Fara í efni

Bæjarstjórn

61. fundur 04. október 2023 kl. 17:30 - 18:25 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson forseti
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Anton Kristinn Guðmundsson fyrsti varaforseti
  • Úrsúla María Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Jónína Magnúsdóttir annar varaforseti
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson aðalmaður
  • Elín Frímannsdóttir aðalmaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Árni Gísli Árnason sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs.
Dagskrá
Sérstök bókun: Bæjarstjórn óskar Knattspyrnufélaginu Reyni til hamingju með íslandsmeistaratitil með sigri í 3.deildar íslandsmótsins í knattspyrnu og Knattspyrnufélaginu Víði til hamingju með bikarmeistaratitil með sigri í bikarkeppni neðri deildaliða.

1.Leikskóli við Byggðaveg - nafn á nýjan leikskóla

2309048

Á 127. fundi bæjarráðs dags 13.09.2023 var samþykkt að leita eftir tillögum um nafn meðal íbúa Suðurnesjabæjar á nýjum leikskóla við Byggðaveg.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

2.Umboð

1902069

Á 127. fundi bæjarráðs dags. 13.09.2023 var samþykkt samljóða umboð til handa Árna Gísla Árnasyni og niðurfelling á sama umboði Bergnýjar Jónu Sævarsdóttur.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

3.Fjárhagsáætlun - lántaka

2207012

Á 128. fundi bæjarráðs dags. 27.09.2023 var samþykkt samhljóða að veita heimild til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 300.000.000, samkvæmt tillögu fjármálastjóra og í samræmi við fjárhagsáætlun 2023.
Tók til máls: EJP og MS.

Afgreiðsla: Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkir hér með á 61. fundi sínum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 200.000.000 kr. Með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér.
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, verðbóta dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til að fjármagna byggingu leikskóla sveitarfélagsins, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Magnúsi Stefánssyni, kt. 011060-3319, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Suðurnesjabæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

4.Sveitarfélagið Vogar - sameiningarmál-ósk um fund

2309116

Á 128. fundi bæjarráðs dags. 27.09.2023 var fjallað um erindi frá Sveitarfélaginu Vogum, þar sem óskað er eftir fundi með fulltrúum Suðurnesjabæjar til þess að ræða sameiningu sveitarfélaga og kanna hvort grundvöllur sé til þess að skoða málefnið frekar, t.d. með óformlegum könnunarviðræðum sem miða að því að meta kosti og ókosti sameiningar. Bæjarráð samþykkti að þiggja boð Sveitarfélagsins Voga um fund til að ræða málefnið.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

5.Leikskóli við Byggðaveg-Framkvæmdir

2109077

Á 128. fundi bæjarráðs dags. 27.09.2023 var fjallað um minnisblað um hönnun leikskólalóðar og óskað eftir heimild til samninga við Landslag ehf um hönnun leikskólalóðarinnar. Bæjarráð samþykkti samhljóða að veita heimild til að ganga til samninga við Landslag ehf um hönnun leikskólalóðar.
Tók til máls: LE og EJP.

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

6.Málstefna Suðurnesjabæjar

2309090

Á 128. fundi bæjarráðs dags. 27.09.2023 var fjallað um minnisblað um mótun málstefnu, með tilvísun í 130. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 38/2011. Bæjarráð samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að láta vinna málstefnu Suðurnesjabæjar.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

7.Bæjarráð - 127

2309001F

Fundur dags. 13.09.2023.
Tók til máls: JM, EJP, LE, SBJ og MS.

Afgreiðsla: lagt fram.

8.Bæjarráð - 128

2309014F

Fundur dags. 27.09.2023.
Tók til máls: JM og MS

Afgreiðsla: Lagt fram

9.Íþrótta- og tómstundaráð - 16

2309009F

Fundur dags. 13.09.2023.
Tók til máls: LE og MS.

Afgreiðsla: lagt fram.

10.Fræðsluráð - 41

2309008F

Fundur dags. 15.09.2023.
Tók til máls: EJP og JM.

Afgreiðsla: lagt fram.

11.Framkvæmda- og skipulagsráð - 47

2309013F

Fundur dags. 20.09.2023.
Tók til máls: AKG, LE, EF, JM og EJP.

Afgreiðsla: lagt fram.

12.Fjölskyldu- og velferðarráð - 46

2309018F

Fundur dags. 21.09.2023.
Tók til máls: EJP

Reglur um akstursþjónustu undir lið 12.2 samþykktar og vísað til umfjöllunar um fjárhagsáætlun.

Afgreiðsla: lagt fram.

13.Samband íslenskra sveitarfélaga-fundargerðir 2023

2301078

a) 932. fundur stjórnar dags. 08.09.2023.

b) 933. fundur stjórnar dags. 18.09.2023.
Tók til máls: MS

Afgreiðsla: lagt fram.

14.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2023

2301036

a) 792. fundur stjórnar dags. 30.08.2023.

b) 793. fundur stjórnar dags. 13.09.2023.
Tók til máls: EJP.

Afgreiðsla: lagt fram.

15.Kalka sorpeyðingarstöð - fundargerðir 2023

2301048

a) 549. fundur stjórnar dags. 15.08.2023.

b) 550. fundur stjórnar dags. 12.09.2023.
Tók til máls: JM og EJP.

Afgreiðsla: lagt fram.

16.Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja fundargerðir 2023

2301086

a) 40. fundur dags. 30.08.2023.

b) 41. fundur dags. 14.09.2023.
Afgreiðsla: lagt fram.

17.Heilbrigðisnefnd Suðurnesja - fundargerðir 2023

2301091

303. fundur dags. 25.09.2023.
Afgreiðsla: lagt fram.

18.Brunavarnir Suðurnesja fundargerðir 2023

2301064

75. fundur stjórnar dags. 13.09.2023.
Afgreiðsla: lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:25.

Getum við bætt efni síðunnar?