Fara í efni

Bæjarstjórn

48. fundur 07. september 2022 kl. 17:30 - 18:30 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson forseti
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Anton Kristinn Guðmundsson fyrsti varaforseti
  • Úrsúla María Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Jónína Magnúsdóttir annar varaforseti
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson aðalmaður
  • Elín Frímannsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun - lántaka

2207012

Lánssamningur nr. 2209-26 milli Lánasjóðs sveitarfélaga og Suðurnesjabæjar.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkir hér með á 48. fundi sínum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 250.000.000 kr. Með lokagjaddaga þann 20. mars 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér.
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, verðbóta dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til að fjármagna byggingu leikskóla sveitarfélagsins, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Magnúsi Stefánssyni, kt. 011060-3319, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Suðurnesjabæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

2.Bæjarstjórn og bæjarráð - fundaáætlun 2022

2205102

Tillaga um fundaáætlun bæjarstjórnar og bæjarráðs tímabilið september 2022 til júní 2023.
Afgreiðsla:

Fundaáætlun samþykkt samhljóða.

3.Öldungaráð Suðurnesja

2109035

Ósk um tilnefningu fulltrúa Suðurnesjabæjar í Öldungaráð Suðurnesja.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að tilnefna Magnús Sigfús Magnússon sem aðalfulltrúa í Öldungaráð Suðurnesja og Úrsúlu Maríu Guðjónsdóttur til vara.

4.Bæjarráð - 99

2206016F

Fundur dags. 13.07.2022.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

5.Bæjarráð - 100

2207004F

Fundur dags. 27.07.2022.
Til máls tóku: LE, EJP, MS, SBJ, JM, MSM.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn lýsir ánægju með vel heppnaða bæjarhátíð og færir öllum sem á einhvern hátt komu að undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar þakkir fyrir þeirra framlag, sem og íbúum fyrir almenna og góða þátttöku.

Lagt fram.

6.Bæjarráð - 101

2207017F

Fundur dags. 10.08.2022.
Til máls tóku: JM, EJP, AKG, LE, SBJ, MS.

Bókun fulltrúa O-lista varðandi lið 6.1 í fundargerð 101.fundar bæjarráðs:
Bæjarlistinn óskar eftir því að lagðir verði fram skriflegir ferlar ef farið er fram úr fjárhagsáætlun með tiltekin verk og þá tekið fram hvar og af hverjum leyfið er veitt ef um framúrkeyrslu er að ræða. Það er óeðlilegt að viðaukar séu lagðir fram í bæjarráði eftir að verk er hafið eða því lokið, án þess að farið hafi fram umræða í bæjarráði og samþykki fengið þar.

Afgreiðsla:
Lagt fram.

7.Bæjarráð - 102

2208008F

Fundur dags. 24.08.2022.
Til máls tóku: JM, EJP.

Bókun fulltrúa O-lista varðandi lið 7.2 í fundargerð 102.fundar bæjarráðs:
Bæjarlistinn leggur áherslu á hröð og markviss vinnubrögð í uppbyggingu á gervigrasvelli. Vinnsluferill málsins var lagður fyrir í bæjarráði þann 20.6.2022 þar sem tekið var fram að ekki væri hægt að tímasetja hann nákvæmlega vegna sumarfría starfsmanna en gert ráð fyrir að honum væri lokið í september. Nú er einungis einum lið af fimm lokið af vinnsluferlinu og hefur Bæjarlistinn áhyggjur af því að þessar tafir leiði til þess að ekki verið komin ákvörðun um verkið þegar fjárhagsáætlunarvinna hefst og því muni framkvæmdir tefjast enn frekar.
Bæjarlistinn hvetur meirihlutann til að hraða vinnsluferlinu og setja málið í forgang.

Afgreiðsla:
Lagt fram.

8.Samband íslenskra sveitarfélaga-fundargerðir 2022

2201049

912. fundur stjórnar dags. 26.08.2022.
Til máls tók: EJP.

Afgreiðsla:
Lagt fram.

9.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2022

2202096

780. fundur stjórnar dags. 15.08.2022.
Til máls tóku: EJP, LE, SBJ.

Afgreiðsla:
Lagt fram.

10.Kalka sorpeyðingarstöð - fundargerðir 2022

2201080

a) 537. fundur stjórnar dags. 10.08.2022.
b) 538. fundur stjórnar dags. 23.08.2022.
c) Aðalfundur dags. 11.08.2022.
Til máls tóku: AKG, EJP, MS, LE.

Afgreiðsla:
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?