Fara í efni

Bæjarstjórn

37. fundur 01. september 2021 kl. 17:30 - 19:25 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson forseti
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Helgason aðalmaður
  • Laufey Erlendsdóttir fyrsti varaforseti
  • Fríða Stefánsdóttir aðalmaður
  • Katrín Pétursdóttir aðalmaður
  • Magnús Sigfús Magnússon annar varaforseti
  • Pálmi Steinar Guðmundsson aðalmaður
  • Daði Bergþórsson aðalmaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Áður en gengið var til dagskrár samþykkti bæjarstjórn tillögu forseta um að bæta á dagskrá fundarins máli nr 3, Alþingiskosningar 2021.

1.Fundaáætlun bæjarstjórnar

2008061

Fundaáætlun bæjarstjórnar og bæjarráðs september 2021 til júní 2022.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða.

2.Fastanefndir

2003091

Erindi frá Bryndísi Einarsdóttur með ósk um tímabundið leyfi sem varabæjarfulltrúi og erindi frá Vitor Hugo R Eugenio með ósk um tímabundið leyfi sem bæjarfulltrúi.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að veita Bryndísi Einarsdóttur leyfi frá skyldum sem varabæjarfulltrúi til 1. janúar 2022 og Vitor Hugo R Eugenio leyfi sem bæjarfulltrúi til 31. maí 2022.

3.Alþingiskosningar 2021

2106005

Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands þar sem fram koma leiðbeiningar um meðferð kjörskrárstofna vegna alþingiskosninga 25. september 2021. Einnig liggur fyrir kjörskrá.
Til máls tóku: EJP og MS

Afgreiðsla:

Bæjarstjórn samþykkir kjörskrá eins og hún liggur fyrir og bæjarstjóra falið að árita hana. Jafnframt er bæjarráði veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem upp kunna að koma vegna kjörskrár fram að kjördegi alþingiskosninga, samkvæmt 27. gr. kosningalaga.

4.Bæjarráð - 75

2105023F

Fundur dags. 09.06.2021.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

5.Bæjarráð - 76

2106007F

Fundur dags. 23.06.2021.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

6.Bæjarráð - 77

2106014F

Fundur dags. 14.07.2021.
Til máls tóku: PSG, EJP, MS, FS, HH og LE.

Afgreiðsla:

Bæjarstjórn lýsir ánægju sinni með Litlu bæjarhátíðina og færir starfsfólki Suðurnesjabæjar og vinnuhópi sem starfaði í kringum hátíðina þakkir fyrir þeirra framlag og lausnamiða nálgun í flóknum aðstæðum.

Lagt fram.

7.Bæjarráð - 78

2107009F

Fundur dags. 28.07.2021.
Til máls tóku: LE, EJP og MS.

Afgreiðsla:
Lagt fram.

8.Bæjarráð - 79

2107016F

Fundur dags. 11.08.2021.
Til máls tóku: FS og MS.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

9.Bæjarráð - 80

2108008F

Fundur dags. 25.08.2021.
Til máls tóku: HS,LE, FS, DB, EJP og MS.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

10.Ungmennaráð - 2

2108016F

Fundur dags. 28.08.2021.
Til máls tóku: EJP, HH og FS.

Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að bjóða ungmennaráði til fundar við bæjarstjórn, m.a. til að fjalla um þau mál sem fram koma í fundargerð ungmennaráðs.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:25.

Getum við bætt efni síðunnar?