Fara í efni

Bæjarstjórn

33. fundur 03. mars 2021 kl. 17:30 - 18:35 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson forseti
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Helgason aðalmaður
  • Laufey Erlendsdóttir fyrsti varaforseti
  • Fríða Stefánsdóttir aðalmaður
  • Katrín Pétursdóttir aðalmaður
  • Magnús Sigfús Magnússon annar varaforseti
  • Pálmi Steinar Guðmundsson aðalmaður
  • Daði Bergþórsson aðalmaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Þóknanir í nefndum og ráðum

2004050

Á 67. fundi bæjarráðs, dags. 10. febrúar var samþykkt að uppfæra samþykktir samkvæmt fyrirliggjandi drögum og vísa þeim til bæjarstjórnar til samþykktar.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að staðfesta uppfærðar samþykktir um þóknanir í nefndum og ráðum.

2.Styrkir til félagasamtaka vegna fasteignagjalda

1902033

Á 67. fundi bæjarráðs, dags 10. febrúar, var samþykkt að veita styrk til greiðslu fasteignagjalda Kiwanisklúbbsins Hofs.
Á 68. fundi bæjarráðs, dags. 24. febrúar, var samþykkt að veita styrk til greiðslu fasteignagjalda Útskálasóknar og Golfklúbbs Suðurnesja.
Afgreiðsla:

Afgreiðslur bæjarráðs samþykktar samhljóða.

3.Fjárhagsáætlun 2021 - viðaukar

2102089

Á 68. fundi bæjarráðs dags. 24. febrúar var viðauki 1 samþykktur.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

4.Úttekt 2020 - aðgerðaáætlun - trúnaðarmál

2011095

Á 68. fundi bæjarráðs voru tillögur í minnisblaði frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs samþykktar.
Til máls tóku: DB, EJP, PSG, HH, HS, MS, FS og MSM.

Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráð samþykkt með 8 atkvæðum D-, J- og H-lista. Fulltrúi B-lista situr hjá.

5.Aðalskipulag Suðurnesjabæjar

2101022

Á 24. fundi framkvæmda- og skipulagsráðs, dags. 17. febrúar, voru drög að skipulags- og matslýsingu lögð fram til umfjöllunar.
Ráðið samþykkti fyrirliggjandi drög og leggur til að bæjarstjórn samþykki að skipulags- og matslýsingin verði kynnt íbúum og öðrum hagsmunaraðilum. Einnig að leitað verði umsagnar hjá Skipulagsstofnun og þeim umsagnaraðilum sem tilgreindir eru í lýsingunni í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tóku: EJP, HH, FS og MSM.

Afgreiðsla:

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að skipulags-og matslýsing aðalskipulags Suðurnesjabæjar verði kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Leitað verði umsagnar hjá Skipulagsstofnun og hjá þeim umsagnaraðilum sem tilgreindir eru í lýsingunni, í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Reglur og skilmálar um úthlutun lóða í Suðurnesjabæ

2102070

á 24. fundi framkvæmda- og skipulagsráðs, dags. 17. febrúar, voru reglur og skilmálar vegna úthlutunar lóða í Suðurnesjabæ lagðar fram til umfjöllunar.
Ráðið leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að Reglum og skilmálum um úthlutun lóða í Suðurnesjabæ með lítilsháttar breytingu sem rædd var á fundinum.
Til máls tóku: FS, EJP, DB, HH og MS.

Afgreiðsla:

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu að reglum og skilmálum um úthlutun lóða í Suðurnesjabæ.

7.Bæjarráð - 67

2102005F

Fundur dags. 10.02.2021.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

8.Bæjarráð - 68

2102010F

Fundur dags. 24.02.2021.
Til máls tóku: HH og MS.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

9.Framkvæmda- og skipulagsráð - 24

2102012F

Fundur dags. 17.02.2021.
Til máls tóku: EJP, FS, HS, MSM, DB, MS og PSG.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

10.Fjölskyldu- og velferðarráð - 28

2102017F

Fundur 21.02.2021.
Til máls tóku: EJP og MS.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

Mál 2,3,5,6 og 7 trúnaðarmál.

11.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2021

2101065

766. fundur stjórnar dags. 17.02.2021.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

12.Heilbrigðisnefnd Suðurnesja fundargerðir 2020

2001110

286. fundur dags. 17.12.2020.
Til máls tók: EJP

Afgreiðsla:

Lagt fram.

13.Heilbrigðisnefnd Suðurnesja - fundargerðir 2021

2103001

287. fundur dags. 25.02.2021.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:35.

Getum við bætt efni síðunnar?