Bæjarstjórn
Dagskrá
1.Neyðarathvörf Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa
2011068
Á 24. fundi fjölskyldu-og velferðarráðs var fjallað um bréf frá Reykjavíkurborg varðandi samstarf um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa. Fjölskyldu-og velferðarráð leggur til að gengið verði til samninga við Reykjavíkurborg um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum fyrir heimilislausa þjónustuþega Suðurnesjabæjar.
2.Ferða-, safna- og menningarráð - 12
2012018F
Fundur dags. 17.12.2020.
Til máls tók: EJP
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn óskar verðlaunahöfum jólahúss og ljósahúss 2020 til hamingju með viðurkenningar. Jólahús var valið Dynhóll 6 og ljósahús Hlíðargata 43.
Bæjarstjórn lýsir ánægju með og þakkar fyrir jólaþátt Suðurnesjabæjar, sem sendur var út í samstarfi við Víkurfréttir fyrir jólin.
Lagt fram.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn óskar verðlaunahöfum jólahúss og ljósahúss 2020 til hamingju með viðurkenningar. Jólahús var valið Dynhóll 6 og ljósahús Hlíðargata 43.
Bæjarstjórn lýsir ánægju með og þakkar fyrir jólaþátt Suðurnesjabæjar, sem sendur var út í samstarfi við Víkurfréttir fyrir jólin.
Lagt fram.
3.Fjölskyldu- og velferðarráð - 24
2012014F
Fundur dags. 17.12.2020.
Til máls tók: EJP
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn lýsir enn og aftur miklum áhyggjum vegna fjölda atvinnulausra einstaklinga í sveitarfélaginu og beinir því til stjórnvalda að leggja enn meiri áherslu á úrlausnir fyrir atvinnulífið og einstaklinga, í samstarfi við sveitarfélög og aðra aðila. Jafnframt er vakin athygli á þeirri staðreynd að mikið atvinnuleysi af völdum heimsfaraldurs kórónuveiru hefur mest áhrif á atvinnustöðu kvenna á Suðurnesjum, sem er mikið áhyggjuefni.
Lagt fram.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn lýsir enn og aftur miklum áhyggjum vegna fjölda atvinnulausra einstaklinga í sveitarfélaginu og beinir því til stjórnvalda að leggja enn meiri áherslu á úrlausnir fyrir atvinnulífið og einstaklinga, í samstarfi við sveitarfélög og aðra aðila. Jafnframt er vakin athygli á þeirri staðreynd að mikið atvinnuleysi af völdum heimsfaraldurs kórónuveiru hefur mest áhrif á atvinnustöðu kvenna á Suðurnesjum, sem er mikið áhyggjuefni.
Lagt fram.
4.Framkvæmda- og skipulagsráð - 22
2012011F
Fundur dags. 21.12.2020.
Til máls tóku: PSG, EJP, FS, HS, MS, DB og MSM.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
5.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2020
2001054
764. fundur stjórnar dags. 16.12.2020.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 18:03.
Samþykkt samhljóða að ganga til samninga við Reykjavíkurborg, sbr samþykkt ráðsins.