Fara í efni

Bæjarstjórn

12. fundur 06. mars 2019 kl. 17:30 - 18:40 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson forseti
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Helgason aðalmaður
  • Ólafur Þór Ólafsson fyrsti varaforseti
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Fríða Stefánsdóttir aðalmaður
  • Magnús Sigfús Magnússon annar varaforseti
  • Pálmi Steinar Guðmundsson aðalmaður
  • Daði Bergþórsson aðalmaður
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2019 - 2022

1809099

Á 17. fundi bæjarráðs þann 13. febrúar 2019 var lögð fram tillaga um framkvæmdaáætlun 2019. Bæjarráð samþykkti að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu um framkvæmdaáætlun 2019. Bæjarstjóra falið að leggja fyrir bæjarráð tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna framkvæmdaáætlunar.


Á 17. fundi bæjarráðs var einnig lagt fram minnisblað með tillögu varðandi fæðiskostnað starfsmanna í grunnskólum Suðurnesjabæjar.
Bæjarráð samþykkti tillöguna samhljóða.
Til máls tóku: EJP og DB.

Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs á tillögu um framkvæmdaáætlun samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla bæjarráðs á tillögu um fæðiskostnað starfsmanna grunnskólanna samþykkt samhljóða.

2.Fjárhagsáætlun 2019 - viðaukar

1901025

Á 18. fundi bæjarráðs þann 27. febrúar 2019 lá fyrir tillaga um viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2019, varðandi framkvæmdaáætlun. Bæjarráð samþykkti að leggja til við bæjarstjórn að staðfesta viðaukann.
Til máls tók: EJP

Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að staðfesta viðauka tvö við fjárhagsáætlun 2019 er varðar framkvæmdaáætlun.

3.Samningur við umhverfis- og auðlindaráðuneytið um rekstur Náttúrustofu

1811094

Á 17. fundi bæjarráðs þann 13. febrúar 2019 lágu fyrir drög að samningi um framlög til rekstrar Náttúrustofu Suðvesturlands í Sandgerði. Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að undirrita og ganga frá samningi við ráðuneytið samkvæmt fyrirliggjandi drögum að samningi.
Til máls tók: EJP

Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

4.Styrkir til félagasamtaka vegna fasteignagjalda

1902033

Á 18. fundi bæjarráðs þann 27. febrúar 2019 var fjallað um minnisblað bæjarstjóra og erindi frá félagasamtökum með ósk um styrki til greiðslu fasteignagjalda. Bæjarráð samþykkti að veita félagasamtökum styrki til greiðslu allra álagðra fasteignagjalda. Jafnframt var samþykkt að fela bæjarstjóra að láta vinna verklagsreglur um styrki til félagasamtaka til greiðslu fasteignagjalda og leggja tillögu þar um fyrir bæjarráð.


Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

5.Persónuverndarstefna Suðurnesjabæjar

1809116

Á 18. fundi bæjarráðs þann 27. febrúar 2019 lágu fyrir drög að persónuverndarstefnu Suðurnesjabæjar. Bæjarráð samþykkti að leggja til við bæjarstjórn að staðfesta persónuverndarstefnu Suðurnesjabæjar, sbr fyrirliggjandi drög.
Til máls tók: EJP

Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að staðfesta persónuverndarstefnu Suðurnesjabæjar.

6.Þekkingarsetur Suðurnesja

1902052

Á 18. fundi bæjarráðs þann 27. febrúar 2019 var fjallað um erindi frá Þekkingarsetri Suðurnesja dag. 1. febrúar 2019. Í erindinu er ósk um styrk til vegna viðgerða á sýningunni Heimskautin heilla. Bæjarráð samþykkti að veita styrk í samræmi við erindið að hámarki 2,4 milljónir. Bæjarráð leggur áherslu á að samkomulag vegna reksturs og umsjónar sýningarinnar Heimskautin heilla verði kláruð hið fyrsta.
Til máls tók: EJP

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

7.Starfsmannamál - almennt

1811032

Á 18. fundi bæjarráðs þann 27. febrúar 2019 var fjallað um tillögu að verklagsreglum um gjafir, kveðjur og árshátíð starfsmanna. Bæjarráð samþykkti tillögu að verklagsreglum.


Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

8.Sorpeyðingarstöð Suðurnesja og Sorpa staða á sameiningarhugmyndum

1806442

Á 18. fundi bæjarráðs þann 27. febrúar 2019 lágu fyrir drög að samningi um ráðgjöf. Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að undirrita samninginn.
Til máls tók: EJP

Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt með átta atkvæðum. Fulltrúi B-lista situr hjá.

9.Gerðaskóli - húsnæðismál

1809079

Á 18. fundi bæjarráðs þann 27. febrúar 2019 var fjallað um minnisblað bæjarstjóra og erindi frá stjórnendum Gerðaskóla, varðandi húsnæðismál skólans. Bæjarráð samþykkti að skipaður verði stýrihópur sem fái það verkefni að láta vinna þarfagreiningu um húsnæðisþörf Gerðaskóla og mat á lýðfræðilegum þáttum, svo sem um þróun fjölda nemenda Gerðaskóla. Stýrihópinn skipi formaður bæjarráðs, bæjarstjóri og skólastjóri Gerðaskóla. Stýrihópurinn skili skýrslu til bæjarráðs fyrir lok maí 2019.
Til máls tók: EJP, ÓÞÓ, DB og MSM

Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

10.HS Veitur - aðalfundarboð

1902080

Á 18. fundi bæjarráðs þann 27. febrúar 2019 lá fyrir boð á aðalfund HS Veitna þann 27. Mars 2019. Bæjarráð samþykkti að Haraldur Helgason sæki fundinn sem fulltrúi Suðurnesjabæjar. Jafnframt var samþykkt að bæjarráð setji sig ekki upp á móti tillögu sem liggur fyrir aðalfundinum varðandi kaup á eigin hlutabréfum félagsins.
Til máls tóku: EJP, MSM, ÓÞÓ

Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

11.Sólseturshátíð 2019

1902082

Á 18. fundi bæjarráðs þann 27. febrúar 2019 var fjallað um drög að samstarfssamningi við Knattspyrnufélagið Víðir um framkvæmd Sólseturshátíðar 2019. Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að undirrita samninginn. Framlag sveitarfélagsins til hátíðarinnar er í samræmi við fjárhagsáætlun 2019. Samningnum vísað til kynningar hjá Ferða-, safna-og menningarráði.
Til máls tók: EJP og PSG

Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

12.Byggðamerki og hönnunarstaðall

1809069

Fyrir liggur tillaga frá Hvíta húsinu um byggðamerki og hönnunarstaðal Suðurnesjabæjar.
Til máls tóku: EJP, ÓÞÓ og DB.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða nýtt byggðamerki fyrir Suðurnesjabæ og hönnunarstaðal sem liggur fyrir í tillögu frá Hvítahúsinu.

Bæjarstjórn lýsir ánægju sinni með byggðamerkið og þakkar hönnuði fyrir hans vinnu en hér er um mikilvægan áfanga að ræða hjá Suðurnesjabæ. Bæjarstjórn þakkar einnig þeim aðilum sem sendu inn tillögur að hugmyndum í undirbúningsvinnunni.

Hönnuður byggðamerkisins er Bjarki Lúðvíksson, grafískur hönnuður hjá auglýsingastofunni Hvíta húsinu. Í merkinu sem byggir á tengslum við hafið má sjá skip búið seglum bera við sjóndeildarhringinn og samhverfan í línum skipsins og öldum hafsins undir því sem vísa í sameininguna. Skipið sjálft er hvítt en grunnliturinn blár, litur himins og hafs.

13.Forkaupsréttur fiskiskipa

1903011

Borist hefur kauptilboð í fiskiskipið Huldu GK-17, sem er skráð í Sandgerði. Samkvæmt 12. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða á sveitarfélagið forkaupsrétt við sölu skipsins. Skipið verður selt án veiðiheimlda.
Til máls tóku: EJP og MSM.

Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að Suðurnesjabær neyti ekki forkaupsréttar við sölu fiskiskipsins Huldu GK-17.

14.Bæjarráð - 17

1902002F

Fundur dags. 13.02.2019.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

15.Bæjarráð - 18

1902007F

Fundur dags. 27.02.2019.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

16.Fræðsluráð - 5

1901017F

Fundur dags. 05.02.2019.
Til máls tók: ÓÞÓ

Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram. Ábendingum varðandi leikskólamál er vísað til þeirrar vinnu sem nú er í gangi varðandi þau málefni.

17.Framkvæmda- og skipulagsráð - 8

1902012F

Fundur dags. 26.02.2019.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

18.Hafnarráð - 5

1902011F

Fundur dags. 26.02.2019.
Til máls tóku: EJP, PSG, MSM og HH.

Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

19.Fjölskyldu- og velferðarráð fundargerðir 2019

1901110

7. fundur dags. 28.02.2019.
Til máls tók: ÓÞÓ og HS.

Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

20.Samband íslenskra sveitarfélaga fundargerðir 2019

1901109

868. fundur stjórnar dags. 22.02.2019.
Afgreiðsla:

Fundargerð lögð fram til kynningar.

21.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2019

1902057

a) 740. fundur stjórnar dags. 16.01.2019.
b) 741. fundur stjórnar dags. 18.02.2019.

Afgreiðsla:
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

22.Sorpeyðingarstöð Suðurnesja fundargerðir 2019

1901063

500. fundur stjórnar dags. 20.02.2019.
Til máls tók: EJP og LE.

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

23.Heilbrigðisnefnd Suðurnesja fundargerðir 2019

1902013

276. fundur dags. 27.02.2019.
Til máls tók: PSG og HH

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

24.Heklan fundargerðir 2019

1902058

70. fundur stjórnar dags. 15.02.2019.
Afgreiðsla:

Fundargerð lögð fram til kynningar.

25.Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja - fundargerðir 2018

1811093

17. fundur dags. 13.12.2018.
Til máls tók: ÓÞÓ, HH og EJP.

Afgreiðsla:

Fundargerð lögð fram til kynningar.

26.Reykjanes jarðvangur fundargerðir 2019

1902041

Fundur stjórnar dags. 08.02.2019.
Afgreiðsla:

Fundargerð lögð fram til kynningar.

27.Þekkingarsetur Suðurnesja fundargerðir 2019

1902094

29. fundur stjórnar dags. 26.02.2019.
Til máls tók: FS

Afgreiðsla:

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:40.

Getum við bætt efni síðunnar?