Fara í efni

Bæjarráð

45. fundur 25. mars 2020 kl. 15:00 - 19:20 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Pálmi Steinar Guðmundsson varamaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2020

2001054

Bókun á 754. fundi stjórnar dags. 18.03.2020.
Afgreiðsla:

Bæjarráð tekur undir bókun stjórnar SSS þar sem lýst er áhyggjum af stöðu og þróun á atvinnumarkaði.

2.Framkvæmdaáætlun 2020

2003071

Yfirlit frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.
Afgreiðsla:

Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og fór yfir framkvæmdaáætlun. Bæjarráð samþykkir að veita heimild til að hefja framkvæmdir við stækkun búningsaðstöðu í íþróttamiðstöðinni í Garði samkvæmt tillögu í minnisblaði sviðsstjóra. Bæjarráð telur rétt að farið sé í báðar þær fráveituframkvæmdir sem fram koma í minnisblaði sviðssjórans þannig að útboð fari fram nú á vordögum. Bæjarstjóra er falið að gera tillögu að útfærslu verkefnanna.

3.Aðgerðir sveitarfélaga vegna Covid-19

2003072

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

4.Ályktun frá fundi hótel- og veitingamanna í Hljómahöll 20 mars 2020.

2003078

Ályktun frá fundi hótel- og veitingamanna í Hljómahöll 20 mars 2020.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

5.Suðurnesjabær - aðgerðastjórn og viðbragðsáætlun

2003048

Upplýsingar frá aðgerðarstjórn.
Afgreiðsla:

Minnisblað um aðgerðir og vinnu aðgerðastjórnar vegna Covid-19 faraldurs lagt fram ásamt fundargerðum og aðgerðaáætlun um órofna starfsemi og þjónustu í Suðurnesjabæ.
Bæjarráð þakkar aðgerðastjórn og starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir dýrmæta og óeigingjarna vinnu á erfiðum tímum.
Bæjarráð leggur áherslu á að fólk, fyrirtæki og félagasamtök fari eftir þeim tilmælum sem almannavarnir og stjórnvöld gefa út hverju sinni.
Bæjarráð leggur áherslu á að almannavarnanefnd Suðurnesja utan Grindavíkur sé virk meðan á neyðarstigi almannavarna stendur.

6.Kæra útboðs

2002019

Ákvörðun Kærunefndar í máli 5/2020 og svar frá Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

7.Fjármál og rekstur í ljósi Covid 19

2003075

Minnisblað frá aðgerðastjórn.
Afgreiðsla:

Minnisblað frá aðgerðastjórn lagt fram.

8.Sveitarstjórnarlög fjarfundir

2003076

Um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011
(neyðarástand í sveitarfélagi) og leiðbeiningar um fjarfundi.
Afgreiðsal:

Lagt fram.

9.Ársreikningur Suðurnesjabæjar 2019

2003077

Drög að ársreikningi 2019.
Afgreiðsla:

Ársreikningi vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 19:20.

Getum við bætt efni síðunnar?