Fara í efni

Bæjarstjórn

55. fundur 01. febrúar 2023 kl. 17:30 - 19:21 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson forseti
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Anton Kristinn Guðmundsson fyrsti varaforseti
  • Úrsúla María Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Jónína Magnúsdóttir annar varaforseti
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson aðalmaður
  • Elín Frímannsdóttir aðalmaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Samþykkt um stjórn Suðurnesjabæjar

2205090

Viðauki 1.1 við Samþykkt um stjórn Suðurnesjabæjar um fullnaðarafgreiðslu mála hjá barnaverndarþjónustu Suðurnesjabæjar. Síðari umræða.
Afgreiðsla:

Viðauki 1.1 við Samþykkt um stjórn Suðurnesjabæjar um fullnaðarafgreiðslu mála hjá barnaverndarþjónustu Suðurnesjabæjar samþykktur samhljóða og verður birtur í Stjórnartíðindum til gildistöku.

2.Suðurnesjabær - Samþykkt um gatnagerðargjöld

2211128

Á 111. fundi bæjarráðs dags. 11.01.2023 var samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald vatns- og fráveitu, framkvæmda-, stöðu- og byggingarleyfisgjöld, afgreiðslu-og þjónustugjöld í Suðurnesjabæ samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

3.Tryggingar - útboð

2211002

Á 112. fundi bæjarráðs dags. 25.01.2023 var samþykkt samhljóða að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda VÍS á grundvelli tilboðs.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

4.Reglur um úthlutun fjármagns vegna sérkennslu og stoðþjónustu í leikskólum.

2212036

Á 38. fundi fræðsluráðs, dags. 20.01.2023 var lagt til við bæjarstjórn að staðfesta reglur um úthlutun fjármagns vegna sérkennslu og stoðþjónustu í leikskólum.
Til máls tóku: JM, EJP og ÚMG.

Afgreiðsla:


Samþykkt samhljóða að staðfesta reglur um úthlutun fjármagns vegna sérkennslu og stoðþjónustu í leikskólum.

5.Aðalskipulag Suðurnesjabæjar

2101022

Á 41. fundi framkvæmda-og skipulagsráðs dags. 26.01.2023 var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að hún samþykki Aðalskipulag Suðurnesjabæjar 2022-2034.

Tillaga að aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034 lögð fram til samþykktar í bæjarstjórn, til samþykktar eru eftirtalin gögn:
-Aðalskipulag Suðurnesjabæjar 2022-2034; Greinargerð dags. 24. október 2022.
-Aðalskipulag Suðurnesjabæjar 2022-2034; Aðalskipulagsuppdráttur dags. 24. október 2022. Blaðstærð: A0. Mælikvarði: 1:10.000/1:20.000.
-Aðalskipulag Suðurnesjabæjar 2022-2034; Valkostagreining og umhverfismatsskýrsla dags. 24. október 2022.
Tillaga að Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034 ásamt umhverfismatsskýrslu var auglýst þann 9. nóvember 2022 með fresti til að skila inn umsögnum og athugasemdum til og með 23. desember 2022.
Alls bárust umsagnir og athugasemdir frá 22 aðilum á auglýsingartímanum. Auk þess eru teknar inn athugasemdir sem bárust við kynningu lýsingar vegna aðalskipulagsbreytingar vegna uppbyggingar í landi Gauksstaða og varða tillögu að aðalskipulagi. Um er að ræða athugasemdir frá 13 aðilum. Einnig erindi sem sent var fyrir hönd eigenda jarðarinnar Bala og varðar sjóvarnir, en erindið barst fyrir auglýsingartímann.
Til máls tóku: EJP, AKG, MS, JM, SBJ og EF.

Afgreiðsla:

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkir samhljóða Aðalskipulag Suðurnesjabæjar 2022-2034 og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að senda Skipulagsstofnun aðalskipulagið ásamt umhverfismatsskýrslu til staðfestingar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt felur bæjarstjórn sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að senda þeim aðilum er athugasemdir gerðu, afgreiðslu og umsögn Suðurnesjabæjar um athugasemdir og að auglýsa niðurstöðu bæjarstjórnar.

6.XXXVIII landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

2301085

Boðun á XXXVIII. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 31. mars 2023.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

7.Bæjarráð - 111

2212020F

Fundur dags. 11.01.2022.
Til máls tóku: LE, EJP, MS, JM, ÚMG, SBJ og AKG.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

8.Bæjarráð - 112

2301014F

Fundur dags. 25.01.2023.
Til máls tóku: SBJ, AKG, JM, MSM, LE, EJP og MS.

Fulltrúar S-lista og Bæjarlistans lögðu fram eftirfarandi bókun vegna máls 8.6 á dagskrá bæjarráðs.

S-listinn og Bæjarlistinn leggja til að málefni Framtíðarsjóðs Sveitarfélagsins Garðs verði sett á dagskrá í bæjarráði til frekari umræðu. S-listinn og Bæjarlistinn undrast að meirihlutinn hafi frestað umræðu um sjóðinn á síðasta bæjarráðsfundi í stað þess að vísa málinu áfram í ráðinu eins og fulltrúar S og O lista óskuðu eftir á fundinum. Full þörf er á að ræða tilgang sjóðsins og notagildi hans til framtíðar.

B- og D- listi lögðu fram eftirfarandi bókun vegna máls 8.6 á fundi bæjarráðs.

Alltaf stóð til að halda umfjöllun á málinu áfram, enda var málinu frestað og alls ekki vísað frá. Við samþykkjum því að halda umræðu um málið áfram.

Afgreiðsla:
Lagt fram.


9.Fjölskyldu- og velferðarráð - 42

2301007F

Fundur dags. 12.01.2023.
Til máls tók: LE.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

10.Fræðsluráð - 38

2301010F

Fundur dags. 20.01.2023.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

11.Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga - 13

2301015F

Fundur dags. 23.01.2023.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

12.Framkvæmda- og skipulagsráð - 41

2301017F

Fundur dags. 26.01.2023.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

13.Samband íslenskra sveitarfélaga-fundargerðir 2023

2301078

917. fundur stjórnar dags. 20.01.2023.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

14.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2023

2301036

785. fundur stjórnar dags. 11.01.2023.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

15.Brunavarnir Suðurnesja fundargerðir 2023

2301064

70. fundur stjórnar dags. 19.01.2023.
Til máls tók: AKG.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

16.Kalka sorpeyðingarstöð - fundargerðir 2022

2201080

542. fundur stjórnar dags. 20.12.2022.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

17.Kalka sorpeyðingarstöð - fundargerðir 2023

2301048

543. fundur stjórnar dags. 10.01.2023.
Til máls tóku: JM og EJP.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

18.Heilbrigðisnefnd Suðurnesja - fundargerðir 2023

2301091

298. fundur dags. 26.01.2023.
Til máls tók: EJP

Afgreiðsla:

Lagt fram.

19.Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja fundargerðir 2022

2205003

a) 27. fundur dags. 13.01.2022.
b) 28. fundur dags. 24.02.2022.
c) 29. fundur dags. 10.03.2022.
d) 30. fundur dags. 07.04.2022.
e) 31. fundur dags. 06.10.2022.
f) 32. fundur dags. 10.11.2022.
Til máls tók: EJP

Afgreiðsla:

Fundargerðir lagðar fram.

20.Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja fundargerðir 2023

2301086

a) 33. fundur dags. 05.01.2023.
b) 34. fundur dags. 12.01.2023.
Afgreiðsla:

Fundargerðir lagðar fram.

Fundi slitið - kl. 19:21.

Getum við bætt efni síðunnar?