Fara í efni

Bæjarstjórn

60. fundur 05. september 2023 kl. 17:30 - 19:30 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson forseti
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Anton Kristinn Guðmundsson fyrsti varaforseti
  • Úrsúla María Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Jónína Magnúsdóttir annar varaforseti
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson aðalmaður
  • Elín Frímannsdóttir aðalmaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Árni Gísli Árnason Sviðsstjóri stjórnsýslu-og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Bæjarráð - 121

2306005F

Fundur dags. 14.06.2023.
Tók til máls: EF. Afgreiðsla: lagt fram

2.Bæjarráð - 122

2306010F

Fundur dags. 28.06.2023.
Tók til máls: LE. Afgreiðsla: lagt fram

3.Bæjarráð - 123

2306018F

Fundur dags. 12.07.2023.
Tóku til máls: AKG, SBJ. Afgreiðsla: lagt fram

4.Bæjarráð - 124

2307008F

Fundur dags. 26.07.2023.
Afgreiðsla: lagt fram.

5.Bæjarráð - 125

2307016F

Fundur dags. 16.08.2023.
Tók til máls: OKÁ. Afgreiðsla: Lagt fram.

6.Bæjarráð - 126

2308012F

Fundur dags. 30.08.2023.
Tóku til máls: SBJ, JM, AKG, EF, EJP, MSM, UMG, LE,

Fulltrúar S-lista lögðu fram eftirfarandi bókun við mál 6.3: S-listinn leggur til að á næsta bæjarráðsfundi verði farið ítarlega yfir hvaða úrræðum bæjaryfirvöld geta beitt til að börn fái dagvistun í sveitarfélaginu eftir fæðingarorlof foreldra og í kjölfarið verði málaflokkurinn settur í forgang og að strax verði farið í aðgerðir. Að bæjaryfirvöld beiti sér strax í að fækka börnum eldri en 18 mánaða á biðlista á leikskólum og tryggi í það minnsta dvöl fyrir þau strax eins og málefnasamningur meirihlutans segir til um.

Bókun fulltrúa D og B lista: Vegna bókunar S-lista er rétt að það komi fram að á síðasta fundi bæjarráðs voru lagðar fram upplýsingar um að verið sé að skoða leiðir til að tryggja fleiri börnum leikskólapláss og að tillögur muni vera lagðar fram í bæjarráði þegar þær liggja fyrir. Það er stefna meirihlutans að tryggja öllum börnum dagvistun við 18 mánaða aldur. Þá er í vinnslu að fylgja eftir tillögum um stefnumótun um dagvistun barna í Suðurnesjabæ sem bæjarstjórn hefur fjallað um og er von á tillögum um framkvæmd hennar, m.a. í tengslum við vinnslu fjárhagsáætlunar.

Afgreiðsla: lagt fram.

7.Hafnarráð - 21

2308016F

Fundur dags. 31.08.2023.
Tók til máls: AKG, LE, MS

Afgreiðsla: lagt fram.

8.Bæjarstjórn og bæjarráð - fundaáætlun

2205102

Fundaáætlun september 2023 - júní 2024.
Fundaráætlun samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?