Fara í efni

Bæjarstjórn

5. fundur 05. september 2018 kl. 19:00 - 21:45 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson forseti
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Helgason aðalmaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Fríða Stefánsdóttir aðalmaður
  • Magnús Sigfús Magnússon annar varaforseti
  • Pálmi Steinar Guðmundsson aðalmaður
  • Daði Bergþórsson aðalmaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Vitor Hugo Rodrigues Eugenio varamaður
Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson
Dagskrá

1.Gjaldskrár: sameinað sveitarfélag Sandgerðis og Garðs

1806803

Í upphafi fundar bauð forseti nýráðinn bæjarstjóra velkominn til starfa og óskaði honum velfarnaðar í störfum og tók bæjarstjórn undir það.

Fyrir liggja tillögur um samræmingu á þjónustugjaldskrá, sem gildi frá 1. október 2018 til 31. desember 2018.

Til máls tók: EJP.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir að þau gjöld sem verður ekki breytt innan ársins verði mismunandi innan hins nýja sveitarfélags til áramóta en það eru gjöld um fasteignaskatta, holræsagjald og lóðarleigu.

Bæjarstjórn samþykkir tillögur um samræmingu þjónustugjaldskrár, eins og þær liggja fyrir. Í tillögunum er gengið út frá því að ef misræmi er í gjaldskrám Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs, fyrir utan þá þætti er taldir eru upp hér að ofan, þá er miðað við þá gjaldskrá sem lægri er. Sama á við ef misræmi er milli afslátta, þá er miðað við afslætti sem eru hærri. Gjaldskráin gildir frá 1. október 2018 til 31. desember 2018 og kemur til endurskoðunar við vinnslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.

2.Gatnagerðargjöld: samþykkt um gatnagerðargjöld

1808096

Fyrir liggur tillaga að samþykkt um gatnagerðargjöld.

Til máls tóku: EJP, MSM, PSG.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn tekur til 2. umræðu samþykkt um gatnagerðargjöld en fyrri umræða fór fram á bæjarstjórnarfundi hinn 1. ágúst 2018 undir liðnum Gjaldskrár: sameinað sveitarfélag Sandgerðis og Garðs. Bæjarstjórn samþykkir samþykkt um gatnagerðargjöld og felur bæjarstjóra að láta birta hana í Stjórnartíðindum.

3.Vatnsveita: Gjaldskrá vatnsveitu

1808018

Fyrir liggur tillaga að samþykkt um Vatnsveitu.

Til máls tóku: EJP, MSM, PSG, HS.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn tekur til 2. umræðu samþykkt um vatnsveitu en fyrri umræða fór fram á bæjarstjórnarfundi hinn 1. ágúst 2018 undir liðnum Gjaldskrár: sameinað sveitarfélag Sandgerðis og Garðs. Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá vatnsveitu eins og hún liggur fyrir og felur bæjarstjóra að láta birta hana í Stjórnartíðindum.

4.Fráveita: Samþykkt um fráveitu

1808017

Lagt er til að bæjarstjórn staðfesti að sveitarfélagið setji sér ekki sérstaka samþykkt um fráveitu heldur starfa í samræmi við lög um fráveitur og að fráveitugjald verði ákveðið við afgreiðslu fjarhagsáætlunar hverju sinni.

Til máls tók: EJP.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir að ekki verði sett sérstök samþykkt um fráveitu, heldur tekið mið af lögum um fráveitur og að fráveitugjald verði ákveðið í fjárhagsáætlun. Fjárhæð fráveitugjalda eru því ákveðin í gjaldskrá sveitarfélagsins hverju sinni.

5.Sunnubraut 3: Umsókn um byggingarleyfi: Bráðabirgðastækkun leikskólans Gefnarborgar

1807039

Á 2. fundi Framkvæmda-og skipulagsráðs var samþykkt að fresta áformum um bílastæði fyrir starfsfólk við suðausturenda lóðar með tilliti til athugasemda sem bárust, en samþykkja fyrirhuguð byggingaráform að öðru leyti.

Til máls tóku: EJP, PSG, DB, HS, FS, HH, LE.
Afgreiðsla:
Samþykkt með átta atkvæðum D-, H- og J- lista að staðfesta afgreiðslu málsins frá 2. fundi Framkvæmda-og skipulagsráðs þann 21.08. 2018. Fulltrúi B- lista lista situr hjá.

6.Heiti sameinaðs sveitarfélags.

1807102

Bæjarráð leggur eftirfarandi til við bæjarstjórn: Fram fari íbúakosning um val á nafni, ákveðinn verði kjördagur til að framkvæma kosninguna. Kosið verði með hefðbundnum hætti, með kjörseðli á kjörstað. Bæjarráð fái umboð til að halda utan um ferli málsins og framkvæmd, ásamt Kjörstjórn þar sem það á við. Bæjarstjórn feli bæjarráði að halda utan um val á tillögum um nöfn, sem verði kosið um og skili fullmótuðum tillögum til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Til máls tóku: EJP, PSG, FS, HH, HS, DB, LE, MSM, MS.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs um framhald málsins og felur bæjarráði að vinna áfram að málinu í samræmi við tillöguna.

7.Dagdvöl aldraðra

1807095

Á 6. fundi bæjarráðs þann 29.08.2018 var samþykkt að gengið verði til samninga við Reykjanesbæ um þjónustu vegan dagdvalar aldraðra, jafnframt er bæjarstjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að móta vinnuhóp, samkvæmt tillögum í minnisblaði sviðsstjóra um málið.

Til máls tóku: EJP, FS, HS, MS, MSM.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn staðfestir samhljóða samþykkt bæjarráðs.

8.Börn: lengd viðvera fyrir börn í 5.-10. bekk

1808035

Á 6. fundi bæjarráðs þann 29.08.2018 var samþykkt að hefja vinnu við að undirbúa frístundaþjónustu fyrir börn og ungmenni með fötlun, samkvæmt minnisblaði sviðsstjóra fjölskyldusviðs.

Til máls tók: EJP.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn staðfestir samhljóða samþykkt bæjarráðs.

9.Fjölskyldu- og velferðaráð Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga: nefndarmenn

1806965

Á 6. fundi bæjarráðs þann 29.08.2018 var samþykkt að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs að útvega fulltrúum í Fjölskyldu-og velferðarráði spjaldtölvur til afnota. Áhersla lögð á öryggi gagna.

Til máls tók: EJP, HS.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn staðfestir samhljóða samþykkt bæjarráðs.

10.Hafnarstjóri: ráðning í starf

1808008

Á 2. fundi Hafnarráðs þann 15.08.2018 var samþykkt starfslýsing fyrir hafnarstjóra.

Til máls tóku: EJP, DB, HH.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn staðfestir samhljóða samþykkt Hafnarráðs.

11.Persónuverndarfulltrúi: Tilnefning

1806754

Á 4. fundi bæjarráðs þann 15.08.2018 var samþykkt að ganga til samninga við Reykjanesbæ um þjónustu persónuverndarfulltrúa fyrir sveitarfélagið. Fyrir liggur undirritaður samningur um þjónustuna.

Til máls tók: EJP, DB, MS.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs og staðfestir samninginn. með átta atkvæðum D- H- og J- lista. Fulltrúi B- lista situr hjá.

12.Tölvumál: Samningur

1807070

Á 5. fundi bæjarráðs þann 22.08.2018 var samþykktur samningur við Premis um tölvuþjónustu, bæjarráð vísaði samningnum til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Til máls tók: EJP.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs og staðfestir samninginn.

13.Hugbúnaður: Launakerfi

1807060

Á 6. fundi bæjarráðs þann 29.08.2018 var samþykkt að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi um H3 launakerfi og leggja samninginn fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.

Til máls tóku:
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs og staðfestir samninginn.

14.Afsögn nefndarmanns

1808006

Jónína Holm hefur sagt af sér sem varafulltrúi í Framkvæmda-og skipulagsráði.

Til máls tók: EJP.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir tillögu fulltrúa J-lista um að Hannes Jón Jónsson taki sæti sem varamaður í Framkvæmda-og skipulagsráði í stað Jónínu Holm með sex atkvæðum D- og J- lista. FH- og B- ista sitja hjá.

15.Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja:fulltrúar í heilbrigðisnefnd

18061420

Vegna sameiningar sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar verða breytingar á samsetningu fulltrúa í Heilbrigðisnefnd Suðurnesja. Stjórn SSS tekur undir þau sjónarmið sem fram hafa komið, að Reykjanesbær fái tvo fulltrúa í Heilbrigðisnefnd og að nefndin kjósi sér formann á fyrsta fundi nefndarinnar.

Til máls tóku: EJP, HS.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn tekur undir afstöðu stjórnar SSS um tilnefningu fulltrúa í Heilbrigðisnefnd Suðurnesja og áréttar að nefndin kjósi sér formann á fyrsta fundi.

16.Sóknaráætlun Suðurnesja 2015 - 2019

1806382

Með bréfi frá Uppbyggingarsjóði Suðurnesja dags. 08.08.2018 er óskað eftir því að sveitarfélagið tilnefni fjóra aðila í úthlutnarnefnd sjóðsins.

Til máls tók: EJP.
Afgreiðsla:
Samþykkt var að tilnefna Fríðu Stefánsdóttur, Hlyn Þór Valsson, Svavar Grétarsson og Andreu Færset í úthlutunarnefnd

17.Fjárhagsáætlun 2018: viðauki við málaflokk 02

1808009

Á 4. fundi bæjarráðs þann 15.08.2018 var samþykktur viðauki við fjárhagsáætlun í málaflokki 02.

Til máls tók EJP.
Afgeiðsla:
Viðauki samþykktur samhljóða.

18.Fjárhagsáætlun 2018: viðauki við málaflokk 04

1808027

Á 4. fundi bæjarráðs þann 15.08.2018 var samþykktur viðauki við fjárhagsáætlun í málaflokki 04.

Til máls tóku: DB, EJP.
Afgreiðsla:
Viðauki samþykktur samhljóða.

19.Hjólakraftur- tillaga að viðauka.

1807026

Á 4. fundi bæjarráðs þann 15.08.2018 var samþykktur viðauki við fjárhagsáætlun vegna Hjólakrafts.

Til máls tók: EJP.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða.

20.Taramar:hluthafafundur 2018

1807092

Á 6. fundi bæjarráðs þann 29.08.2018 var fjallað um boð á hluthafafund Taramar. Bæjarráð samþykkti að veita bæjarstjóra umboð til að sitja hluthafafundinn fyrir hönd sveitarfélagsins. Samþykkt að sveitarfélagið neyti ekki kaupréttar á auknu hlutafé í félaginu.

Til máls tóku:
Afgreiðsla:
Tillaga bæjarráðs samþykkt samhljóða.

21.Fundarboð: aðalfundur sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum

1809006

Boðað er til aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dagana 7. og 8. september 2018. Fundarstaður Grunnskóli Grindavikur.

Til máls tóku:
Afgreiðsla:
Lagt fram.

22.Fundarboð: aðalfundur Reykjanes jarðvangur ses

1809007

Boðað er til aðalfundar Reykjanes Jarðvangs ses. þann 17. september 2018.

Til máls tóku:
Afgreiðsla:
Lagt fram. Samþykkt samhljóða að bæjarstjóri fari með atkvæðisrétt fyrir hönd sveitarfélagsins á aðalfundinum.

23.Bæjarráð - 4

1808003F

Fundur dags. 15.08.2018.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram.

24.Bæjarráð - 5

1808012F

Fundur dags. 22.08.2018.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram.

25.Bæjarráð - 6

1808017F

Fundur dags. 29.08.2018.


Til máls tók EJP.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram.

26.Hafnarráð - 1

1808002F

Fundur dags. 09.08.2018.


Til máls tók EJP.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram.

27.Hafnarráð - 2

1808009F

Fundur dags. 15.08.2018.


Til máls tók EJP.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram.

28.Framkvæmda- og skipulagsráð - 2

1808008F

Fundur dags. 21.08.2018.


Til máls tók EJP.
Afgreiðsla:

Fyrsta mál fundargerðarinnar, Aðalskipulag Sandgerðisbæjar 2008-2024: Tillaga að breytingu 2018 - 1806469
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að kynna tillöguna fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við tillögu ráðsins.
Annað mál fundargerðarinnar, Íbúðasvæði sunnan Sandgerðisvegar: Tillaga að deiliskipulagi - 1806454.
Samþykkt samhljóða að kynna tillöguna fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum samhliða kynningu á aðalskipulagsbreytingunni, samanber fyrsta mál á fundi Framkvæmda- og skipulagsráðs.
Níunda mál fundargerðarinnar, Fálkavöllur 8: Umsókn um byggingarleyfi - 1808041
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirhuguð byggingaráform og felur byggingarfulltrúa afgreiðslu byggingarleyfisins.
Tíunda mál fundargerðarinnar, Sjónarhóll 8: umsókn um byggingarleyfi - 1807040
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirhuguð byggingaráform og felur byggingarfulltrúa afgreiðslu byggingarleyfisins.
Tólfta mál fundargerðarinnar, Lækjarmót 81-83: umsókn um lóð - 1807078
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða úthlutun lóðar.
Þrettánda mál fundargerðarinnar, Lækjarmót 73-75: umsókn um lóð - 1807077
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða úthlutun lóðar.
Fjórtánda mál fundargerðarinnar, Þrastarland 1-16: umsókn um lóðir - 1807106
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða úthlutun lóðar.
Fimmtánda mál fundargerðarinnar, Brimklöpp 10: umsókn um lóð - 1807109
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða úthlutun lóðar.
Sextánda mál fundargerðarinnar, Brimklöpp 11: umsókn um lóð - 1808001
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða úthlutun lóðar.
Sautjánda mál fundargerðarinnar, Fjöruklöpp 17-19: umsókn um lóð - 1808026
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða úthlutun lóðar.
Átjánda mál fundargerðarinnar, Þinghóll 2: umsókn um lóð - 1808004
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða úthlutun lóðar.
Nítjánda mál fundargerðarinnar, Bjarmaland 15 bílastæði: breyting á staðsetningu - 1808045
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að leyfa tvö viðbótarstæði á lóð.
Tuttugasta mál fundargerðarinnar, Stækkun Keflavíkurflugvallar: kynning á drögum að matsáætlun - 1807105
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við drög að tillögu um matsáætlun.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram

29.Fræðsluráð - 1

1808018F

Fundur dags. 29.08.2018.

Til máls tók EJP.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn tók sérstaklega fyrir eftirfarandi mál:

Fyrsta mál fundargerðar, Fræðsluráð: starfsáætlun 2018-2022 ? 1808081.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að óska eftir tillögu fræðsluráðs um verklag, kostnaðaráætlun og fl. varðandi skólastefnu og vísar málinu til vinnslu í fjárhagsáætlun 2019.
Fimmta mál fundargerðar, Sandgerðisbær: skóladagatöl 2018-2019 - 1806404
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu fræðsluráðs um skóladagatal leikskólans Sólborgar.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram.

30.Ferða-, safna- og menningarráð - 2

1808011F

Til máls tók: EJP
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram.

31.Íþrótta- og tómstundaráð - 1

1808016F

Fundur dags. 28.08.2018.

Til máls tók: EJP:
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn tók sérstaklega fyrir eftirfarandi mál:

Fimmta mál fundargerðar, Fjölskyldusvið: skipulag frístundadeildar: tillögur - 1808064
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa málinu til umræðu í bæjarráði
Áttunda mál fundargerðar, Frístundavefsíða: tillaga að kaupum - 1808075
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa málinu til umræðu í bæjarráði.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram.

32.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: fundargerðir 2018

1806028

a) 733. fundur stjórnar dags. 08.08.2018.
b) 734. fundur stjórnar dags. 22.08.2018.

Til máls tók: EJP:
Afgreiðsla:
Fundargerðir lagðar fram.

33.Öldungaráð: fundargerðir 2018

18061410

Fundur dags. 13.08.2018.

Til máls tók: EJP:
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram.

34.Fasteignafélag Sandgerðis: fundarboð: aðalfundur 2018

1808071

Fundargerð aðalfundar dags. 30.08.2018.

Til máls tók: EJP:
Afgreiðsla:
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 21:45.

Getum við bætt efni síðunnar?