Fara í efni

Bæjarráð

3. fundur 25. júlí 2018 kl. 11:00 - 13:15 Ráðhúsið Garði
Nefndarmenn
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Laufey Erlendsdóttir varamaður
  • Róbert Ragnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Róbert Ragnarsson starfandi bæjarstjóri
Dagskrá

1.Ráðning bæjarstjóra

1806760

Ráðningarsamningur við bæjarstjóra lagður fram.
Ráðningarsamningur við Magnús Stefánsson bæjarstjóra er lagður fram.

Bæjarráð samþykkir samninginn og vísar honum til bæjarstjórnar til staðfestingar.

2.Stjórnskipulag sameinaðs sveitarfélags: Tillaga að uppbyggingu og starfslýsingar

1807088

Tillaga að uppbyggingu sviða lögð fram, ásamt tillögu að starfsheitum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna tillöguna áfram og leggja fyrir bæjarstjórn til staðfestingar. Bæjarstjóra er jafnframt falið að vinna nýjar starfslýsingar í samstarfi við stjórnendur.

3.Nefndir og ráð:kjörnir fulltrúar: þóknun kjörinna fulltrúa og nefndarlaun

1806809

Afgreiðslu frestað á síðasta fundi.

Uppfærð tillaga að þóknun kjörinna fulltrúa lögð fram.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til bæjarstjórnar til staðfestingar.

4.Bjarg: Húsnæði: stofnframlag

1806474

Minnisblað Sandgerðisbæjar um Uppbyggingu leiguhúsnæðis í samvinnu við Bjarg íbúðafélag og tillaga um vilyrði fyrir lóðarúthlutun dags. 15. maí lögð fram.
Bæjarráð Sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs staðfestir vilja sinn til að sækja um stofnframlög til byggingar 11 íbúða húss í Sandgerði.
Jafnframt veitir bæjarráð bæjarstjóra heimild til að bjóða lóðina Fjöruklöpp 26-32 í Garði undir 5 íbúða hús sem Bjarg hyggst reisa.

Bæjarráð óskar eftir yfirliti yfir stöðu skipulagsmála í sveitarfélaginu á næsta fundi bæjarráðs.

5.Leikskólinn Sólborg: tillögur vegna endurmats samnings við Hjalla og viðauki við samning

1806405

Minnisblað fræðslufulltrúa Sandgerðisbæjar frá október 2017 lagt fram.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

6.Leikskóli: Stofnun ungbarnaleikskóla

1807094

Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja undirbúning að stofnun leikskóladeildar fyrir yngri börn.

7.Gefnarborg: stækkun leikskóla

1807093

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2018 vegna framkvæmda og rekstrar vegna stækkunar Gefnarborgar.

Daði Bergþórsson B-lista óskar eftir minnisblaði með frekari upplýsingum forsendur stækkunar leikskólans.

8.Þjónustusamningur: fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar

1806408

Þjónustusamningur Sandgerðisbæjar við Reykjanesbæ um fræðsluþjónustu er lagður fram. Samningur Sveitarfélagsins Garðs sama efnis er útrunninn.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna við Reykjanesbæ um að gildandi samningur Sandgerðisbæjar verði grunnur samnings næsta skólaár. Umræðu um framtíðarfyrirkomulag fræðsluþjónustu í sameinuðu sveitarfélagi er vísað til umræðu í fræðsluráði.

9.Persónuvernd

1806754

Tillaga Reykjanesbæjar um að sveitarfélög á Suðurnesjum kaupi persónuverndarþjónustu af sveitarfélaginu er lögð fram.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna við Reykjanesbæ um kaup á Persónuverndarþjónustu. Þar til niðurstaða er fengin í þær viðræður verður Bryndís Gunnlaugsdóttir lögfræðingur starfandi Persónuverndarfulltrúi sveitarfélagsins.

10.Dagdvöl aldraðra

1807095

Minnisblað félagsmálastjóra dags. 5. mars 2018 um málefni dagdvalar lagt fram ásamt fundargerð frá fundi bæjarstjóra með bæjarstjóra Sv. Voga, félagsmálastjóra og félagsráðgjafa dags 13. júlí 2018.
Bæjarráð felur félagsmálastjóra að kortleggja þörfina og meta kostnað við lausn til bráðabirgða, ásamt því að hefja undirbúning umsóknar um dagdvalarrými í sveitarfélaginu.

11.Taramar:hluthafafundur 2018

1807092

Boð á hluthafafund föstudaginn 27. júlí lagt fram.
Bæjarráð veitir Einari Jóni Pálssyni forseta bæjarstjórnar heimild til að fara með atkvæði sveitarfélagsins á hluthafafundinum.

12.Öryggisþjónusta: Samningur við Securitas hf.

1807073

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna við Securitas hf. um nýjan samning við sameinað sveitarfélag.

13.Fjölmiðlavakt: Samningur við Creditinfo um fjölmiðlavakt

1807074

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

14.Raforkuviðskipti: Samningur við HS Orku hf.

1807075

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna við HS orku hf. um nýjan samning við sameinað sveitarfélag.

15.Innheimta: Innheimtuþjónusta fyrir nýtt sveitarfélag

1807086

Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að funda með báðum tilboðsaðilum og í framhaldinu semja við þann aðila er þjónustað getur sveitarfélagið í heild sinni best.

16.Síminn: Samningar um Símavist og fjarskiptaþjónustu

1807087

Undirritaðir samningar við Símann lagðir fram til staðfestingar.
Bæjarráð staðfestir samningana.

17.Samningur:Starfandi bæjarstjóri

1807091

Tillaga að verksamningi við RR ráðgjöf um að Róbert Ragnarsson verði starfandi Bæjarstjóri til 15. ágúst lögð fram.

Bæjarráð felur forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs að undirrita samninginn.

Magnús S. Magnusson fulltrúi H lista situr hjá.

18.Samningur: Verkefnisstjórn sameiningar

1807090

Tillaga að verksamningi við RR ráðgjöf um 2. áfanga verkefnisstjórnunar sameiningar sveitarfélagsins lögð fram.

Bæjarráð felur forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs að undirrita samninginn.

Magnús S. Magnusson fulltrúi H lista situr hjá.

19.Unglingaráð Víðis: ósk um styrk

1807069

Unglingaráð Víðis óskar eftir styrk að fjárhæð 1.000.000kr. til að kaupa knattspyrnumörk
Bæjarráð frestar afgreiðslu vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar vegna ársins 2019.

20.Swedish Open: umsókn um styrk

1807057

Sigurður Guðmundsson óskar eftir styrk til að fara á Swedish Open í golfi fatlaðra.
Sigurður Guðmundsson mun taka þátt á Swedish Open í golfi fatlaðra dagana 3.-7. ágúst.
Í erindinu er óskað eftir fjárstyrk frá sveitarfélaginu vegna mikils kostnaðar við þátttöku Sigurðar.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að veita Sigurði styrk að fjárhæð kr. 50.000,-
Bæjarráð óskar Sigurði góðrar ferðar og góðs gengis á Swedish Open.

Fundi slitið - kl. 13:15.

Getum við bætt efni síðunnar?