Fara í efni

Bæjarráð

4. fundur 15. ágúst 2018 kl. 11:00 - 14:45 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Róbert Ragnarsson fundarritari
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Róbert Ragnarsson fundarritari
Dagskrá
Formaður bauð Magnús Stefánsson bæjarstjóra vekominn til starfa.

1.Bjarg: Húsnæði: stofnframlag

1806474

Jón Ben Einarsson sviðsstjóri kom á fundinn og gerði grein fyrir stöðu skipulagsmála og svaraði fyrirspurnum bæjarráðs.
Bæjarráð felur sviðsstjóra að stofna lóðina Fjöruklöpp 26-32.

Bæjarráð þakkar Jóni fyrir kynninguna.

2.Heiti sameinaðs sveitarfélags

1807102

Minnisblað með tillögum um næstu skref lagt fram.
Bæjarráð ræddi aðferðir við val á nafni á sameinað sveitarfélag.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna minnisblað með nánari útfærslu á því hvernig atkvæðagreiðsla um nafn geti farið fram í haust.

3.Stjórnskipulag sameinaðs sveitarfélags: Tillaga að uppbyggingu og starfslýsingar

1807088

Drög að sarfslýsingum sviðsstjóra lagðar fram og óskað eftir heimild til að auglýsa starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs sem jafnframt verður verkefnastjóri sameiningar sveitarfélagsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá starfslýsingum við sviðsstjóra og auglýsa laust til umsóknar starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs sem jafnframt verði verkefnastjóri sameiningar sveitarfélagsins.

Starfslýsingarnar skulu endurskoðaðar í tengslum við starfsþróunarsamtal að ári liðnu.

4.Kjörnar nefndir: erindisbréf

1808028

Tillaga að erindisbréfum ráða lögð fram.
Tillaga að erindisbréfum ráða lögð fram.

Bæjarráð vísar erindisbréfunum umsagnar ráða áður en þau hljóta staðfestingu bæjarstjórnar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Sveitarfélagið Voga um erindisbréf fjölskyldu-og velferðarráðs.

5.Persónuverndarfulltrúi: Tilnefning

1806754

Drög að samningi við Reykjanesbæ um persónuverndarfulltrúa lögð fram.
Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi við Reykjanesbæ til eins árs.

6.Þjónustusamningur: fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar

1806408

Gildandi samningur við Sandgerðisbæ lagður fram, ásamt minnisblaði bæjarstjóra.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Reykjanesbæ um fræðsluþjónustu út júní 2019.

7.Skólamatur: samningur um skólamötuneyti

1808005

Samningar við Skólamat lagðir fram.
Bæjarráð hyggst samræma gjaldskrár vegna skólamats í Gerðaskóla og Sandgerðisskóla og verður hún til afgreiðslu á fundi bæjarráðs 29. ágúst.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

8.Leikskólinn Sólborg: tillögur vegna endurmats samnings við Hjalla og viðauki við samning

1806405

Frestað á síðasta fundi.
Málið rætt og bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu.

9.Fjárhagsáætlun 2018: viðauki við málaflokk 02

1808009

Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2018 lögð fram.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2018 um aukin útgjöld að fjárhæð 11,5 milljónir og hækkun framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um sömu fjárhæð.

10.Fjárhagsáætlun 2018: viðauki við málaflokk 04

1808027

Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun ársins vegna skólavistar nemenda utan lögheimilissveitarfélags.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2018 um aukin útgjöld að fjárhæð 3,1 milljón sem komi til lækkunar á handbæru fé.

Tillögu sem varðar árið 2019 er vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

11.Hjólakraftur- tillaga að viðauka.

1807026

Máli frestað á 2. fundi bæjarráðs. Tekið fyrir að nýju með nýju minnisblaði.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2018 um aukin útgjöld í málaflokk 06 að fjárhæð 1 milljón kr. sem komi til lækkunar á handbæru fé.

Bæjarráð óskar eftir nánari upplýsingum um verkefnið, svo sem fjölda þátttakenda, greiningu á kostnaði og árangri.

Fundi slitið - kl. 14:45.

Getum við bætt efni síðunnar?