Fara í efni

Bæjarstjórn

39. fundur 03. nóvember 2021 kl. 17:00 - 18:40 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson forseti
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Helgason aðalmaður
  • Laufey Erlendsdóttir fyrsti varaforseti
  • Fríða Stefánsdóttir aðalmaður
  • Katrín Pétursdóttir aðalmaður
  • Magnús Sigfús Magnússon annar varaforseti
  • Svavar Grétarsson varamaður
  • Daði Bergþórsson aðalmaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði forseti eftir því að bæta máli við dagskrá fundarins vegna breytinga á næsta fundi bæjarstjórnar.

1.Ungmennaráð 2021-2022

2104080

Fulltrúar frá Ungmennaráði Suðurnesjabæjar sitja fund með bæjarstjórn.
Til máls tóku: EJP, HEÓ, EIE og FS.

Eftirtaldir fulltrúar í Ungmennaráði Suðurnesjabæjar tóku þátt í fundi bæjarstjórnar undir þessum dagskrárlið: Hafþór Ernir Ólason, Eyþór Ingi Einarsson, Salóme Kristín Róbertsdóttir, Lilja Guðrún Vilmundardóttir, Irma Rún Blöndal, Heba Lind Guðmundsdóttir og Sara Mist Atladóttir. Hafþór Ernir og Eyþór Ingi kynntu áherslumál ungmennaráðs og afhentu bæjarstjórn gögn um þau.

Afgreiðsla:

Bæjarstjórn þakkar fulltrúum í ungmennaráði fyrir þátttöku í fundi bæjarstjórnar. Jafnframt þakkar bæjarstjórn fyrir framlag ungmennaráðs til fundarins og fyrir þau áherslumál sem kynnt voru. Bæjarstjórn leggur áherslu á mikilvægi ungmennaráðs er það varðar að koma á framfæri við bæjarstjórn þeim áherslumálum sem brenna á ungum íbúum Suðurnesjabæjar. Bæjarstjórn óskar ungmennaráði alls góðs í þeirra störfum.2.Fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar 2022

2103078

Fyrri umræða.
Til máls tóku: EJP, MS, DB, HS, FS og HH.

Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að álagningarhlutfall útsvars 2022 verði óbreytt frá fyrra ári, eða 14,52%. Samþykkt samhljóða að vísa fjárhagsáætlun til síðari umræðu í bæjarstjórn.

3.Lög og reglugerðir til umsagnar

1902075

Á 83. fundi bæjarráðs var samþykkt að óska eftir viðræðum við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum um samstarf um umdæmisráð barnaverndar. Einnig samþykkt að óskað verði eftir undanþágu frá reglum um lágmarksíbúafjölda að baki barnaverndarþjónustu á grundvelli fagþekkingar á fjölskyldusviði.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

4.Stafræn þjónusta

2003042

Á 83. fundi bæjarráðs var fjallað um þátttöku og framlag til stafræns samstarfs sveitarfélaga 2022. Samþykkt að gera ráð fyrir umræddum kostnaði með þátttöku Suðurnesjabæjar í verkefninu og vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

5.Forkaupsréttur fiskiskipa

1903011

Á 83. fundi bæjarráðs var samþykkt samhljóða að Suðurnesjabær falli frá forkaupsrétti á fiskiskipinu Ölla Krók GK 211, sem verður selt úr sveitarfélaginu án aflaheimilda og án aflamarks.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

6.Leikskóli við Byggðaveg-Framkvæmdir

2109077

Á 83. Fundi bæjarráðs var fjallað um minnisblað frá sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs með niðurstöðum verðfyrirspurnar í verkið Leikskóli við Byggðaveg 5-jarðvinna. Samþykkt samhljóða að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Ellert Skúlason ehf skv tillögu í minnisblaði.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

7.Fjárhagsáætlun 2021 - viðaukar

2102089

Á 84. fundi bæjarráðs, dags. 27. október, var samþykkt samhljóða að vísa viðaukum 4 og 5 til staðfestingar í bæjarstjórn.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að staðfesta viðauka 4 og 5.

8.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða

2009054

Á 84. fundi bæjarráðs var fjallað um minnisblað með tillögumum umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Tillögur í minnisblaði voru samþykktar.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

9.Reglur um úthlutun lóða í Suðurnesjabæ

2110054

Á 30. fundi framkvæmda- og skipulagsráðs var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja nýjar reglur um úthlutun lóða í Suðurnesjabæ með lítilsháttar lagfæringum í samræmi við umræður á fundinum.
Afgreiðsla:

Reglur um úthlutun lóða í Suðurnesjabæ samþykktar samhljóða.

10.Fundaáætlun bæjarstjórnar

2008061

Til máls tók: EJP.

Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að færa fund bæjarstjórnar sem átti að fara fram 1. desember kl.17.30 til 8. desember kl.17.00.

11.Bæjarráð - 83

2110004F

Fundur dags. 13.10.2021.
Til máls tóku: FS, EJP, MS, HH, HS, DB, LE og MM.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

12.Bæjarráð - 84

2110008F

Fundur dags. 27.10.2021.
Til máls tók: LE.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

13.Fræðsluráð - 28

2110009F

Fundur dags. 15.10.2021.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

14.Framkvæmda- og skipulagsráð - 30

2110011F

Fundur dags. 20.10.2021.
Til máls tóku: FS, HH og EJP.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

15.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2021

2101065

772. fundur stjórnar dags. 20.10.2021.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:40.

Getum við bætt efni síðunnar?