Fara í efni

Bæjarráð

50. fundur 27. maí 2020 kl. 15:00 - 17:50 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Jafnlaunavottun innleiðing

1908032

Kynning frá mannauðsstjóra á niðurstöðum launagreiningar.
Afgreiðsla:

Halla Þórhallsdóttir, mannauðsstjóri, kynnti niðurstöður launagreiningar og stöðu jafnlaunavottunar.

Lagt fram.

2.Átak til að bæta starfsumhverfi leikskóla í Suðurnesjabæ

1911026

Minnisblað deildarstjóra fræðsluþjónustu.
Afgreiðsla:

Kristín Helgadóttir, deildarstjóri fræðsluþjónustu, sat fundinn undir lið tvö og þrjú.

Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra um lokun leikskóla milli jóla og nýárs fyrir skólaárið 2020-2021 til reynslu með tveimur atkvæðum J- lista og D- lista. H- listi greiðir atkvæði gegn tillögunni þar sem talið er að erindið sé ekki komið til afgreiðslu á faglegum forsendum heldur byggt á kjaralegum forsendum starfsmanna.

3.Afsláttur af leikskólagjöldum

2005063

Minnisblað deildarstjóra fræðsluþjónustu.
Afgreiðsla:

Bæjarráð samþykkir afslátt af leikskólagjöldum fyrir fjölskyldur sem eru með fleiri en eitt barn í leikskóla og hjá dagforeldri á sama tíma, samkvæmt tillögu í minnisblaði deildarstjóra.

4.Fjármál og rekstur í ljósi Covid 19

2003075

Minnisblað frá fjármálastjóra og lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga. Jafnframt erindi dags. 25.05.2020 frá samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra varðandi rekstur og fjármál sveitarfélaga.
Afgreiðsla:

Samþykkt að veita heimild til skammtímafyrirgreiðslu í formi yfirdráttar allt að kr. 50 mkr. þegar þörf kemur upp.
Samþykkt að veita bæjarstjóra umboð til að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga að fjárhæð 400 mkr.
Erindi ráðherra lagt fram.

5.Fjárhagsáætlun 2020 - viðaukar

2001039

Viðauki 11 fyrir árið 2020.
Afgreiðsla:

Viðauki 11 fyrir árið 2020 samþykktur.

6.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga- fjármál sveitarfélaga í kjölfar COVID-19

2005057

Erindi dags. 18.05.2020.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

7.Starfshópur um stöðu sveitarfélaga á Suðurnesjum

1911074

Lokaskýrsla starfshóps, þar sem Bæjarstjóri starfaði fyrir hönd Suðurnesjabæjar. Markmið aðgerðaáætlunar eru fjórþætt: Að auka samráð milli ríkis og sveitarfélaga um hagsmuni svæðisins, virkja jákvæðan vöxt efnahagslífs og samfélags, auka skilning á sérkennum og tækifærum svæðisins og að efla viðbragð við aðstæðum sem kalla á samstillingu og sameiginlegar aðgerðir opinberra aðila.
Afgreiðsla:

Bæjarráð lýsir ánægju með aðgerðaáætlun sem fram kemur í skýrslunni en beint framlag ríkisins til að fjármagna aðgerðaáætlunina er 250 mkr.

Lagt fram.

8.Ljósleiðarakerfi í Suðurnesjabæ

1912023

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Afgreiðsla:

Samþykkt að semja við ráðgjafa vegna undirbúnings lagningar ljósleiðara í dreifbýli Suðurnesjabæjar.

9.Sumarúrræði fyrir námsmenn 2020

2004083

Minnisblað frá bæjarstjóra.
Afgreiðsla:

Samþykkt að veita heimild fyrir aukinni fjárheimild sbr. minnisblað. Bæjarstjóra falið að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun.

10.Þróun lands í nágrenni Keflavíkurflugvallar

1806379

Aðalfundur Kadeco og tilnefning fulltrúa í stjórn Kadeco.
Afgreiðsla:

Aðalfundur Kadeco verður 8. júní nk. Samþykkt með tveimur atkvæðum J- og D- lista að tilnefna Einar Jón Pálsson og Hólmfríði Skarphéðinsdóttur til stjórnar Kadeco. Fulltrúi H- lista situr hjá.

11.Atvinnumál og opinber starfsemi á Suðurnesjum.

2003094

Upplýsingar um atvinnuleysistölur frá 18. maí.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

12.Áhrif hruns ferðaþjónustu vegna Covid-19 á sveitarfélögin

2005071

Minnisblað frá Byggðastofnun.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

13.Samráðshópur um vinnumarkaðsaðgerðir á Suðurnesjum

2005082

Erindi frá Samhæfingarhópi um atvinnu- og menntaúrræði á Suðurnesjum, með ósk um tilnefningu fulltrúa fyrir Suðurnesin í samráðshóp.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

14.Ársfundur Þekkingarseturs Suðurnesja 2020

2005086

Ársfundur verður haldinn 28. maí 2020.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:50.

Getum við bætt efni síðunnar?