Fara í efni

Bæjarráð

44. fundur 11. mars 2020 kl. 15:00 - 19:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Pálmi Steinar Guðmundsson varamaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Átak til að bæta starfsumhverfi leikskóla í Suðurnesjabæ

1911026

Kristín Helgadóttir deildarstjóri situr fundinn undir fyrsta máli á dagskrá.
Afgreiðsla:

Mál í vinnslu.

2.Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

2002063

Erindi frá UNICEF dags. 25.02.2020.
Afgreiðsla:

Málinu vísað til sviðsstjóra fjölskyldusviðs til skoðunar.

3.Styrkir til félagasamtaka vegna fasteignagjalda

1902033

Erindi frá Björgunarsveitinni Sigurvon dags. 03.03.2020.
Afgreiðsla:

Samþykkt að veita Björgunarsveitinni Sigurvon styrk til niðurgreiðslu fasteignagjalda af Austurgarði 4.

4.Samband íslenskra sveitarfélaga - staða kjaramála

2002070

Erindi vegna kjarasamninga stéttarfélaga
Bréf formanns stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Afboðun verkfalla

5.Foreldrafélag Gerðaskóla - beiðni um styrk

2003025

Erindi dags. 04.03.2020.
Afgreiðsla:

Erindi frestað og bæjarstjóra falið að funda með fulltrúum foreldrafélaga beggja grunnskóla sveitarfélagsins.

6.Heilsueflandi samfélag á Suðurnesjum

1905099

Minnisblað samráðshóps um heilsueflandi samfélag á Suðurnesjum.
Afgreiðsla:

Erindinu vísað til íþrótta- og tómstundaráðs til umfjöllunar.

7.Stafræn þjónusta

2003042

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Afgreiðsla:

Samþykkt að vinna eftir tillögum í minnisblaðinu með stafræn eyðublöð og Signet transfer.

8.Dagur stafrænnar framþróunar sveitarfélaga

2003024

Dagur stafrænnar framþróunar fer fram 3. apríl.
Afgreiðsla:

Lagt fram til kynningar.

9.COVID-19 - Upplýsingar

2003010

Minnisblað lagt fram til upplýsinga.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

10.Suðurnesjabær - aðgerðastjórn og viðbragðsáætlun

2003048

Tillaga um mótun aðgerðastjórnar og drög að viðbragðsáætlun.
Afgreiðsla:

Samþykkt að móta aðgerðastjórn eins og lagt er til í drögum að erindisbréfi og drög að viðbragðsáætlun samþykkt.

11.Samstarfssamningar félagasamtök

1901039

Minnisblað vegna samnings við GSG.
Afgreiðsla:

Minnisblað lagt fram og samþykkt að vinna eftir tillögum þess.

12.Stefnumótun í málefnum aldraðra 2020

1911031

Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs og samantekt frá opnum fundi um málefni aldraðra.
Afgreiðsla:

Minnisblað frá opnum fundi um málefni aldraðra lagt fram og vísað til framkvæmdastjórnar til umræðu og úrvinnslu.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs í samráði við bæjarstjóra að hefja undirbúning að umsókn um rekstur almenns- og sértæks dagdvalarrýmis.


13.Fjárhagsáætlun 2020 - viðaukar

2001039

a) Viðauki 3 - skrifstofa fjölskyldusviðs.
b) Viðauki 4 - málefni fatlaðs fólks.
Afgreiðsla:

Viðaukar þrjú og fjögur samþykktir.


14.Menntastefna

2001051

Minnisblað frá sviðsstjóra.
Afgreiðsla:

Vísað til fræðsluráðs til umsagnar.

15.Stýrihópur um stækkun Gerðaskóla - fundargerðir

1912011

Fundargerðir stýrihóps um stækkun Gerðaskóla.
Afgreiðsla:

Bæjarráð samþykkir næstu skref eins og kemur fram í þriðju fundagerð stýrihóps og að þau verði:
- Að teikningar og útboðsgögn fyrir viðbyggingu verði kláruð og stækkun boðin út fyrir sumar svo hægt verði að nýta sumarið 2020 til framkvæmda.
- Gert verði ráð fyrir að uppsteypa fyrir alla stækkunina og utanhússfrágangur verði kláruð og í framhaldi verði amk þrjár almennar kennslustofur teknar í notkun.
- Sett verði upp tímalína sem sýni hvenær restin af viðbyggingunni verði tekin í notkun.

Skipulags- og umhverfissvið falið að vinna málið áfram.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?