Fara í efni

Bæjarstjórn

51. fundur 07. desember 2022 kl. 17:30 - 18:45 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson forseti
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Anton Kristinn Guðmundsson fyrsti varaforseti
  • Úrsúla María Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ragnar Ástþórsson varamaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson aðalmaður
  • Elín Frímannsdóttir aðalmaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2023-2026

2206013

Síðari umræða.
Til máls tóku: MS, SBJ, LE, EJP, AKG og MSM.

Bókun um fjárhagsáætlun:

Umfjöllun um forsendur fjárhagsáætlunar hófst á fyrsta ársfjórðungi ársins og bæjarráð hefur fjallað um áætlanagerðina, forsendur og endanlega tillögu að fjárhagsáætlun á alls níu fundum á árinu. Þá hefur bæjarstjórn haldið þrjá sameiginlega vinnufundi með starfsfólki sveitarfélagsins til yfirferðar yfir starfsáætlanir og áætlunina sjálfa.

Við gerð fjárhagsáætlunar var unnið út frá ýmsum forsendum, svo sem hagspám, áætlun Sambands ísl. sveitarfélaga um útsvarstekjur, fasteignamati, áætlun Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og atvinnuástandi í sveitarfélaginu og almennt um þróun atvinnumála. Ýmsir áhrifaþættir eru markaðir nokkurri óvissu. Í því sambandi skiptir mestu hver verður þróun verðlags og hvernig tekst að ná niður verðbólgu. Þróun efnahagsmála og kjarasamningar eru því stærstu óvissuþættir um þessar mundir. Þá er íbúaþróun í sveitarfélaginu áhrifaþáttur, bæði hvað varðar tekjur og gjöld. Heimsfaraldur Kórónuveiru Covid-19 hefur haft mikil og neikvæð áhrif á rekstur og efnahag Suðurnesjabæjar undanfarin ár, en nú eru áhrif af því að mestu horfin.

Helstu markmið við vinnslu fjárhagsáætlunar hafa verið að standast fjárhagsleg viðmið um jafnvægisreglu og skuldareglu sbr. 64. gr. sveitarstjórnarlaga. Framlegð frá rekstri A og B hluta verði ekki undir 10% á komandi árum. Veltufé frá rekstri verði ekki undir 500 mkr. á ári til að standa undir afborgunum lána og sem mestu af fjárfestingum. Fjárfestingar verði sem mest fjármagnaðar með skatttekjum og söluhagnaði eigna á komandi árum þannig að lántökum verði haldið í lágmarki. Áhersla bæjarstjórnar er á ábyrgð og aðhald í fjármálum, bæði varðandi rekstur og fjárfestingar, en á sama tíma og út frá framangreindum markmiðum verði ekki dregið úr þjónustu við íbúa, heldur verði langtímamarkmið að bjóða íbúum upp á sem mesta og besta þjónustu á öllum þeim sviðum sem sveitarfélaginu ber að gera. Gjaldskrá þjónustugjalda verði í takti við þróun verðlags.

Í forsendum fjárhagsáætlunar ársins 2023 er álagningarhlutfall útsvars óbreytt frá fyrri árum, eða 14,52%, álagningarhlutfall fasteignaskatts af íbúðarhúsnæði er lækkað úr 0,295% í 0,28%, með því er bæjarstjórn að koma til móts við hækkun á fasteignamati íbúðarhúsnæðis. Að öðru leyti er álagning fasteignagjalda óbreytt frá fyrra ári. Ýmsir rekstrarliðir eru hækkaðir til samræmis við spá um verðlagsbreytingar. Þjónustugjaldskrá er að mestu uppreiknuð út frá hagspá um þróun vísitölu neysluverðs.

Í rekstraráætlun A og B hluta eru heildartekjur áætlaðar 5.654 mkr. og framlegð rekstrar fyrir afskriftir og fjármagnsliði 533 mkr. Að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða er rekstrarniðurstaða A og B hluta jákvæð að fjárhæð 8.853 þús.kr.

Í sjóðstreymisyfirliti kemur m.a. fram að veltufé frá rekstri verði 594 mkr. og handbært fé frá rekstri 558 mkr. Fjárfestingahreyfingar eru áætlaðar alls 1.000 mkr., tekin verði ný langtímalán að fjárhæð 600 mkr. og afborganir langtímaskulda verði 272 mkr. Áætlað er að handbært fé í árslok 2022 verði 507 mkr.

Stærsta fjárfesting Suðurnesjabæjar á árinu 2023 verður uppbygging á nýjum leikskóla við Byggðaveg í Sandgerði og er áætlaður framkvæmdakostnaður á árinu 2023 600 mkr. Þá stendur yfir mikil uppbygging á íbúðarhúsnæði og við blasir að sú uppbygging muni halda áfram næstu misseri. Fyrir vikið mun halda áfram fjárfesting í uppbyggingu innviða í nýjum íbúðahverfum til að koma til móts við mikla eftirspurn eftir íbúðalóðum. Þessi uppbygging á íbúðarhúsnæði felur í sér fjölgun íbúa. Á árinu 2022 hefur íbúum fjölgað um tæplega 3% og eru samkvæmt bráðabirgðatölum Þjóðskrár 3.910 í lok nóvember 2022. Í forsendum fjárhagsáætlunar 2023 er gert ráð fyrir að íbúum fjölgi um 3% á árinu.

Efnahagsleg staða sveitarfélagsins er góð og er áætlað að skuldaviðmið skv. reglugerð 502/2012 verði 78,6% í árslok 2023 og því vel undir 150% sem eru þau mörk sem fjármálareglur sveitarstjórnarlaga kveða á um.

Í þriggja ára áætlun fyrir árin 2024-2026 er gert ráð fyrir batnandi rekstrarafkomu A-og B hluta og að sveitarfélagið standist ákvæði sveitarstjórnarlaga um jafnvægi í rekstri fyrir árið 2026.

Bókun bæjarstjórnar:

Fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar fyrir árið 2023, ásamt rammaáætlun áranna 2024-2026 er nú til síðari umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn. Forsendur fjárhagsáætlunar fela meðal annars í sér ýmsar hækkanir á rekstrarkostnaði vegna verðbólguáhrifa og aðstæðna á alþjóðavettvangi. Þá er ákveðin óvissa varðandi áhrif kjarasamninga á rekstur. Hins vegar er mikil uppbygging á íbúðarhúsnæði og fjölgun íbúa í Suðurnesjabæ sem skilar sveitarfélaginu auknum tekjum. Á móti kemur að þjónusta við íbúa eykst, ásamt því að Suðurnesjabær þarf að fjárfesta í uppbyggingu innviða. Í fjárfestingaáætlun er gert ráð fyrir miklum fjárfestingum í innviðum og er stærsta einstaka verkefnið að ljúka við byggingu á nýjum leikskóla, ásamt uppbyggingu í nýjum íbúðahverfum til að mæta eftirspurn eftir íbúðalóðum. Aðstæður í atvinnulífinu hafa batnað mjög á þessu ári og er reiknað með að mikill kraftur verði í atvinnustarfsemi á næstu árum.

Góð og ánægjuleg samstaða hefur verið meðal bæjarfulltrúa við vinnslu fjárhagsáætlunar og er það til þess fallið að efla samstarf kjörinna fulltrúa til hagsbóta fyrir íbúa sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar lýsir ánægju með að fjárhagsáætlun felur í sér sterka efnahagslega og rekstrarlega stöðu Suðurnesjabæjar sem skapar forsendur fyrir miklum fjárfestingum á næstu árum þar sem áfram er haldið við uppbyggingu á mikilvægum innviðum sveitarfélagsins. Þannig leitast bæjarstjórn meðal annars við að mæta mikilli fjölgun íbúa með það að markmiði að skapa sem bestar aðstæður til að sveitarfélagið veiti íbúum sínum áfram fyrsta flokks þjónustu.

Bæjarstjórn þakkar bæjarstjóra og starfsfólki Suðurnesjabæjar fyrir vel unnið verk við vinnslu fjárhagsáætlunar og vel unnin störf á árinu.

Afgreiðsla:

Fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar 2023-2026, ásamt þjónustugjaldskrá og gjaldskrá Sandgerðishafnar samþykkt samhljóða.

2.Umdæmisráð barnaverndar

2111055

Á 108. fundi bæjarráðs var til umfjöllunar minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Bæjarráð samþykkti samhljóða að veita bæjarstjóra umboð til að vinna að framgangi málsins samkvæmt minnisblaðinu og í framhaldi undirrita samning um málið fyrir hönd Suðurnesjabæjar.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

3.Bjarg Húsnæði stofnframlag

1806474

Á 108. fundi bæjarráðs var fjallað um erindi frá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun um staðfestingu á stofnframlagi sveitarfélagsins vegna umsóknar Bjargs íbúðafélags hses um stofnframlag vegna byggingar 11 leiguíbúða við Bárusker 1. Bæjarráð samþykkti samhljóða að staðfesta að Suðurnesjabær samþykkir umsókn Bjargs íbúðafélags hses um stofnframlag til byggingar 11 leiguíbúða vð Báruskeri 1. Fyrir lá útreikningur á stofnframlagi Suðurnesjabæjar .
Til máls tók: AKG.

Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

4.Húsnæði og leiguhúsnæði í Suðurnesjabæ

2011102

Á 108. fundi bæjarráðs var fjallað um minnisblað frá sviðsstjórum skipulags-og umhverfissviðs, stjórnsýslusviðs og fjölskyldusviðs varðandi íbúðarhúsnæði við Melteig. Einnig lá fyrir minnisblað um félagslegt húsnæði. Bæjarráð samþykkti samhljóða að íbúðir við Melteig verði leigðar út fyrir 60 ára og eldri samkvæmt sama fyrirkomulagi og er í Miðhúsum í Sandgerði og verði umsjón með úthlutun íbúða í höndum fjölskyldusviðs. Einnig var samþykkt að veita bæjarstjóra umboð til að vinna áfram að niðurstöðu varðandi tillögu um kaup á félagslegu leiguhúsnæði samkvæmt minnisblaði þar um.
Til máls tók: SBJ
Afgreiðsla:


Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

5.Suðurnesjabær - Samþykkt um gatnagerðargjöld

2211128

Á 109. fundi bæjarráðs var fjallað um minnisblað frá sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs með tillögu um breytingar á samþykkt um gatnagerðargjald. Tillaga um breytingar á samþykkt um gatnagerðargjöld var samþykkt samhljóða og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

6.Ásabraut í Sandgerði - Endurbygging götu

2210033

Á 109. fundi bæjarráðs var fjallað um niðurstöðu útboðs á framkvæmd við endurbyggingu Ásabrautar. Bæjarráð samþykkti samhljóða að ganga til samninga við lægstbjóðanda IAV hf. um framkvæmdina.
Til máls tóku: EF og AKG.

Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

7.Stefnumótun um dagvistun barna í Suðurnesjabæ

2211013

Á 109. fundi bæjarráðs var samþykkt að tilnefna sviðsstjóra fjölskyldusviðs, deildarstjóra fræðsluþjónustu og gæða-og verkefnastjóra sem fulltrúa í stýrihóp sem vinni að stefnumótun um dagvistun barna í Suðurnesjabæ, samkvæmt erindisbréfi sem bæjarráð samþykkti.
Til máls tóku: LE og EJP.

Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

8.Stafræn þjónusta

2003042

Á 109. fundi bæjarráðs var fjallað um minnisblað sviðsstjóra stjórnsýslusviðs um stafræna þjónustu. Bæjarráð samþykkti samhljóða að Suðurnesjabær taki þátt í verkefninu. Gert er ráð fyrir kostnaði í tillögu um fjárhagsáætlun 2023.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

9.Þekkingarsetur Suðurnesja

1902052

Á 109. fundi bæjarráðs voru til umfjöllunar drög að leigusamningi við Þekkingarsetur Suðurnesja um leigu á húsnæðinu að Garðvegi 1. Bæjarráð samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að ganga frá leigusamningi eins og hann liggur fyrir.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

10.Stytting vinnuvikunnar

2009066

Á 109. fundi bæjarráðs var fjallað um minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs, með tillögu um útfærslu á styttingu vinnuviku hjá tónlistarskólum Suðurnesjabæjar. Bæjarráð samþykkti samhljóða tillögu um styttingu vinnuvikunnar hjá tónlistarskólum.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

11.Endurnýjun kjarasamningsumboðs og samkomulag um launaupplýsingar

2211089

Á 109. fundi bæjarráðs var fjallað um erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi endurnýjun fullnaðarumboðs Sambandsins til kjarasamningsgerðar fyrir hönd þeirra sveitarfélaga sem þess óska. Bæjarráð samþykkti samhljóða að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir hönd Suðurnesjabæjar.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

12.Bæjarráð - 108

2211005F

Fundur dags. 09.11.2022.
Til máls tóku: LE og EJP.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

13.Bæjarráð - 109

2211026F

Fundur dags. 30.11.2022.
Til máls tóku: EF, AKG, LE og EJP.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

14.Ferða-, safna- og menningarráð - 19

2211006F

Fundur dags. 10.11.2022.
Til máls tóku: MS, OKÁ og LE.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

15.Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga - 12

2211009F

Fundur dags. 10.11.2022.
Til máls tóku: LE og EJP.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

16.Hafnarráð - 18

2211013F

Fundur dags. 14.11.2022.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

17.Fræðsluráð - 36

2211015F

Fundur dags. 18.11.2022.
Til máls tók: ÚMG.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

18.Fjölskyldu- og velferðarráð - 41

2211023F

Fundur dags. 24.11.2022.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

19.Samband íslenskra sveitarfélaga-fundargerðir 2022

2201049

915. fundur stjórnar dags. 25.11.2022.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

20.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2022

2202096

783. fundur stjórnar dags. 15.11.2022.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

21.Brunavarnir Suðurnesja fundargerðir 2022

2202052

68. fundur stjórnar dags. 17.11.2022.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

22.Kalka sorpeyðingarstöð - fundargerðir 2022

2201080

a) 540. fundur stjórnar dags. 25.10.2022
b) 541. fundur stjórnar dags. 02.11.2022.
Afgreiðsla:

Fundargerðirnar lagðar fram.

23.Heilbrigðisnefnd Suðurnesja - fundargerðir 2022

2202039

296. fundur dags. 17.11.2022.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

24.Reykjanes jarðvangur fundargerðir

2101103

a) 64. fundur stjórnar dags. 06.05.2022.
b) 65. fundur stjórnar dags. 09.09.2022.
c) 66. fundur stjórnar dags. 11.11.2022.
Afgreiðsla:

Fundargerðirnar lagðar fram.

25.Þekkingarsetur Suðurnesja fundargerðir 2022

2204086

44. fundur stjórnar dags. 15.09.2022.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni síðunnar?