Bæjarstjórn
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2019 - 2022
1809099
Á 16. fundi bæjarráðs þann 23.01.2019 var lagt fram minnisblað um álagningu og innheimtu fasteignagjalda.
Bæjarráð samþykkti þær tillögur sem koma fram í minnisblaði um álagningu og innheimtu fasteignagjalda og leggur til við bæjarstjórn að þær verði samþykktar.
Á 16. fundi bæjarráðs var einnig lagt fram yfirlit yfir framkvæmdir og fjárfestingar 2019-2022.
Bæjarráð samþykkti að vísa málinu til umfjöllunar í framkvæmda-og skipulagsráði og til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkti þær tillögur sem koma fram í minnisblaði um álagningu og innheimtu fasteignagjalda og leggur til við bæjarstjórn að þær verði samþykktar.
Á 16. fundi bæjarráðs var einnig lagt fram yfirlit yfir framkvæmdir og fjárfestingar 2019-2022.
Bæjarráð samþykkti að vísa málinu til umfjöllunar í framkvæmda-og skipulagsráði og til afgreiðslu í bæjarstjórn.
2.Fjölskyldusvið: fræðsluþjónusta
1807110
Á 16. fundi bæjarráðs var fjallað um minnisblað um mótun fjölskyldusviðs. Eftirfarandi er bókað um afgreiðslu bæjarráðs varðandi samning um fræðsluþjónustu:
Bæjarráð samþykkir að samningur við Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar verði framlengdur út skólaárið 2019-2020 og verði framlengdur samningur lagður fyrir bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að samningur við Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar verði framlengdur út skólaárið 2019-2020 og verði framlengdur samningur lagður fyrir bæjarráðs.
Til máls tóku: ÓÞÓ og DB.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða og að samningur við Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar verði framlengdur út skólaárið 2019-2020.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða og að samningur við Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar verði framlengdur út skólaárið 2019-2020.
3.Íþróttamannvirki
1901070
Á 16. fundi bæjarráðs var samþykkt samhljóða að skipa vinnuhóp til að meta kosti vegna uppbyggingar knattspyrnuvallar eða fjölnota húss með gervigrasi í Suðurnesjabæ.
Til máls tóku: ÓÞÓ og DB.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða. Samþykkt að tilnefna Einar Jón Pálsson, Fríðu Stefánsdóttur og Pálma S Guðmundsson fulltrúa bæjarstjórnar í vinnuhóp.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða. Samþykkt að tilnefna Einar Jón Pálsson, Fríðu Stefánsdóttur og Pálma S Guðmundsson fulltrúa bæjarstjórnar í vinnuhóp.
4.Fjárhagsáætlun 2019 - viðaukar
1901025
Á 16. fundi bæjarráðs lá fyrir tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun Sandgerðishafnar 2019. Eftirfarandi er bókað um afgreiðslu málsins í bæjarráði:
Bæjarráð samþykkir viðaukann með atkvæðum fulltrúa J og D lista. Fulltrúi H lista greiðir atkvæði gegn viðaukanum.
Bæjarráð samþykkir viðaukann með atkvæðum fulltrúa J og D lista. Fulltrúi H lista greiðir atkvæði gegn viðaukanum.
Til máls tóku: EJP, PSG, DB og HH.
Afgreiðsla:
Tillaga um viðauka samþykkt með sex atkvæðum D og J lista gegn þremur atkvæðum B og H-lista.
Afgreiðsla:
Tillaga um viðauka samþykkt með sex atkvæðum D og J lista gegn þremur atkvæðum B og H-lista.
5.Skrá yfir störf sem undanskilin eru verkfallsheimild
1901061
Á 16. fundi bæjarráðs lá fyrir tillaga um auglýsingu um störf hjá Suðurnesjabæ sem eru undanþegin verkfallsheimild. Eftirfarandi er bókað um afgreiðslu málsins í bæjarráði:
Framlögð skrá yfir störf hjá Suðurnesjabæ sem eru undanþegin verkfallsheimild samkvæmt lögum nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna er samþykkt og bæjarstjóra falið að láta birta hana með auglýsingu fyrir 1. febrúar 2019.
Framlögð skrá yfir störf hjá Suðurnesjabæ sem eru undanþegin verkfallsheimild samkvæmt lögum nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna er samþykkt og bæjarstjóra falið að láta birta hana með auglýsingu fyrir 1. febrúar 2019.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
6.Aðalskipulag sameinaðs sveitarfélags: Endurskoðun
1807035
Á 7. fundi framkvæmda-og skipulagsráðs var áætlun um næstu skref, tímasetningar, kostnaðaráætlun og samkeppnislýsingu lögð fram til umfjöllunar. Eftirfarandi er bókað um afgreiðslu málsins:
Ráðið samþykkir fyrirhugaðar áætlanir og vísar málinu til samþykktar í bæjarstjórn.
Ráðið samþykkir fyrirhugaðar áætlanir og vísar málinu til samþykktar í bæjarstjórn.
Til máls tóku EJP, ÓÞÓ og LE.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla framkvæmda-og skipulagsráðs samþykkt samhljóða. Í minnisblaði um málið frá VSÓ dagsett 30. janúar 2019 og var til umfjöllunar í framkvæmda-og skipulagsráði eru tillögur um næstu skref verkefnisins og tíma-og kostnaðaráætlun sett fram ásamt samkeppnislýsingu. Samþykkt að unnið verði eftir þeim tillögum sem gerð er grein fyrir í minnisblaði VSÓ.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla framkvæmda-og skipulagsráðs samþykkt samhljóða. Í minnisblaði um málið frá VSÓ dagsett 30. janúar 2019 og var til umfjöllunar í framkvæmda-og skipulagsráði eru tillögur um næstu skref verkefnisins og tíma-og kostnaðaráætlun sett fram ásamt samkeppnislýsingu. Samþykkt að unnið verði eftir þeim tillögum sem gerð er grein fyrir í minnisblaði VSÓ.
7.Íbúðasvæði sunnan Sandgerðisvegar:Tillaga að deiliskipulagi 2018
1806454
Á 7. fundi framkvæmda-og skipulagsráðs var samþykkt að ráðið leggur til að umfang fyrirhugaðrar byggðar verði minnkað verulega til að koma til móts við þær athugasemdir sem bárust við tillöguna. Í þessu felst að deiliskipulagstillagan muni einungis afmarkast af norðurhluta svæðisins og nyrðri stofnæð um hverfið. Íbúðagerðir í skipulaginu taka jafnframt breytingum að hluta til. Deiliskipulagstillagan með áorðnum breytingum verður í samræmi við gildandi aðalskipulag ef frá eru taldar minni háttar breytingar á mörkum íbúðabyggðar til norðurs og austurs. Lagt er til að bæjarstjórn samþykki fyrirhugaðar breytingar og auglýsi niðurstöðuna í kjölfarið með áberandi hætti auk þess að kynna hana sérstaklega þeim aðilum sem gerðu ofangreindar athugasemdir.
Til máls tók: EJP, DB, ÓÞÓ og PSG.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla framkvæmda-og skipulagsráðs samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla framkvæmda-og skipulagsráðs samþykkt samhljóða.
8.Aðalskipulag Sandgerðisbæjar 2008-2024Tillaga að breytingu 2018
1806469
Á 7. fundi framkvæmda-og skipulagsráðs var málið til umfjöllunar. Eftirfarandi er bókað um afgreiðslu málsins:
Ráðið leggur til að fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu verði frestað með hliðsjón af afgreiðslu 2. máls (7. mál á dagskrá bæjarstjórnar).
Ráðið leggur til að fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu verði frestað með hliðsjón af afgreiðslu 2. máls (7. mál á dagskrá bæjarstjórnar).
Til máls tók EJP.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla framkvæmda-og skipulagsráðs samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla framkvæmda-og skipulagsráðs samþykkt samhljóða.
9.Verndarsvæði í byggð - Krókskotstún-Landakotstún Sandgerði
1806563
Á 7. fundi framkvæmda-og skipulagsráðs var fjallað um athugasemd sem barst við tillögu um verndarsvæði í byggð. Ráðið samþykkti að leggja til að skýrslan verði uppfærð m.t.t. athugasemdar sem barst og hún send Mennta-og menningarmálaráðuneyti til staðfestingar.
Til máls tók EJP.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla framkvæmda-og skipulagsráð samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla framkvæmda-og skipulagsráð samþykkt samhljóða.
10.Sorpeyðingarstöð Suðurnesja og Sorpa staða á sameiningarhugmyndum
1806442
Á 499. fundi stjórnar Kölku, sorpeyðingarstöðvar þann 16. janúar 2019 var fjallað um sameiningarviðræður Kölku og Sorpu. Í fundargerð fundarins er gerð grein fyrir málinu ásamt tillögu um framhald þess. Jafnframt liggur fyrir bæjarstjórn erindi frá bæjarstjóra Reykjanesbæjar þar sem boðið er upp á samstarf um ráðgjöf til að fara yfir og gefa álit á stöðu mála í sameiningarviðræðum Kölku og Sorpu.
Til máls tóku EJP, FS, MS, HH, DB, LE og PSG.
Afgreiðsla:
Samþykkt með átta atkvæðum að Suðurnesjabær taki þátt í úttekt á hugsanlegri sameiningu Sorpu og Kölku, sbr. erindi frá bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Fulltrúi B lista situr hjá.
Afgreiðsla:
Samþykkt með átta atkvæðum að Suðurnesjabær taki þátt í úttekt á hugsanlegri sameiningu Sorpu og Kölku, sbr. erindi frá bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Fulltrúi B lista situr hjá.
11.Byggðamerki og hönnunarstaðall
1809069
Fyrir liggja þrjár tillögur frá Hvíta húsinu um byggðamerki fyrir Suðurnesjabæ.
Til máls tóku: EJP, MS, HH, PSG, DB, FS og LE.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að byggðamerki sbr. tillaga 1 fari í frekari úrvinnslu.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að byggðamerki sbr. tillaga 1 fari í frekari úrvinnslu.
12.Bæjarráð - 16
1901007F
Fundur dags. 23. janúar.
Til máls tók ÓÞÓ, DB, PSG, EJP, SG og HH.
Afgreiðsla:
Bókun D- og J-lista vegna bókunar H-lista við mál nr. 5 á 16. fundi bæjarráðs.
Á 16. fundi bæjarráðs var til afgreiðslu tillaga um viðauka vegna viðbótar stöðugildis við Sandgerðishöfn. Í greinagerð sem fylgdi tillögunni kom fram að höfnin hafi verið undirmönnuð og því nauðsynlegt að fjölga um einn starfsmann til að minnka álag á starfsmenn og setja upp eðlilegt vaktaplan til að geta veitt þá góðu þjónustu sem við viljum að höfnin sé þekkt fyrir. Með ráðningunni sparast m.a. kostnaður vegna starfsmanns við afleysingar o.fl. Þá skapast aukið svigrúm fyrir hafnarstjóra að vinna að sínum verkefnum, m.a. að markaðssetja höfnina og afla henni aukinna viðskipta eins og til stóð við ráðningu hafnarstjóra. Mikilvægt er að auka tekjur hafnarinnar og til þess að svo megi vera er nauðsynlegt að skapa svigrúm til þess.
Í bókun H-lista við málið á 16. fundi bæjarráðs er fullyrt að starfsmaður sveitarfélagsins sé ekki að sinna daglegum störfum sínum. Það er almennt algerlega óviðunandi að bæjarfulltrúi fari með þessum hætti gegn starfsmanni sveitarfélagins. Hafi bæjarfulltrúar athugasemdir um störf einstaka starfsmanna sveitarfélagsins má koma því á framfæri við bæjarstjóra. Bæjarfulltrúar D- og J-lista harma að H-listinn velji þann kost að ráðast opinberlega gegn einstökum starfsmönnum sveitarfélagsins með þeim hætti sem gert er með framangreindri bókun á fundi bæjarráðs.
Hlé var gert á fundi að ósk H-lista.
Bókun H-lista
H-listi ítrekar að Hafnarsjóður einfaldlega ráði ekki við að greiða fjögur stöðugildi. Það er okkar mat að þrjú stöðugildi sé nægilegt til að tryggja og veita þá þjónustu sem við viljum að Sandgerðishöfn veiti notendum sínum.
Fundargerðin lögð fram.
Afgreiðsla:
Bókun D- og J-lista vegna bókunar H-lista við mál nr. 5 á 16. fundi bæjarráðs.
Á 16. fundi bæjarráðs var til afgreiðslu tillaga um viðauka vegna viðbótar stöðugildis við Sandgerðishöfn. Í greinagerð sem fylgdi tillögunni kom fram að höfnin hafi verið undirmönnuð og því nauðsynlegt að fjölga um einn starfsmann til að minnka álag á starfsmenn og setja upp eðlilegt vaktaplan til að geta veitt þá góðu þjónustu sem við viljum að höfnin sé þekkt fyrir. Með ráðningunni sparast m.a. kostnaður vegna starfsmanns við afleysingar o.fl. Þá skapast aukið svigrúm fyrir hafnarstjóra að vinna að sínum verkefnum, m.a. að markaðssetja höfnina og afla henni aukinna viðskipta eins og til stóð við ráðningu hafnarstjóra. Mikilvægt er að auka tekjur hafnarinnar og til þess að svo megi vera er nauðsynlegt að skapa svigrúm til þess.
Í bókun H-lista við málið á 16. fundi bæjarráðs er fullyrt að starfsmaður sveitarfélagsins sé ekki að sinna daglegum störfum sínum. Það er almennt algerlega óviðunandi að bæjarfulltrúi fari með þessum hætti gegn starfsmanni sveitarfélagins. Hafi bæjarfulltrúar athugasemdir um störf einstaka starfsmanna sveitarfélagsins má koma því á framfæri við bæjarstjóra. Bæjarfulltrúar D- og J-lista harma að H-listinn velji þann kost að ráðast opinberlega gegn einstökum starfsmönnum sveitarfélagsins með þeim hætti sem gert er með framangreindri bókun á fundi bæjarráðs.
Hlé var gert á fundi að ósk H-lista.
Bókun H-lista
H-listi ítrekar að Hafnarsjóður einfaldlega ráði ekki við að greiða fjögur stöðugildi. Það er okkar mat að þrjú stöðugildi sé nægilegt til að tryggja og veita þá þjónustu sem við viljum að Sandgerðishöfn veiti notendum sínum.
Fundargerðin lögð fram.
13.Framkvæmda- og skipulagsráð - 7
1901014F
Fundur dags. 31.01.2019.
Til máls tók EJP.
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.
14.Íþrótta- og tómstundaráð - 4
1901003F
Fundur dags. 15.01.2019.
Til máls tók EJP.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn óskar Kötlu Maríu Þórðardóttur til hamingju með að hafa verið kjörin íþróttamaður Suðurnesjabæjar 2018. Einnig óskar bæjarstjórn Evu Rut Vilhjálmsdóttur til hamingju með viðurkenningu fyrir framúrskarandi störf í þágu íþrótta-og æskulýðsmála.
Fundargerðin lögð fram.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn óskar Kötlu Maríu Þórðardóttur til hamingju með að hafa verið kjörin íþróttamaður Suðurnesjabæjar 2018. Einnig óskar bæjarstjórn Evu Rut Vilhjálmsdóttur til hamingju með viðurkenningu fyrir framúrskarandi störf í þágu íþrótta-og æskulýðsmála.
Fundargerðin lögð fram.
15.Fjölskyldu- og velferðarráð fundargerðir 2019
1901110
Fundur dags. 17.01.2019.
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.
Fundargerðin lögð fram.
16.Samband íslenskra sveitarfélaga fundargerðir 2019
1901109
866. fundur stjórnar dags. 25.01.2019.
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.
Fundargerðin lögð fram.
17.Sorpeyðingarstöð Suðurnesja fundargerðir 2019
1901063
499. fundur stjórnar dags. 16.01.2019.
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.
Fundargerðin lögð fram.
18.Brunavarnir Suðurnesja: fundargerðir 2018
1809047
37. fundur stjórnar dags. 21.12.2018.
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.
Fundargerðin lögð fram.
19.Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja fundargerðir 2019
1902013
275. fundur dags. 24.01.2019.
Til máls tóku: EJP og HH
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.
Fundi slitið - kl. 19:30.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs á tillögu um álagningu og innheimtu fasteignagjalda samþykkt samhljóða. Samþykkt að vísa fjárfestingaáætlun til frekari vinnslu í bæjarráði.