Fara í efni

Bæjarstjórn

35. fundur 05. maí 2021 kl. 17:30 - 20:40 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Helgason aðalmaður
  • Laufey Erlendsdóttir fyrsti varaforseti
  • Fríða Stefánsdóttir aðalmaður
  • Katrín Pétursdóttir aðalmaður
  • Magnús Sigfús Magnússon annar varaforseti
  • Pálmi Steinar Guðmundsson aðalmaður
  • Daði Bergþórsson aðalmaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Elín Björg Gissurardóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá
--------------------------------------

Laufey Erlendsdóttir, varaforseti stýrði fundi í fjarveru Einars Jóns Pálssonar, forseta bæjarstjórnar.

1.Ársreikningur Suðurnesjabæjar 2020

2103071

Síðari umræða.
Til máls tóku: LE, MS, MSM, HS, KP, DB, HH og FS.

Afgreiðsla:

Jónas Gestur Jónasson löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte, Kristján Þór Ragnarsson frá Deloitte og Elísabet Þórarinsdóttir fjármálastjóri, sátu fundinn undir þessum dagskrárlið og fór yfir ársreikning 2020.

Heildartekjur A-hluta voru 4.098,1 milljónir króna og í samanteknum reikningi A og B hluta 4.313,7 milljónir. Heildargjöld A hluta voru 3.655,2 milljónir og í samanteknum reikningi A og B hluta 3.888,1 milljónir. Rekstrarafkoma fyrir afskriftir var 343 milljónir í A hluta, en 425,6 milljónir í samanteknum reikningi A og B hluta. Rekstrarniðurstaða A-hluta er afgangur að fjárhæð 40,8 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða í samanteknum reikningsskilum A og B hluta, er rekstrarafgangur 9,6 milljónir króna.

Heildareignir í samanteknum reikningsskilum A og B hluta eru 8.561,5 milljónir króna. Heildarskuldir og skuldbindingar eru 4.481,9 milljónir króna. Lífeyrisskuldbinding hækkar frá árinu 2019 og er 1.028,4 milljónir króna. Langtímaskuldir við fjármálastofnanir eru 2.722 milljónir króna og eru næsta árs afborganir langtímalána 257,7 milljón króna. Eigið fé í samanteknum reikningsskilum er 4.079,7 milljónir króna og er eiginfjárhlutfall 56,1%.
Skuldaviðmið A- og B-hluta skv. 14. gr. reglugerðar 502/2012 er 64,8 %.
Rekstur í samanteknum reikningsskilum A og B hluta skilaði 449,3 milljónum króna í handbært fé frá rekstri sem er 10,5% af heildartekjum.
Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum í samanteknum reikningsskilum A og B hluta nam 403,5 milljónum króna á árinu 2020.
Á árinu 2020 voru tekin ný langtímalán að fjárhæð 400 milljónir króna.
Handbært fé jókst um 248,7 milljónir króna og var handbært fé í árslok 2020 alls 748,3 milljónir króna.

Rekstur og fjárhagur Suðurnesjabæjar árið 2020 mótaðist mjög af heimsfaraldri kórónuveiru, Covid-19. Umsvif atvinnulífsins drógust mikið saman á árinu og margir einstaklingar misstu atvinnu. Útsvarstekjur lækkuðu verulega frá því sem áætlað var, ásamt því að ýmsar aðgerðir og afleiðingar vegna faraldursins höfðu í för með sér afleidd og ófyrirséð rekstrarútgjöld. Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar ákvað í upphafi faraldursins að halda uppi fullri þjónustu við íbúa og jafnframt að draga ekki úr fjárfestingum og framkvæmdum frá því sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins, á þeirri forsendu að um tímabundið ástand væri að ræða. Þó svo rekstrarafkoma ársins 2020 sé mun lakari en áætlað var, þá telur bæjarstjórn rekstrarafkomu ársins mjög viðunandi miðað við aðstæður. Bæjarstjórn þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir frábært framlag þeirra við krefjandi og erfiðar aðstæður vegna Covid-19, bæði hvað varðar rekstur sveitarfélagsins en ekki síður við að takast á við margskonar áskoranir sem upp hafa komið vegna Covid-19.


Á árinu 2021 munu áhrif af Covid-19 faraldrinum halda áfram fram eftir árinu, en vonir standa til að á síðari hluta ársins verði hjól atvinnulífsins komin á góðan snúning og aftur dragi verulega úr atvinnuleysi. Ársreikningur Suðurnesjabæjar 2020 ber með sér að sveitarfélagið er vel í stakk búið til þess að mæta áhrifum faraldursins, efnahagur sveitarfélagsins er traustur og skapar forsendur fyrir áframhaldandi uppbyggingu innviða og þjónustu við íbúa Suðurnesjabæjar á næstu misserum og árum.

Ársreikningur 2020 samþykktur samhljóða.

2.Brunavarnir Suðurnesja - lántaka

2103103

Á 70. fundi bæjarráðs og 34. fundi bæjarstjórnar var samþykkt að veita Brunavörnum Suðurnesja bs heimild til lántöku að fjárhæð kr.110.000.000 til að fjármagna byggingu nýrrar slökkvistöðvar.
Til máls tóku: LE og MSM.

Afgreiðsla:

Suðurnesjabær samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Brunavarna Suðurnesja bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 110.000.000, til allt að 55 ára, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.
Er lánið tekið til byggingar nýrrar slökkvistöðvar að Flugvöllum 29 í Reykjanesbæ sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Suðurnesjabær skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Brunavarna Suðurnesja bs. til að breyta ekki ákvæði samþykkta félagsins sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Suðurnesjabær selji eignarhlut í Brunavörnum Suðurnesja bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Magnúsi Stefánssyni, kennitala ekki birt, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Suðurnesjabæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða.

3.Stýrihópur um uppbyggingu nýs leikskóla í Suðurnesjabæ

1912012

Á 71. fundi bæjarráðs, dags. 14. apríl, var skýrsla stýrihóps lögð fram ásamt teikningum og samþykkt að stærðarviðmið leikskóla verði 8-9 fm² fyrir hvert barn brúttó.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

4.Skerjahverfi - Uppbygging innviða og útboð framkvæmda

2012054

Á 71. fundi bæjarráðs, dags. 14. aprí, var lagt til að samið verði við lægstbjóðanda, Ellert Skúlason ehf. í útboði vegna gatnagerðar við Skerjahverfi að upphæð kr. 111.888.888 sem er 84% af áætluðu kostnaðarverði.
Til máls tóku: DB, MS, MSM og FS.

Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

5.Sumarúrræði fyrir námsmenn 2021

2103166

Á 71. fundi bæjarráðs, dags. 14. apríl, var minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs lagt fram og samþykkt að vinna eftir tillögunni sem þar kom fram.
Til máls tóku: FS og MS.

Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

6.Átak til að bæta starfsumhverfi leikskóla í Suðurnesjabæ

1911026

Á 24. fundi fræðsluráðs, dags. 20. apríl sl. mælti fræðsluráð með því að lokað verði í leikskólum milli jóla og nýárs og vísar þá til ákvörðunar sem liggur fyrir í sveitarfélögum í kringum okkur.
Til máls tóku: LE og HS.

Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að vísa málinu til umfjöllunar í bæjarráði.

7.Skóladagatöl 2021-2022

2103036

Á 24. fundi fræðsluráðs, dags. 20. apríl sl. samþykkti fræðsluráð skóladagatöl, Tónlistarskóla Garðs, Sandgerðisskóla og Tónlistarskóla Sandgerðis.
Til máls tók: HS

Afgreiðsla:

Afgreiðsla fræðsluráðs samþykkt samhljóða.

8.Leikskóli rekstur

2103003

Á 72. fundi bæjarráðs, dags. 28. apríl var minnisblað vegna byggingu nýs leikskóla lagt fram og eftirfarandi bókað:

Samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að reistur verði 6 deilda leikskóli.

Samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að unnin verði úttekt á nauðsynlegum endurbótum á húsnæði og lóð leikskólans Sólborgar, ásamt kostnaðaráætlun.

Samþykkt að hefja viðræður við rekstraraðila Sólborgar um að reka fjögurra deilda leikskóla.

Samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að unnið verði að framtíðarsýn samhliða aðalskipulagi þar sem gert verði ráð fyrir nýjum leikskólum í báðum íbúakjörnum, Garði og Sandgerði.
Til máls tóku: LE, PSG, DB, HS, FS, MS, MSM og HH.

Afgreiðsla:

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að ráðist verði í uppbyggingu á nýjum 6 deilda leikskóla. Fullkláraðar verði fjórar deildir og teknar í rekstur en þar sem útlit er fyrir að börnum á leikskólaaldri muni fjölga á næstu misserum og árum verði leikskólinn fullkláraður og fullnýttur þegar þörf krefur.

Samþykkt samhljóða að hið fyrsta verði unnin úttekt á nauðsynlegum endurbótum á húsnæði og lóð leikskólans Sólborgar, ásamt kostnaðaráætlun. Einnig verði hafnar viðræður við rekstraraðila Sólborgar um rekstur fjögurra deilda leikskóla.

Samþykkt samhljóða að vísa tillögum um að gert verði ráð fyrir nýjum leikskólum í báðum byggðakjörnum til gerðar nýs aðalskipulags Suðurnesjabæjar, sem er í vinnslu.

9.Fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar 2022

2103078

Á 72. fundi bæjarráðs, dags. 28. apríl voru meginmarkmið við vinnslu fjárhagsáætlunar 2022 samþykkt, m.a. að megin markmið verði að standast fjárhagsleg viðmið um jafnvægisreglu og skuldareglu sbr 64. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Framlegð frá rekstri A og B hluta verði ekki undir 11%. Veltufé frá rekstri verði ekki undir 500 mkr. á ári á næstu árum, til að standa undir afborgunum lána og sem mestu af fjárfestingum næstu ára. Fjárfestingar verði sem mest fjármagnaðar með skatttekjum og söluhagnaði eigna á næstu árum þannig að lántökum verði haldið í lágmarki. Áhersla á ábyrgð og aðhald í fjármálum, bæði varðandi rekstur og fjárfestingar, en á sama tíma og út frá framangreindum markmiðum verði ekki dregið úr þjónustu við íbúa, heldur verði langtímamarkmið að bjóða íbúum upp á sem mesta og besta þjónustu á öllum þeim sviðum sem sveitarfélaginu ber að gera. Gjaldskrá þjónustugjalda haldist í takti við þróun verðlags. Unnið verði eftir tilllögum HLH ráðgjafar frá 2020 um rekstur og starfsemi Suðurnesjabæjar.

Samþykkt að á síðari fundi bæjarráðs í júní 2021 verði fyrstu drög að tekjuáætlun ársins 2022 lögð fram. Jafnframt verði lögð fram drög að mati á helstu fjárfestingum og þörf fyrir veltufé til að standa undir skuldbindingum. Þá verði lagðar fyrir bæjarráð tillögur að útgjaldarömmum fyrir einstaka málaflokka. Loks verði leitast við að leggja fyrir bæjarráð óskir sem þá liggja fyrir frá stjórnendum sviða og stofnana um verkefni, þjónustuþætti og fjárfestingar.
Til máls tóku: LE, DB, HS, KP, HH, FS, MS og MSM.

Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

10.Gerðaskóli - Beiðni um viðauka

1906009

Á 72. fundi bæjarráðs, dags. 28. apríl, var minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs lagt fram og samþykkt að gerður verði viðauki við rekstraráætlun Gerðaskóla að fjárhæð kr. 3.300.000 til að efla pólskukennslu á haustönn 2021.
Til máls tók: HS.

Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

11.Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja 2021

2104051

Á 72. fundi bæjarráðs, dags. 28. aprí, var minnisblað frá deildarstjóra umhverfismála lagt fyrir og samþykkt að eldri borgarar og öryrkjar geti sótt um garðslátt sumarið 2021, allt að þrjú skipti gegn greiðslu. Greiðsla fyrir skipti er kr. 2000.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

12.Ásabraut 37-41-Ósk um óverulega deiliskipulagsbreytingu

2102071

Á 26. fundi framkvæmda- og skipulagsráðs, dags. 28. apríl, var samþykkt að senda deiliskipulagsbreytingu á óverulegri breytingu við Ásabraut 37-41 til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun.
Til máls tóku: DB, FS og MS.

Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að senda breytingu á deiliskipulagi við Ásbraut 37-41 til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun.

13.Fastanefndir - kosning

2003091

Breytingar á nefndarskipan hjá J-lista.
Til máls tóku: LE, FS,KP, MSM og HS.

Breytingar á fulltrúm J- lista í fjölskyldu- og velferðaráði: Fanný Þórsdóttir tekur sæti Katrínar Pétursdóttur sem aðalmaður og formaður verður nefndarmaðurinn Una María Bergmann. Atli Þór Karlsson tekur sæti Fannýjar Þórsdóttur sem 1. varamaður.

14.Bæjarráð - 71

2103022F

Fundur dags. 14.04.2021.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

15.Bæjarráð - 72

2104017F

Fundur dags. 28.04.2021.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

16.Fjölskyldu- og velferðarráð - 30

2104007F

Fundur dags. 15.04.2021.
Afgreiðsla:

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að staðfesta nýjar og endurbættar reglur um akstursþjónustu fyrir fatlaða, sbr mál 3 í fundargerðinni.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að staðfesta samþykkt um breytingar á tekjuviðmiðum vegna sérstaks húsnæðisstuðnings, sbr mál 5 í fundargerðinni.

Lagt fram.

17.Fræðsluráð - 24

2104009F

Fundur dags. 20.04.2021.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

18.Framkvæmda- og skipulagsráð - 26

2104016F

Fundur dags. 28.04.2021.
Til máls tóku: LE, FS, PSG og MS.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

19.Öldungaráð Suðurnesjabæjar

1901021

a) 1. fundur dags. 14.03.2019.
b) 2. fundur dags. 02.05.2019.
c) 3. fundur dags. 05.09.2019.
d) 4. fundur dags. 30.01.2020.
e) 5. fundur dags. 12.03.2020.
f) 6. fundur dags. 06.10.2020.
g) 7. fundur dags. 01.03.2021.
h) 8. fundur dags. 19.04.2021.
Afgreiðsla:

Fundargerðir lagðar fram.

20.Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks

2005085

a) 1. fundur dags. 18.01.2021.
b) 2. fundur dags. 19.04.2021.
Afgreiðsla:

Fundargerðir lagðar fram.

21.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2021

2101065

768. fundur stjórnar dags. 28.04.2021.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

22.Heklan fundargerðir 2021

2101066

a) 82. fundur dags. 12.02.2021.
b) 83. fundur dags. 12.03.2021.
c) 84. fundur dags. 09.04.2021.
Til máls tók: LE.

Afgreiðsla:

Fundargerðirnar lagðar fram.

23.Reykjanes jarðvangur fundargerðir 2021

2101103

58. fundur stjórnar dags. 19.03.2021.
Til máls tóku: LE og MS.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

24.Kalka sorpeyðingarstöð - fundargerðir 2021

2103058

524.fundur stjórnar dags. 13.04.2021.
Til máls tók: MSM, MS og LE.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

25.Heilbrigðisnefnd Suðurnesja - fundargerðir 2021

2103001

288. fundur dags. 20.04.2021.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 20:40.

Getum við bætt efni síðunnar?