Fara í efni

Bæjarráð

47. fundur 15. apríl 2020 kl. 15:00 - 18:40 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Pálmi Steinar Guðmundsson varamaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Keilir - húsnæðismál

2001028

Kaup á hlut í fasteignafélagi Keilis.
Kjartan Már Kjartansson form. stjórnar Keilis og Jóhann Friðrik Friðriksson framkvæmdastjóri Keilis sátu fundinn undir þessum dagskrárlið og fylgdu málinu eftir.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að Suðurnesjabær kaupi hlut í fasteignafélagi Keilis eins og lagt er upp með í gögnum málsins. Settir eru fyrirvarar um samþykki Kadeco og sveitarfélaganna á Suðurnesjum svo og sjálfbærni skólans til framtíðar. Forsenda fyrir kaupunum er að langtímasamningur við mennta-og menningarmálaráðuneyti liggi fyrir. Þegar samningur um kaupin liggur fyrir skal hann lagður fyrir bæjarráð.

2.Fjárhagsáætlun 2020 - viðaukar

2001039

Viðauki 5 - Sandgerðishöfn.
Afgreiðsla:

Viðauki samþykktur samhljóða.

3.Fjárhagsáætlun 2020 - viðaukar

2001039

Erindi frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga dags. 06.04.2020. Viðaukar og breyttar fjármálareglur.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

4.Námsvist

1902039

Minnisblað frá fræðsludeild.
Afgreiðsla:

Guðrún Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, og Kristín Helgadóttir, deildarstjóri fræðslumála, sátu fundinn undir lið 4.

Afgreiðsla málsins er skráð sem trúnaðarmál.

5.Sumarstörf 2020

1912059

Minnisblað frá deildarstjóra frístundaþjónustu og verkefnisstjóra á skipulags- og umhverfissviði.
Afgreiðsla:

Samþykkt að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram með viðkomandi embættismönnum sveitarfélagsins. Bæjarráð taki málið til afgreiðslu á næsta fundi þann 29. apríl 2020.

6.COVID-19 - upplýsingar

2003010

Erindi frá Sambandi ísl sveitarfélaga um aðgerðaáætlun sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili vegna COVID-19.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

7.Ferðamál á Reykjanesi

2004008

Upplýsingapóstur til ferðamálafulltrúa ásamt fylgigögnum.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

8.Samstarfssamningar félagasamtök

1901039

Drög að samningi við GSG.
Afgreiðsla:

Drög að samstarfssamningi við GSG samþykkt.

9.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga

2002064

Bréf vegna frestunar á aðalfundi Lánasjóðs sveitarfélaga 2020
Afgreiðsla:

Lagt fram.

10.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga úthlutunanir 2020

1909061

Upplýsingar frá Jöfnunarsjóði.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

11.Framkvæmdir í Suðurnesjabæ 2020

2003071

Minnisblað frá bæjarstjóra og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að bjóða út framkvæmd við fráveitu að íbúðasvæði sunnan Sandgerðisvegar frá núverandi fráveitukerfi.

12.Almannavarnarnefnd Suðurnesja - fundargerðir

1905009

Fundargerð aðgerðarstjórnar dags. 03.04.2020.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:40.

Getum við bætt efni síðunnar?