar. Sveitarfélagið mun því að óbreyttu þurfa að skerða lögbundna þjónustu við íbúa, þvert á þau fyrirheit sem gefin voru við sameiningu Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs árið 2018.
Í jafn umfangsmiklu máli og hér er á ferð geta sveitarfélög og samtök þeirra á engan hátt unað því að gerðar séu grundvallar breytingar á frumvarpinu, án samráðs, rétt fyrir framlagningu þess á þingi. Breyting á 13. gr. frumvarpsins mun helst gagnast sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu sem ekki leggja á hámarksútsvar. Breytingin gengur þvert gegn markmiðum frumvarpsins og mun valda tilfærslu verulegra fjármuna frá sveitarfélögum sem hafa takmarkaða möguleika til tekjuöflunar til sveitarfélaga sem gætu auðveldlega aukið tekjur sínar með öðrum leiðum.
Suðurnesjabær skorar því á öll sveitarfélög að mótmæla slíkum vinnubrögðum harðlega og væntir þess að Samband íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtök sveitarfélaga geri það einnig.
Samkvæmt frumvarpinu verður nýtt fyrirkomulag jöfnunar innleitt á þremur árum og kemur til fullrar framkvæmdar á fjórða ári eftir gildistöku laganna. Fyrir sveitarfélög sem verða fyrir miklum skerðingum er þessi aðlögunartími of stuttur. Verði frumvarpið að lögum telur Suðurnesjabær nauðsynlegt að lengja innleiðingartímabilið í að lágmarki átta ár.
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að senda ítarlega umsögn um frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til Alþingis.
Tóku til máls: EJP, MS, JM, AKG og SBJ
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
4.Fjárhagsáætlun 2023 - viðaukar
2304031
Á 131. fundi bæjarráðs var viðauki 6 vegna hlutdeildar Suðurnesjabæjar í samstarfsverkefnum á Suðurnesjum, sbr. 20. gr. reglugerðar nr. 1212/2015, samþykktur og vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að staðfesta viðauka 6.
Samþykkt samhljóða að staðfesta viðauka 6.
5.Stjórnskipulag Suðurnesjabæjar
2307018
Á 132. fundi bæjarráðs var breyting á stjórnskipulagi Suðurnesjabæjar samþykkt samhljóða.
Tóku til máls: JM, LE, EJP og AKG
Afgreiðsla:
Tillaga frá Bæjarlista lögð fram:
Bæjarlistinn leggur til að samfara breytingum á skipulagi Fjölskyldusviðs verði Fræðsluráð og Íþrótta- og tómstundaráð sameinað í eitt ráð; Mennta- og tómstundaráð.
Samþykkt samhljóða að vísa tillögu bæjarlistans til frekari efnislegrar umfjöllunar í bæjarráði.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða varðandi breytingu á stjórnskipulagi Suðurnesjabæjar.
Afgreiðsla:
Tillaga frá Bæjarlista lögð fram:
Bæjarlistinn leggur til að samfara breytingum á skipulagi Fjölskyldusviðs verði Fræðsluráð og Íþrótta- og tómstundaráð sameinað í eitt ráð; Mennta- og tómstundaráð.
Samþykkt samhljóða að vísa tillögu bæjarlistans til frekari efnislegrar umfjöllunar í bæjarráði.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða varðandi breytingu á stjórnskipulagi Suðurnesjabæjar.
6.Stefna og viðbragsáætlun EKKO
2311052
Á 132. fundi bæjarráðs var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja framlagða stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi.
Tóku til máls: JM og MS
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
7.Ósk um tilnefningar í vatnasvæðanefnd
2211024
Á 132. fundi bæjarráðs var samþykkt samhljóða að tilnefna Einar Friðrik Brynjarsson sem aðalmann og Árna Gísla Árnason sem varamann í Vatnasvæðanefnd.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
8.Framtíðarsýn íþrótta í Suðurnesjabæ
2303097
Á 133. fundi bæjarráðs dags. 6. desember var samþykkt samhljóða að vísa framtíðarsýn íþrótta í Suðurnesjabæ til bæjarstjórnar til staðfestingar. Bæjarráð lýsti ánægju með þá vinnu sem liggur fyrir og ber væntingar til að vel takist til við að fylgja framtíðarsýn eftir.
Tók til máls: LE
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
9.Byggðakvóti
2212034
Á 133. fundi bæjarráðs dags. 6. desember var samþykkt samhljóða að óska eftir við matvælaráðuneytið að ákvæði reglugerðar nr. 852/2023 gildi um úthlutun byggðakvóta byggðarlagsins Garðs með breytingum skv. eftirfarandi:
a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 852/2023 verði: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök 133. fundur bæjarráðs 07.12.2023 3 skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2022 til 31. ágúst 2023.
b) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 852/2023 breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa innan sveitarfélagsins þeim afla sem telja á til byggðakvóta Garðs og til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2023 til 31. ágúst 2024.
a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 852/2023 verði: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök 133. fundur bæjarráðs 07.12.2023 3 skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2022 til 31. ágúst 2023.
b) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 852/2023 breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa innan sveitarfélagsins þeim afla sem telja á til byggðakvóta Garðs og til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2023 til 31. ágúst 2024.
Afgreiðsla:
Tillaga samþykkt samhljóða.
Tillaga samþykkt samhljóða.
10.Leikskóli við Byggðaveg nafn á nýjan leikskóla
2309048
Á 133. fundi bæjarráðs dags. 6. desember var samþykkt samhljóða að nýr leikskóli við Byggðaveg fái heitið Grænaborg.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
11.Bílastæðasjóður gjaldskrá
2312006
Á 133. fundi bæjarráðs dags. 6. desember var samþykkt að vísa tillögu um gjaldskrá Bílastæðasjóðs Suðurnesjabæjar til samþykktar í bæjarstjórn.
Afgreiðsla:
Gjaldskrá Bílastæðasjóðs Suðurnesjabæjar, vegna stöðvunarbrota í Suðurnesjabæ samþykkt samhljóða og til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.
Gjaldskrá Bílastæðasjóðs Suðurnesjabæjar, vegna stöðvunarbrota í Suðurnesjabæ samþykkt samhljóða og til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.
12.Vatnsupptaka í Árnarétt - Umsókn um framkvæmdarleyfi
2311030
Á 49. fundi framkvæmda-og skipulagsráðs dags. 23. nóvember var fjallað um ósk frá Orkustofnun um umsögn vegna umsóknar HS Veitna um nýtingarleyfi í tengslum við umsókn HS Veitna um framkvæmdaleyfi til vatnstöku í Árnarétt. Með vísan til 3.mgr. 6.gr. laga nr 57/1998, um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, mælir Framkvæmda-og skipulagsráð Suðurnesjabæjar með því að umsókn HS Veitna hf. verði samþykkt og telur framkvæmdina ekki hafa teljandi umhverfisáhrif og er í fullu samræmi við Aðalskipulag Suðurnesjabæjar 2022-2034.
Jafnframt lá fyrir umsókn frá HS Veitum um framkvæmdaleyfi vegna borunar tveggja nýrra vatnshola í Árnarétt í Garði. Jákvæð afstaða umsagnaraðila liggur fyrir. Samþykkt að heimila skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi vegna verksins til HS Veitna.
Jafnframt lá fyrir umsókn frá HS Veitum um framkvæmdaleyfi vegna borunar tveggja nýrra vatnshola í Árnarétt í Garði. Jákvæð afstaða umsagnaraðila liggur fyrir. Samþykkt að heimila skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi vegna verksins til HS Veitna.
Tók til máls: AKG, EJP
Afgreiðsla:
Afgreiðsla framkvæmda-og skipulagsráðs samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla framkvæmda-og skipulagsráðs samþykkt samhljóða.
13.Háspennustrengur frá GAR-A að Árnarétt - Umsókn um framkvæmdarleyfi
2311040
Á 49. fundi framkvæmda-og skipulagsráðs dags. 23. nóvember lá fyrir umsókn frá HS Veitum um framkvæmdaleyfi vegna lagningar háspennustrengs frá dreifistöð GAR-A í Garði að ferskvatnsdælustöð í Árnarétt. Samþykkt að heimila skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi vegna verksins til HS Veitna.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla framkvæmda-og skipulagsráðs samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla framkvæmda-og skipulagsráðs samþykkt samhljóða.
14.Bæjarráð - 131
2311003F
Fundur dags. 08.11.2023.
Tóku til máls: JM, EJP, MS, MSM, LE, AKG
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
15.Bæjarráð - 132
2311012F
Fundur dags. 22.11.2023.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
16.Bæjarráð - 133
2311028F
Fundur dags. 06.12.2023.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
17.Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga - 15
2310019F
Fundur dags. 06.11.2023.
Tók til máls: EF, LE, EJP, MS, MSM,
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
18.Fjölskyldu- og velferðarráð - 47
2311013F
Fundur dags.16.11.2023.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
19.Fræðsluráð - 43
2311009F
Fundur dags. 17.11.2023
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
20.Íþrótta- og tómstundaráð - 17
2311017F
Fundur dags. 22.11.2023.
Tók til máls: JM, EJP.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
21.Framkvæmda- og skipulagsráð - 49
2311019F
Fundur dags. 23.11.2023.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
22.Hafnarráð - 22
2311010F
Fundur dags. 05.12.2023.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
23.Ferða-, safna- og menningarráð - 24
2311018F
Fundur dags. 07.12.2023.
Tók til máls: OKÁ, JM, MS, EJP
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
24.Samband íslenskra sveitarfélaga-fundargerðir 2023
2301078
a) 936. fundur stjórnar dags. 27.10.2023.
b) 937. fundur stjórnar dags. 12.11.2023.
c) 938. fundur stjórnar dags. 24.11.2023.
d) 939. fundur stjórnar dags. 05.12.2023.
b) 937. fundur stjórnar dags. 12.11.2023.
c) 938. fundur stjórnar dags. 24.11.2023.
d) 939. fundur stjórnar dags. 05.12.2023.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
25.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2023
2301036
795. fundur stjórnar dags. 08.11.2023.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
26.Kalka sorpeyðingarstöð - fundargerðir 2023
2301048
552. fundur stjórnar dags. 14.11.2023.
Tók til máls: LE og EJP
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 19:57.
Bókun um fjárhagsáætlun:
Umfjöllun um forsendur fjárhagsáætlunar hófst á fyrsta ársfjórðungi ársins og hefur bæjarráð fjallað um áætlunargerðina, forsendur og endanlega tillögu um fjárhagsáætlun á undanförnum mánuðum og þá hefur bæjarstjórn haft nokkra vinnufundi með starfsfólki sveitarfélagsins til yfirferðar yfir starfsáætlanir og ýmsa liði fjárhagsáætlunar. Gott samstarf hefur verið hjá bæjarstjórn um vinnslu fjárhagsáætlunarinnar.
Ýmsar forsendur liggja til grundvallar vinnslu fjárhagsáætlunar, svo sem hagspár, áætlanir um útsvarstekjur og framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Staða og sýn um þróun atvinnumála og atvinnustigs ásamt spá um þróun íbúafjölda í sveitarfélaginu til næstu missera og ára eru einnig mikilvægar forsendur í áætlanagerðinni. Ýmsir áhrifaþættir eru markaðir nokkurri óvissu og munu hafa áhrif á framvindu áætlana. Þar má m.a. nefna almenna efnahagsþróun, svo sem hvernig mun vaxtastig þróast í náinni framtíð og hvernig tekst til við að vinna bug á verðbólgu. Þá er framundan að ganga frá kjarasamningum á vinnumarkaði, niðurstaða þeirra mun skipta miklu máli. Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, ef það verður óbreytt að lögum blasir við að framlög Jöfnunarsjóðs til Suðurnesjabæjar munu lækka verulega á næstu árum, sem mun hafa áhrif á rekstur og fjárfestingagetu sveitarfélagsins til lengri tíma. Suðurnesjabær hefur gert alvarlegar athugasemdir um frumvarpið og bent á hve ákvæði þess ganga gegn hagsmunum sveitarfélagsins.
Helstu markmið bæjarstjórnar við vinnslu fjárhagsáætlunar eru að sveitarfélagið standist fjárhagsleg viðmið um jafnvægisreglu og skuldareglu samkvæmt 64. gr. Sveitarstjórnarlaga. Markmið er að framlegð frá rekstri A og B hluta verði ekki undir 11% á komandi árum. Veltufé frá rekstri verði ekki undir 600 mkr. á ári til að standa undir afborgunum langtímalána og sem mestu af fjárfestingum, sem verði sem mest fjármagnaðar með skatttekjum og söluhagnaði eigna á komandi árum þannig að lántökum verði haldið í lágmarki. Áhersla bæjarstjórnar er á ábyrgð og aðhald í fjármálum, bæði varðandi rekstur og fjárfestingar, en á sama tíma og út frá framangreindum markmiðum verði ekki dregið úr þjónustu við íbúa, heldur verði ávallt unnið að því markmiði að íbúar fái sem mesta og besta þjónustu á öllum þeim sviðum sem sveitarfélaginu ber að veita. Gjaldskrá þjónustugjalda verði í takti við þróun verðlags á hverjum tíma.
Í forsendum fjárhagsáætlunar ársins 2024 er álagningarhlutfall útsvars óbreytt frá fyrra ári, eða 14,72%, álagningarhlutfall fasteignaskatta verður óbreytt frá fyrra ári og almenn þjónustugjaldskrá er uppfærð miðað við verðlagsþróun. Ýmsir útgjaldaliðir eru uppfærðir út frá verðlagsþróun og áætlun um launakostnað byggir á kjarasamningum.
Í rekstraráætlun A og B hluta eru heildartekjur áætlaðar 6.778 mkr. og framlegð rekstrar fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 746,7 mkr., eða 11,0%. Að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða er rekstrarniðurstaða A og B hluta áætluð jákvæð að fjárhæð 128,4 mkr.
Í sjóðstreymisyfirliti kemur m.a. fram að veltufé frá rekstri er 772,9 mkr. og handbært fé frá rekstri 726,8 mkr. Fjárfestingaáætlun er alls 968 mkr. og er áætlað að tekin verði ný lán að fjárhæð 400 mkr. en afborganir langtímaskulda eru áætlaðar 312,4 mkr. Áætlað er að handbært fé í árslok 2024 verði 441,5 mkr.
Helstu fjárfestingar á árinu 2024 eru nýbygging leikskólans Grænuborgar, áætlað er að leikskólinn verði fullbúinn til notkunar fyrir vorið og er gert ráð fyrir að framkvæmdakostnaður ársins 2024 verði 285 mkr. Haldið verður áfram með fjárfestingar í innviðum í nýjum hverfum í báðum byggðakjörnum, með gatnagerð og tengdum framkvæmdum og er áætlað að kostnaður við þau verkefni verði alls 275 mkr. á árinu 2024. Mikil eftirspurn er eftir íbúðalóðum í Suðurnesjabæ og er áætlað að uppbygging íbúðarhúsnæðis haldi áfram á fullum krafti næstu misserin. Gert er ráð fyrir að hafnar verði framkvæmdir við gervigrasvöll og er fjárheimild til þess verkefnis 200 mkr. á árinu 2024. Þessu til viðbótar eru ýmis minni verkefni á framkvæmdaáætlun ársins 2024.
Á árinu 2023 hefur íbúum Suðurnesjabæjar fjölgað um 134, eða 3,4%. Í byrjun desember 2023 eru íbúarnir alls 4.044 samkvæmt bráðabirgðatölum Þjóðskrár. Í forsendum fjárhagsáætlunar er gert ráð fyrir að íbúum fjölgi um 3,0% á ári næstu árin.
Efnahagsleg staða sveitarfélagsins er góð og er áætlað að skuldaviðmið skv. reglugerð 502/2012 verði 68% í árslok 2024 og því vel undir 150% viðmiði skv. fjármálareglu Sveitarstjórnarlaga.
Í þriggja ára áætlun áranna 2025-2027 er gert ráð fyrir að rekstrarafkoma sveitarfélagsins og efnahagsleg staða standist fjármálareglur Sveitarstjórnarlaga á tímabilinu og er það samkvæmt markmiði bæjarstjórnar.
Í samræmi við áherslu bæjarstjórnar um ábyrgð og aðhald í fjármálum, bæði varðandi rekstur og fjárfestingar, verður á árinu 2024 sérstök áhersla á greiningu á rekstrareiningum sveitarfélagsins í þeim tilgangi að auka aðhald í rekstri.
Bókun bæjarstjórnar:
Fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar fyrir árið 2024, ásamt þriggja ára áætlun áranna 2025-2027 er nú til síðari umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn. Forsendur áætlunarinnar fela meðal annars í sér hækkanir á útgjöldum og gjaldskrám vegna verðbólguáhrifa og hækkana á vísitölum verðlags, einnig er vaxtastig mjög hátt sem hefur áhrif á efnahagsliði. Ýmis óvissa er um næstu misseri m.a. vegna kjarasamninga og efnahagsmála almennt. Hins vegar er mikil uppbygging á íbúðarhúsnæði með fjölgun íbúa Suðurnesjabæjar, sem felur í sér þörf fyrir aukna þjónustu og fjárfestingar innviða í Suðurnesjabæ. Fjárfestingaáætlun felur m.a. í sér að ljúka uppbyggingu leikskóla og nýrra innviða í íbúðahverfum, ásamt því að áætlað er að hefja framkvæmdir við gervigrasvöll. Útlit er fyrir áframhaldandi kraft í atvinnulífinu, sem skilar aukinni hagsæld fyrir almenning og sveitarfélagið.
Gott og ánægjulegt samstarf hefur verið meðal bæjarfulltrúa við vinnslu fjárhagsáætlunar og er það til þess fallið að efla samstarf kjörinna fulltrúa til hagsbóta fyrir sveitarfélagið og íbúa þess.
Bæjarstjórn lýsir ánægju með að fjárhagsáætlun felur í sér sterka efnahagslega og rekstrarlega stöðu Suðurnesjabæjar. Það skapar forsendur til að skapa sem bestar aðstæður til að sveitarfélagið veiti íbúum sínum áfram fyrsta flokks þjónustu og haldi áfram metnaðarfullri uppbyggingu á innviðum með fjárfestingum á næstu árum.
Bæjarstjórn þakkar bæjarstjóra og starfsfólki Suðurnesjabæjar fyrir vel unnið verk og ánægjulegt samstarf við vinnslu fjárhagsáætlunar og vel unnin störf á árinu.
Afgreiðsla:
Þjónustugjaldskrá og gjaldskrá Sandgerðishafnar samþykktar samhljóða. Gjaldskrá vatnsveitu í þéttbýlinu í Sandgerði Suðurnesjabæ og gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Suðurnesjabæ samþykktar samhljóða og til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.
Fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 samþykkt samhljóða.