Fara í efni

Bæjarstjórn

45. fundur 04. maí 2022 kl. 17:30 - 18:30 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson forseti
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Helgason aðalmaður
  • Laufey Erlendsdóttir fyrsti varaforseti
  • Fríða Stefánsdóttir aðalmaður
  • Katrín Pétursdóttir aðalmaður
  • Magnús Sigfús Magnússon annar varaforseti
  • Svavar Grétarsson varamaður
  • Daði Bergþórsson aðalmaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði forseti eftir því að leggja fram bókun í lok fundar.

1.Ársreikningur Suðurnesjabæjar 2021

2201078

Síðari umræða.
Til máls tóku: EJP, MS, DB og FS

Afgreiðsla:

Heildartekjur A-hluta voru 4.456,5 milljónir króna og í samanteknum reikningi A og B hluta 4.689,1 milljónir. Heildargjöld A hluta voru 4.219,6 milljónir og í samanteknum reikningi A og B hluta 4.351 milljónir. Rekstrarafkoma fyrir afskriftir var 237 milljónir í A hluta, en 338 milljónir í samanteknum reikningi A og B hluta. Rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð að fjárhæð 83,5 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða í samanteknum reikningsskilum A og B hluta, er neikvæð að fjárhæð 106,9 milljónir króna.

Heildareignir í samanteknum reikningsskilum A og B hluta eru 9.078,9 milljónir króna. Heildarskuldir og skuldbindingar eru 4.978,4 milljónir króna. Lífeyrisskuldbinding hækkar frá árinu 2020 og er 1.158,4 milljónir króna. Langtímaskuldir við fjármálastofnanir eru 2.990,4 milljónir króna og eru næsta árs afborganir langtímalána 263,8 milljón króna. Eigið fé í samanteknum reikningsskilum er 4.100,5 milljónir króna.
Skuldaviðmið A- og B-hluta skv. 14. gr. reglugerðar 502/2012 er 69,7 %, en 45,5% í A-hluta. Samkvæmt fjármálareglu sveitarstjórnarlaga á þetta hlutfall ekki að vera hærra en 150%.
Rekstur í samanteknum reikningsskilum A og B hluta skilaði 493,4 milljónum króna í handbært fé frá rekstri, sem er 10,5% af heildartekjum. Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum í samanteknum reikningsskilum A og B hluta nam 658,7 milljónum króna á árinu 2021. Á árinu 2021 voru tekin ný langtímalán að fjárhæð 570 milljónir króna. Handbært fé lækkaði um 48,9 milljónir króna frá fyrra ári og var handbært fé í árslok 2021 alls 699,3 milljónir króna.
Íbúafjöldi í Suðurnesjabæ þann 1. desember 2021 var 3.744 og hafði fjölgað um 95 íbúa frá fyrra ári, eða um 2,6%.

Rekstur og fjárhagur Suðurnesjabæjar árið 2021 mótaðist að miklu leyti af heimsfaraldri kórónuveiru, sérstaklega varðandi rekstrarútgjöld. Atvinnuleysi var mun minna í árslok 2021 en árið á undan og aukinn kraftur í atvinnulífinu skilaði sér í meiri tekjum af útsvari en áætlun gerði ráð fyrir. Líkt og árið 2020 hélt Suðurnesjabær uppi fullri þjónustu við íbúa og dró ekki úr fjárfestingum þrátt fyrir áhrif af heimsfaraldrinum. Rekstrarafkoma ársins var þegar upp var staðið nokkru betri en áætlun gerði ráð fyrir, þrátt fyrir mun hærri gjaldfærðum lífeyrisskuldbindingum og fjármagnskostnaði vegna aukinnar verðbólgu.

Bæjarstjórn telur rekstrarafkomu ársins mjög viðunandi miðað við aðstæður og þakkar starfsfólki sveitarfélagsins þeirra framlag við krefjandi aðstæður vegna Covid-19, bæði hvað varðar rekstur sveitarfélagsins en ekki síður við að takast á við margskonar áskoranir sem upp hafa komið af völdum faraldursins.

Ársreikningur Suðurnesjabæjar fyrir árið 2021 ber með sér að efnahagur sveitarfélagsins er traustur, sem skapar forsendur fyrir áframhaldandi uppbyggingu innviða og þjónustu við íbúa Suðurnesjabæjar á næstu misserum og árum.

Ársreikningur 2021 samþykktur samhljóða.

2.Fjárhagsáætlun 2022 - viðaukar

2204038

Á 94. fundi bæjarráðs þann 13.04.2022 var samþykkt samhljóða að vísa viðauka 1, vegna Náttúrustofu Suðvesturlands til staðfestingar í bæjarstjórn.
Afgreiðsla:



Samþykkt samhljóða að staðfesta viðauka 1.

3.Viðbragðsáætlun vegna umsókna um alþjóðavernd

2202106

Á 94. fundi bæjarráðs þann 13.04.2022 var fjallað um minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Bæjarráð samþykkti samhljóða að veita heimild til ráðningar á sumarstarfsmanni vegna álags á starfsfólk fjölskyldusviðs við móttöku vegalausra barna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, eins og óskað er eftir í minnisblaðinu.
Til máls tók: DB, HS, EJP og FS.

Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

4.Suðurnesjadeild Rauða krossins - Frú Ragnheiður - styrkbeiðni

2204058

Á 95. fundi bæjarráðs þann 27.04.2022 var fjallað um erindi frá Suðurnesjadeild Rauða krossins - Frú Ragnheiður. Bæjarráð samþykkti samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 350.000 til kaupa á bifreið fyrir starfsemi Frú Ragnheiðar á Suðurnesjum.
Til máls tók: HS

Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

5.Suðurnesjabær - afskriftir

2001084

Á 95. fundi bæjarráðs þann 27.04.2022 var fjallað um minnisblað frá fjármálastjóra og samþykkt samhljóða að afskrifa gamlar innheimtukröfur vegna árangurslausra innheimtuaðgerða að fjárhæð kr. 4.303.739, sem færist af niðurfærslureikningi.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

6.Forkaupsréttur fiskiskipa

1903011

Á 95. fundi bæjarráðs þann 27.04.2022 var fjallað um erindi með boði um forkaupsrétt á fiskiskipinu Sara GK-86. Bæjarráð samþykkti samhljóða að Suðurnesjabær falli frá forkaupsrétti á fiskiskipinu Sara GK-86, sem selst án aflaheimilda og án aflamarks.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

7.Fráveita - viðhald

2204082

Á 95. fundi bæjarráðs þann 27.04.2022 var fjallað um minnisblað frá skipulags-og umhverfissviði um framkvæmdir við fráveitu. Bæjarráð samþykkti samhljóða að veita heimild til framkvæmda við fráveitu við Skagabraut í Garði og í Túngötu í Sandgerði, samkvæmt tillögu í minnisblaði. Tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun verði lögð fyrir bæjarráð ásamt kostnaðaráætlun.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

8.Ljósleiðarakerfi í Suðurnesjabæ

1912023

Á 95. fundi bæjarráðs þann 27.04.2022 var fjallað um minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs varðandi ljósleiðarakerfi í Suðurnesjabæ. Bæjarráð samþykkti samhljóða að veita bæjarstjóra heimild til að ganga frá samningi við Mílu um uppbyggingu ljósleiðarakerfis í dreifbýli Suðurnesjabæjar, samkvæmt minnisblaði.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

9.Aðalskipulag Suðurnesjabæjar

2101022

Á 36. fundi framkvæmda-og skipulagsráðs dags. 28.04.2022 var skipulagsfulltrúa og ráðgjöfum falið að lagfæra skipulagsgögn til samræmis við minnisblað og umræður á fundinum. Ráðið leggur einnig til við sveitarstjórn að hún samþykki að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar að aðalskipulagstillagan og umhverfismatsskýrsla hennar verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að aðalskipulagstillaga og umhverfismatsskýrsla hennar verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar.

10.Aðalskipulag Garðs 2013-2030-Tillaga að aðalskipulagsbreytingu á svæðinu við Garðskaga

2105073

Á 36. fundi framkvæmda-og skipulagsráðs dags. 28.04.2022 var samþykkt að kynna vinnslutillögu að breytingu á aðalskipulagi, forsendur hennar og umhverfismat samkvæmt skipulagslögum, 36. gr. 1. mgr. (30. gr. 2. mgr.) á fullnægjandi hátt (gr. 4.6.1 í skipulagsreglugerð). Einnig að tillaga að deiliskipulagi sé kynnt samhliða sbr. 40. gr. 4. mgr. Skipulagslaga.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að kynna vinnslutillögu að breytingu á aðalskipulagi Garðs 2013-2030, um svæði við Garðskaga, forsendur hennar og umhverfismat samkvæmt 1. mgr. 36. gr. (2. mgr. 30. gr.) skipulagslaga á fullnægjandi hátt (gr. 4.6.1 í skipulagsreglugerð). Einnig samþykkt samhljóða að tillaga að deiliskipulagi sé kynnt samhliða sbr. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

11.Deiliskipulag Garðskaga - Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

1809067

Á 36. fundi framkvæmda-og skipulagsráðs dags. 28.04.2022 var samþykkt að kynna tillögu að deiliskipulagi Garðskaga sbr. 40. gr. 4. mgr. Skipulagslaga og er tillagan kynnt samhliða vinnslutillögu að breytingu á aðalskipulagi sbr. 36. gr. 1. mgr. af sama svæði.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að kynna tillögu að deiliskipulagi Garðskaga sbr. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga og tillagan verði kynnt samhliða vinnslutillögu að breytingu á aðalskipulagi sbr. 1. mgr. 36. gr. af sama svæði.

12.Reglur um búfjárhald í Suðurnesjabæ

2011032

Á 36. fundi framkvæmda-og skipulagsráðs dags. 28.04.2022 voru samþykkt drög að reglum um búfjárhald í Suðurnesjabæ og er lagt til við bæjarstjórn að drögin verði send viðkomandi umsagnaraðilum til umsagnar.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla framkvæmda-og skipulagsráðs samþykkt samhljóða.

13.Bæjarráð - 94

2203024F

Fundur dags. 13.04.2022.
Til máls tóku: FS og MS.

Afgreiðsla:

Lagt fram

14.Bæjarráð - 95

2204009F

Fundur dags. 27.04.2022.
Afgreiðsla:

Lagt fram

15.Framkvæmda- og skipulagsráð - 36

2204014F

Fundur dags. 28.04.2022.
Til máls tóku: LE og EJP.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

16.Ferða-, safna- og menningarráð - 17

2204013F

Fundur dags. 28.04.2022.
Til máls tóku: EJP, FS, SG og HH.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

17.Samband íslenskra sveitarfélaga-fundargerðir 2022

2201049

909. fundur stjórnar dags. 27.04.2022.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

18.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2022

2202096

778. fundur stjórnar dags. 20.04.2022.
Til máls tók: MS.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

19.Brunavarnir Suðurnesja fundargerðir 2022

2202052

63. fundur stjórnar dags. 07.04.2022.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

20.Þekkingarsetur Suðurnesja fundargerðir 2022

2204086

a) 41. fundur stjórnar dags. 10.02.2022.
b) 42. fundur stjórnar dags. 20.04.2022.
Afgreiðsla:

Fundargerðir lagðar fram.

21.Kalka sorpeyðingarstöð - fundargerðir 2022

2201080

534. fundur stjórnar dags. 15.03.2022.
Til máls tóku: LE og MS.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

22.Heklan fundargerðir 2022

2205009

89. fundur stjórnar dags. 04.04.2022.
Afgreiðsla:

Lagt fram.
------------------------------------------------------------

Bókun forseta bæjarstjórnar í lok kjörtímabils

Nú er liðið að lokum kjörtímabils bæjarstjórnar, þeirrar fyrstu í sögu Suðurnesjabæjar eftir sameiningu Garðs og Sandgerðis. Það voru áhugasamir bæjarfulltrúar sem sátu fyrsta fundinn, fullir tilhlökkunar fyrir því óskrifaða blaði sem hið nýja sveitafélag var. Framundan var fjöldi verkefna sem bæjarfulltrúar sáu fram á, verkefni sem voru í senn flókin og spennandi. Enginn átti þó von á því stóra verkefni sem kom í fang bæjarstjórnar og starfsfólks sveitarfélagsins þegar leið á mitt kjörtímabil, þegar heimsfaraldur Covid-19 skall á.

Samstaða meðal bæjarfulltrúa hefur á þessu kjörtímabili verið að mínu mati einstaklega góð. Við tókumst sameiginlega á við verkefnin, hvort heldur þau sem við sáum fyrir og einnig þau óvæntu. Það var og er gott að finna fyrir þeirri samstöðu sem hefur einkennt þessa bæjarstjórn og ég er stoltur af starfi okkar þetta kjörtímabil, þó eflaust megi alltaf gera betur.

Ein breyting varð á bæjarstjórn á miðju kjörtímabilinu þegar Ólafur Þór Ólafsson sagði skilið við bæjarmálin í Suðurnesjabæ og tók við stöðu sveitarstjóra á Tálknafirði.

Nú þegar þessu kjörtímabili lýkur verður mjög mikil endurnýjun í bæjarstjórn, fimm bæjarfulltrúar gefa ekki kost á sér og hverfa úr bæjarstjórn. Þetta eru bæjarfulltrúarnir Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Pálmi Steinar Guðmundsson, Daði Bergþórsson, Fríða Stefánsdóttir og Katrín Pétursdóttir, en þau hafa mikla reynslu af sveitarstjórnarstörfum og verður mikill missir af þessu góða fólki. Ég þakka þessum bæjarfulltrúum sérstaklega fyrir mjög gott samstarf og mörgum þeirra fyrir áralangt samstarf.

Fyrir hönd bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar þakka ég öllu nefndarfólki sem og starfsfólki sveitarfélagsins fyrir störf þeirra og gott samstarf á kjörtímabilinu. Vil ég þá sérstaklega þakka bæjarstjóra og ritara bæjarstjórnar ánægjulegt og mjög gott samstarf.

Framtíð Suðurnesjabæjar er björt og framundan eru spennandi tækifæri í þróun sveitarfélagsins. Við sem hér búum vitum að það er hvergi betra að búa og það er okkar að sjá til þess að svo megi verða áfram.

Ég óska bæjarfulltrúum, starfsfólki og íbúum Suðurnesjabæjar gleðilegs sumars og farsældar.

Til máls tók einnig: MS,
---------------------------------------------------------------

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?