Fara í efni

Bæjarstjórn

58. fundur 03. maí 2023 kl. 17:30 - 19:40 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Anton Kristinn Guðmundsson fyrsti varaforseti
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Svavar Grétarsson varamaður
  • Úrsúla María Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Jónína Magnúsdóttir annar varaforseti
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson aðalmaður
  • Elín Frímannsdóttir aðalmaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Ársreikningur Suðurnesjabæjar 2022

2303036

Síðari umræða.
Jónas Gestur Jónasson og Kristján Þór Ragnarsson endurskoðendur hjá Deloitte sátu fundinn undir þessum dagskrárlið og gerðu grein fyrir ársreikningi og endurskoðunarskýrslu.

Til máls tóku: AKG, MS og SBJ.


Heildartekjur A hluta bæjarsjóðs voru kr. 5.173,1 milljónir, en í samanteknum reikningi A og B hluta kr. 5.450,7 milljónir. Heildargjöld A hluta voru kr. 4.676 milljónir og í samanteknum reikningi A og B hluta kr. 4.808,1 milljónir. Rekstrarafkoma fyrir afskriftir var kr. 497,2 milljónir í A hluta, en kr. 642,6 milljónir í samanteknum reikningi A og B hluta. Rekstrarniðurstaða A hluta er jákvæð að fjárhæð kr. 19,9 milljónir, rekstrarniðurstaða í samanteknum reikningi A og B hluta er neikvæð um kr. 34,3 milljónir.

Heildareignir í samanteknum reikningi A og B hluta eru kr. 9.843,5 milljónir. Heildar skuldir og skuldbindingar eru kr. 5.616,5 milljónir. Lífeyrisskuldbinding hækkar frá fyrra ári og er kr. 1.264,4 milljónir í árslok 2022. Langtímaskuldir við lánastofnanir eru kr. 3.438,5 milljónir og næsta árs afborganir langtímalána verða kr. 250,5 milljónir. Eigið fé í samanteknum reikningi A og B hluta er kr. 4.227 milljónir.

Hlutfall reglulegra tekna af heildarskuldum og skuldbindingum, eða skuldaviðmið A og B hluta er 67,07% en var 71,48% árið 2021. Hlutfallið hjá A hluta er 44,47% en var 46,97% árið 2021. Samkvæmt fjármálareglu í 64. gr. sveitarstjórnarlaga á þetta hlutfall ekki vera hærra en 150%.

Rekstur í samanteknum reikningsskilum A og B hluta skilaði kr. 682,9 milljónum í veltufé frá rekstri, sem er um 12,5% af rekstrartekjum og kr. 430,3 milljónum í handbært fé frá rekstri, sem er 7,9% af rekstrartekjum. Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum A og B hluta nam kr. 462 milljónum. Á árinu 2022 voru tekin ný langtímalán að fjárhæð kr. 250 milljónir. Handbært fé lækkaði um kr. 81,2 milljónir frá fyrra ári og var handbært fé í árslok 2022 kr. 661,6 milljónir.

Íbúafjöldi í Suðurnesjabæ þann 1. desember 2022 var 3.910 og hafði fjölgað um 166 íbúa frá fyrra ári, eða um 4,4%.

Mikil verðbólga með tilheyrandi hækkun fjármagnskostnaðar og rekstrargjalda leiddi af sér helstu frávik í rekstri miðað við fjárhagsáætlun ársins. Fjármagnsgjöld A og B hluta voru alls kr. 252,8 milljónum meiri en áætlun gerði ráð fyrir. Hins vegar voru heildar tekjur A og B hluta alls kr. 318,5 milljónum hærri en áætlun gerði ráð fyrir og rekstrargjöld voru alls kr. 92,2 milljónum umfram áætlun. Auknar tekjur komu helst fram í meiri útsvarstekjum en áætlað var og endurspeglar það m.a. aukinn kraft í atvinnulífinu, auk þess sem fjölgun útsvarsgreiðenda skilaði auknum tekjum. Þá voru framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga töluvert hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða A og B hluta varð því kr. 40,8 milljónum lakari en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins.

Afgreiðsla:

Ársreikningur ársins 2022 samþykktur samhljóða.

Bæjarstjórn telur rekstrarafkomu ársins mjög viðunandi miðað við aðstæður og þakkar starfsfólki sveitarfélagsins þeirra framlag í rekstri og starfsemi sveitarfélagsins við krefjandi aðstæður.

Ársreikningur Suðurnesjabæjar 2022 ber með sér að efnahagur sveitarfélagsins er traustur sem skapar forsendur fyrir áframhaldandi uppbyggingu innviða og þjónustu við íbúa næstu misseri og ár.




2.Ungmennaráð Suðurnesjabæjar

2104080

Eftirtaldir fulltrúar ungmennaráðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið:
Haþór Ernir Ólafsson, Heba Lind Guðmundsdóttir, Ester Grétarsdóttir, Sara Mist Atladóttir og Irma Rún Blöndal.

Til máls tóku: HEÓ, AKG, JM, LE, MSM og SBJ.

Afgreiðsla:

Formaður ungmennaráðs gerði grein fyrir áherslum ráðsins og fór yfir ýmsar tillögur til bæjarstjórnar. Bæjarstjórn þakkar fulltrúum í ungmennaráði fyrir þátttöku í fundi bæjarstjórnar og fyrir framlag þeirra til fundarins. Bæjarstjórn ítrekar mikilvægi ungmennaráðs og að vettvangur sé til staðar til að koma áherslumálum sem brenna á ungum íbúum Suðurnesjabæjar á framfæri. Bæjarstjórn óskar ungmennaráði alls góðs í þeirra störfum.

3.Stefnumótun um dagvistun barna í Suðurnesjabæ

2211013

Á 117. fundi bæjarráðs dags. 19.04.2023 var til umfjöllunar lokaskýrsla stýrihóps. Bæjarráð samþykkti tillögur og að skýrslan verði lögð fram til kynningar í fræðsluráði
Til máls tóku: JM, MS, ÚMG, EF, AKG og LE.


O-listi lagði fram eftirfarandi tillögu:


Á bæjarstjórnarfundi þann 2.11.2022 lagði Bæjarlistinn til að stofnaður yrði stýrihópur til að útfæra stefnumótun Suðurnesjabæjar í dagvistun barna. Sú tillaga var samþykkt í bæjarráði þann 9.11.2022. Hópurinn hefur skilað afurð þeirrar stefnumótunar í skýrslu sem lögð var fram í bæjarráði þann 19.4.2023 og voru tillögur samkvæmt minnisblaði samþykktar.
Bæjarlistinn lýsir yfir ánægju með skýrsluna og þakkar fyrir mjög vandaða, ítarlega og faglega vinnu við gerð hennar. Bæjarlistinn leggur til að tillögurnar verði útfærðar sem fyrst og birtar í stefnumótun. Í kjölfarið kynnt bæjarbúum. Mikilvægt er að íbúar Suðurnesjabæjar geti fylgst með stefnumótandi ákvörðunum sem teknar eru í sveitarfélaginu og varða hagsmuni þeirra.

Tillaga O- lista samþykkt samhljóða.




4.Jafnréttisáætlun

2302013

Á 117. fundi bæjarráðs dags. 19.04.2023 var jafnréttisáætlun lögð fram til samþykktar. Bæjarráð samþykkti jafnréttisáætlun Suðurnesjabæjar 2023-2027
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

5.Fjárhagsáætlun 2023 - viðaukar

2304031

Á 117. fundi bæjarráðs dags. 19.04.2023 voru lagðir fram viðauki 1 vegna vélageymslu Golfklúbbs Sandgerðis og viðauki 2 vegna Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkti samhljóða að vísa viðaukum 1 og 2 til staðfestingar í bæjarstjórn.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að staðfesta viðauka 1 og 2 við fjárhagsáætlun 2023.

6.Styrkir til félagasamtaka vegna fasteignagjalda 2023

2301090

Á 118. fundi bæjarráðs dags. 26.04.2023 var samþykkt samhljóða að veita Golfklúbbi Suðurnesja styrk að fjárhæð kr. 183.128 til greiðslu fasteignaskatts fyrir árið 2023. Fjárheimild er í fjárhagsáætlun 2023.
Til máls tóku: LE, MS og AKG.

Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

7.Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja 2023

2304034

Á 118. fundi bæjarráðs dags. 26.04.2023 var samþykkt samhljóða að gjaldskrá fyrir garðslátt eldri borgara og öryrkja fyrir árið 2023 verði kr. 3.000 fyrir hvert skipti með eim möguleika að hver og einn geti sótt um garðslátt í allt að tvö til þrjú skipti eftir samkomulagi og eftir stöðu mannafla hjá sveitarfélaginu.
Afgreiðsla:


Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

8.Reglur um búfjárhald í Suðurnesjabæ

2011032

Á 44. fundi framkvæmda-og skipulagsráðs dags. 27.04.2023 voru reglur um búfjárhald í Suðurnesjabæ lagðar fram til agreiðslu. Framkvæmda-og skipulagsráð samþykkti að leggja til að bæjarstjórn samþykki að vísa samþykkt um búfjárhald til matvælaráðuneytisins til staðfestingar.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að að vísa samþykkt um búfjárhald til matvælaráðuneytisins til staðfestingar.

9.Kosning aðal-og varamanna í nefndir og ráð Suðurnesjabæjar til fjögurra ára

2205101

Til máls tók: AKG.

Eftirfarandi breytingar eru á skipan fulltrúa D-lista í fastaráðum: Þórsteina Sigurjónsdóttir verður aðalfulltrúi í öldungaráði í stað Tinnu Torfadóttur. Laufey Margrét Magnúsdóttir verður varafulltrúi í fjölskyldu-og velferðarráði í stað Tinnu Torfadóttur.

Eftirfarandi breyting er á skipan fulltrúa O-lista í fræðsluráði: Júdít Sophusdóttir verður aðalfulltrúi í stað Jónínu Magnúsdóttur, Jónína Magnúsdóttir verður varafulltrúi í fræðsluráði.

10.Bæjarráð - 117

2303022F

Fundur dags. 19.04.2023.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

11.Bæjarráð - 118

2304015F

Fundur dags. 26.04.2023.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

12.Ungmennaráð - 11

2304014F

Fundur dags. 21.04.2023.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

13.Framkvæmda- og skipulagsráð - 44

2304016F

Fundur dags. 27.04.2023.
Til máls tóku: JM, MS, AKG, EF og LE.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

14.Fjölskyldu- og velferðarráð - 44

2304019F

Fundur dags. 27.04.2023.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

15.Samband íslenskra sveitarfélaga-fundargerðir 2023

2301078

a) 921. fundur stjórnar dags. 30.03.2023.
b) 922. fundur stjórnar dags. 31.03.2023.
c) 923. fundur stjórnar dags. 05.04.2023.
d) 924. fundur stjórnar dags. 17.04.2023.
Afgreiðsla:

Fundargerðirnar lagðar fram.

16.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2023

2301036

a) 787. fundur stjórnar dags. 08.03.2023.
b) 788. fundur stjórnar dags. 12.04.2023.
Afgreiðsla:

Fundargerðirnar lagðar fram.

17.Kalka sorpeyðingarstöð - fundargerðir 2023

2301048

a) 544. fundur stjórnar dags. 14.02.2023.
b) 545. fundur stjórnar dags. 14.03.2023.
c) 546. fundur stjórnar dags. 11.04.2023.
Til máls tóku: LE, AKG og SG.

Afgreiðsla:

Fundargerðirnar lagðar fram.

18.Reykjanes jarðvangur fundargerðir

2101103

71. fundur stjórnar dags. 14.04.2023.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:40.

Getum við bætt efni síðunnar?