Fara í efni

Bæjarstjórn

27. fundur 07. október 2020 kl. 17:30 - 19:40 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson forseti
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Helgason aðalmaður
  • Laufey Erlendsdóttir fyrsti varaforseti
  • Fríða Stefánsdóttir aðalmaður
  • Katrín Pétursdóttir aðalmaður
  • Magnús Sigfús Magnússon annar varaforseti
  • Pálmi Steinar Guðmundsson aðalmaður
  • Daði Bergþórsson aðalmaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði forseti bæjarstjórnar, fyrir hönd bæjarstjórnar, Magnúsi Stefánssyni bæjarstjóra til hamingju með 60 ára afmæli hans 1. október sl. og honum færður glaðningur í tilefni tímamótanna.

Áður en gengið var til dagskrár óskaði forseti að eftirfarandi væri bókað:
Bæjarstjórn óskar Gerðaskóla til hamingju með tilnefninguna til Íslensku Menntaverðlaunanna fyrir framúrskarandi þróunarverkefni sem ber nafnið Snillitímar í Gerðaskóla. Verkefnið er eitt af fimm verkefnum sem voru tilnefnd. Freydís Kneif kennari átti hugmyndina að verkefninu en fjölmargir kennarar skólans hafa komið að því. Fyrir skólann og þá sem standa að verkefninu er þetta mikill heiður og ekki síður fyrir Suðurnesjabæ að sjá þetta spennandi verkefni fá þessa viðurkenningu.

1.Endurfjármögnun lána vegna bættra kjara

2009063

Á 57. fundi bæjarráðs dags. 9. september var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að staðfesta og að heimila lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð allt að kr. 1.000.000.000, til endurfjármögnunar á eldra láni sem bar 4,2% vexti. Lánstími á nýju láni er styttri og vextir lægri, þ.e. 0,75%. .
Til máls tóku: EJP, MS,DB og MSM.

Afgreiðsla:

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkir samhljóða hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 1.000.000.000 kr. með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér.
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til endurfjármögnunar á eldra láni sem tekið var upphaflega vegna uppgjörs við Eignarhaldsfélagið Fasteign, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Magnúsi Stefánssyni, kt. 011060-3319, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Suðurnesjabæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

2.Fjárhagsáætlun 2020 - viðaukar

2001039

Á 57. fundi bæjarráðs dags. 9. september var viðauki 16 vegna sumarvinnu og sumarúrræða fyrir námsmenn lagður fram og samþykktur samhljóða.

.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að staðfesta viðauka 16.

3.Ferskir vindar - Alþjóðleg listahátíð

1810021

Á 58. fundi bæjarráðs dags. 23. september var minnisbla frá bæjarstjóra lagt fram og drög að samstarfssamningi við Ferska vinda. Bæjarráð samþykkti með tveimur atkvæðum D- og J- lista að fela bæjarstjóra að ljúka við samning við Ferska vinda um hátíðina 2021-2022 að upphæð kr. 4.000.000. Fulltrúi H-lista sat hjá.
Til máls tóku: EJP, MSM, DB, HS, PSG og MS.

Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt með sjö atkvæðum D- og J- lista og öðrum fulltrúa H-lista (PSG). Hinn fulltrúi H-lista (MSM) sat hjá og fulltrúi B- lista greiddi atkvæði á móti tillögunni. Fulltrúar B- og H- lista gerðu grein fyrir atkvæði sínu og sögðust ekki vera á móti hátíðinni heldur vera á móti hækkun á fjármagni frá samningsdrögum.

4.Sköpun starfa á Suðurnesjum

2009113

Á 58. fundi bæjarráðs, dags. 23. september var viljayfirlýsing á milli Vinnumálastofnunar, sveitarfélaga og Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi lögð fram og samþykkt að Suðurnesjabær leiti leiða til að skapa störf eins og viljayfirlýsingin kveður á um.
Til máls tóku: HH, DB, EJP, MS og FS.

Afgreiðsla:

Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

5.Deiliskipulag: Iðngarðar: Endurskoðun

1806201

Á 19. fundi framkvæmda- og skipulagsráðs dags. 16. september er lagt til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Iðngarða í Garði skv. 41. og 43. gr. skipulagslaga.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Iðngarða í Garði, skv. 41. og 43. gr. Skipulagslaga.

6.íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna COVID-19

2009037

á 58. fundi bæjarráðs dags. 23. september voru drög að reglum um íþrótta- og tómstundastyrki lagðar fram.

Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að staðfesta fyrirliggjandi drög að reglum um íþrótta-og tómstundastyrki.

7.Deiliskipulag og aðalskipulagsbreyting ofan Byggðavegar

2003001

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 24.júní s.l. að auglýsa og kynna breytingar á aðalskipulagi Sandgerðisbæjar skv. 31. gr. skipulagslaga og tillögu að deiliskipulagi fyrir nýjan leikskóla við Byggðaveg skv. 41. gr. skipulagslaga. Einnig var samþykkt að auglýsa samhliða lítilsháttar breytingu á skipulagsmörkum íbúðasvæðis við Lækjamót sem liggja mun að skipulagsmörkum deiliskipulags við Byggðaveg. Tillögurnar voru auglýstar á tímabilinu 14. júlí -31. ágúst 2020. Engar athugasemdir bárust.
Afgreiðsla:

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu að breytingu á aðalskipulagi ofan Byggðavegar óbreytta og að hún verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga.

8.Stofnlagnir fráveitu að Skerjahverfi

2009013

Minnisblað frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.
Til máls tóku: MSM og EJP.

Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Gröfuþjónustu Tryggva Einarssonar, um framkvæmd við stofnlagnir fráveitu að Skerjahverfi.

9.Gerðaskóli - Úttekt á innivist og loftgæðum

2006024

Minnisblað frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.
Til máls tóku: EJP, MSM, DB, LE, PSG, MS, HS og HH.

Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að fela sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs að vinna verkáætlun og frekari greiningu á kostnaði við endurbætur á húsnæði í Gerðaskóla. Jafnframt verði unnar tillögur um notkun viðkomandi húsnæðisins, í samráði við starfshóp um húsnæðismál skólans. Tillögur verði lagðar fram í bæjarráði hið fyrsta.

10.Fastanefndir - kosning

2003091

Lagt er til að Laufey Erlendsdóttir verði aðalmaður í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og Einar Jón Pálsson til vara.
Til máls tóku: MSM og EJP.

Afgreiðsla:

Samþykkt með fulltrúum J- og Dlista að tilnefna Laufey Erlendsdóttur aðalfulltrúa Suðurnesjabæjar í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og Einar Jón Pálsson til vara. Fulltrúar H- og B-lista sitja hjá.

11.Landshlutateymi á Reykjanesi

2010008

Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs, varðandi landshlutateymi í málefnum fatlaðs fólks á Reykjanesi.
Til máls tóku: KP og EJP.

Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að Suðurnesjabær taki þátt í verkefninu.

12.Bæjarráð - 57

2009007F

Fundur dags. 09.09.2020.
Til máls tóku: LE, HH og MS.

Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

13.Bæjarráð - 58

2009014F

Fundur dags. 23.09.2020.
Til máls tóku: PSG, EJP, MS, HS, FS, MSM og HH.

Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

Varðandi mál 13.1
Bæjarstjórn tekur undir bókun bæjarráðs til stuðnings áformum um skipaþjónustuklasa á Suðurnesjum og telur framgang málsins mikilvægan þátt í uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum.

14.Framkvæmda- og skipulagsráð - 19

2009009F

Fundur dags. 16.09.2020.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

15.Fræðsluráð - 19

2009013F

19.fundur dags. 19.09.2020.
Til máls tóku: EJP, FS og LE.

Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

Varðandi mál 15.5, þá er vinnu við tillögur um launagreiðslur til áheyrnarfulltrúa í fræðsluráði vísað til vinnslu fjárhagsáætlunar.

16.Íþrótta- og tómstundaráð - 9

2009020F

Fundur dags. 24.09.2020.
Til máls tóku: FS, DB, HS, KP, EJP, HH, PSG, LE og MSM.

Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

17.Hafnarráð - 11

2009010F

Fundur dags. 30.09.2020.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

18.Samband íslenskra sveitarfélaga fundargerðir 2020

2002007

a)886. fundur stjórnar dags. 28.08.2020.
b)887. fundur stjórnar dags. 25.09.2020.
c)888. fundur stjórnar dags. 29.09.2020.
Afgreiðsla:

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

19.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2020

2001054

a)759. fundur stjórnar dags. 16.09.2020.
b)760. fundur stjórnar dags. 30.09.2020.
Til máls tóku: EJP og DB.

Afgreiðsla:

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

20.Brunavarnir Suðurnesja fundargerðir 2020

2002040

a)50. fundur stjórnar dags. 07.09.2020.
b) Ársreikningur 2019.
Til máls tók: EJP

Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

21.Heklan fundargerðir 2020

2002012

79. fundur Heklunnar dags.04.09.2020
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

22.Öldungaráð Suðurnesja fundargerðir 2020

2002008

Fundur dags. 21.09.2020.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

23.Heilbrigðisnefnd Suðurnesja fundargerðir 2020

2001110

284. fundur dags. 01.10.2020.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:40.

Getum við bætt efni síðunnar?