Fara í efni

Bæjarstjórn

44. fundur 06. apríl 2022 kl. 17:30 - 19:20 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson forseti
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Helgason aðalmaður
  • Laufey Erlendsdóttir fyrsti varaforseti
  • Fríða Stefánsdóttir aðalmaður
  • Katrín Pétursdóttir aðalmaður
  • Magnús Sigfús Magnússon annar varaforseti
  • Pálmi Steinar Guðmundsson aðalmaður
  • Daði Bergþórsson aðalmaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Ársreikningur Suðurnesjabæjar 2021

2201078

Fyrri umræða.
Kristján Ragnarsson endurskoðandi Deloitte sat fundinn undir þessum dagskrárlið og fór yfir ársreikninginn.

Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að vísa ársreikningi 2021 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

2.Viðbragðsáætlun vegna umsókna um alþjóðavernd

2202106

Á 92. fundi bæjarráðs dags. 09.03.2022 var eftirfarandi bókað um málið: Bæjarráð Suðurnesjabæjar lýsir yfir vilja til þess að leggja sitt af mörkum við að hjálpa úkraínsku þjóðinni og lýsir sig reiðubúinn til þess að taka á móti flóttafólki eftir bolmagni sveitarfélagsins. Þá mun Suðurnesjabær leggja aukna áherslu á að sinna starfsskilyrðum sínum er kemur að málefnum vegalausra barna við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Mikilvægt er að kanna framboð húsnæðis í sveitarfélaginu og er félagsþjónustu falið að fylgja málefninu eftir og kanna hvaða þjónustu þarf að veita. Íbúar og fyrirtæki í sveitarfélaginu eru hvött til að hafa samband við sveitarfélagið ef þau hafa húsnæði til afnota.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

3.Forkaupsréttur fiskiskipa

1903011

Á 92. fundi bæjarráðs dags. 09.03.2022 var fjallað um erindi með boði um forkaupsrétt Suðurnesjabæjar á fiskiskipinu Röðull GK-079. Bæjarráð samþykkti samhljóða að Suðurnesjabær falli frá forkaupsrétti á fiskiskipinu Röðull GK-079.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

4.Aðalskipulag Suðurnesjabæjar

2101022

Á 35. fundi dags. 16.03.2022 samþykkti framkvæmda-og skipulagsráð að fyrirliggjandi vinnslutillaga, ásamt umhverfismatsskýrslu, verði kynnt íbúum og send til umsagnaraðilum til umsagnar. Sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs í samstarfi við ráðgjafa var falið að kynna tillöguna í samræmi við ákvæði skipulagsreglugerðar, þ.e. gr. 4.6.1. Kynning aðalskipulagstillögu á vinnslustigi.
Til máls tóku: FS, EJP.

Afgreiðsla:
Afgreiðsla framkvæmda-og skipulagsráðs samþykkt samhljóða.

5.Aðalskipulag Garðs 2013-2030-Tillaga að aðalskipulagsbreytingu á svæðinu við Garðskaga

2105073

Á 35. fundi dags. 16.03.2022 samþykkti framkvæmda-og skipulagsráð tillögu að breytingu á aðalskipulagi Garðs 2013-2030 á svæðinu við Garðskaga ásamt umhverfisskýrslu og leggur til að bæjarstjórn samþykki að senda tillöguna til athugunar hjá Skipulagsstofnun með ósk um heimild til að auglýsa og kynna tillöguna.
Til máls tóku: EJP, FS, PSG.

Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að senda tillögu að aðalskipulagsbreytingu á svæðinu við Garðskaga til athugunar hjá Skipulagsstofnun, með ósk um heimild til að auglýsa og kynna tillöguna.

6.Deiliskipulag Garðskaga - Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

1809067

Á 35. fundi dags. 16.03.2022 samþykkti framkvæmda-og skipulagsráð tillögu að breytingu á deiliskipulagi Garðskaga og leggur til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa og kynna tillöguna skv. 41. og 43. gr. skipulagslaga samhliða aðalskipulagsbreytingu sama svæðis.
Til máls tóku: EJP, FS, PSG.

Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að auglýsa og kynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Garðskaga, skv. 41. og 43. gr. skipulagslaga, samhliða aðalskipulagsbreytingu sama svæðis.

7.Reitur við Melbraut, Heiðarbraut og Valbraut - Tillaga að deiliskipulagi

2202043

Á 35. fundi dags. 16.03.2022 samþykkti framkvæmda-og skipulagsráð tillögu að deiliskipulagi reitsins og leggur til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa og kynna tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga.
Til máls tóku: PSG, EJP.

Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að auglýsa og kynna tillögu að deiliskipulagi reits við Melbraut, Heiðarbraut og Valbraut skv. 41. gr. skipulagslaga.

8.Skóladagatöl 2022-2023

2203041

Á 32. fundi fræðsluráðs dags. 18.03.2022 samþykkti fræðsluráð skóladagatöl Sandgerðisskóla og Gerðaskóla fyrir skólaárið 2022-2023.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla fræðsluráðs samþykkt samhljóða.

9.Ungmennaráð 2021-2022

2104080

Á 6. fundi ungmennaráðs, dags. 25. mars var upphituð hlaupabraut til umræðu og lagt til við bæjarstjórn að lögð verði áherslu á að koma verkefninu á dagskrá til dæmis í kjölfar nýs Knattspyrnuvallar. Ungmennráð leggur jafnframt til að það verði Sandgerðismegin.
Til máls tóku: EJP, FS.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn tekur jákvætt í erindið og vísar því til vinnu vegna uppbyggingar knattspyrnuvallar.

10.Bæjarstjórn- Fjöldi bæjarfulltrúa

2203054

Bókun frá B- og J-lista.
Samkvæmt 11. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 skal fjöldi aðalmanna í sveitarstjórn þar sem íbúar eru 2.000-9.999 vera 7-11. Íbúar Suðurnesjabæjar eru um 3800 og önnur sveitarfélög á landinu með svipaðan fjölda íbúa hafa flest 7 aðalmenn í sveitarstjórn, þeim fjölgar í 9 þegar íbúafjöldi nær 5000. Því telja fulltrúar B- og J-lista mikilvægt að endurskoða fjölda bæjarfulltrúa og fækka þeim úr 9 í 7.
Ástæða fjölgunar bæjarfulltrúa í byrjun síðasta kjörtímabils var að fá sem flesta að borðinu til að vinna að sameiningarferli sveitarfélaganna Sandgerðis og Garðs. Nú hefur sú vinna staðið yfir í fjögur ár og teljum við að verkefnum sveitarfélagsins geti vel verið sinnt af 7 bæjarfulltrúum eins og hjá öðrum sveitarfélögum af svipaðri stærð. Með þessu er hægt að hagræða í launakostnaði sveitarfélagsins og gera störf sveitarstjórnar skilvirkari. Kostnaður sveitarfélagsins fyrir hvern bæjarfulltrúa er í kringum 4.000.000 á ári, sem gerir í kringum 32.000.000 fyrir kjörtímabilið.
Þrátt fyrir að ekki er hægt að verða við þessu fyrir sveitarstjórnarkosningar núna í maí 2022 viljum við fulltrúar B- og J-lista vekja athygli á þessu og með því hvetja nýja bæjarfulltrúa til þess að fylgja málinu eftir. Þá hvetjum við nýja bæjarfulltrúa, samhliða því að fækka aðalmönnum í sveitarstjórn, til þess að endurskoða skipan nefnda og ráða með það að markmiði að gera nefndarstörf sveitarfélagsins skilvirkari og auka aðkomu einstakra nefndarmanna að stefnumótun sveitarfélagsins í veigamiklum málum sem snerta alla íbúa.
Til máls tóku: DB, FS, KP, HH, LE, PSG, EJP, MSM, HS.

Afgreiðsla:
Lagt fram.

11.Sveitarstjórnarkosningar 2022

2112010

Kjörskrá.
Til máls tóku: MS, EJP.

Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að veita bæjarráði fullnaðarheimild til vinnslu kjörskrár fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí 2022, með tilvísun í ákvæði VI. Kafla kosningalaga nr. 112/2021, um kjörskrá.

12.Bæjarráð - 92

2202017F

Fundur dags. 09.03.2022.
Til máls tóku: HH.

Afgreiðsla:
Lagt fram.

13.Bæjarráð - 93

2203018F

Fundur dags. 23.03.2022.
Til máls tóku: FS.

Afgreiðsla:
Lagt fram.

14.Framkvæmda- og skipulagsráð - 34

2203004F

Fundur dags. 08.03.2022.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

15.Framkvæmda- og skipulagsráð - 35

2203011F

Fundur dags. 16.03.2022.
Til máls tóku: PSG, MS.

Afgreiðsla:
Lagt fram.

16.Fræðsluráð - 32

2203009F

Fundur dags. 18.03.2022.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

17.Fjölskyldu- og velferðarráð - 36

2203012F

Fundur dags.24.03.2022.
Til máls tóku: EJP, LE.

Afgreiðsla:
Lagt fram.

18.Ungmennaráð - 6

2203022F

Fundur dags. 25.03.2022.
Til máls tóku: FS, EJP.

Afgreiðsla:
Lagt fram.

19.Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga - 11

2203010F

Fundur dags. 28.03.2022.
Til máls tóku: EJP, LE

Afgreiðsla:
Lagt fram. Samþykkt samhljóða að vísa máli 19.4 til úrvinnslu hjá umhverfis-og skipulagssviði.

20.Samband íslenskra sveitarfélaga-fundargerðir 2022

2201049

908. fundur stjórnar dags. 25.03.2022.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

21.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2022

2202096

777. fundur stjórnar dags. 16.03.2022.
Til máls tóku: FS.

Afgreiðsla:
Lagt fram.

22.Almannavarnarnefnd Suðurnesja - fundargerðir

1905009

Fundur dags. 09.02.2022.
Til máls tóku: PSG, MS.

Afgreiðsla:
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:20.

Getum við bætt efni síðunnar?