Fara í efni

Bæjarstjórn

46. fundur 01. júní 2022 kl. 17:30 - 19:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson aðalmaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Anton Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Úrsúla María Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Jónína Magnúsdóttir aðalmaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson aðalmaður
  • Elín Frímannsdóttir aðalmaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir
Dagskrá
Einar Jón Pálsson D-lista hefur lengstan starfsaldur kjörinna fulltrúa og stýrir hann fundi fram að kjöri forseta bæjarstjórnar. Leitaði hann eftir athugasemdum um fundarboð en engar komu fram.
Í upphafi fundar óskaði Enar Jón nýkjörnum bæjarfulltrúum til hamingju með kjörið og óskar eftir góðu samstarfi í bæjarstjórn á kjörtímabilinu. Bauð hann sérstaklega nýkjörna bæjarfulltrúa, Anton Kristinn Guðmundsson, Úrsúlu Maríu Guðjónsdóttur, Oddný Kristrúnu Ásgeisdóttur og Elínu Frímannsdóttur velkomin á þeirra fyrsta bæjarstjórnarfund og bauð fyrrverandi bæjarfulltrúa Jónínu Magnúsdóttur og Sigursvein Bjarna Jónsson velkomin aftur á vettvang bæjarstjórnar.

1.Sveitarstjórnarkosningar 14. maí 2022: Niðurstöður

2205103

Til máls tók: EJP


Lagt fram minnisblað frá formanni yfirkjörstjórnar um niðurstöður bæjarstjórnarkosninga þann 14. maí 2022. Á kjörskrá voru alls 2.728 kjósendur, atkvæði greiddu 1.662, eða 60,9%. Auðir seðlar og ógildir voru 52, gild atkvæði voru því 1.610.

Niðurstöður kosninganna voru eftirfarandi:
B-listi 304 atkvæði, eða 18,9% og 2 fulltrúar kjörnir.
D-listi 475 atkvæði, eða 29,5% og 3 fulltrúar kjörnir.
O-listi 427 atkvæði, eða 26,5% og 2 fulltrúar kjörnir.
S-listi 404 atkvæði, eða 25,1% og 2 fulltrúar kjörnir.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

2.Yfirlýsing um samstarf og áherslur D og B lista.

2205096

Til máls tóku: EJP, AKG, JM og LE.

D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra og B-listi Framsóknarflokksins hafa komist að samkomulagi um samstarf á komandi kjörtímabili 2022-2026. Samstarfið mun byggja á stefnuskrám beggja framboðslista. Lögð verður áhersla á gott samstarf allra kjörinna fulltrúa, starfsmanna sveitarfélagsins og bæjarbúa.
Sérstaklega verður áhersla lögð á eftirtalin atriði um leið og stefnuskrár beggja lista liggja til grundvallar.

Fjármál og stjórnsýsla

Fjármálastjórnun verður ábyrg og fjárfestingar munu taka mið af getu sveitarfélagsins.
Álögum á íbúa og fyrirtæki verður haldið í lágmarki í takt við fjárhagsgetu sveitarfélagsins.
Stjórnsýslan verður gerð opnari og skilvirkari, þar sem rafræn þjónusta verður megináherslan. Auka skal virkni á heimasíðu sveitarfélagsins með aukinni upplýsingagjöf um stöðu málaflokka.
Fundir bæjarstjórnar verði í beinu streymi og aðgengilegir á netinu eftir fundi.
Fundargerðir verði gerðar meira upplýsandi fyrir íbúa og aukið aðgengi að opinberum gögnum sem lögð eru fyrir bæjarstjórn.
Þjónusta og aðstoð við íbúa sem ekki geta nýtt sér rafrænar þjónustu verður aukin og gerð skilvirkari. Þá verður komið á fót skilvirku ferli þar sem starfsmaður tekur við athugasemdum og spurningum íbúa.
Staðinn verður vörður um hagsmuni sveitarfélagsins og íbúa þess gagnvart ríki og öðrum aðilum sem því tengjast. Þess verður gætt að rödd íbúa verði sterk og heyrist víða.

Velferðarmál

Áfram verði unnið að því að tryggja íbúum sveitarfélagsins heilbrigðisþjónustu í heimabyggð.
Sótt verði á ríkisvaldið um uppbyggingu hjúkrunarheimilis í sveitarfélaginu með samþættingu við dagdvöl, heimaþjónustu og önnur búsetuúrræði fyrir aldraða í heimabyggð. Jafnframt verði sótt um fjölgun á dagdvalarrýmum.
Þjónusta við eldri borgara þróist í takt við þá kröfu að aldraðir geti sem lengst verið á eigin heimili. Tryggja þarf áfram góða heimaþjónustu og aðgengi eldri borgara að heilsurækt.
Leita leiða til að auka búsetuúrræði fyrir aldraða, t.d. með fjölgun á þjónustuíbúðum.
Efla og kynna vel félagsstarf og heilsueflingu fyrir eldri borgara og öryrkja.
Auka búsetuúrræði fyrir fatlaða í heimabyggð með byggingu á nýjum búsetukjarna.
Tómstundastarf fyrir börn með sérþarfir verði aukið.
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verði innleiddur og Suðurnesjabær verði þar með barnvænt sveitarfélag.

Fræðslumál

Nýr leikskóli í Sandgerði verði opnaður og rekstur hans boðinn út.
Tryggja skal öllum börnum leikskólapláss við 18 mánaða aldur og opnaðar verði amk tvær ungbarnadeildir.
Stefnt verður að byggingu nýs leikskóla í Garði á seinni hluta kjörtímabils, þar sem fjölgun barna í sveitarfélaginu kallar á fjölgun leikskólaplássa.
Áfram verði stutt við öfluga starfsemi grunnskólanna og efld verði sérfræðiþekking innan fræðslusviðs sveitarfélagsins.
Greining verði gerð á lækkun á kostnaði við skólamáltíðir grunnskólabarna. Niðurgreiðsla skólamáltíða verði aukin í þrepum og unnið markvisst að því að í lok kjörtímabilsins verði skólamáltíð gjaldfrjáls.
Áfram verði stutt við hið góða starf sem unnið er í tónlistaskólum sveitarfélagsins.
Komið verði upp námskeiðs úrræði sem börn geta sótt yfir sumartímann á lokunartíma leikskóla bæjarfélagsins.
Komið verðu upp aðstöðu fyrir fræðslu- og menningarsetur fyrir eldri en 16 ára til að stunda nám og tómstundir.

Íþróttir, tómstundir og forvarnir

Bæta skal aðstöðu til íþróttaiðkunar með byggingu gervigrasvallar þar sem horft verði til framtíðar við hönnun hans og gert verði ráð fyrir að hægt verði að byggja yfir hann síðar.
Áfram verður vel stutt við íþrótta- og tómstundastarf í sveitarfélaginu og stuðlað verði að fjölbreytileika í tómstundum.
Hvatastyrkir fyrir börn til 18 ára aldurs verði hækkaðir á kjörtímabilinu. Jafnframt verði skoðaðar útfærslur á að greitt sé eitt tómstundagjald á barn í sveitarfélaginu í stað þess að greitt sé fyrir hverja íþróttagrein.
Hvetja til samvinnu íþróttafélaganna við stofnun nýrra deilda, t.d. rafíþróttadeild.
Komið verði á frístundarbíl til að efla og auka möguleika barna í sveitarfélaginu á íþrótta- og tómstundaiðju.
Auka samstarf við Ungmennaráð um málefni sveitarfélagsins.

Ferða- safna og menningarmál

Auka fjölbreytni í lista- og menningarlífi með menningarviku og/eða myndlistar-, tónlistar- og íþróttarhátíðar.
Gerð verði ný úttekt á kostnaði við lagfæringar á Samkomuhúsinu í Garði þar sem horft verði til þess að húsinu verði fundin not fyrir menningu og listir.
Byggðasafnið á Garðskaga standi vörð um sögu byggðakjarnanna og geri henni góð skil. Auka og bæta skal merkingar í sveitarfélaginu þ.m.t. minja og söguskilti.
Umhverfi Garðskaga verði lagað og aðstaða fyrir ferðamenn bætt.
Skapaðir verði jákvæðir hvatar fyrir aðila í ferðaþjónustu.
Efla samstarf sveitarfélagsins við Þekkingarseturs Suðurnesja og Náttúrustofu Suðvesturlands.

Skipulagsmál

Tryggt verði nægt lóðaframboð til að bregðast við stöðunni á húsnæðismarkaðnum og hugað verði sérstaklega að þörfum fyrir minni íbúðir.
Fjölga og bæta leiksvæði, bæði við skóla sem og á opnu svæði. Byggja upp og klára ókláraða stíga, auk þess að fjölga bekkjum og ruslatunnum.
Haldið verði áfram með göngu- og hjólreiðastíga að Reykjanesbæ og að flugstöðinni.
Átak verði gert í lagfæringum á yfirborði gatna og gangstétta.
Aðgengi við stofnanir sveitarfélagsins verði bætt og unnið verði að nýrri Umferðaröryggisáætlun.
Í samstarfi við Vegagerðina þarf að tryggja breikkun vegarins milli byggðakjarnanna og að lokaáfangi Strandgötu verði kláraður.

Umhverfismál

Auka vitund íbúa um flokkun sorps og fjölga hreinsunardögum í sveitarfélaginu. Suðurnesjabær á að vera leiðandi í umhverfismálum og sýna gott fordæmi. Áminning og hvatning um snyrtilegt umhverfi á að koma reglulega frá sveitarfélaginu.
Komið verði á fót umhverfisráði áhugasamra íbúa sem geti með aðstoð umhverfisfulltrúa verið ráðgefandi og skapað jákvæða ímynd þess átaks að bærinn verði snyrtilegur.
Hreinsun standlengjunnar í samstarfi við hin ýmsu félagasamtök verði áfram unnin.
Áætlun um fráveitumál verði kláruð og tímasett og þá verði byrjað á stórum endurbótum.
Fegrun byggðarkjarnanna verði í hávegum höfð og aukin gróðursetning verði í sveitarfélaginu í samstarfi við skógrækt ríkisins og aðra aðila. Skilgreind verði svæði fyrir trjárækt með kolefnisjöfnun að leiðarljósi.
Unnið verði að fjölgun á hleðslustöðvum í Suðurnesjabæ í samvinnu við aðila á þeim markaði.

Atvinnumál

Stuðla að fjölbreytni í atvinnulífinu með markaðssetningu á sveitarfélaginu og kostum þess að búa í fjölskylduvænu umhverfi.
Styðja við aðila á sviði nýsköpunar- og sprotafyrirtækja og tryggja nægt lóðaframboð fyrir atvinnustarfsemi.
Leitað verði leiða til að bæta almenningssamgöngur svo þær verði kostur fyrir íbúa að sækja vinnu út fyrir þéttbýlið og fyrir aðila í ferðaþjónustu.
Sandgerðishöfn verði fjárhagslega sjálfbær og þjónustustig hafnarinnar verði bætt þar sem þarfir sjómanna og útgerðarmanna verði hafðar að leiðarljósi.

Afgreiðsla:

Lagt fram til kynningar.

O- listi lagði fram eftirfarandi bókun:

O-listinn hefur, bæði fyrir og eftir kosningar, kallað eftir heildrænu samstarfi í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar en ekki fengið viðbrögð við því ákalli frá öðrum flokkum. Því vilja fulltrúar listans benda á að sá meirihluti sem myndaður hefur verið í upphafi kjörtímabils hefur í raun minnihluta atkvæða á bak við sig eða samanlagt 48,4%. Við teljum að með þessu sé farið á mis við tækifæri í málefnalegri samvinnu sem hefði getað skapað betri stjórnun með yfirsýn og meiri og jafnari ábyrgð bæjarfulltrúa. Þar sem niðurstöður kosninga sýna að lítill munur er á milli fylgi flokka teljum við eðlilegt að stuðla að slíkri samvinnu.
Í ljósi þess kallar O-listinn enn og aftur eftir samstarfi um málefni sveitarfélagsis og hvetur bæjarfulltrúa til þess að sýna í verki að seta í bæjarstjórn snúist fyrst og fremst um verkefni sem eru sveitarfélaginu og íbúum til framdráttar, frekar en meirihluta, völd eða embætti. Fulltrúar O-listans kalla eftir því að haldnir verði reglulegir málefnafundir bæjarstjórnar þar sem unnið er sameiginlega að áherslum, sveitarfélaginu til framdráttar.

3.Kosning forseta bæjarstjórnar

2205097


Til máls tók: EJP

Tillaga lögð fram um að Einar Jón Pálsson verði kjörinn forseti til fjögurra ára.

Afgreiðsla:

Samþykkt með fimm atkvæðum D- og B- lista að Einar Jón Pálsson verði forseti bæjarstjórnar til fjögurra ára og tók hann við stjórn fundarins. Fulltrúar S- og O lista sátu hjá.

4.Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.

2205098

Til máls tók: EJP

Forseti lagði til að Anton Kristinn Guðmundsson verði fyrsti varaforseti og Jónína Magnúsdóttir annar varaforseti til fjögurra ára.

Afgreiðsla:


Samþykkt samhljóða að Anton Kristinn Guðmundsson verði fyrsti varaforseti og Jónína Magnúsdóttir annar varaforseti til fjögurra ára.

5.Kosning í bæjarráð, sbr. 26. gr. og 44. gr. samþykktar um stjórn Suðurnesjabæjar.

2005098

Til máls tók: EJP

Eftirfarandi tillaga var lögð fram um aðal-og varamenn í bæjarráð til eins árs:

Aðalmenn:
Anton Kristinn Guðmundsson, (B-lista) formaður


Magnús Sigfús Magnússon, (D-lista)


Laufey Erlendsdóttir (O-lista)


Sigursveinn Bjarni Jónsson (S-lista)



Varamenn:
Úrsúla María Guðjónsdóttir, (B-lista)


Einar Jón Pálsson, (D-lista)


Jónína Magnúsdóttir (O-lista)


Elín Frímannsdóttir (S-lista)

Í samræmi við 3. mgr. 47. gr. sveitarstjórnalaga nr. 138/2011 munu varamenn á listanum, sem eru þar fulltrúar sama flokks eða framboðslista og sá aðalmaður í nefnd sem um ræðir, taka sæti hans í nefndinni í þeirri röð sem þeir voru kosnir án tillits til þess hvar þeir annars eru í röð varamanna.

Afgreiðsla:

Dregið var um fulltrúa í bæjarráð. Samþykkt að fulltrúar í bæjarráði til eins árs verði: Anton Kristinn Guðmundsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigursveinn Bjarni Jónsson. Laufey Erlendsdóttir verður áheyrnarfulltrúi í bæjarráði.

6.Ráðning bæjarstjóra

2205094

Forseti lagði til að Magnús Stefánsson verði ráðinn bæjarstjóri Suðurnesjabæjar frá og með 1. júní 2022, jafnframt að forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs verði falið að ganga frá ráðningarsamningi sem verði lagður fram í bæjarráði.

Afgreiðsla:

Samþykkt með 5 atkvæðum B- og D-lista að Magnús Stefánsson sé ráðinn bæjarstjóri Suðurnesjabæjar frá og með 1.júní 2022 og að forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs er falið að ganga frá ráðningarsamningi sem verði lagður fram í bæjarráði. Fulltrúar O- og S- lista sátu hjá. Magnús Stefánsson bæjarstjóri tók sæti á fundinum.

7.Kosning þriggja aðalmanna og jafnmargra til vara í yfirkjörstjórn Suðurnesjabæjar til fjögurra ára

2205099

Eftirfarandi tillaga var lögð fram um aðal-og varamenn í yfirkjörstjórn til fjögurra ára:

Aðalmenn:

Jenný Kamilla Harðardóttir
Fjóla Svavarsdóttir
Pétur Brynjarsson

Varamenn:


Elsa Guðbjörg Guðjónsdóttir
Gísli Heiðarsson
Helgi Haraldsson

Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða.

8.Kosning þriggja aðalmanna og jafnmargra til vara í undirkjörstjórnir til fjögurra ára

2205100

Til máls tók: EJP

Eftirfarandi tillaga var lögð fram um aðal-og varamenn í undirkjörstjórnir til fjögurra ára:

Undirkjörstjórn kjördeildar í Garði:

Aðalmenn:
Kristbjörg Eyjólfsdóttir
Brynja Kristjánsdóttir
Guðríður S Brynjarsdóttir

Varamenn:
Vignir Rúnarsson
Hólmfríður Magnúsdóttir
Sigurlaug Björk Jensdóttir

Undirkjörstjórn í kjördeild í Sandgerði:
Aðalmenn:
Laufey Margrét Magnúsdóttir
Hermann Jónsson
Hafsteinn Þór Friðriksson

Varamenn:


Yngvi Jón Rafnsson

Konný Gunnarsdóttir
Margrét Jónasdóttir

Afgreiðsla:


Samþykkt samhljóða.

9.Kosning aðal-og varamanna í nefndir og ráð Suðurnesjabæjar til fjögurra ára, sbr. B-lið 44. gr. samþykktar um stjórn Suðurnesjabæjar.

2205101

Til máls tóku: EJP og LE.

Eftirfarandi tillögur voru lagðar fram um aðal- og varamenn í nefndir og ráð Suðurnesjabæjar:

Fræðsluráð:

Aðalmenn:

Úrsúla María Guðjónsdóttir (B-lista) formaður
Elvar Þór Þorleifsson (B-lista)
Elín Björg Gissurardóttir (D-lista)
Jónína Magnúsdóttir (O-lista)
Sunna Rós Þorsteinsdóttir (S-lista)

Varamenn:

Sigfríður Ólafsdóttir (B-lista)
Eydís Ösp Haraldsdóttir (B-lista)
Jónatan Már Sigurjónsson (D-lista)
Júdit Sophusdóttir (O-Lista)
Sigurbjörg Ragnarsdóttir (S-lista)

Íþrótta-og tómstundaráð:

Aðalmenn:

Svavar Grétarsson (D-lista) formaður
Eva Rut Vilhjálmsdóttir (D-lista)
Hulda Ósk Jónsdóttir (B-lista)
Marinó Oddur Bjarnason (O-lista)
Jóhann Jóhannsson (S-lista)

Varamenn:

Anes Moukhliss (D-lista)
Hanna Margrét Jónsdóttir (D-lista)
Karel Bergmann Gunnarsson (B-lista)
Jóhann Helgi Björnsson (O-lista)
Viktoría Íris Kristinsdóttir (S-lista)


Ferða-, safna-og menningarráð:

Aðalmenn:


Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir (D-lista) formaður
Arnar Geir Ásgeirsson, (D-lista)
Óskar Helgason (B-lista)
Fanný Þórsdóttir (O-lista)
Hlynur Þór Valsson (S-lista)

Varamenn:

Rakel Jónsdóttir (D-lista)
Bogi Jónsson (D-lista)
Agata María Magnússon (B-lista)
Heiðrún Tara Stefánsdóttir (O-lista)
Guðbjörg Guðmundsdóttir (S-lista)

Fjölskyldu-og velferðarráð:
Aðalmenn:


Sigfríður Ólafsdóttir (B-lista) formaður
Sunneva Ósk Þóroddsdóttir (B-lista)
Þórsteina Sigurjónsdóttir (D-lista)
Laufey Erlendsdóttir (O-lista)
Rakel Ósk Eckard (S-lista)

Varamenn:


Úrsúla María Guðjónsdóttir (B-lista)
Hulda Ósk Jónsdóttir (B-lista)
Tinna Torfadóttir (D-lista)
Eysteinn Guðvarðsson (O-lista)
Thelma Dís Eggertsdóttir (S-lista)

Framkvæmda-og skipulagsráð:
Aðalmenn:

Einar Jón Pálsson (D-lista) formaður
Guðlaug Helga Sigurðardóttir (D-lista)



Gísli Jónatan Pálsson (B-lista)
Jón Ragnar Ástþórsson (O-lista)
Elín Frímannsdóttir (S-lista)

Varamenn:

Jóhann Ingi Kjærnested Þorvaldsson (D-lista)
Auður Eyberg Helgadóttir (D-lista)
Anton Kristinn Guðmundsson (B-lista)
Haraldur Helgason (O-lista)
Sigursveinn Bjarni Jónsson (S-lista)

Hafnarráð:
Aðalmenn:

Gísli Heiðarsson (D-lista) formaður
Jón Heiðar Hjartarson (D-lista)
Baldur Matthías Þóroddsson (B-lista)
Haraldur Helgason (O-lista)
Önundur S Björnsson (S-lista)

Varamenn:

Magnús Sigfús Magnússon (D-lista)
Rakel Jónsdóttir (D-lista)
Óskar Helgason (B-lista)
Jón Gunnar Sæmundsson (O-lista)
Jón Snævar Jónsson (S-lista)

Stjórn Bílastæðasjóðs Suðurnesjabæjar:

Aðalmenn:

Svavar Grétarsson (D-lista) formaður
Laufey Erlendsdóttir (O-lista)
Stefán Jónsson, fulltrúi Isavia


Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða. Jafnframt samþykkt samhljóða að Fjölskyldu-og velferðarráð fari með barnaverndarmál til bráðabirgða til 1. janúar 2023, sbr. bráðabirgðaákvæði barnaverndarlaga nr. 80/2002.

O-listi lagði fram eftirfarandi bókun:

O-listinn telur að gera þurfi betur í atvinnumálefnum og markaðssetning sveitarfélagsins og telur að réttast væri að gera breytingar á samþykktum sveitarfélagsins á þá leið að stofnuð verði Atvinnu- og markaðsnefnd. Undir hana falli síðan Hafnarráð. Með þessu yrðu málefni tengd atvinnulífinu-, ferða og markaðsmálum fundinn formlegur farvegur og hlutverk nefndarinnar útvíkkað án þess að til komi aukinn kostnaður vegna nefnda. Fulltrúar O-lista vilja hvetja til þess að hafinn verði undirbúningur að þessari breytingu og hún síðan lögð fram eigi síðar en í nóvember 2022.

10.Kosning þingfulltrúa hjá samtökum sveitarfélaga og í stjórnir, sbr. C-lið, 44. Gr. samþykktar um stjórn Suðurnesjabæjar

2205104

Til máls tók: EJP.

Eftirfarandi tillögur voru lagðar fram:

Stjórn sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS)
Aðalmaður: Anton Kristinn Guðmundsson
Varamaður: Einar Jón Pálsson

Almannavarnanefnd
Aðalmaður: Magnús Stefánsson
Varamaður: Einar Jón Pálsson

Heilbrigðisnefnd Suðurnesja.
Aðalmaður: Sunneva Ósk Þóroddsdóttir
Varamaður: Sigfríður Ólafsdóttir

Stjórn Kölku, sorpeyðingarstöðvar sf.
Aðalmaður: Svavar Grétarsson
Varamaður: Eva Rut Vilhjálmsdóttir

Brunavarnir Suðurnesja
Aðalmaður: Magnús Sigfús Magnússon
Varamaður: Einar Jón Pálsson

Heklan ? atvinnuþróunarfélag Suðurnesja
Aðalmaður: Magnús Stefánsson
Varamaður: Einar Jón Pálsson

Reykjanes Jarðvangur ses.
Aðalmaður: Magnús Stefánsson
Varamaður: Anton Kristinn Guðmundsson

Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar.
Aðalmaður: Einar Jón Pálsson
Varamaður: Gísli Jónatan Pálsson




Stjórn Náttúrustofu Suðvesturlands
Aðalmenn:
Sunneva Ósk Þóroddsdóttir
Jón Ragnar Ástþórsson
Fulltrúi SSS, samkvæmt tilnefningu
Varamenn:

Elvar Þór Þorleifsson
Jónína Magnúsdóttir
Fulltrúi SSS, samkvæmt tilnefningu

Þekkingarsetur Suðurnesja.
Aðalmaður: Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir
Varamaður: Einar Jón Pálsson

Fagráð Háskólaseturs Suðurnesja.
Aðalmaður: Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir

Öldungaráð.
Aðalmenn:
Tinna Torfadóttir
Elín Frímannsdóttir
Sveitarfélagið Vogar, skv. tilnefningu

Varamenn:

Jón Sigurðsson
Sigursveinn Bjarni Jónsson
Sveitarfélagið Vogar, skv. tilnefningu

Fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands.
Aðalmaður: Magnús Sigfús Magnússon

Varamaður: Anton Kristinn Guðmundsson

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Aðalmenn:

Einar Jón Pálsson
Anton Kristinn Guðmundsson
Sigursveinn Bjarni Jónsson

Varamenn:

Magnús Sigfús Magnússon
Úrsúla María Guðjónsdóttir
Elín Frímannsdóttir

Stjórn Fasteignafélags Sandgerðis
Aðalmenn:

Anton Kristinn Guðmundsson
Sigursveinn Bjarni Jónsson
Magnús Stefánsson

Stjórn Fasteignafélagsins Sunnubraut 4
Aðalmaður: Einar Jón Pálsson

Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja
Aðalmenn:
Einar Jón Pálsson
Jón Ben Einarsson

Varamenn:

Gísli Jónatan Pálsson
Laufey Erlendsdóttir

Stjórn Kadeco
Einar Jón Pálsson

Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða.

11.Siðareglur kjörinna fulltrúa í Suðurnesjabæ, sbr. 21. gr. samþykktar um stjórn Suðurnesjabæjar.

2205093

Til máls tóku: EJP og AKG.

Forseti lagði til að bæjarráði verði falið að vinna tillögu um siðareglur sem verði lagðar fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða.

12.Bæjarstjórn og bæjarráð - fundaáætlun 2022

2205102

Til máls tók: EJP

Tillaga um fundi bæjarstjórnar og bæjarráðs júní til september 2022.

Afgreiðsla:

Fundaáætlun samþykkt samhljóða.

13.Bæjarráð - 96

2205004F

Fundur dags. 11.05.2022.
Til máls tóku: EJP, SBJ og MS.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

14.Hafnarráð - 15

2205005F

Fundur dags.12.05.2022.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

15.Fræðsluráð - 33

2203028F

Fundur dags. 13.05.2022.
Til máls tók: JM og EJP.

Afgreiðsla:

Afgreiðsla fræðsluráðs á dagskrárliðum 1 ? 4 samþykkt samhljóða. Einnig samþykkt samhljóða að vísa 5. máli til bæjarráðs til frekari skoðunar.

Lagt fram.

16.Fjölskyldu- og velferðarráð - 37

2205012F

Fundur dags. 19.05.2022.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

17.Kalka sorpeyðingarstöð - fundargerðir 2022

2201080

535. fundur stjórnar dags. 03.05.2022.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

18.Heilbrigðisnefnd Suðurnesja - fundargerðir 2022

2202039

293. fundur dags. 12.05.2022.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

19.Þekkingarsetur Suðurnesja fundargerðir 2022

2204086

43. fundur stjórnar dags. 19.05.2022.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

20.Ársfundur Þekkingarseturs Suðurnesja

2205089

10. ársfundur dags. 19.05.2022.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

21.Almannavarnarnefnd Suðurnesja utan Grindavíkur- fundargerðir

1905009

Fundur dags. 24.05.2022.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?