Fara í efni

Bæjarstjórn

30. fundur 18. desember 2020 kl. 17:30 - 19:30 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson forseti
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Helgason aðalmaður
  • Laufey Erlendsdóttir fyrsti varaforseti
  • Fríða Stefánsdóttir aðalmaður
  • Katrín Pétursdóttir aðalmaður
  • Magnús Sigfús Magnússon annar varaforseti
  • Pálmi Steinar Guðmundsson aðalmaður
  • Daði Bergþórsson aðalmaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Áður en gengið var til dagskrár óskaði forseti eftir því að eftirfarandi yrði bókað.

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar sendir íbúum Seyðisfjarðar hlýjar kveðjur vegna þeirra náttúruhamfara sem orðið hafa í bænum.

1.Fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar 2021

2007010

Síðari umræða.
Til máls tóku: EJP, MS,FS, HH, HS, DB og MSM.

Afgreiðsla:

Bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögu um fjárhagsáætlun eins og hún liggur fyrir við síðari umræðu.

Fjárhagsáætlun ársins 2021 og rammaáætlun fyrir árin 2022-2024 markast af mikilli óvissu vegna heimsfaraldurs Kórónuveiru og þeim miklu afleiðingum sem faraldurinn hefur á rekstur og efnahag Suðurnesjabæjar. Afleiðingar faraldursins hafa haft mikil áhrif á rekstur sveitarfélagsins á árinu 2020, með tilheyrandi tekjufalli og ófyrirséðum útgjöldum. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árin 2021-2024 var unnið út frá ýmsum forsendum, svo sem hagspám, áætlun Sambands ísl. sveitarfélaga um útsvarstekjur, fasteignamati, áætlun Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og atvinnuástandi í sveitarfélaginu. Það er ljóst að margir áhrifaþættir eru markaðir mikilli óvissu, í því sambandi skiptir mestu hver verður þróun faraldurs kórónuveiru næstu misseri og ár. Þar skiptir mestu máli að sem fyrst dragi úr atvinnuleysi.

Í forsendum fjárhagsáætlunar er álagningarhlutfall útsvars óbreytt frá fyrri árum, eða 14,52%, álagningarhlutfall fasteignagjalda eru óbreytt frá fyrra ári og ýmsir rekstrarliðir eru hækkaðir til samræmis við spá um verðlagsbreytingar. Í þjónustugjaldskrá eru ýmsir liðir sem snerta barnafjölskyldur óbreyttir að krónutölu frá 2020 og má þar m.a. nefna leikskólagjöld. Aðrir liðir eru hækkaðir til samræmis við áætlaðar verðlagsbreytingar. Með þeim hætti vill bæjarstjórn koma til móts við barnafjölskyldur í því efnahagsástandi sem nú ríkir.

Í rekstraráætlun A og B hluta eru heildartekjur áætlaðar 4.415,4 mkr. og framlegð rekstrar fyrir afskriftir og fjármagnsliði 233,7 mrk. Að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða er rekstrarniðurstaða neikvæð, þannig að rekstrarhalli samstæðu A og B hluta er áætlaður 142,4 mkr. Bæjarstjórn hefur ekki ráðist í hagræðingu í rekstri til að mæta efnahagsástandinu og tekjufalli, fjárhagsáætlunin felur í sér að þjónustustig sveitarfélagsins er ekki skert og áhersla lögð á að viðhalda þjónustu og halda uppi viðhaldi eigna sveitarfélagsins, enda er gengið út frá því að um tímabundið ástand sé að ræða.

Þrátt fyrir þrönga stöðu og mikla óvissu er áætlað að ráðast í miklar fjárfestingar árið 2021, eða alls 670,8 mkr. Með því leitast bæjarstjórn við að leggja sitt af mörkum við að halda uppi atvinnu. Þar má m.a. nefna að lokið verður við viðbyggingu Gerðaskóla og hafnar framkvæmdir við byggingu á nýjum leikskóla í Sandgerði. Þá verður ráðist í uppbyggingu á nýju íbúðahverfi í Sandgerði, en mikil eftirspurn er eftir íbúðalóðum í sveitarfélaginu og vill bæjarstjórn mæta þeirri eftirspurn með því að halda uppi lóðaframboði. Auk þessara framkvæmda eru ýmis minni verkefni í framkvæmdaáætlun. Til að mæta fjárþörf vegna fjárfestinga er gert ráð fyrir lántöku að fjárhæð allt að 550 milljónum króna. Efnahagsleg staða sveitarfélagsins er góð og er áætlað að skuldaviðmið í árslok 2021 verði 79,8%, vel undir 150% sem eru þau mörk sem fjármálareglur sveitarstjórnarlaga kveða á um. Áætlað er að handbært fé í árslok 2021 verði 467 mkr.

Samhljóða bókun bæjarstjórnar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar:

Fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar fyrir árið 2021, ásamt áætlun til áranna 2022-2024 kemur nú til síðari umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn. Fjárhagsáætlunin felur í sér mikla óvissu vegna heimsfaraldurs Kórónuveiru og þeim miklu afleiðingum sem faraldurinn hefur á rekstur og efnahag sveitarfélagsins. Afleiðingar faraldursins hafa valdið miklu tekjufalli og ófyrirséðum útgjöldum á árinu 2020. Vegna mikillar óvissu um um þróun atvinnu-og efnahagsmála árið 2021 eru ýmsir fyrirvarar um forsendur fjárhagsáætlunar, en mestu skiptir hver verður þróun faraldurs kórónuveiru næstu misseri og ár. Í því sambandi er mikilvægast að atvinnulífið nái fyrri styrk og það mikla atvinnuleysi sem nú er hverfi sem allra fyrst. Þrátt fyrir þrönga stöðu og mikla óvissu er áætlað að ráðast í miklar fjárfestingar árið 2021, eða alls 670,8 mkr. Þannig leitast bæjarstjórn við að leggja sitt af mörkum við að halda uppi atvinnu. Meðal mikilvægra verkefna má nefna að lokið verður við viðbyggingu Gerðaskóla og hafnar framkvæmdir við byggingu á nýjum leikskóla í Sandgerði. Þá verður ráðist í uppbyggingu á nýju íbúðahverfi í Sandgerði, en mikil eftirspurn er eftir íbúðalóðum í sveitarfélaginu og vill bæjarstjórn mæta þeirri eftirspurn með því að halda uppi lóðaframboði. Í fjárfestingaáætlun birtist því stefna bæjarstjórnar um markvissa og myndarlega uppbyggingu innviða í Suðurnesjabæ, þannig að aðstæður til fyrsta flokks þjónustu við íbúa sveitarfélagsins verði eins og best verði á kosið.

Þrátt fyrir áföll vegna Kórónuveirunnar stendur fjárhagur og rekstur sveitarfélagsins á traustum grunni en ávallt er mikilvægt að fara varlega í fjárfestingar og leita ávallt leiða til að hagræða án þess að það bitni á þeirri góðu þjónustu sem íbúar njóta.

Bæjarstjórn þakkar bæjarstjóra og starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vel unnið verk við vinnslu fjárhagsáætlunar og fyrir frábært starf á árinu sem hefur verið erfitt á löngum köflum, enda hafa aðstæður verið vægast sagt óvenjulegar.

Fjárhagsáætlun ársins 2021 og fyrir árin 2022-2024, ásamt þjónustugjaldskrá og gjaldskrá Sandgerðishafnar er samþykkt samhljóða.

2.Fjárhagsáætlun 2020 - viðaukar

2001039

Á 63. fundi bæjarráðs var fjallað um viðauka nr. 23, framhaldsskóli. Bæjarráð samþykkti samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að staðfesta viðaukann.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að staðfesta viðauka nr. 23.

3.Lánasjóður sveitarfélaga-endurfjármögnun

2012069

Á 63. fundi bæjarráðs var samþykkt samhljóða heimild til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga til uppgreiðslu eldri og óhagkvæmari lána.
Til máls tóku: EJP og MS.

Afgreiðsla:

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 170.000.000 kr. til allt að 35 ára, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér.
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, verðbóta dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til endurfjármögnunar á eldri lánum sem upphaflega voru tekin vegna félagslegs húsnæðis, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Magnúsi Stefánssyni, kt. 011060-3319, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Suðurnesjabæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða.

4.Keilir - húsnæðismál

2001028

Á 63. fundi bæjarráðs var fjallað um erindi frá Mennta-og menningarmálaráðuneyti varðandi fjárhagslega aðkomu ríkisins og sveitarfélaga að rekstri Keilis. Bæjarráð samþykkti samhljóða að Suðurnesjabær kaupi hluti í Keili að fjárhæð 23,1 mkr. Jafnframt var samþykkt með tveimur atkvæðum J og D lista að Einar Jón Pálsson fari með umboð sveitarfélagsins á hluthafafundi Keilis.
Til máls tóku: EJP, MSM, DB, HH, HS og PSG.

Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs var samþykkt með 8 atkvæðum. Fulltrúi B-lista greiddi atkvæði gegn tillögunni.
Tillaga fulltrúa B-lista, um frestun á tilnefningu fulltrúa í stjórn, var felld með 6 atkvæðum D- og J- lista, 2 fulltrúar H- lista sátu hjá og fulltrúi B- lista samþykkti frestunartillöguna.
Samþykkt með 6 atkvæðum D- og J- lista að skipa Einar Jón Pálsson í stjórn Keilis fyrir hönd Suðurnesjabæjar og Fríðu Stefánsdóttur til vara. Tveir fulltrúar H-lista sátu hjá og fulltrúi B-lista greiddi atkvæði gegn tillögunni.

5.Umhverfismál - trúnaðarmál

2012015

Á 63. fundi bæjarráðs var afgreiðsla máls skráð sem ítarbókun.
Til máls tóku: EJP, MS, PSG, HS, LE og HH.

Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

6.Kæra útboðs - trúnaðarmál

2012031

Á 63. fundi bæjarráðs var niðurstaða máls skráð sem ítarbókun.
Til máls tóku: MS, PSG, DB og EJP.

Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt með átta atkvæðum. Fulltrúi B- lista sat hjá.

7.Samstarfssamningar félagasamtök

1901039

Á 63. fundi bæjarráðs voru til umfjöllunar drög að samstarfssamningum við Knattspyrnudeild Reynis, Knattspyrnufélagið Víðir, Körfuknattleiksdeild Reynis og Golfklúbb Sandgerðis. Samningsdrögin voru samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: HH og DB.

Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

8.Stafræn þjónusta

2003042

Á 63. fundi bæjarráðs var fjallað um minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs, þar sem fram kemur tillaga Starfæns ráðs sveitarfélaga um skiptingu kostnaðar við verkefnið. Bæjarráð samþykkti tillögu í minnisblaðinu um kostnaðarskiptingu.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

9.Stytting vinnuvikunnar

2009066

Á 63. og 64. fundum bæjarráðs var fjallað um tillögur um útfærslur á styttingu vinnuviku hjá starfsfólki á dagvinnulaunum.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

10.Ferskir vindar - Alþjóðleg listahátíð

1810021

Á 64. fundi bæjarráðs var fjallað um drög að samningi við Ferska vinda um listahátíðina 2021-2022.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt með 8 atkvæðum. Fulltrúi B-lista greiddi atkvæði gegn tillögunni.

11.Gatnagerð - Hverfi Sunnan Sandgerðisvegar

2012055

Á 64. fundi bæjarráðs var samþykkt að veita heimild til útboðs á framkvæmdum við fyrsta áfanga Skerjahverfis.
Til máls tóku: DB, MS, FS, MSM, EJP og HS.

Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

12.Sandgerðishöfn - rekstur

1912037

Á 12. fundi hafnarráðs var samþykkt að afskrifa óinnheimtanlegar kröfur vegna hafnargjalda, sem hafa verið í árangurslausri innheimtu undanfarin ár. Fjárhæð til gjaldfærslu árið 2020 er kr. 211.197, heildar afskrift af niðurfærslureikningi er kr. 4.132.514.

Afgreiðsla:

Afgreiðsla hafnarráðs samþykkt samhljóða.

13.Ósk um tímabundið leyfi

1905084

Ósk frá Vitor Hugo Eugenio um áframhaldandi leyfi frá skyldum sem bæjarfulltrúi.
Ósk frá Katrínu Pétursdóttur um tímabundið leyfi frá skyldum í fjölskyldu- og
velferðarráði.
Ósk frá Bryndísi Einarsdóttur um áframhaldandi leyfi frá skyldum sem varabæjarfulltrúi.
Afgreiðsla:

Ósk frá Vitor Hugo Eugenio um áframhaldandi leyfi frá skyldum sem bæjarfulltrúi.
Ósk frá Katrínu Pétursdóttur um tímabundið leyfi frá skyldum í fjölskyldu-og velferðarráði.
Ósk frá Bryndísi Einarsdóttur um áframhaldandi leyfi frá skyldum sem varabæjarfulltrúi.

Samþykkt með 8 atkvæðum. Fulltrúi B-lista sat hjá.


14.Bæjarráð - 63

2011022F

Fundur dags. 09.12.2020.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

15.Bæjarráð - 64

2012010F

Fundur dags. 16.12.2020.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

16.Hafnarráð - 12

2012004F

Fundur dags. 10.12.2020.
Til máls tóku: FS og HH.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

17.Samband íslenskra sveitarfélaga fundargerðir 2020

2002007

892. fundur stjórnar dags. 14.12.2020.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

18.Þekkingarsetur Suðurnesja fundargerðir 2020

2003074

36. fundur stjórnar dags. 03.12.2020.
Til máls tók: FS

Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?