Fara í efni

Bæjarráð

51. fundur 10. júní 2020 kl. 08:00 - 19:30 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fagháskólanám í leikskólafræðum

2006003

Viljayfirlýsing um fagháskólanám í leikskólafræðum í samvinnu Háskóla Íslands, Keilis og sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Viljayfirlýsingin var undirrituð af bæjarstjóra með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að staðfesta viljayfirlýsinguna.

2.Átak í fráveituframkvæmdum

2006008

Erindi frá Samb. ísl. sveitarfélaga og Samorku dags. 2. júní 2020, varðandi átak næstu ára í framkvæmdum við fráveitur sveitarfélaga.
Afgreiðsla:

Bæjarráð leggur áherslu á að skipulags-og umhverfissvið vinni upplýsingar um nauðsynlegar framkvæmdir við fráveitu í sveitarfélaginu næstu árin.

Lagt fram.

3.Menntastefna

2001051

Á 25. fundi bæjarstjórnar var málinu vísað til umfjöllunar í bæjarráði. Sviðsstjóri fjölskyldusviðs og deildarstjóri fræðsluþjónustu sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Kristín Helgadóttir, deildarstjóri fræðsluþjónustu, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að menntastefna Suðurnesjabæjar verði unnin samkvæmt minnisblaði og tillögum sviðsstjóra fjölskyldusviðs og deildarstjóra fræðsluþjónustu. Tillaga um skipan starfshóps og uppfærð verkefnisáætlun verði lögð fyrir bæjarráð sem fái reglulega upplýsingar um framgang verkefnisins.

4.Málefni aldraðra - skýrsla frá 2017

2006018

Samantekt vinnuhóps fulltrúa sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar frá 2017 um málefni aldraðra.
Afgeiðsla:

Samþykkt að skipaður verði starfshópur til að yfirfara og uppfæra fyrirliggjandi samantekt ásamt niðurstöðum fundar um málefni aldraðra frá því 17. janúar 2020.
Skipun starfshóps frestað til næsta fundar bæjarráðs.

5.Ljósleiðarakerfi í Suðurnesjabæ

1912023

Minnisblað frá verkefnastjóra skipulags- og umhverfissviðs um stöðu málsins.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

6.Fjárhagsáætlun 2020 - viðaukar

2001039

Viðauki 12, viðhaldskostnaður Sandgerðishöfn.
Afgreiðsla:

Samþykkt að staðfesta viðauka 12.

7.Hollvinafélag Unu Guðmundsdóttur

1905020

Drög að samstarfssamningi milli Suðurnesjabæjar og Hollvina Unu.
Afgreiðsla:

Drög að samstarfssamningi samþykkt.

8.Forsetakosningar 2020

2006001

Erindi frá Þjóðskrá Íslands varðandi kjörskrá vegna forsetakosninga þann 27.júní 2020. Kjörskrá verður lögð fram þann 16. júní 2020.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

9.Stjórnir fasteignafélaganna - tilnefningar í stjórnir

2006029

Tilnefning í stjórnir Fasteignafélags Sandgerðis og Fasteignafélagsins Sunnubraut 4.
Afgreiðsla:

Samþykkt að tilnefna Fríðu Stefánsdóttur í stjórn Fasteignafélags Sandgerðis í stað Ólafs Þórs Ólafssonar.


10.Fastanefndir - kosning

2003091

Kosning varamanns í stjórn Þekkingarseturs Suðurnesja.
Afgreiðsla:

Samþykkt að Laufey Erlendsdóttir taki sæti varamanns í stjórn Þekkingarseturs Suðurnesja í stað Ólafs Þórs Ólafssonar.

11.Heilbrigðisnefnd Suðurnesja fundargerðir 2020

2001110

282. fundur stjórnar dags. 04.06.2020
Afgreiðsla:

Lagt fram.

12.Ársfundur Þekkingarseturs Suðurnesja 2020

2005086

Fundargerð 8. ársfundar dags. 28.05.2020
Afgreiðsla:

Lagt fram.

13.Þekkingarsetur Suðurnesja fundargerðir 2020

2003074

34. fundur stjórnar dags. 28.05.2020
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?