Fara í efni

Bæjarstjórn

42. fundur 02. febrúar 2022 kl. 17:30 - 18:15 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson forseti
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Helgason aðalmaður
  • Laufey Erlendsdóttir fyrsti varaforseti
  • Fríða Stefánsdóttir aðalmaður
  • Katrín Pétursdóttir aðalmaður
  • Magnús Sigfús Magnússon annar varaforseti
  • Pálmi Steinar Guðmundsson aðalmaður
  • Daði Bergþórsson aðalmaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði forseti eftir því að eftirfarandi yrði fært til bókar.

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar óskar grunnskólum sveitarfélagsins, Sandgerðisskóla og Gerðaskóla, innilega til hamingju með framúrskarandi árangur í grunnskólalestrarkeppni Samróms þar sem skólarnir lentu í 2. og 3. sæti af 130 grunnskólum og þar af las Sandgerðisskóli hlutfallslega lang flestar setningar af öllum skólum. Skólarnir taka á móti verðlaunum á Bessastöðum 8. febrúar.

1.Deiliskipulag Ofan Garðvangs -Teiga- og Klappahverfi - Endurskoðun seinni hluta hverfis

2109110

Á 32. fundi framkvæmda-og skipulagsráðs dags. 19. janúar 2022 var fjallað um tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi efri hluta Teiga-og Klapparhverfis, ofan Garðvangs. Framkvæmda-og skipulagsráð samþykkti að leggja til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Teiga-og Klapparhverfis, ofan Garðvangs skv. 41. og 43. gr. skipulagslaga.
Afgreiðsla:

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að auglýst verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi Teiga-og Klapparhverfis, ofan Garðvangs skv. 41. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Lög og reglugerðir til umsagnar

1902075

Á 89. fundi bæjarráðs dags. 26. janúar 2022 var til umfjöllunar erindi frá Alþingi, til umsagnar frumvarp til laga um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Eftirfarandi er bókað um málið í fundargerð bæjarráðs:
Undirbúningur að uppbyggingu Suðurnesjalínu 2 hefur staðið yfir á annan áratug og
ennþá er ekki komin niðurstaða um hvernig línan verði lögð. Núverandi staða málsins er
algerlega óviðunandi. Það er fyrir löngu orðið mjög aðkallandi að auka
afhendingaröryggi raforku til Suðurnesjabæjar, sem og til að mæta eftirspurn og þörf
fyrir aukna raforku bæði vegna mikillar fjölgunar íbúa og uppbyggingar atvinnulífs í
sveitarfélaginu. Bæjarráð Suðurnesjabæjar leggur áherslu á að það er brýnt og
aðkallandi að fá niðurstöðu varðandi uppbyggingu Suðurnesjalínu 2 og að framkvæmdir
hefjist sem allra fyrst. Bæjarráð gerir þá kröfu að allir viðkomandi aðilar að leggi sitt af
mörkum til lausnar málsins, hvort sem það á við um viðkomandi sveitarfélög, Landsnet
eða stjórnvöld sem málið varðar, stofnanir ríkisins, ráðuneyti og Alþingi.
Til máls tóku: EJP og MS.

Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

3.Bæjarráð - 88

2112019F

Fundur dags. 12.01.2022.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

4.Bæjarráð - 89

2201008F

Fundur dags. 26.01.2022.
Til máls tóku: FS, MS, EJP, PSG og MSM.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

5.Framkvæmda- og skipulagsráð - 32

2201010F

Fundur dags. 19.01.2022.
Til máls tóku: PSG, EJP, MS og HH.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

6.Fræðsluráð - 30

2201009F

Fundur dags. 21.01.2022.
Til máls tóku: EJP, MS og FS.

Afgreiðsla:

Bæjarstjórn fagnar góðum niðurstöðum ytra mats Gerðaskóla.

7.Samband íslenskra sveitarfélaga-fundargerðir 2022

2201049

905. fundur stjórnar dags. 14.01.2022.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

8.Þekkingarsetur Suðurnesja fundargerðir 2021

2103020

40. fundur stjórnar dags. 02.12.2021.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

9.Kalka sorpeyðingarstöð - fundargerðir 2022

2201080

532. fundur stjórnar dags. 18.01.2022.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Getum við bætt efni síðunnar?