Fara í efni

Bæjarstjórn

9. fundur 19. desember 2018 kl. 17:30 - 20:15 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson forseti
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Helgason aðalmaður
  • Ólafur Þór Ólafsson fyrsti varaforseti
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Fríða Stefánsdóttir aðalmaður
  • Magnús Sigfús Magnússon annar varaforseti
  • Pálmi Steinar Guðmundsson aðalmaður
  • Daði Bergþórsson aðalmaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá
------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Áður en gengið var til dagskrár fór forseti bæjarstjórnar með minningarorð og minntist Guðna Ingimundarsonar heiðursborgara Garðs sem lést þann 16. desember 2018. Bæjarstjórn heiðraði minningu Guðna Ingimundarsonar og sendir fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur.

1.Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2019 - 2022

1809099

Fjárhagsáætlun fyrir árin 2019-2022 lögð fram til síðari umræðu.
Til máls tóku: MS, EJP, HS, MSM,DB, EÞ, ÓÞÓ og HH

Afgreiðsla:
Bæjarstjóri fór yfir helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar. Elísabet Þórarinsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Heildartekjur samstæðu A og B hluta eru áætlaðar kr. 4.022.302 þús., heildargjöld fyrir afskriftir og fjármagnsliði eru áætluð kr. 3.468.034 þús. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og afskriftir er kr. 554.208 þús., eða 13,8 % af heildartekjum. Afskriftir eru áætlaðar kr. 217.200 þús. og fjármagnsgjöld umfram fjármagnstekjur kr. 188.801 þús. Rekstrarniðurstaða A og B hluta er áætluð kr. 148.267 þús.

Heildartekjur A hluta sveitarsjóðs eru áætlaðar kr. 3.812.097 þús. og heildargjöld fyrir afskriftir og fjármagnsliði kr. 3.379.193 þús. Rekstrarniðurstaða A hluta fyrir fjármagnsliði og afskriftir er áætluð kr. 432.904 þús., eða 11,4 % af heildartekjum. Afskriftir A hluta eru kr. 178.631 þús. og fjármagnsgjöld umfram fjármagnstekjur kr. 107.212 þús. Rekstrarniðurstaða A hluta er áætluð kr. 147.060 þús.

Heildareignir samstæðu A og B hluta eru áætlaðar kr. 8.136.6451 þús. í árslok 2019. Heildar skuldir og skuldbindingar kr. 4.111.929 þús., þar af lífeyrisskuldbindingar kr. 887.242 þús. Langtímaskuldir í árslok 2019 eru áætlaðar kr. 2.637.419 þús., þar af við lánastofnanir kr. 2.533.189 þús. Skuldahlutfall í árslok 2019 er áætlað 102,2% og skuldaviðmið samkvæmt sveitarstjórnarlögum 62,1%.

Veltufé frá rekstri í samstæðu A og B hluta er áætlað kr.499.570 þús., afborganir langtímaskulda kr. 179.756 þús. og fjárfestingar 2019 kr. 290.000 þús.

Áætlað er að handbært fé í árslok 2019 verði kr. 712.093 þús.

Fyrir liggur tillaga um gjaldskrá sveitarfélagsins fyrir árið 2019. Samþykkt hefur verið að álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt, eða 14,52%. Álagningarhlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði verði lækkað úr 0,4% í 0,33%, álagningarhlutfall vegna opinberra bygginga verði 1,32% og vegna atvinnuhúsnæðis 1,65%.

Almenn þjónustugjaldskrá og gjaldskrá Hafnarsjóðs eru uppfærðar um 4% frá 2018.

Bókun bæjarstjórnar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar:

Fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs fyrir árin 2019-2022 er nú til annarrar umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn. Þetta er fyrsta fjárhagsáætlun sem unnin er fyrir hið nýja sameinaða sveitarfélag sem mun innan tíðar fá heitið Suðurnesjabær. Að þessu sinni fer vinnsla fjárhagsáætlunar fram við óvenjulegar aðstæður þar sem sameining sveitarfélaganna tók gildi fyrir rúmum 6 mánuðum og ekki hefur verið eðlilegt svigrúm til þess að vinna að áætlunargerðinni með venjubundnum hætti. Fjárhagsáætlun verður nánar yfirfarin á nýju ári, einnig mun bæjarstjórn taka ákvarðanir um einstakar fjárfestingar í byrjun árs 2019. Fjárhagur og rekstur sveitarfélagsins stendur á traustum grunni og hefur mikla möguleika til framtíðar til að eflast enn frekar með aukinni þjónustu við íbúana og samfélagið í heild.

Bæjarstjórn þakkar bæjarstjóra og starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vel unnið verk, við óvenjulegar aðstæður, við að vinna fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.


Fjárhagsáætlun 2019-2022, ásamt gjaldskrám samþykkt samhljóða.

2.Sameinað sveitarfél Sandg/Garð: samþykkt

1806761

Tillaga um breytingar á Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins, síðari umræða.
Til máls tóku: MS og EJP

Afgreiðsla:
Tillaga um breytingar á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins samþykkt samhljóða eftir síðari umræðu í bæjarstjórn.

3.Samband íslenskra sveitarfélaga - umboð til kjarasamningsgerðar

1812007

á 14. fundi bæjarráðs var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að umboð til Sambands íslenskra sveitarfélaga til að fara með kjarasamningsumboð fyrir hönd sveitarfélagsins verði endurnýjað.
Til máls tók EJP

Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullt umboð til gerðar kjarasamninga fyrir hönd sveitarfélagsins.

4.Brunavarnir Suðurnesja - ábyrgð vegna lántöku

1812033

Á 14. fundi bæjarráðs var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að ábyrgð vegna lántöku vegna byggingar nýrrar slökkvistöðvar verði veitt.
Til máls tóku: MS og EJP

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs samþykkir hér með á 9. fundi sínum, dags. 19. desember 2018, að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Brunavarna Suðurnesja bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 550.000.000 með lokagjalddaga þann 15. nóvember 2055, í samræmi við skilmála að lánasamningi. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki bæjarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.

Er lánið tekið til byggingar nýrrar slökkvistöðvar að Flugvöllum 20 í Reykjanesbæ, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Bæjarstjórn Sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs skuldbindur hér með sveitarfélagið sem einn af eigendum Brunavarna Suðurnesja bs. til að breyta ekki ákvæði samþykkta félagsins sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að sameinað sveitarfélag Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs selji eignarhlut í Brunavörnum Suðurnesja bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi ábyrgð að láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Jóni Guðlaugssyni kt. 091252-2609, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða.

5.Verndarsvæði í byggð - Krókskotstún-Landakotstún Sandgerði

1806563

Í framhaldi af bókun í Framkvæmda og skipulagsráði þann 18.september 2018 og opinn samráðsfund í Vörðunni þann 23. október 2018, var á 7. fundi bæjarstjórnar þann 7. nóvember 2018 samþykkt samhljóða að auglýsa tillögu um verndarsvæði í byggð, skv. 5. gr. laga um Verndarsvæði í byggð nr. 87/2015.
Til máls tók: EJP

Afgreiðsla:
Auglýsinga- og athugasemdafresti við skýrsluna er lokið. Nokkrar almennar fyrirspurnir bárust og ein athugasemd þar sem Erlingur Björnsson, talsmaður landeigenda Landakotslands, óskar eftir að athugasemdafrestur verði framlengdur þar sem landeigendum hafi ekki gefist nægur tími til að kynna sér málið nægjanlega vel. Bæjarstjórn samþykkir að framlengja athugasemdafrest til 15. janúar n.k.

6.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2018-2019

1810025

Á 14. fundi bæjarráðs var samþykkt að fela bæjarstjóra að vinna tillögu að sérreglum um úthlutun byggðakvóta í sveitarfélaginu sem byggi á fyrri sérreglum í byggðakjörnunum og verði lögð fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
Til máls tóku:EJP, MS, MSM, DB, HH, PSG og ÓÞÓ

Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að óska eftir því að eftirfarandi sérreglur gildi um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019 í byggðarlögunum Sandgerði og Garði, í Sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs.

Ákvæði reglugerðar nr. 685/2018 gilda um úthlutun byggðakvóta Sandgerðis með eftirfarandi viðauka/breytingum:

a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1.gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt þannig að 40% byggðakvótans skiptist jafnt milli skipa þó ekki meira í þorskígildum talið en viðkomandi skip landaði í þorskígildum í Sandgerði á fiskveiðiárinu 2017/2018 og 60% skipt hlutfallslega til sömu skipa af því aflamarki sem fallið hefur til byggðarlagsins, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, á tímabilinu 1. september 2017 til 31. ágúst 2018.

b) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa í Sandgerði þeim afla sem telja á til byggðakvóta Sandgerðis og til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2018 til 31. ágúst 2019.

Ákvæði reglugerðar nr. 685/2018 gilda um úthlutun byggðakvóta Garðs, með eftirfarandi viðauka/breytingum:

a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1.gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt þannig að 40% byggðakvótans skiptist jafnt milli skipa þó ekki meira í þorskígildum talið en viðkomandi skip landaði í þorskígildum á fiskveiðiárinu 2017/2018 og 60% skiptist hlutfallslega til sömu skipa, af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlagsins, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, á tímabilinu 1. september 2017 til 31. ágúst 2018.

b) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa í Sandgerði þeim afla sem telja á til byggðakvóta Garðs og til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2018 til 31. ágúst 2019.

7.Íþróttamaður ársins

1811002

Á þriðja fundi Íþrótta- og tómstundaráðs lagði ráðið fram reglur um val á íþróttamanni ársins til staðfestingar hjá bæjarstjórn.
Til máls tóku: EJP, FS og MS

Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að staðfesta reglur um val á íþróttamanni ársins.

8.Vörðubraut 4 - umsókn um lóð

1811066

Á sjötta fundi Framkvæmda- og skipulagsráðs var umsókn um lóð að Vörðubraut 4 tekin fyrir.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla Framkvæmda- og skipulagsráðs samþykkt samhljóða.

9.Sjónarhóll 1 - umsókn um lóð

1811067

Á sjötta fundi Framkvæmda- og skipulagsráðs var umsókn um lóð að Sjónarhól 1 tekin fyrir.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla Framkvæmda- og skipulagsráðs samþykkt samhljóða.

10.Þinghóll 5 - umsókn um lóð

1812068

Á sjötta fundi Framkvæmda- og skipulagsráðs var umsókn um lóð að Þinghól 5 tekin fyrir.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla Framkvæmda- og skipulagsráðs samþykkt samhljóða.

11.Bæjarráð - 14

1812005F

Fundur dags. 12.12.2018.
Til máls tóku: EJP, PSG, LE, MS,ÓÞÓ

Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.

12.Hafnarráð - 4

1812006F

Fundur 10.12.2018.
Til máls tóku: EJP, MS, ÓÞÓ, HH, MSM, FS, DB, PSG og HS

Afgreiðsla:
Vegna máls númer tvö í fundargerðinni er samþykkt samhjóða að fela hafnarstjóra að skila inn uppfærðri fjárhagsáætlun ásamt greinargerð þar sem gert er betur grein fyrir tillögunni um viðbótar stöðugildi. Uppfærð áætlun og greinargerð verði tekin til umræðu í bæjarráði og síðar í bæjarstjórn.

13.Íþrótta- og tómstundaráð - 3

1812008F

Fundur dags. 13.12.2018.
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.

14.Framkvæmda- og skipulagsráð - 6

1812010F

Fundur dags. 18.12.2018.
Til máls tóku: EJP, FS, LE, ÓÞÓ og HS

Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.

15.Fjölskyldu- og velferðarráð fundargerðir 2018

1806200

5. fundur dags. 06.12.2018.
Til máls tóku: EJP og HS

Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram og samþykkt samhljóða að hækka styrk um lögmannsaðstoð eins og ráðið leggur til sbr. fyrsta mál í fundargerðinni.

16.Sorpeyðingarstöð Suðurnesja fundargerðir 2018

18061404

498. fundur stjórnar dags. 06.12.2018.
Afgreiðsla:
Fundaregðin lögð fram.

17.Öldungaráð: fundargerðir 2018

18061410

Fundur stjórnar dags. 03.12.2018.
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.

18.Brunavarnir Suðurnesja: fundargerðir 2018

1809047

36. fundur stjórnar dags. 05.12.2018.
Afgreiðsla:
Fundargerðin lögð fram.

19.Heklan: fundargerðir 2018

1808073

68. fundur stjórnar dags. 30.11.2018.
Afgreiðsla:
Fundaregerðin lögð fram.

20.Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja - fundargerðir 2018

1811093

16. fundur dags. 25.10.2018.
Til máls tók: ÓÞÓ

Afgreiðsla:
Fundaregerðin lögð fram.

21.Reykjanes jarðvangur: fundargerðir 2017 og 2018

1806568

48. fundur stjórnar dags. 14.12.2018.
Til máls tók: EJP

Afgreiðsla:
Fundaregerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 20:15.

Getum við bætt efni síðunnar?