Bæjarstjórn
Dagskrá
1.Samþykkt um stjórn Suðurnesjabæjar
2205090
Fyrri umræða um tillögur að breytingum á samþykkt um stjórn Suðurnesjabæjar í kjölfar breytinga á barnaverndarlögum nr. 80/2002.
2.Samkomulag um fjármögnun þjónustu við fatlað fólk
2212052
Fyrir liggur samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun þjónustu við fatlað fólk með hækkun álagningarhlutfalls útsvars og ríkið lækki álagningu tekjuskatts samsvarandi.
Til máls tóku: MS, EJP, JM og AKG.
Afgreiðsla:
Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 16.12.2022, samþykkir bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samhljóða að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,74%.
Afgreiðsla:
Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 16.12.2022, samþykkir bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samhljóða að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,74%.
3.Umdæmisráð barnaverndar
2111055
Erindi frá framkvæmdastjóra félags- og skólaþjónustu Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýlsu um þátttöku í samstarfi umdæmisráðs barnaverndar sveitarfélagnna á Suðurnesjum og Árborgar.
Til máls tóku: EJP, MS og ÚMG.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að félags-og skólaþjónusta Rangárvalla-og Vestur Skaftafellssýslu taki þátt í samstarfi um umdæmisráð barnaverndar sveitarfélaganna á Suðurnesjum og Árborgar, með fyrirvara um samþykki þeirra sveitarfélaga.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að félags-og skólaþjónusta Rangárvalla-og Vestur Skaftafellssýslu taki þátt í samstarfi um umdæmisráð barnaverndar sveitarfélaganna á Suðurnesjum og Árborgar, með fyrirvara um samþykki þeirra sveitarfélaga.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að vísa tillögum um breytingar á samþykkt um stjórn Suðurnesjabæjar til síðari umræðu í bæjarstjórn, sbr. ákvæði 14. gr. samþykktar um stjórn Suðurnesjabæjar og 18. gr sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.