Fara í efni

Bæjarstjórn

7. fundur 07. nóvember 2018 kl. 17:30 - 21:00 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson forseti
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Helgason aðalmaður
  • Ólafur Þór Ólafsson fyrsti varaforseti
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Fríða Stefánsdóttir aðalmaður
  • Magnús Sigfús Magnússon annar varaforseti
  • Pálmi Steinar Guðmundsson aðalmaður
  • Daði Bergþórsson aðalmaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Heiti sameinaðs sveitarfélags

1807102

Kosið var um nafn á sameiginlegt sveitarfélag laugardaginn 3. nóvember. Alls tóku 933 þátt í könnuninni af 2.709 sem höfðu kosningarétt. Þátttaka var 34,44% og skiptust atkvæði þannig að Heiðarbyggð hlaut 57 atkvæði, eða 6,1%, Suðurnesjabær hlaut 703 atkvæði, eða 75,3% og Sveitarfélagið Miðgarður hlaut 160 atkvæði, eða 17,1%.
Til máls tóku:EJP, FS, PSG, MS, DB
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að heiti Sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs verði Suðurnesjabær.

Ákvörðun bæjarstjórnar byggir á ákvæðum 5. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og verður heiti sveitarfélagsins breytt í Samþykkt um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins að fenginni staðfestingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, og tekur þar með gildi.

Heitið Suðurnesjabær fékk yfirburðastuðning í könnun meðal íbúa. Að mati bæjarstjórnar uppfyllir nafnið skilyrði 5. gr. sveitarstjórnarlaga um heiti sveitarfélaga enda er nafnið í samræmi við íslenska málfræði og málvenju.

Bæjarstjóra er falið að óska eftir staðfestingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á nafninu Suðurnesjabær.

2.Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins: 2019

1809099

Frá 11. fundi bæjarráðs
Samþykkt samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt, eða 14,52%.
Til máls tóku:ÓÞÓ og EJP
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að álagningarhlutfall útsvars 2019 verði 14,52%.

3.Lækjamót 65 viðauki 2018

1809121

Frá 10. fundi bæjarráðs 9. október 2018, þriðja mál (sjá 13. mál í þessari fundargerð)
Samþykkt samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.
Til máls tóku FS og EJP
Afgreiðsla:
Viðauki við fjárhagsáætlun samþykktur samhljóða.

4.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2018-2019

1810025

Frá 11. fundi bæjarráðs 24. október 2018, sjöunda mál (sjá 14. mál í þessari fundargerð.
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta, annars vegar fyrir byggðarlagið í Garði og hins vegar fyrir byggðarlagið í Sandgerði, á grundvelli laga nr.116/2006.
Til máls tóku:PSG og EJP
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

5.Lionsklúbbur Sandgerðis - jólahátíð eldri borgara í Sandgerði - ósk um styrk

1810074

Frá 11. fundi bæjarráðs 24. október 2018, áttunda mál.
Samþykkt samhljóða að verða við erindinu og veita fjárstyrk kr. 300.000, enda standi eldri borgurum í sameinuðu sveitarfélagi til boða að mæta á jólahátíðina.
Til máls tóku:EJP, HS, MSM
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða. Einnig samþykkt samhljóða að sveitarfélagið greiði kostnað vegna matar.

6.Hafnarstjóri: ráðning í starf

1808008

Fundargerð þriðja fundar Hafnarráðs 17. október 2018, fyrsta mál.
Samþykkt samhljóða að Rúnar V Arnarson verði ráðinn hafnarstjóri Sandgerðishafnar og lagt til við bæjarstjórn að staðfesta ráðninguna.
Sæmundur Sæmundsson gerði grein fyrir sinni afstöðu, þar sem hann leggur áherslu á mikilvægi starfsreynslu núverandi verkefnisstjóra hafnarinnar.
Til máls tóku:MS, MSM, EJP, DB, HH, FS, PSG og ÓÞÓ
Afgreiðsla:

MSM lagði fram tillögu frá fulltrúum H - lista svohljóðandi:
Tillaga um að ráða Grétar Sigurbjörnsson sem Hafnarstjóra við Sandgerðishöfn.
Grétar hefur starfað sem staðgengill hafnarstjóra undanfarin ár og sinnt því starfi með sóma. Grétar var við störf þegar allt viðhald og framkvæmdir voru í lágmarki vegna fjárhagsstöðu Sandgerðisbæjar, og leysti úr öllum þeim uppákomum með sóma og án kvartana frá viðskiptavinum hafnarinnar. Grétar hefur starfað sem yfirmaður á Sandgerðishöfn í tæp tíu ár og engar kvartanir á hann bornar vegna starfanna. Er hægt að hafa betri meðmæli en þessi.

MSM óskaði eftir fundarhlé til að lesa gögn um umsækjendur og varð forseti við þeirri beiðni. Hlé var gert á fundi.

Forseti bar upp tillögu H-lista.
Fellt með 6 atkvæðum D og J lista á móti tveimur atkvæðum H-lista. Fulltrúi B lista sat hjá við afgreiðslu.

Samþykkt með 6 atkvæðum, D og J lista gegn tveimur atkvæðum H-lista, að Rúnar V. Arnarson verði ráðinn hafnarstjóri Sandgerðishafafnar.
Fulltrúi B lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

7.Fræðsluráð: starfsáætlun 2018-2022

1808081

Frá þriðja fundi Fræðsluráðs, 16. október 2018, sjötta mál (sjá 15. mál í þessari fundargerð).
Fræðsluráð óskar eftir því við bæjarstjórn að gert verði ráð fyrir samhæfðri vinnu við stefnumótun í sameinuðu sveitarfélagi og skólastefna falli undir þá vinnu. Gert verði ráð fyrir kostnaði vegna þessa við gerð fjárhagsáætlunar 2019.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að vísa málinu til vinnslu fjárhagsáætlunar.

8.Fjárhagsáætlun 2019 - Ferða- safna- og menningarráð

1810047

Frá fjórða fundi Ferða-, safna- og menningarráðs 17. október 2018, annað mál (sjá 16. mál í þessri fundargerð)
Ferða- safna- og menningarráð gerir ekki athugasemdir við fram lagt vinnuplagg. Ráðið bendir á nauðsyn þess að farið verið í samráð og stefnumótun í ferða- safna- og menningarmálum strax á nýju ári og óskar efti að gert verði ráð fyrir fjármagni til þess við gerð fjárhagsáætlunar. Stefnumótun í hinum ýmsu málaflokkum verði samræmd hjá bæjarfélaginu.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að vísa málinu til vinnslu fjárhagsáætlunar.

9.Jól og áramót 2018

1810050

Frá fjórða fundi Ferða-, safna- og menningarráðs 17. október 2018 þriðja og fjórða mál. (sjá 16. mál í þessari fundargerð).
Ferða- safna- og menningarráð leggur til að tendrun jólaljósa fari fram í báðum bæjarhlutum með sama hætti og verið hefur til þessa.
Ferða- safna- og menningarráð leggur til að björgunarsveitirnar Sigurvon og Ægir verði fengnar til að sjá saman um brennu og flugeldasýningu. Ráðið leggur til að brennan og flugeldasýningin fari að þessu sinni fram í Garði á sama stað og undanfarin ár þar sem staðsetning og aðstæður eru með besta móti fyrir brennu.
Til máls tóku:EJP, HS, DB, MSM og ÓÞÓ
Afgreiðsla:
Samþykkt með átta atkvæðum að áramótabrennur verði með sama hætti og undanfarin ár og mótuð verði stefna um fyrirkomulag hátíðahalda í framtíðinni í samráði við samstarfsaðila. Fulltrúi B lista á móti.

10.Fastanefndir: kosning

1806759

Breyting á skipan fulltrúa B-lista í nefnd.
Daði Bergþórsson kemur inn sem áheyrnarfulltrúi fyrir Eyjólf Ólafsson í Hafnarráð.

Breyting á fulltrúum j-lista í fagráðum:
Ari Gylfason tekur sæti sem aðalmaður í Hafnarráði og Bragi Guðjónsson tekur sæti sem varamaður í Hafnarráði.

Afgreiðsla:
Samþykkt með sjö atkvæðum. Fulltrúar H- lista sat hjá.

11.Verndarsvæði í byggð

1806563

Minnisblað frá umhverfis- og tæknifulltrúa.
Minnisblað frá umhverfis- og tæknifulltrúa.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að auglýsa tillögu um verndarsvæði í byggð, skv 5. gr. laga um Verndarsvæði í byggð nr. 87/2015.

12.Vistun í Klettabæ

1810093

Trúnaðarmál
Afgreiðsla málsins er bókuð sem trúnaðarmál og var tekið sem síðasti liður á dagskrá fundarins.

13.Bæjarráð - 10

1810004F

Fundur dags. 9. október 2018.

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram.

14.Bæjarráð - 11

1810012F

Fundur dags. 24.10.2018.

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram.

15.Fræðsluráð - 3

1810007F

Fundur dags. 16.10.2018.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.

16.Ferða-, safna- og menningarráð - 4

1810008F

Fundur dags. 17.10.2018.
Til máls tóku: EJP
Afgreiðsla:

Bæjarstjórn tekur undir að jólaljós verði tendruð á jólatrjám bæjarins í báðum byggðarkjörnum eins og ráðið leggur til.
Fundargerðin lögð fram.
Fundargerð staðfest samhljóða.

17.Hafnarráð - 3

1810011F

Fundur dags. 17. október 2018.

Afgreiðsla:
Sjá sjötta mál á dagskrá þessa fundar bæjarstjórnar.
Lagt fram.

18.Framkvæmda- og skipulagsráð - 4

1810009F

Fundur dags. 30.10.2018.
Afgreiðsla:
2.mál: Afgreiðsla Framkvæmda-og skipulagsráðs samþykkt samhljóða.
4.mál: Afgreiðsla Framkvæmda-og skipulagsráðs samþykkt samhljóða.
5.mál: Afgreiðsla Framkvæmda-og skipulagsráðs samþykkt samhljóða.
6.mál: Afgreiðsla Framkvæmda-og skipulagsráðs samþykkt samhljóða.

(Fundargerðin að öðru leyti lögð fram.)

Fundargerð staðfest samhljóða.

19.Fjölskyldu- og velferðarráð fundargerðir 2018

1806200

a) 3. fundur dags. 19.10.2018.
b) 4. fundur dags. 19.10.2018.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.

20.Samband íslenskra sveitarfélaga: fundargerðir 2018

1806029

a) 863. fundur stjórnar dags. 26.09.2018.
b) 864. fundur stjórnar dags. 10.10.2018.

Afgreiðsla:
Fundargerðir lagðar fram.

21.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2018

1806028

a) 735. fundur stjórnar dags. 10.10.2018.
b) 736. fundur stjórnar dags. 22.10.2018.
Til máls tóku: PSG og EJP
Afgreiðsla:
Fundargerðir lagðar fram.

22.Reykjanes jarðvangur: fundargerðir 2017 og 2018

1806568

a) Aðalfundur dags. 17.09.2018.
b) 46. fundur stjórnar dags. 05.10.2018.
c) 47. fundur stjórnar dags. 05.11.2018.

Afgreiðsla:
Fundargerðir lagðar fram.

23.Sorpeyðingarstöð Suðurnesja fundargerðir 2018

18061404

496. fundur stjórnar dags. 04.10.2018.

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram.

24.Heklan: fundargerðir 2018

1808073

67. fundur dags. 05.10.2018.

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram.

25.Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja: fundargerðir 2018

18061395

a) 270. fundur dags. 27.09.2018.
b) 271. fundur dags. 04.10.2018.
c) 272. fundur dags. 25.10.2018.
d) 273. fundur dags. 01.11.2018.
Til máls tóku: DB, EJP, PSG, HH, HS, ÓÞÓ og FS

Fulltrúi B lista lagði fram tillögu svohljóðandi:
Tillaga um að ákvörðun Heilbrigðisnefndar Suðurnesja um tímabundið starfsleyfi á heitlofsþurrkun fiskafurða að Iðngörðum 10a verði hafnað af bæjarstjórn Sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis og að formaður Heilbrigðisnefndar Suðurnesja kalli saman nefndarfund til að afturkalla leyfið.

H- listi lagði fram eftirfarandi bókun:
Svikin loforð um að heitloftsþurrkun yrði alfarið hætt í Garðinum eftir maí 2018. Meirihluti D og J lista sitja aðgerðalaus hjá meðan fjöldi íbúa Garðs sjá fram á alvarlega skert lífsgæði næstu mánuðina.

Fulltrúi B lista lagði fram eftirfarandi bókun:
B-listinn fordæmir ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja og meirihluta bæjarstjórnar um að leyfa heitlofsþurrkun fiskafurða að Iðngarði 10a í Garði. Íbúar í námunda við verksmiðjuna hafa á undanförnum árum orðið fyrir töluverðum óþægindum og hafa skilyrði til búsetu verið hin verstu á tímabilum. Loforð og fyriráætlanir um betri aðbúnað fyrirtækins hingað til hafa ekki staðist.
Það er því von mín og ég held að ég tali fyrir hönd flestra íbúa í námunda við Iðngarða að fyrirtæki taki tilliti til íbúa og hætti við áform sín um áframhaldandi heitlofsþurrkun fiskafurða á svæðinu.

ÓÞÓ óskaði eftir fundarhlé. Forseti veitti fundarhlé.

Tillaga B lista er felld með 6 atkvæðum gegn einu. Fulltrúar H-lista sitja hjá.

ÓÞÓ gerði grein fyrir afstöðu meirihluta við tillögu B lista:
Fulltrúar meirihlutans hafna tillögu B-listans þar sem það er ekki í valdi bæjarstjórnar að samþykkja eða hafna starfsleyfi. Það vald er hjá HES, sem er sjálfstætt stjórnvald, enda kom sá skilningur fram í máli bæjarfulltrúans Daða Bergþórssonar á fundinum. Samt sem áður ákveður hann að leggja fram tillögu sem ekki fæst staðið og eru slík vinnubrögð ekki til eftirbreytni.


Meirihluti bæjarstjórnar, D og J lista, lagði fram eftirfarandi bókun:
Vegna ákvörðunar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja á 273. fundi hennar um að veita tímabundið leyfi til reksturs heitloftsþurrkunar í Garði vilja bæjarfulltrúar D-lista og J-lista árétta að afstaða bæjaryfirvalda Sveitarfélagsins Garðs frá því í maí 2017, um að heitloftsþurrkun fiskafurða skuli alfarið hætt í sveitarfélaginu, er enn í fullu gildi enda eiga allir íbúar sveitarfélagsins rétt á að búa í umhverfi sem laust við mengun af hvaða toga sem hún er. Nefndinni var kunnugt um þessa afstöðu meirihlutans þegar ákvörðun var tekin í málinu. Það er hins vegar ekki í valdi bæjarstjórnar að veita starfsleyfi heldur gerir heilbrigðisnefnd það sem sjálfstætt stjórnvald. Nefndin starfar innan þess ramma sem lög og reglur setja henni sem og þeim forsendum sem liggja fyrir hverju sinni. Það er því ekki afstaða bæjarstjórnar sem ræður þeim ákvörðunum sem Heilbrigðisnefnd Suðurnesja tekur.

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram.

26.Brunavarnir Suðurnesja: fundargerðir 2018

1809047

35. fundur stjórnar dags. 15.10.2018.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram.

Fundi slitið - kl. 21:00.

Getum við bætt efni síðunnar?