Bæjarstjórn
Dagskrá
1.Siðareglur kjörinna fulltrúa í Suðurnesjabæ
2205093
Önnur umræða.
Til máls tók: EJP
Afgreiðsla:
Siðareglur kjörinna fulltrúa Suðurnesjabæjar samþykktar samhljóða eftir síðari umræðu í bæjarstjórn.
Afgreiðsla:
Siðareglur kjörinna fulltrúa Suðurnesjabæjar samþykktar samhljóða eftir síðari umræðu í bæjarstjórn.
2.Gerðatún Efra - Reitur við Melbraut, Heiðarbraut og Valbraut - Tillaga að deiliskipulagi
2202043
Á 38. fundi framkvæmda- og skipulagsráðs var tillaga að deiliskipulagi vegna Gerðatún Efra tekið fyrir og leggur ráðið til að tekið sé tillit til fram kominna athugasemda og að málsaðilar geri breytingu á deiliskipulagstillögunni þannig að húsin verði einungis á einni hæð og íbúðum fækkað.
Laufey Erlendsdóttir benti á mögulegt vanhæfi sitt í málinu. Samþykkt samhljóða að fallast á vanhæfi Laufeyjar Erlendsdóttur sem vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Til máls tóku: LE, EJP, ÚMG og JM.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla framkvæmda-og skipulagsráðs samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: LE, EJP, ÚMG og JM.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla framkvæmda-og skipulagsráðs samþykkt samhljóða.
3.Deiliskipulag og aðalskipulagsbreyting Gauksstöðum
2209020
Á 38. fundi framkvæmda- og skipulagsráðs var lýsing vegna aðalskipulagsbreytinga við Gauksstaði lögð fram og samþykkt og samþykkt að leggja til að sveitarstjórn samþykki að senda til kynningar almenningi og umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila skv. 1. mgr. 36 gr. skipulagslaga nr 123/2010.
Til máls tóku: EJP, JM og LE.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að kynna lýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar við Gauksstaði fyrir almenningi og senda til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að kynna lýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar við Gauksstaði fyrir almenningi og senda til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs
2112065
Á 38. fundi framkvæmda- og skipulagsráðs var svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs til umfjöllunar og leggur ráðið til að bæjarstjórn samþykki áætlunina.
Afgreiðsla:
Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs samþykkt samhljóða.
Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs samþykkt samhljóða.
5.Þátttaka barna í íþróttum - frístundabíll
2209040
Á 13. fundi íþrótta- og tómsundaráðs dags. 15. september lýsti íþrótta- og tómstundaráð yfir áhyggjum sínum á dræmri þátttöku barna og unglinga í Suðurnesjabæ í skipulögðu íþróttastarfi. Lagt er til við bæjarstjórn að Suðurnesjabær setji sér það markmið að auka þátttöku barna- og unglinga í íþrótta- og tómstundastarfi og leiti leiða til að greiða leið barna í Suðurnesjabæ að komast á sínar æfingar til dæmis með frístundundaakstri.
Til máls tóku: EJP, ÚMG, JM, SBJ og AKG.
Bæjarlistinn lagði fram eftirfarandi bókun vegna málsins:
Eins og fram kemur í minnisblaði íþrótta- og tómstundaráðs og einnig í Skólapúlsinum, þá stunda börn í Suðurnesjabæ mun síður íþróttir en börn í öðrum sveitarfélögum. Jafnframt kemur fram að öll börn og ungmenni ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og sú þekkta staðreynd að hreyfing hefur víðtæk áhrif á heilsu og mikið forvarnagildi.
Bæjarlistinn fagnar fram kominni tillögu um að Suðurnesjabær setji sér það markmið að auka þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi m.a. með frístundaakstri. Auk þess vill Bæjarlistinn leggja áherslu á að auka fjölbreytni í íþróttastarfi í sveitarfélaginu og bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar sem fyrst. Því óskum við eftir því að málinu verði aftur vísað til íþrótta- og tómstundaráðs og að ráðið komi fram með vel mótaðar tillögur til að auka þátttöku barna og ungmenna í íþróttastarfi strax á þessu ári.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn tekur undir áhyggjur íþrótta-og tómstundaráðs vegna dræmrar þátttöku barna og unglinga í íþrótta-og tómstundastarfi. Samþykkt samhljóða að fela íþrótta-og tómstundaráði að móta stefnu og markmið um aukna þátttöku barna og ungmenna í Suðurnesjabæ í íþrótta-og tómstundastarfi. Einnig samþykkt samhljóða að í samstarfi við íþróttafélögin verði unnin greining á þörf fyrir frístundaakstur og kostnaður metinn, niðurstöður verði lagðar fyrir bæjarráð hið fyrsta.
Bæjarlistinn lagði fram eftirfarandi bókun vegna málsins:
Eins og fram kemur í minnisblaði íþrótta- og tómstundaráðs og einnig í Skólapúlsinum, þá stunda börn í Suðurnesjabæ mun síður íþróttir en börn í öðrum sveitarfélögum. Jafnframt kemur fram að öll börn og ungmenni ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og sú þekkta staðreynd að hreyfing hefur víðtæk áhrif á heilsu og mikið forvarnagildi.
Bæjarlistinn fagnar fram kominni tillögu um að Suðurnesjabær setji sér það markmið að auka þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi m.a. með frístundaakstri. Auk þess vill Bæjarlistinn leggja áherslu á að auka fjölbreytni í íþróttastarfi í sveitarfélaginu og bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar sem fyrst. Því óskum við eftir því að málinu verði aftur vísað til íþrótta- og tómstundaráðs og að ráðið komi fram með vel mótaðar tillögur til að auka þátttöku barna og ungmenna í íþróttastarfi strax á þessu ári.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn tekur undir áhyggjur íþrótta-og tómstundaráðs vegna dræmrar þátttöku barna og unglinga í íþrótta-og tómstundastarfi. Samþykkt samhljóða að fela íþrótta-og tómstundaráði að móta stefnu og markmið um aukna þátttöku barna og ungmenna í Suðurnesjabæ í íþrótta-og tómstundastarfi. Einnig samþykkt samhljóða að í samstarfi við íþróttafélögin verði unnin greining á þörf fyrir frístundaakstur og kostnaður metinn, niðurstöður verði lagðar fyrir bæjarráð hið fyrsta.
6.Verkefni á fjölskyldusviði
2109013
Á 104. fundi bæjarráðs dags. 27. september var minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs tekið fyrir og samþykkt samhljóða að veita heimild til að ganga til samninga við KPMG um frekari vinnslu á Vandráði, reiknilíkani fyrir grunnskólanna og lögð verði fyrir bæjarráð tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun að fjárhæð 1,6 mkr. vegna kostnaðar við samninginn.
Til máls tók: AKG
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
7.Bæjarráð - 103
2208024F
Fundur dags. 14.09.2022.
Til máls tóku: LE, EF, JM, EJP og MSM.
Bæjarlistinn leggur fram eftirfarandi tillögu vegna liðs 2:
Bæjarlistinn leggur til að Suðurnesjabær hætti rekstri ljósabekkja og að tekinn verði út gjaldskrárliðurinn ljósabekkir í íþróttamiðstöðinni í Garði úr gjaldskrá sveitarfélagsins.
Bæjarlistinn vill leggja áherslu á heilsu íbúa og að Suðurnesjabær sé heilsueflandi samfélag eins og samþykkt hefur verið. Því finnst fulltrúum Bæjarlistans eðlilegt að sveitarfélagið hætti rekstri ljósabekkja. Á heimasíðu Geislavarna ríkisins kemur m.a. fram að Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) styður við takmörkun á notkun ljósabekkja í þeim tilgangi að draga úr hættu á skaðlegum áhrifum af notkun þeirra. Í nýrri skýrslu frá stofnuninni segir að að notkun ljósabekkja til sólbaða í fegrunarskyni undanfarna áratugi hafi valdið aukinni tíðni húðkrabbameina. Einnig hefur aldur þeirra sem fá slík krabbamein í fyrsta sinn lækkað. Notkun ljósabekkja er talin valda meira en 10 þúsund tilfellum af sortuæxlum árlega og meira en 450 þúsund tilfellum af öðrum húðkrabbameinum í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu samanlagt. Skaðleg áhrif ljósabekkja eru þannig vel þekkt og því er nauðsynlegt að takmarka notkun þeirra sem mest.
Einnig kemur fram að rannsóknir sýna að þeir sem hafa notað ljósabekk að minnsta kosti einu sinni eru í 20% meiri hættu að fá sortuæxli en þeir sem aldrei hafa gert það. Þeir sem fara í ljósabekk fyrir 35 ára aldur eru í 59% meiri hættu að fá sortuæxli.
Í ljósi þessa m.a. telur Bæjarlistinn að Suðurnesjabær eigi ekki standa að rekstri slíkra bekkja, sérstaklega í ljósi þess að rekstur þessara bekkja og afleiðingar af notkun þeirra teljast vart til markmiða heilsueflandi samfélags.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til vinnslu fjárhagsáætlunar.
Lagt fram.
Bæjarlistinn leggur fram eftirfarandi tillögu vegna liðs 2:
Bæjarlistinn leggur til að Suðurnesjabær hætti rekstri ljósabekkja og að tekinn verði út gjaldskrárliðurinn ljósabekkir í íþróttamiðstöðinni í Garði úr gjaldskrá sveitarfélagsins.
Bæjarlistinn vill leggja áherslu á heilsu íbúa og að Suðurnesjabær sé heilsueflandi samfélag eins og samþykkt hefur verið. Því finnst fulltrúum Bæjarlistans eðlilegt að sveitarfélagið hætti rekstri ljósabekkja. Á heimasíðu Geislavarna ríkisins kemur m.a. fram að Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) styður við takmörkun á notkun ljósabekkja í þeim tilgangi að draga úr hættu á skaðlegum áhrifum af notkun þeirra. Í nýrri skýrslu frá stofnuninni segir að að notkun ljósabekkja til sólbaða í fegrunarskyni undanfarna áratugi hafi valdið aukinni tíðni húðkrabbameina. Einnig hefur aldur þeirra sem fá slík krabbamein í fyrsta sinn lækkað. Notkun ljósabekkja er talin valda meira en 10 þúsund tilfellum af sortuæxlum árlega og meira en 450 þúsund tilfellum af öðrum húðkrabbameinum í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu samanlagt. Skaðleg áhrif ljósabekkja eru þannig vel þekkt og því er nauðsynlegt að takmarka notkun þeirra sem mest.
Einnig kemur fram að rannsóknir sýna að þeir sem hafa notað ljósabekk að minnsta kosti einu sinni eru í 20% meiri hættu að fá sortuæxli en þeir sem aldrei hafa gert það. Þeir sem fara í ljósabekk fyrir 35 ára aldur eru í 59% meiri hættu að fá sortuæxli.
Í ljósi þessa m.a. telur Bæjarlistinn að Suðurnesjabær eigi ekki standa að rekstri slíkra bekkja, sérstaklega í ljósi þess að rekstur þessara bekkja og afleiðingar af notkun þeirra teljast vart til markmiða heilsueflandi samfélags.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til vinnslu fjárhagsáætlunar.
Lagt fram.
8.Bæjarráð - 104
2209011F
Fundur dags. 27.09.2022.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
9.Íþrótta- og tómstundaráð - 13
2208019F
Fundur dags. 15.09.2022.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
10.Fræðsluráð - 34
2208009F
Fundur dags. 16.09.2022.
Til máls tóku: EF, EJP, MS, JM, AKG, ÚMG, LE og MSM.
S-listinn lagði fram eftirfarandi bókun við lið 7 í fundargerð fræðsluráðs.
S-listinn leggur áherslu á hröð og markviss vinnubrögð sveitarfélagsins við hreinsun og endurnýjun húsnæðis leikskólans Sólborgar. Aðstæður í tímabundnu húsnæði leikskólans í
Samkomuhúsinu í Sandgerði eru óviðundandi vegna hljóðvistar og leggjum við til að önnur lausn verði fundin sem fyrst. S-listinn vill þakka starfsfólki Sólborgar fyrir útsjónarsemi og hröð vinnubrögð við þessar aðstæður.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn lýsir ánægju með viðbrögð starfsfólks Suðurnesjabæjar og leikskólans Sólborgar vegna lokunar húsnæðis leikskólans og færir öllum hlutaðeigandi bestu þakkir fyrir þeirra framlag við lausnir í erfiðri stöðu. Þá þakkar bæjarstjórn foreldrum barna í leikskólanum fyrir þeirra viðbrögð og þolinmæði gagnvart þeirri stöðu sem uppi er. Unnið er að frekari lausnum og er það von bæjarstjórnar að vel takist til í þeim efnum.
Lagt fram.
S-listinn lagði fram eftirfarandi bókun við lið 7 í fundargerð fræðsluráðs.
S-listinn leggur áherslu á hröð og markviss vinnubrögð sveitarfélagsins við hreinsun og endurnýjun húsnæðis leikskólans Sólborgar. Aðstæður í tímabundnu húsnæði leikskólans í
Samkomuhúsinu í Sandgerði eru óviðundandi vegna hljóðvistar og leggjum við til að önnur lausn verði fundin sem fyrst. S-listinn vill þakka starfsfólki Sólborgar fyrir útsjónarsemi og hröð vinnubrögð við þessar aðstæður.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn lýsir ánægju með viðbrögð starfsfólks Suðurnesjabæjar og leikskólans Sólborgar vegna lokunar húsnæðis leikskólans og færir öllum hlutaðeigandi bestu þakkir fyrir þeirra framlag við lausnir í erfiðri stöðu. Þá þakkar bæjarstjórn foreldrum barna í leikskólanum fyrir þeirra viðbrögð og þolinmæði gagnvart þeirri stöðu sem uppi er. Unnið er að frekari lausnum og er það von bæjarstjórnar að vel takist til í þeim efnum.
Lagt fram.
11.Framkvæmda- og skipulagsráð - 38
2209004F
Fundur dags. 20.09.2022.
Til máls tóku: LE, JM og EJP.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
12.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2022
2202096
a) 781. fundur stjórnar dags. 02.09.2022.
b) Aðalfundur dags. 17.09.2022.
b) Aðalfundur dags. 17.09.2022.
Til máls tók: AKG.
Afgreiðsla:
Fundargerðir lagðar fram.
Afgreiðsla:
Fundargerðir lagðar fram.
13.Heklan fundargerðir 2022
2205009
90. fundur stjórnar dags. 05.09.2022.
Til máls tók: EJP
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
14.Kalka sorpeyðingarstöð - fundargerðir 2022
2201080
539. fundur stjórnar dags. 13.09.2022.
Til máls tóku: EJP og LE.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
15.Heilbrigðisnefnd Suðurnesja - fundargerðir 2022
2202039
294. fundur stjórnar dags. 15.09.2022.
Til máls tóku: JM, EJP, ÚMG og EF.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 19:20.
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar óskar Gerðaskóla til hamingju með 150 ára afmæli skólans 7. október nk. og óskar nemendum og starfsfólki skólans velfarnaðar.