Fara í efni

Bæjarstjórn

28. fundur 04. nóvember 2020 kl. 17:30 - 19:15 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson forseti
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Helgason aðalmaður
  • Laufey Erlendsdóttir fyrsti varaforseti
  • Fríða Stefánsdóttir aðalmaður
  • Katrín Pétursdóttir aðalmaður
  • Magnús Sigfús Magnússon annar varaforseti
  • Pálmi Steinar Guðmundsson aðalmaður
  • Daði Bergþórsson aðalmaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Áður en gengið er til dagskrár, óskar forseti bæjarstjórnar eftir að eftirfarandi verði fært til bókar í fundargerð:

Guðjón Þorgils Kristjánsson lést þann 25. október sl., 72 ára að aldri.

Guðjón lét af störfum hjá Suðurnesjabæ fyrir ári síðan, eftir að hafa starfað um 40 ár hjá Sandgerðisbæ og síðar Suðurnesjabæ. Guðjón var lífsglaður og fjölhæfur Bolvíkingur sem kom fyrst til Sandgerðis sem ungur kennari. Eftir nokkurra ára kennarastarf fór hann til annarra starfa annars staðar, en réðist sem skólastjóri Grunnskólans í Sandgerði árið 1985 og sinnti störfum skólastjóra með miklum sóma til ársins 2005, eða í um 20 ár. Árið 2005 hóf Guðjón störf hjá Sandgerðisbæ, sem fræðslu-og menningarfulltrúi og um tíma hélt hann einnig utan um íþrótta-og æskulýðsmál.

Guðjón annaðist um árabil fundaritun bæjarráðs og bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar og Suðurnesjabæjar. Við þau störf naut hann alla tíð trausts kjörinna fulltrúa. Á sinn hægláta hátt átti hann oft þátt í að leiða erfið mál til lykta og sá til þess að bókanir væru öllum til sóma.
Guðjón var góður hagyrðingur, samdi gjarnan vísukorn sem fönguðu augnarblikið á skemmtilegan hátt og má segja að hann hafi verið einskonar hirðskáld bæjarstjórna. Margir samferðamenn Guðjóns eiga vísukorn eftir hann, sem vekja ánægjulegar minningar.

Bæjarstjórn þakkar Guðjóni samfylgd og ánægjulegt samstarf um árabil, sem og framlag hans til samfélagsins. Blessuð sé minning Guðjóns Þorgils Kristjánssonar.

Bæjarstjórn sendir fjölskyldu Guðjóns innilegar samúðarkveðjur.

1.Fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar 2021

2007010

Á 60. fundi bæjarráðs var samþykkt að óska eftir fresti á afgreiðslu fjárhagsáætlunar, sbr. bréf frá samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneyti sem lá fyrir fundinum.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

2.Brunavarnaáætlun Brunavarna Suðurnesja

2010087

Brunavarnaáætlun fyrir Brunavarnir Suðurnesja.
Til máls tóku: EJP og MS

Afgreiðsla:

Brunavarnaáætlun samþykkt samhljóða, með fyrirvara um nokkrar leiðréttingar. Bæjarstjóra falið að undirrita leiðrétta brunavarnaáætlun fyrir hönd Suðurnesjabæjar.

3.Fjárhagsáætlun 2020 - viðaukar

2001039

Á 59. fundi bæjarráðs var viðauki 17 vegan skólasels Gerðaskóla samþykktur og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
60. fundi bæjarráðs var viðauki 18 vegna stuðningsþjónustu samþykktur og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að staðfesta viðauka 17 og 18.

4.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2020-2021

2010050

Á 60 fundi bæjarráðs var samþykkt samhljóða að óska eftir við atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneyti, að þar sem ekki er löndunarhöfn í byggðarlaginu Garði, verði fullgilt að fiskiskip sem þar eru skráð og fá úthlutað byggðakvóta, landi afla sem telst til byggðakvóta í öðru byggðarlagi en til vinnslu í byggðarlaginu Garði.

Jafnframt verði óskað eftir breytingu á 1. mgr. 4. gr. reglugerðar um úthlutun byggðakvóta, um að fyrir byggðarlagið Garð komi m.a. ..og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2020 til 31. ágúst 2021.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

5.Innkaupareglur

1806800

Á 59. fundi bæjarráðs innkaupareglur Suðurnesjabæjar samþykktar.
Til máls tók: LE

Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

6.Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks

2005085

Á 59. fundi bæjarráðs var samþykkt að stofna samráðshóp um málefni fatlaðs fólks í Suðurnesjabæ samkvæmt tillögu og greinargerð í minnisblaði sviðsstjóra.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að skipa Katrínu Pétursdóttir og Þórsteinu Sigurjónsdóttir sem aðalfulltrúa Suðurnesjabæjar í Samráðshóp um málefni fatlaðs fólks. Katrín Pétursdóttir verði formaður samráðshópsins. Laufey Erlendóttir og Laufey Margrét Magnúsdóttir eru skipaðir varafulltrúar. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga tilnefnir einn fulltrúa og einn til vara.

7.Starfsáætlanir skóla 2020-2021

2009136

Á 20. fundi fræðsluráðs var ósk um breytingu á skóladagatali Sólborgar 2020-2021 tekin fyrir og samþykkt.
Afreiðsla:

Afgreiðsla fræðsluráðs samþykkt samhljóða.

8.Viðburðir og menningarmál í Suðurnesjabæ 2020-2021

2009045

Á 10. fundi ferða-, safna- og menningarráðs var minnisblað frá sviðsstjóra stjornsýslusviðs lagt fram. Ferða-, safna- og menningarráð leggur til að Hrekkjavaka verði árlegur viðburður í Suðurnesjabæ. Þá er lagt til að Fullveldisdagurinn verði haldinn hátíðlegur og að tendrun jólaljósa fari fram við sama tækifæri. Þá verði unnið að því að útfæra einn viðburð 31. desember í samstarfi við björgunarsveitir í Suðurnesjabæ.
Til máls tóku:FS og EJP.

Afgreiðsla:

Afgreiðsla ferða-, safna-og menningarráðs samþykkt samhljóða.

9.Stefna í ferða-, safna og menningarmálum

1910062

Á 10. fundi ferða-, safna- og menningarráðs er lagt til við bæjarstjórn að unnin verði menningarstefna fyrir sveitarfélagið og skipaður verði verkefnishópur til að halda utan um þá vinnu.
Til máls tóku: EJP, HH, MSM, FS, LE, HS og MS.

Afgreiðsla:

Afgreiðsla ferða-, safna-og menningarráðs samþykkt samhljóða. Samþykkt að óska eftir tillögum frá ferða-, safna-og menningarráði um verkefnið og hvernig það verði unnið.

10.Suðurnesjabær - greining rekstrar og starfsemi

2001070

Minnisblað frá bæjarstjóra.
Til máls tóku: MS, EJP, FS, MSM, KP, HH, HS og LE.

Afgreiðsla:

Bæjarstjórn lýsir ánægju með fram komna skýrslu frá HLH Ráðgjöf, um úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum Suðurnesjabæjar, ásamt tillögum. Úttektin staðfestir að fjárhagsleg staða sveitarfélagsins eftir sameiningu er sterk, rekstur góður, efnahagur traustur og starfsfólk leggur sig fram af metnaði og með fagmennsku að leiðarljósi við að veita íbúum góða þjónustu. Niðurstöður úttektarinnar fela í sér tækifæri til að treysta enn frekar rekstur og efnahag sveitarfélagsins með það að markmiði að vera betur í stakk búin til að takast á við margs konar aukna þjónustu og frekari fjárfestingar á næstu árum.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra að vinna aðgerðaáætlun um framgang einstakra tillagna og fylgja ábendingum sem fram koma í skýrslunni. Aðgerðaáætlun með útfærslu á framkvæmd tillagna verði lögð fram í bæjarráði hið fyrsta og reglulega verði stöðumat um framgang verkefna lagt fyrir bæjarráð. Stuðst verði við skýrsluna og aðgerðaáætlunina við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næstu tvö ár.

11.Bæjarráð - 59

2010008F

Fundur dags. 14.10.2020.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

12.Bæjarráð - 60

2010015F

Fundur dags. 28.10.2020.
Til máls tóku: FS, HH, HS, EJP, MS og MSM.

Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

13.Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga - 6

2010002F

Fundur dags. 06.10.2020.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

14.Ferða-, safna- og menningarráð - 10

2004015F

Fundur dags. 20.10.2020.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

15.Fræðsluráð - 20

2010010F

Fundur dags. 21.10.2020.
Til máls tóku: FS og EJP.

Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

16.Framkvæmda- og skipulagsráð - 20

2010001F

Fundur dags. 22.10.2020.
Til máls tóku: FS, PSG, EJP og HS.

Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

17.Fjölskyldu- og velferðarráð fundargerðir 2020

2001056

Fundur dags. 13.10.2020.
Til máls tóku: EJP og KP.

Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

18.Samband íslenskra sveitarfélaga fundargerðir 2020

2002007

a)889. fundur stjórnar dags. 16.10.2020.
b)890. fundur stjórnar dags. 30.10.2020.
Afgreiðsla:

Fundargerðirnar lagðar fram.

19.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2020

2001054

a) 761. fundur stjórnar dags. 05.10.2020.
b) 762. fundur stjórnar dags. 21.10.2020.
Afgreiðsla:

Fundargerðirnar lagðar fram.

20.Þekkingarsetur Suðurnesja fundargerðir 2020

2003074

35. fundur stjórnar dags. 08.10.2020.
Til máls tóku: FS, EJP og MSM.

Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

21.Brunavarnir Suðurnesja fundargerðir 2020

2002040

51. fundur stjórnar dags. 16.10.2020.
Til máls tóku: FS, MS, EJP, HH, LE, HS, MSM og KP.

Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

22.Aðalfundur Reykjanes jarðvangs ses

2009108

Fundargerð aðalfundar dags. 28.09.2020.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 19:15.

Getum við bætt efni síðunnar?