Fara í efni

Bæjarstjórn

59. fundur 07. júní 2023 kl. 17:30 - 18:05 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson forseti
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Anton Kristinn Guðmundsson fyrsti varaforseti
  • Sunneva Ósk Þóroddsdóttir varamaður
  • Jón Ragnar Ástþórsson varamaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Önundur Björnsson varamaður
  • Elín Frímannsdóttir aðalmaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Stafræn smiðja á Suðurnesjum Fab-Lab

2210070

Á 119. fundi bæjarráðs dags. 10.05.2023 var samþykkt samhljóða að Suðurnesjabær taki þátt í verkefninu rekstur Fab Lab á Suðurnesjum.
Afgreiðsla:


Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

2.Leikskóli við Byggðaveg-Framkvæmdir

2109077

Á 120. fundi bæjarráðs dags. 24.05.2023 var samþykkt samhljóða að lokið verði að fullu við uppbyggingu á nýjum leikskóla við Byggðaveg þannig að leikskólinn rúmi sex leikskóladeildir. Bæjarstjóra falið að leggja fyrir bæjarráð tillögu um útfærslu og viðauka við fjárhagsáætlun til að mæta þeim aukna kostnaði sem þessari breytingu fylgir.
Afgreiðsla:


Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

3.Viljayfirlýsing - Borgað þegar hent er innleiðing við heimili

2305055

Á 120. fundi bæjarráðs dags. 24.05.2023 var samþykkt samhljóða að staðfesta viljayfirlýsingu um þátttöku Suðurnesjabæjar í verkefninu Borgað þegar hent er - innleiðing við heimili.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða

4.Þjónustusamningur um aðkeypta þjónustu af fræðsluþjónustu Suðurnesjabæjar

2304015

Á 120. fundi bæjarráðs dags. 24.05.2023 var samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að undirrita samning við Sveitarfélagið Voga um þjónustu fræðsluþjónustu Suðurnesjabæjar.
Til máls tóku: JRÁ og MS.

Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

5.Skóladagatöl

2103036

Á 40. fundi fræðsluráðs dags. 19.05.2023 var samþykkt að staðfesta skóladagatöl leikskólanna Gefnarborgar og Sólborgar fyrir skólaárið 2023-2024.
Til máls tók: SÓÞ

Afgreiðsla:

Samþykkt fræðsluráðs staðfest samhljóða.

6.Skóladagatöl

2103036

Á 40. fundi fræðsluráðs dags. 19.05.2023 var samþykkt að staðfesta skóladagatöl tónlistarskóla sveitarfélagsins fyrir skólaárið 2023-2024.
Afgreiðsla:

Samþykkt fræðsluráðs staðfest samhljóða.

7.Bæjarstjórn og bæjarráð - fundaáætlun

2205102

Á 120. fundi bæjarráðs dags. 24.05.2023 var fundaáætlun bæjarráðs júní - ágúst 2023 samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla:


Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

8.Bæjarráð - kosning í bæjarráð

2005098

Til máls tók: EJP

Tillaga um skipan bæjarráðs til eins árs:
Aðalfulltrúar: Anton Kristinn Guðmundsson formaður, Magnús Sigfús Magnússon varaformaður og Jónína Magnúsdóttir
Áheyrnarfulltrúi: Sigursveinn Bjarni Jónsson
Varafulltrúar: Úrsúla M Guðjónsdóttir, Einar Jón Pálsson, Laufey Erlendsdóttir.
Vara áheyrnarfulltrúi: Elín Frímannsdóttir

Afgreiðsla:

Tillagan samþykkt samhljóða.

9.Sumarleyfi bæjarstjórnar

2005099

Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða.

10.Bæjarráð - 119

2305003F

Fundur dags. 10.05.2023.
Til máls tóku: JRÁ, EF, AKG og EJP.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

11.Bæjarráð - 120

2305012F

Fundur dags. 24.05.2023.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

12.Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga - 14

2305013F

Fundur dags. 15.05.2023.
Til máls tóku: LE og EJP.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

13.Fræðsluráð - 40

2305009F

Fundur dags. 19.05.2023.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

14.Hafnarráð - 20

2305017F

Fundur dags. 25.05.2023.
Til máls tóku: LE og MS.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

15.Ferða-, safna- og menningarráð - 22

2305019F

Fundur dags. 25.05.2023.
Til máls tóku: SÓÞ, EJP, JRÁ og MS.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

16.Samband íslenskra sveitarfélaga-fundargerðir 2023

2301078

a) 925. fundur stjórnar dags. 28.04.2023.
b) 926. fundur stjórnar dags. 17.05.2023.
c) 927. fundur stjórnar dags. 26.05.2023.
d) 928. fundur stjórnar dags. 02.06.2023.
Afgreiðsla:

Fundargerðirnar lagðar fram.

17.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2023

2301036

a) 789. fundur stjórnar dags. 16.05.2023.
b) 790. fundur stjórnar dags. 22.05.2023.
Til máls tók: AKG

Afgreiðsla:

Fundargerðirnar lagðar fram.

18.Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja fundargerðir 2023

2301086

a) 36. fundur dags. 30.03.2023.
b) 37. fundur dags. 04.05.2023.
c) 38. fundur dags. 12.05.2023.
Afgreiðsla:

Fundargerðirnar lagðar fram.

19.Heilbrigðisnefnd Suðurnesja - fundargerðir 2023

2301091

a) 299. fundur dags. 09.03.2023.
b) 300. fundur dags. 04.05.2023.
c) 301. fundur dags. 25.05.2023.
Afgreiðsla:

Fundargerðirnar lagðar fram.

20.Brunavarnir Suðurnesja fundargerðir 2023

2301064

a) 72. fundur stjórnar dags. 16.03.2023.
b) 73. fundur stjórnar dags. 13.04.2023.
c) 74. fundur stjórnar dags. 11.05.2023.
Afgreiðsla:

Fundargerðirnar lagðar fram.

21.Kalka sorpeyðingarstöð - fundargerðir 2023

2301048

Fundargerð aðalfundar dags. 18.04.2023.
Afgreiðsla:

Lagt fram.
---------------------

Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs mun láta af störfum á næstu dögum og er þessi fundur bæjarstjórnar sá síðasti sem hún annast fundarritun. Berný hóf störf sem sviðsstjóri í kjölfar sameiningar Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs haustið 2018 og hefur annast fundaritun bæjarstjórnar og bæjarráðs allt frá þeim tíma. Bæjarstjórn þakkar Bergný fyrir gott samstarf og hennar framlag til starfa bæjarstjórnar og bæjarráðs og óskar henni farsældar í lífi og störfum í framtíðinni.

Fundi slitið - kl. 18:05.

Getum við bætt efni síðunnar?