Fara í efni

Bæjarráð

48. fundur 29. apríl 2020 kl. 15:00 - 17:50 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Rekstraryfirlit 2020

2004048

Afgreiðsla:

Lagt fram.

2.Fjárhagsáætlun 2020 - viðaukar

2001039

Afgreiðsla:

Viðaukar 6, 7, 8, 9 og 10 samþykktir samhljóða.

3.Fjármál og rekstur í ljósi Covid 19

2003075

Afgreiðsla:

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi bókun:

Sveigjanleiki verður í innheimtu á meðan áhrifa gætir af Covid-19 og eru íbúar hvattir til að setja sig í samband við sveitarfélagið sjái þeir fram á erfiðleika við að standa í skilum. Eftir sem áður eru gjaldendur hvattir til að standa í skilum eins og mögulegt er.

4.COVID-19 - upplýsingar

2003010

Afgreiðsla:

Bæjarráð er sammála tillögu aðgerðastjórnar um að fyrirhugaðri bæjarhátíð í sumar verði frestað til ársins 2021 og þess í stað verði leitast við að halda minni viðburði á árinu í samræmi við tilmæli um sóttvarnir hverju sinni.

Minnisblað lagt fram.

5.Samkomulag vegna reksturs og umsjónar sýningarinnar Heimskautin heilla

2004038

Afgreiðsla:

Samkomulagið samþykkt. Bæjarstjóra falið að undirrita samkomulagið fyrir hönd Suðurnesjabæjar.

6.Sandgerðishöfn starfshópur um rekstur

1912013

Afgreiðsla:

Minnisblað frá bæjarstjóra lagt fram og mál í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 17:50.

Getum við bætt efni síðunnar?