Fara í efni

Bæjarstjórn

13. fundur 03. apríl 2019 kl. 17:30 - 19:10 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson forseti
  • Elín Björg Gissurardóttir varamaður
  • Haraldur Helgason aðalmaður
  • Ólafur Þór Ólafsson fyrsti varaforseti
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Fríða Stefánsdóttir aðalmaður
  • Svavar Grétarsson varamaður
  • Pálmi Steinar Guðmundsson aðalmaður
  • Daði Bergþórsson aðalmaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Samdráttur á Keflavíkurflugvelli vegna flugfélagsins WOW

1903085

Minnisblað frá bæjarstjóra og fylgigögn.
Til máls tóku: EJP, MS, HH og DB

Afgreiðsla:

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar harmar þá niðurstöðu að WOW air hafi hætt starfsemi. Þó svo ekki liggi fyrir hver verði bein áhrif á Suðurnesjabæ og íbúa sveitarfélagsins, þá má reikna með að þau verði nokkur. Einnig má reikna með að þessi staða muni hafa töluverð áhrif á samfélagið á Suðurnesjum og landinu öllu. Flugstöð Leifs Eiríkssonar og fjölmörg þjónustufyrirtæki á flugstöðvarsvæðinu eru staðsett í Suðurnesjabæ og fjöldi íbúa hefur starfað þar. Bæjarstjórn beinir því til allra hlutaðeigandi að hugað sé að velferð og hagsmunum allra þeirra sem stöðvun starfsemi WOW air hefur áhrif á, hvort sem um er að ræða starfsfólk og fjölskyldur þeirra eða fyrirtæki.

Bæjarstjórn færir öllum þeim aðilum sem hafa brugðist við málinu þakkir fyrir þeirra störf. Sérstakar þakkir færir bæjarstjórn bæjarstjóra Suðurnesjabæjar sem hefur reglulega upplýst bæjarstjórn um framgang mála. Einnig stjórnendum og starfsfólki Suðurnesjabæjar sem hafa frá fyrsta degi brugðist við og undirbúið viðbrögð og aðgerðir sem kann að þurfa að grípa til eftir því sem mál þróast.

Bæjarstjórn lýsir ánægju með skjót viðbrögð stjórnvalda og stofnana þeirra sem frá fyrsta degi hafa verið í sambandi og samskiptum við sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum. Bæjarstjórn væntir þess að stjórnvöld geri það sem í þeirra valdi stendur til að bregðast við þeim afleiðingum sem kunna að koma í ljós á næstu vikum og mánuðum.

2.Fjármál og rekstur almennt

1903030

Á 20. fundi bæjarráðs þann 27. mars 2019 var lagt fram minnisblað frá fjármálastjóra um kjör innlána. Bæjarráð samþykkti að fara þær leiðir sem lagðar eru fram í minnisblaði frá fjármálastjóra.
Til máls tók: EJP

Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

3.Fjárhagsáætlun 2019 - viðaukar

1901025

Á 20. fundi bæjarráðs þann 27. mars 2019 var lögð fram tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2019 vegna Þekkingarseturs Suðurnesja. Bæjarráð samþykkti að leggja til við bæjarstjórn að staðfesta viðaukann.
Til máls tók: EJP

Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að staðfesta viðaukann.

4.Gjaldskrá Suðurnesjabæjar 2019

1812098

Á 20. fundi bæjarráðs þann 27. mars 2019 var lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra vegna frístundastyrkja. Bæjarráð samþykkti að aldursmörk frístundastyrks verði samkvæmt tillögu bæjarstjóra. Samþykkt að vísa málinu til kynningar í íþrótta-og tómstundaráði.
Til máls tók: EJP

Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

5.Fjölskyldusvið: fræðsluþjónusta

1807110

Á 20. fundi bæjarráðs þann 27. mars 2019 var lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs um tímasetta verkefnaáætlun um uppbyggingu fræðsludeildar. Bæjarráð samþykkti samhljóða að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs að hefja undirbúning að ráðningu deildarstjóra fræðsluþjónustu og vinna að framgangi mála skv. minnisblaðinu, m.a. að samstarfi við Sveitarfélagið Voga.
Til máls tóku: EJP og FS

Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

6.Íþróttamiðstöðvar 2019

1901050

Á 20. fundi bæjarráðs þann 27. mars 2019 var lagt fram minnisblað með tillögum um opnun sundlauga í Suðurnesjabæ. Bæjarráð samþykkti að framkvæma tillögu forstöðumanns íþróttamiðstöðva sem fram kemur í minnisblaðinu. Samþykkt að visa málinu til kynningar í íþrótta-og tómstundaráði.
Til máls tóku EJP, FS, ÓÞÓ, PSG, DB og SG

Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt með átta atkvæðum. Fulltrúi B-lista situr hjá.

7.Íþróttamiðstöð Sandgerðis, tillaga að breytingum á húsnæði

1902087

Á 20. fundi bæjarráðs þann 27. mars 2019 var lagt fram minnisblað um breytingar á íþróttamiðstöðinni í Sandgerði. Bæjarráð telur rétt að hönnun og undirbúningur breytinganna fari fram á árinu 2019 en afstaða til framkvæmdanna verði tekin við vinnslu fjárhagsáætlunar 2020.
Til máls tóku: EJP, ÓÞÓ og FS

Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

8.Fjölskyldusvið - þjónustuver

1901115

Á 20. fundi bæjarráðs þann 27. mars 2019 var lagt fram minnisblað með tillögum frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Bæjarráð samþykkti að ráða tímabundið í 65% stöðu þjónustufulltrúa á fjölskyldusviði í eitt ár. Bæjarstjóra falið að leggja fram viðauka fyrir bæjarráð.
Til máls tóku: EJP og DB.

Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

9.Styrkir til félagasamtaka vegna fasteignagjalda

1902033

Á 20. fundi bæjarráðs dags. 27. mars 2019 voru lögð fram drög að reglum um styrki til félagasamtaa til greiðslu fasteignagjalda. Bæjarráð samþykkti að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tilllögu að reglum.
Til máls tóku: EJP, PSG, MS og ÓÞÓ

Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að staðfesta tillögu að reglum um styrki til félagasamtaka til greiðslu fasteignagjalda.

10.Styrkir til félagasamtaka vegna fasteignagjalda

1902033

Á 19. fundi bæjarráðs dags. 13. mars 2019 var fjallað um erindi frá Útskálasókn með ósk um styrk til greiðslu fasteignagjalda. Bæjarráð samþykkti erindið með vísan í samþykkt bæjarráðs vegna sambærilegra erinda á 18. fundi bæjarráðs þann 27. febrúar 2019.
Til máls tók: EJP

Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

11.Samstarfssamningar félagasamtök

1901039

Á 19. fundi bæjarráðs þann 13. mars 2019 var fjallað um samstarfssamning við Golfklúbb Sandgerðis. Bæjarráð tók undir tillögur íþrótta-og tómstundaráðs um breytingar á samningi við Golfklúbb Sandgerðis og frístunda-og forvarnarfulltrúa falið að fullklára samninginn. Samningum vísað með áðurnefndum breytingum til bæjarstjórnar til staðfestingar. Fyrir bæjarstjórn liggja einnig drög að samstarfssamningum við Íþróttafélagið Nes, Knattspyrnufélagið Reynir og Knattspyrnufélagið Viðir.
Til máls tóku: EJP og FS

Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að staðfesta samstarfssamninga við félagasamtökin. Bæjarstjóra falið að undirrita samningana.

12.Blái herinn: hreinsun

1806193

Á 20. fundi bæjarráðs þann 27. mars 2019 voru lögð fram drög að samningi við Bláa herinn. Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að undirrita samninginn með áorðnum breytingum enda er gert ráð fyrir kostnaði við hann í fjárhagsáætlun ársins.
Til máls tók: EJP

Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

13.Bæjarráð - 19

1903004F

Fundur dags. 13.03.2019.
Afgreiðsla:

Fundargerð lögð fram.

14.Bæjarráð - 20

1903015F

Fundur dags. 27.03.2019.
Afgreiðsla:

Fundargerð lögð fram.

15.Íþrótta- og tómstundaráð - 5

1903003F

Fundur dags. 07.03.2019.
Afgreiðsla:

Fundargerð lögð fram.

16.Framkvæmda- og skipulagsráð - 9

1903012F

Fundur dags. 19.03.2019.
Afgreiðsla:

Fundargerð lögð fram.

17.Fræðsluráð - 6

1903009F

Fundur dags. 19.03.2019.
Afgreiðsla:

Fundargerð lögð fram.

18.Ferða-, safna- og menningarráð - 6

1901005F

Fundur 26.03.2019.
Afgreiðsla:

Fundargerð lögð fram.

19.Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga - 1

1903011F

Fundur dags. 14.03.2019.
Afgreiðsla:

Fundargerð lögð fram.

20.Samband íslenskra sveitarfélaga fundargerðir 2019

1901109

869. fundur stjórnar dags. 15.03.2019.
Afgreiðsla:

Fundargerð lögð fram.

21.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2019

1902057

742. fundur stjórnar dags. 18.03.2019.
Til máls tók: EJP

Afgreiðsla:

Fundargerð lögð fram.

22.Reykjanes jarðvangur fundargerðir 2019

1902041

50. fundur stjórnar dags. 08.03.2019.
Afgreiðsla:

Fundargerð lögð fram.

23.Heklan fundargerðir 2019

1902058

71. fundur dags. 15.03.2019.
Til máls tóku: EJP, PSG og ÓÞÓ

Afgreiðsla:

Fundargerð lögð fram.

24.Sorpeyðingarstöð Suðurnesja fundargerðir 2019

1901063

501. fundur stjórnar dags. 20.03.2019.
Til máls tóku: EJP, HH og LE

Afgreiðsla:

Fundargerð lögð fram.

Fundi slitið - kl. 19:10.

Getum við bætt efni síðunnar?