Fara í efni

Bæjarstjórn

10. fundur 09. janúar 2019 kl. 17:30 - 19:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson forseti
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Helgason aðalmaður
  • Ólafur Þór Ólafsson fyrsti varaforseti
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Fríða Stefánsdóttir aðalmaður
  • Magnús Sigfús Magnússon annar varaforseti
  • Pálmi Steinar Guðmundsson aðalmaður
  • Daði Bergþórsson aðalmaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Sameining: staða verkefna

1809074

Gísli Brynjólfsson hjá Hvíta húsinu sat fundinn undir þessum dagskrárlið og fjallaði um mótun byggðamerkis fyrir sveitarfélagið.
Til máls tóku:HH, EJP, ÓÞÓ, MSM, FS, PSG, DB, LE,HS og MS

Afgreiðsla:
Gísli Brynsjólfsson fór yfir þær hugmyndir sem Hvíta húsið hefur verið að vinna með. Bæjarstjóra er falið að ræða við Hvíta húsið um næstu skref.

2.Fjárhagsáætlun 2018 - viðaukar

1812053

Á 15. fundi bæjarráðs var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 2 og 3 á grundvelli greinargerðar.
Til máls tók: EJP

Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að staðfesta viðauka 2 og 3.

3.Umhverfisstofnun - ósk um tilnefningu fulltrúa í vatnasvæðanefnd

1901002

Erindi dags. 14.12.2018.
Til máls tók:EJP

Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að tilnefna Einar Friðrik Brynjarsson umhverfis-og tæknifulltrúa og Laufeyju Erlendsdóttur sem fulltrúa Suðurnesjabæjar í vatnasvæðanefnd.

4.Aðalskipulag sameinaðs sveitarfélags: Endurskoðun

1807035

Eftirfarandi tillaga liggur fyrir bæjarstjórn:

Lagt er til að bæjarstjórn samþykki það verkferli og þá aðferðafræði sem lögð er til um vinnslu aðalskipulags Suðurnesjabæjar, sem hefur verið til umfjöllunar í framkvæmda-og skipulagsráði og á 15. fundi bæjarráðs.

Bæjarstjórn samþykki jafnframt að fela framkvæmda-og skipulagsráði að halda utan um verkefnið og þá vinnu sem mun eiga sér stað við vinnslu aðalskipulags.
Til máls tóku: EJP og ÓÞÓ

Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að vinna eftir því verkferli sem lagt er fram.

5.Öldungaráð

1901021

Skipun fulltrúa í öldungaráð, sbr. 44. gr. samþykktar um stjórn sveitarfélagsins, á grundvelli laga nr. 40/1991 um félagsþjónstu sveitarfélaga, með hliðsjón af lögum nr. 125/1999 um málefni aldraðra. Öldungaráð verði skipað í samstarfi við Sveitarfélagið Voga, sem tilnefna einn fulltrúa og einn til vara en Suðurnesjabær tvo fulltrúa og jafn marga til vara.

Til máls tók: EJP

Afgreiðsla:
Lagt er til að tilnefna Hólmfríði Skarphéðinsdóttur og Magnús Sigfús Magnússon sem aðalmenn í öldungaráð fyrir hönd Suðurnesjabæjar og Hermann Jónsson og Pálma Steinar Guðmundsson sem varamenn. Leitað verði eftir tilnefningum frá hagsmunaaðilum, sbr.ákvæði laga.
Samþykkt með átta atkvæðum. Fulltrúi B- lista sat hjá.

6.Bæjarráð - 15

1812013F

Fundur dags. 02.01.2019.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram.

7.Heklan: fundargerðir 2018

1808073

69. fundur stjórnar dags. 14.12.2018.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram.

8.Þekkingarsetur Suðurnesja: fundargerðir 2018

1806387

a) 26. fundur stjórnar dags. 18.05.2018.
b) 6. ársfundur dags. 18.05.2018.
c) 27. fundur stjórnar dags. 19.09.2018.
d) 28. fundur stjórnar dags. 06.12.2018.
Til máls tóku: FS, EJP, ÓÞÓ og HS

Afgreiðsla:
Fundargerðirnar lagðar fram.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?